Fréttablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 46
30 1. desember 2008 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KREPPAN LÁRÉTT 2. dúkur, 6. þys, 8. skar, 9. fúsk, 11. ryk, 12. háspil, 14. flökt, 16. kaupstað, 17. strá, 18. umhyggja, 20. belti, 21. land í asíu. LÓÐRÉTT 1. endir, 3. skammstöfun, 4. verkfæri, 5. fugl, 7. biðja ákaft, 10. eldsneyti, 13. mánuður, 15. steintegund, 16. ófarnaður, 19. skst. LAUSN LÁRÉTT: 2. segl, 6. ys, 8. hró, 9. kák, 11. im, 12. tromp, 14. blakt, 16. bæ, 17. íla, 18. önn, 20. ól, 21. laos. LÓÐRÉTT: 1. lykt, 3. eh, 4. gripkló, 5. lóm, 7. sárbæna, 10. kol, 13. maí, 15. talk, 16. böl, 19. no. Tómstundahúsið er eini staðurinn á landinu þar sem lúxusbílar selj- ast í dag, enda eru þeir á spottprís. „Range Rover er alveg uppseldur hjá okkur. Hann kostaði 7.000 krónur og var í stærðinni 1/18. Ég kaupi ekki inn nýjar birgðir á meðan gengið er svona. Maður vonar bara að þetta breytist,“ segir Birgir Kristinsson í Tóm- stundahúsinu. Hann býður þó enn þá upp á ýmsar tegundir góðæris- bíla. „Ég er með Hummer H3 á 2.600 kr. og BMW M3 og M6 á 4.000 og 6.200 krónur.“ Smábílarnir eru úr járni og kall- ast „diecast“ á ensku – „Við höfum kallað þetta safnarabíla eða járn- bíla, því skelin úr járni. Það er mjög blandaður hópur sem kaupir þessa bíla, frá fimm ára og upp úr. Margir eru að safna eftir árgerð- um eða tegundum.“ Birgir segir að gjaldþrota millj- arðamæringar hafi ekki komið til að minnast góðu daganna með dvergútgáfu – „að minnsta kosti enginn af þessum frægustu. Þeir hafa örugglega enn þá efni á svona bílum í fullri stærð.“ Birgir er af þriðju kynslóð Tóm- stundahússmanna. „Afi setti versl- unina á laggirnar árið 1953 og ég er eiginlega fæddur inn í þetta. Við höfum verið í Nethylnum í ell- efu ár og þetta gengur ágætlega. Fjarstýrðu bílarnir eru alltaf það vinsælasta sem við bjóðum upp á, enda eru starfandi klúbbar sem tengjast þeim.“ - drg Lúxusbílar til sölu á spottprís „Þetta verður ekkert Country Road eða Devil Went Down To Georgia. Þarna verður amerísk jóla- stemning sem er ekki verri jólastemning en hver önnur,“ segir séra Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi, um sveitamessu sem þar verður haldin annan í jólum. „Við vorum með sams konar messu í fyrra sem mældist mjög vel fyrir. Þá voru bara jólasálmarn- ir, þessir hefðbundnu, fluttir í kántrístíl. Organist- inn Keith Reed sem er Bandaríkjamaður átti hugmyndina að þessu og mér fannst þetta nógu klikkað til að prófa þetta,“ segir Guðmundur Karl. „Þetta var mjög fjölsótt í fyrra og virkilega hátíðleg stund. Fólk sagði við mann á eftir að það hefði skynjað jólasálmana á alveg nýjan hátt.“ Til að skapa réttu sveitastemninguna var hey hluti af messunni í fyrra og verður vafalítið aftur í ár. Spurður hvort hestar verði ekki líka hluti af „showinu“ segist Guðmundur efast um það. „Þetta eru engin fíflalæti. Þetta er hátíðleg jólaguðsþjón- usta en tónlistin er bara flutt með þessum hætti.“ Lindarkirkja hefur hingað til verið með jóla- helgihald í Linda- og Salaskóla en fjórtánda desember verður breyting þar á þegar nýr og glæsilegur safnaðarsalur verður vígður. Óvissa er aftur á móti um byggingu nýrrar kirkju. „Það er óvissuástand hjá okkur eins og gagnvart öllu í þessu þjóðfélagi,“ segir Guðmundur og bætir við að aðsókn í messur hafi aukist mikið í haust. „Það er búið að gerast einu sinni í haust að við höfum farið undir 200 manns á sunnudögum,“ segir hann. - fb Kántrímessa annan í jólum GUÐMUNDUR KARL BRYNJARSSON Séra Guðmundur Karl von- ast til að sem flestir láti sjá sig í sveitamessunni sem verður haldin á öðrum degi jóla. FÆDDUR INN Í TÓMSTUNDAHÚSIÐ Birgir Kristinsson með dýrindis Land Rover Discov- ery á viðráðanlegu verði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þriðja þáttaröðin um Georg, Daní- el og Ólaf Ragnar verður að veru- leika á næsta ári. Hefur þáttaröðin hlotið vinnuheitið Fangavaktin. Þetta staðfesti Ragnar Bragason leikstjóri við Fréttablaðið. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort þre- menningarnir verði fangar, fanga- verðir eða sitt lítið af hvoru. Síð- asti þáttur Dagvaktarinnar fór í loftið í gærkvöldi en þáttaröðin er orðin ein sú vinsælasta í sögu Stöðvar 2. Það að þriðja þáttaröðin skuli vera á leiðinni í tökur verða að telj- ast nokkuð merkilegar fréttir. Ekki síst í ljósi þess að aðstandendur Dagvaktarinnar höfðu margoft lýst því yfir í fjölmiðlum að hún yrði sú síðasta í röðinni. „Nei, ég á ekki von á því að það verði gerðir fleiri þættir, þó að maður eigi svo sem aldrei að afskrifa neitt. Endirinn verður nokkuð afgerandi fyrir söguhetjurnar og það er ekkert sniðugt að blóðmjólka góða hluti,“ lét Ragnar Bragason hafa eftir sér í mars á þessu ári þegar Dagvaktin var á leið í tökur. En hvað skyldi svo hafa breyst tæplega níu mán- uðum seinna? „Tja, það eru nú bara viðbrögð áhorfenda við Dagvakt- inni sem hafa verið hreint út sagt ótrúleg,“ segir Ragnar og þvertek- ur fyrir að þarna búi að baki eitt- hvert peningaplokk. „Nei, maður er nú ekkert „in it for the money“ í þessum bransa. Þessi hópur er bara ótrúlegur og það örlar ekki á neinni þreytu milli okkar. Við vildum því bara halda áfram,“ segir leikstjórinn og vill ekki viðurkenna að það hafi verið einhver mistök að halda því fram að Dagvaktin yrði sú síðasta. „Okkur grunaði bara aldrei að henni myndi takast að fylgja eftir vinsældum Næturvaktarinnar. Þetta æði hefur bara komið okkur algjörlega í opna skjöldu.“ Ragnar upplýsir að eftir að tökum á síðasta þættinum var lokið hafi vangaveltur um framhald farið af stað innan hópsins. Umræð- an hélt síðan áfram fram eftir hausti. Í vetur voru menn orðnir nokkuð ákveðnir í að fara af stað með þriðju þáttaröðina. „Við horfð- um líka til ástandsins í þjóðfélag- inu um þessar mundir og okkur finnst okkur eiginlega renna blóðið til skyldunnar að skemmta fólki með þessum náungum sem þjóðin virðist af einhverjum óskilj- anlegum ástæðum elska.“ freyrgigja@frettabladid.is RAGNAR BRAGASON: NÝ ÞÁTTARÖÐ GERÐ Á NÆSTA ÁRI Dagvaktarliðið fer í fangelsi ÓTRÚLEGUR HÓPUR Ragnar Bragason segir enga þreytu vera í hópnum sem gerði Dagvaktina og því sé um að gera að halda áfram. Þriðja þátta- röðin um þá Georg, Daníel og Pétur Jóhann verður gerð á næsta ári. EKKERT PENINGAPLOKK Ragnar Bragason segir þriðju þáttaröðina vera gerða af hug- sjón; þeim renni eiginlega blóðið til skyldunnar að skemmta fólki á þessum síðustu og verstu. „Líf mitt hefur alltaf verið hálfgerð kreppa og ég held bara áfram að kreppa vöðvana. Þeir sem eru ekki byrjaðir að kreppa vöðvana ættu að byrja á því strax. Það bætir, hressir og kætir.“ Hlynur Áskelsson, Ceres 4. Hvort sem það er að landsmenn eru frétta- þyrstari nú en áður eða að hinn fyrrum sókndjarfi varnarjaxl úr KR, Óskar Hrafn Þorvaldsson, er að gera allt rétt sem fréttastjóri Stöðvar 2 má greina mikla aukningu á fréttaáhorf Stöðvar 2. Í síðustu viku horfðu að meðaltali 28 prósent landsmanna á fréttir Stöðvar 2 samkvæmt mælingum Capacent sem er eitt mesta fréttaáhorf sem mælst hefur á Stöð 2 síðan rafrænar mælingar á ljósvakamiðlum hófust í upphafi ársins. Munurinn á Stöð 2 og RÚV er sá minnsti sem mælst hefur á þessu ári eða aðeins 1 prósent hjá 12–80 ára. Hjá áhorfendum á aldrinum 12–54 ára, sem mark- aðsmenn skilgreina sem virkasta neysluhópinn, er Stöð 2 með meira fréttaáhorf eða 23 prósent en RÚV 21,6 prósent. Starfsmönnum Seðlabankans var tjáð að með einhverjum hætti yrði þeim bætt upp það mikla álag sem sem þeir hafa verið undir að undanförnu. Starfsmenn mættu því vonglaðir þegar bankastjór- arnir þrír, Ingimundur, Eiríkur og Davíð, kölluðu hópinn saman fyrir skemmstu. Óhætt er að segja að þeir hafi axlað ábyrgð því sjálfir tóku þeir að sér að bæta starfsmönnum upp þrautargöngu undanfarinna daga með skemmti- atriðum. Samkoman hófst á því að Davíð fór með gamanvísur, Eiríkur söng frumsamin lög og að lokum settist Ingimundur við píanóið og lék fyrir viðstadda sem fengu rautt í glös sín. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI fæst einnig í Sólningu Kópavogi, Njarðvík, Selfossi og Barðanum Skútuvogi Startaðu betur í vetur TUDOR rafgeymirinn er hannaður til að lifa allan veturinn af. Forðastu óvæntar uppákomur. TUDOR rafgeymar - betra start í allan vetur!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.