Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 1
Tfminn óskar landsmönnum öllum gledilegra páska TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTT ABLAÐ! Fimmtudagur 8. apríl 1982 81. tölublað — 66. árg. Fjör í hreppsnefndarkosningum í Vestur-Landeyjum: FRAMBOÐSUSTA STEFNT GEGN EGGERT HAUKDAL! Blæs nú bara á þetta’% segir 99 ■ Austur i Vestur-Landeyja- hreppi er nú i undirbúningi fram- boöslisti fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar, og munu aöstand- endur listans bjóöa fram gegn Eggert Haukdal og hans mönn- um, en Eggert er oddviti hrepps- nefndarinnar þar i hrepp. Samkvæmt heimildum Timans er pólitisk breidd á bak viö þenn- an framboöslista, en hingaö til hefur veriö kosiö persónubund- inni kosningu i V-Landeyjum, en ekki listakosning. Herma heim- ildirnar aö ýmsar ástæöur búi aö baki þessum nýja lista, og þyngst mun vega óánægja meö störf og stefnu núverandi hreppsnefndar, og þá ekki sist óánægja meö þá staöreynd aö oddviti hrepps- nefndarinnar, Eggert Haukdal, er mikiö fjarverandi úr hreppn- um ár hvert, vegna starfa sinna á þingi og i Framkvæmdastofnun. Lögöu heimildarmenn Timans áherslu á þaö aö þessi framboös- listi væri ekki tilkominn vegna óánægju meö neinn einn ákveöinn aöila og pólitiskar ástæöur lægju ekki heldur aö baki þessum lista, enda kæmu menn af öllum póli- tiskum skoöunum til meö aö skipa sæti á nýja listanum. Timinn hafi I gær samband viö Eggert Haukdal og spuröi hann hvort hann liti á þetta mótfram- boö sem vantraust á sig: „Þaö eru nú oft margir listar I sveitar- stjórnarkosningum og þó aö þaö séu deildar meiningar meö mönn- um, þá tel ég enga ástæöu til þess aö lita á þetta sem vantraust á mig. Þessi listi er nú ekki kominn fram enn — þaö hefur bara heyrst um hann talaö og ég blæs nú bara á þetta og er ekkert aö úttala mig um hann eöa hræddur viö hann á neinn hátt. Það er náttúrlega rétt aö undir- strika þaö aö i Vestur-Landeyja - hreppi hefur aldrei verið listakosning og listakosning út af fyrir sig skapar vissa úlfúö og sundrungu I fámennu sveitarfé- lagi, en þaö er vandamál þeirra sem aö þessum lista standa, en ekki mitt.” —AB ■ Já, nii er hægt aö fara ut í garö meö skólabækurnar, spegilmn, hárburstann, greiöuna og útvarpiö og hlusta á lög unga fólksins i sól og blíðviðri. Það er nú meiri munurinn. Þeir gömlu sögöu að svona veöur vissi á páskahret, en þvl neitum við blátt áfram aö trúa. (Timamynd Ella). KISILMALMVERKSMHUA REIST A REYÐARFIRDI ■ Iönaöarráöherra hefpr lagt fram frumvarp um byggingu kisilmálmverksmiðju á Mjóeyri viö Reyöarfjörð. Aætlaö er aö iöjuveriö geti hafið rekstur vorið 1985. Stofnkostnaður verksmiöjunn- ar er áætlaður um 750 millj. kr. Rikiö á aö eiga aö minnsta kosti 51% af hlutafé og vera ávallt i eigu þess og stjórn skipuð af full- trúum rikisins aö meirihluta. Aörir innlendir aöilar mega eiga allt aö 49% af hlutafé. Samkvæmt frumvarpinu er rikisstjórninni heimilt aö leggja fram alltaö 225 millj. kr. i hlutafé og taka lán aö auki I sama skyni. Auk verksmiðjunnar veröur að byggja höfn leggja, vegi að henni og raflinur. Starfsmenn verksmiöjunnar veröa um 130 talsins. Kisilmálm- ur er unninn úr kvartsi, en önnur hráefni eru kol, koks, kurl og raf- skaut. Lögð er áhersla á aö frumv. veröi samþykkt á þessu þingi.of Erlent yfirlit: Fólksfjöld- inn f Kfna — bls. 7 — Hafnar- fjardar- framboð - bls. 10-19 myndir i . bls. 12-13 og 27 _______ Páska- helgin - bls. 11-18

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.