Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTHR Séndtxm um land allt. Kaupum nýlega bila til niðurrus Slmi (91)7 -75-51, (91) 7-80-30. TTli’I Tttti Skemmuvegi 20 v Kópavogi Miktö úrval Opið virka daga 9-19 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt trygginga féiag HÖGGDEYFAR GJvarahlutir & ❖ Fimmtudagur 8. april 1982 fréttir Lest eftir skamma sjúkralegu ■ Fulloröna konan, sem var flutt meövit- undarlaus á sjúkra- húsið á Akureyri eftir aö hún varð fyrir bil á Þingvallastræti i fyrradag og Timinn sagöi frá i gær, lést á sjúkrahúsinu seint i fyrrakvöld. Að sögn lögregl- unnar á Akureyri komst konan aldrei til meövitundar eftir slysiö. —Sjó. Gott veður víðast hvar ■ Kúluhúsiö sem þau Sigrún Jónsdóttir og Leó M. Jónsson eru aöbyggja á Höfnum á Reykjanesi. Húsið kemur til meö aö kosta 350 þús. krónur fokhelt og finnst Sigrúnu þaö vel sloppið. A innfelldu myndinni er Sigrún. Timamynd Róbert. Kúluhús rís í Höfnum: HELD ÞAÐ VERDIFYR- IRMYNDAR EINBÝUSHÚS ■ „Húsið verður til að byrja meö notað undir bilagey mslu en siðan ætlum við að innrétta það og flytja inn og ég held að það veröi fyrirmyndar einbýlis- hús”, sagði Sigrún Jónsdóttir, húsmóðir á Sólvangi i Höfnum á Reykjanesi i samtali við blaöamann Timans. Sigrún ásaint eiginmanni sinum Leó M. Jónssyni byggir nú „kúluhús” sem Einar Þorsteinn Asgeirs- son hannaði eftir hugmyndum bandarikjamannsins Buck- minster Fuller. „Gólfflöturinn i húsinu verður 200 fermetrar á tveimur hæöum. Viö höfum þegar látið gera teikningar”, sagði Sigrún. „A neðri hæðinni verða þrjú svefnherbergi stór stofa, and- dyri, geymsla, baðherbergi og eldhús. A efri hæðinni verður stórt hjónaherbergi. fataher- dropar bergi og klósett svo að ég held að það ætti að geta farið vel um nokkuð stóra fjölskyldu þegar allt verður klárt.” — Er húsið ekki m jög einfalt i byggingu? „Jú, það er óhætt að segja þaö. Þetta er bara einföld tré- grind sem er boltuð saman og siðan fest niður á steinsteyptan sökkul. Að utan er grindin fyrst klædd með vatnsheldum spónaplötum og yfir þær kem- ur niðsterkur plastdúkur sem leggst mjög þétt að plötunum, mér skilst að hann sé mjög endingargóður. Ég er nú ekki alveg viss um hvaða plötur verða notaðar í innveggina en ég reikna með að hólfin verði einangruð með steinull.” — Er ódýrara að byggja svona hús en venjuleg steinhús eða timburhús? „Já mér skilst að það sé mikiö ódýrara.mig minnir að maður- inn hafi reiknað út að fokhelt muni það kosta 350 þúsund krónur sem varla telst mikiö fyrir 200 fermetra hús,” sagði Sigrún. — Hvernig eru viðbrögð fólks við húsinu? „Börnunum fannst húsið náttúrlega skrýtið i fyrstu og sumir höfðu jafnvel á orði að við værum kolvitlaus aðleggja út i svona ævintýri. En nú þegar húsið er komið svona langt þá virðast þeir vera mjög hrifnir og mér kæmi ekki á óvart þótt margir þeirra fetuðu i fótspor okkar og drifu sig i að byggja svona. Kannski verða Hafnir kúluhúsaþorp þegar frammi sækir. Eins er með smiðina. Þeim leist ekkert á þetta uppátæki til að byrja með, en nú eiga þeir ekki orð til að lýsa hrifningu sinni.” — Mér virðast fáir gluggar á húsinuyer ekki hætt viö að það verði dimmt og drungalegt að innanveröu? „Nei, nei, langt i frá, við get- um bætt viö gluggum eftir þörf- um.” — Hvenær verður svo flutt inn? „Það er nú ekki alveg ákveðið. En ég vona að það verði sem fyrst þvi ég er farin að hlakka mjög til þess.” — Er þetta eina húsið sinnar tegundar á Islandi? ,,Já þaö held ég,en ég frétti að það stæði til að byggja annað austur á Hellu,” sagði Sigrún að lokum. —Sjó ■ Veðurútlitið er mjög gott viðast hvar á landinu um páskana. Samkvæmt upplýsing- um frá Veöurstofu ís- lands má búast við norðán golu og heið- rikjú alls staðar nema á annesjum austan- lands. Þar má búast við kalda eða stinn- ingskalda og jafnvel einstaka éljum. —Sjó. Hnakkaþjófar á ferð í Reykjavik ■ Þremur hnökkum og reiðhjálmi var stol- iö úr hesthúsi, Brún- stöðum við Þvotta- laugarveg, I fyrrinótt. Þá var einum hnakki stolið úr bil við Einholt i Reykjavik. Rann- sóknarlögregla rikis- ins leitar nú þjófanna. —Sjó. Bílvelta í Svínahrauni ®Bill valt ofan við Litlu kaffistofuna i Svinahrauni um kl. 18 i gærkvöldi. Var þetta jeppabill úr Þorláks- höfn og i honum þrjár stúlkur. Munu þær hafa slasast all alvar- lega. Lögregla úr Ar- bæjarstöð Reykja- vikurlögreglu og lög- regla af Selfossi fóru á slysstað og voru stúlkurnar allar flutt- ar á slysadeild. —AM Vopnin brýnd ■ Flokkarnir eru nú sem óðast farnir aö brýna vopnin fyrir sveitar- stjórnakosningarnar i næsta mánuði, — ekki sist i Reykjavík. Alþýðu- bandalagið hefur ráðið Úlfar Þormóðsson sem kosningastjóra og komið upp bækistöðvum I Siðu- múla. Sjálfstæðisflokkur- inn er með þann gamal- reynda kosningajaxl Óskar Friöriksson á sin- um snærum og viö viturn ekki betur en höfuð- stöðvarnar verði I Val- höll. Um kratana höfum við engar upplýsingar en hins vegar heyrum við að Haukur Ingibergsson verði kosningastjóri Framsóknarfiokksins og að aöalbækistöövarnar verði i gamla Eddu-hús- inu. Stefán hættir ■ Fram hefur komið að Stefán Jón Hafstein út- varpsfréttamaður, hcfur tekið að sér að sjá um vikulegt næturútvarp nú I sumar, — fyrirbæri sem flestir taka fagnandi. En það eru ekki einu fréttirn- ar af Stefáni — við heyr- um nefnilega að hann hafi sagt upp starfi sinu sem fréttamaður nú um mánaðamótin. Húmor hjá Eimskip ■ Það er alltaf lofsvert þegar góðum húmor bregöur fyrir I auglýsing- um á vöru og þjónustu sem annars eru oft frem- ur einhæfar og leiðinleg- Alla leiö með EIMSKIP SIMI 27100 ■ Nú geta menn dæmt sjálfir: maðurinn i Eimskips- auglýsingunni til vinstri og mynd af forstjóra Rikis- skips til hægri ar. Dæmi um húmor af þessu tagi er að finna i nýlegri auglýsingu frá Eimskip, þar sem við sjá- um ekki betur en teiknuð mynd af Guömundi Einarssyni forstjóra Rikisskips sé notuð I aug- lýsingaskyni! Krummi ... heyröi að það væri sam- eiginlegt með bridge og kynlifi að mestu skipti að hafa góðan „makker” eða góða „hönd”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.