Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 18
26________________ borgarmál Jósteinn Kristánsson, framkv.stj. skrifar: ■ „Skautafþróttin sameinar margt...” F rístundamál ■ Einn er sá málaflokkur sem mér finnst aö alltof litill sómi hafi veriö sýndur, en það eru fristundamál. 1 þeim málum eru bæði rikisvald og borgaryfirvöld jafnsek. Þróunin stefnir öll i þá átt aö vinnutimi styttist og fólk hefur fleiri stundir fyrir sjálft sig, og einhvern veginn virðist manni að drjúgur hópur unglinga hafi miklar fristundir nú orðið, þó ekki sé mér ljóst hvort heimanám sé minna en áður var, eða verr stundaö. Það gefur auga leið að fólk á miserfitt með að finna eitt- hvað fyrir sig að gera i fri- stundum. Hjá sumum er þetta ekkert vandamál þvi margir eiga sér ánægjuleg og þroskandi hugöarefni. Ég er þó næstum viss um, að þeir eru einnig margir, sem ekki finna fristundum sinum þann farveg sem þeir helst kysu. Framsóknarflokkurinn hefur lagt allmikla vinnu i að skoöa þessi mál og gera til- lögur. Nýlega lauk störfum nefnd á vegum flokksins sem ég starfaöi litilsháttar i. Niðurstöður nefndarinnar verða vafalaust kynntar i þessu blaði og fer ég ekki nánar út i þá sálma en ætla litilsháttar aö drepa á per- sónulegar hugmyndir minar varðandi Reykjavik i þess- um efnum. Ég tel að leggja beri áherslu á að koma á fót félagsmiðstöðvum með að- stöðu fyrir alla aldurshópa þar sem heilu fjölskyldurnar geta stundað iþróttir, leiki, námskeiö o.fl. Vel má hugsa sér að nýta skólahúsnæöi undir þessa starfsemi til að byrja með. Að sjálfsögðu væri einnig mjög æskilegt að félagsað- staða iþróttafélaga væri not- uö i þessu skyni en i báðum tilfellum þyrfti til að koma nokkurt fjármagn til styrkt- ar þessu starfi. Þaö skal tek- ið fram varðandi iþrótta- félögin að»skipulag og fram- kvæmd yrði að sjálfsögðu i höndum félaganna sjálfra en styrkur til starfseminnar kæmi frá opinberum aðilum. Þessi viðbótarstarfsemi við þá sem nú er á eins og áður er sagt að miöa fyrst og fremst að þvi að gefa fjöl- skyldum tækifæri til sam- veru utan heimilis og raunar öðrum sem ekki hafa tæki- færi til að stunda holla tóm- stundaiðju annarsstaðar. Margir munu eflaust segja að börn og unglingar hafi ekki áhuga á að vera með fjölskyldum sinum i slikum félagsmiðstöðvum. Ég tel þetta rangt en það mun auð- vitað koma i ljós þegar tæki- færin eru fyrir hendi. Ég vil einnig koma á keppni milli skóla i ýmsum greinum, þar sem áhersla er lögð á að allir taki þátt, ekki einstaka afreksmenn eins og oft vill verða. Ef um keppni milli stórra skóla er aö ræöa má hafa keppni milli ein- stakra aldurshópa o.s.frv. Hvað unglinga varðar, þá tel ég að ekkert haldi ung- lingum eins vel frá áfengi, eiturlyfjum og öðrum ófögn- uði og iþróttaiðkanir og önn- ur holl tómstundaiðja. Ásókn i áfengi og eiturlyf skapast oft vegna hreinna leiðinda. Eitt er það mál sem ég mun beita mér fyrir af al- efli hvar og hvenær sem ég fæ aðstöðu til. Skautafþróttin sameinar margt hana geta ungir sem aldnir stundað hún gefur þol og þrek hún er jafnt fyrir afreksmenn og aula. Að lokum: Framsóknar- flokkurinn hefur verið for- ystuflokkur i islenskum iþróttamálum, Framsóknar- flokkurinn ætlar sér að vera það áfram. Minnumst þess að f járfesting i heilbrigöri is- lenskri æsku er arðsamari en nokkur virkjun eöa verk- smiðja. ■ „Ég tel að leggja beri áherslu á að koma á fót félagsmið- stöðvum” flokkstarf Kópavogur Opið hús i Hamraborg 5 þriðjudagskvöld 13. april, mið- vikudagskvöld 14. april kl. 20.30. Vinnukvöld fimmtudag- inn 15.aprilkl. 20.30 verður fundur um stefnuskrá flokks- ins i komandi bæjarstjórnarkosningum. Mætið vel. Kosningastjórn framsóknarfélaganna simi skrifst. er 41590. Framsóknarfélag Árnesssýslu 50 ára Afmælishátið á Flúðum siðasta vetrardag 21. april. Dag- skrá: kl. 18.30 kvöldverður. Ágrip af sögu félagsins Ágúst Þorvaldsson, kl. 22.00 Ávarp Steingrimur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins. Bændakvartett. Hljómsveitin Rætur leikur fyrir dansi. Miðapantanir i kvöldverð verða að berast fyrir 14. april n.k. til Vernharðs Sigurgrimssonar simi 6320 eöa Guðmars Guðjónssonar simi 6043. Garöars Hannessonar simi: 4223, Hans Karls Gunnlaugssonar simi: 6621 og Leifs Eirikssonar simi: 6537 Allir velkomnir Stjórnin Hafníirðingar Allt framsóknarfólk i Haínaríirði. Fundur verður haldinn 14. april n.k. kl. 20.30 að Hverfisgötu 25 Jóhann Einvarðs- son mætir á fundinn og ræðir um stjórnmálaviðhorfið Allir velkomnir FUF Ilafnarfirði MYNDAR- _LEGAR- \am ÍHM GJAFIR FEAKXlAK Vasamyndavélarnar frá Kodak eiga það allar sameiginlegt að vera sérlega auðveldar í notkun, með öruggu stuðningshandíangi og skila skörpum myndum í björtum litum. Aðrir eiginleikar þessara bráðsnjöllu vasavéla s.s. aðdráttarlinsur, innbyggð sjálívirk leiíturljós og hraða- stillingar eru mismunandi eftir gerðum og það er verðið að sjálísögðu líka. KODAK TELE-EKTRALITE 600 Glœsíleg myndavól með sér- stakri aðdráttarlinsu og innbyggðu sjálfvirku eilííðarilassi. Fókusinner frá l.lmíhiðóendanlega, Verðkr. 1.120.- KODAK EKTRALITE 400 Stílhrein myndavél með þremur hraðastUlingum og inn- byggðu eilílðarilassi. Fókusinn er frá 1.2 m í hið óendan- lega. Verðkr. 710,- KODAK EKTRA 250 Falleg myndavól með tveimur hraðastillingum og fókus frá 1,2 í hið óendanlega. Verð kr.555- Vasamyndavél frá Kodak er myndarleg gjöfsem þú getur verið stoltur af hvar og hvenœr sem er. HfíNS PETERSEN HF BANKASTRÆTI S. 20313 GLÆSIBÆ S: 82590 AUSTURVER S: 36161 UMBOÐSMENN UM LANDALLT ' Fimmtudagur 8 'aþril 19^2 Kvikmyndir Sími 78900 Sýningar skirdag laugardag (ekki sýningar kl. 11) 1 annan I páskum | Nýjasta Paul Newman myndin Lögreglustöðin í Bronx (Fort apachethe BronX) Bronx _______ . , Unemt. Þaö fá þeir Paul Newman og Ken Wahl aö finna fyrir. Frábær lögreglumynd Aöalhlutv. Paul Newman, Ken Wahl, Edward Aener Bönnuö innan 16 ára Isl. texti Sýnd kl. 3, 5.15, 9 og 11.20 Lifvörðurinn (My bodyguard) Evcry Idd should have one... MY BODYGUARD I Lifvöröurinn er fyndinn og frábær mynd sem getur gerst hvar sem er. Sagan fjallar um ungdóminn og er um leiö skilaboö til alheims- ins. I Aöalhlutverk Chris Makepeace, Asam Baldwin Leikstjóri Tony Bill Isl. texti | Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Fram í sviðsljósið (Being There) \Vt Grinmynd i algjörum sérflokki. Myndin er talin vera sú albesta sem Peter Sellers lék I, enda fékk hún tvenn Oskarsverölaun og var útnefnd fyrir 6 Golden Globe Awards. Sellers fer á kostum. Aöalhlutv.: Peter Sellers, Shirley MacLaine, Melvin Douglas, Jack j Warden. lslenskur texti. Leikstjóri: Hal Ashby. Sýnd kl. 5 og 9 DRAUGAGANGUR L vqur Sýnd kl. 3 og 11.30 Klæði dauðans (Dressed to kill) Uverv Nightmari; HASABliilNNIKG... Tl IIS ONI: NEVIíR flNliS. Myndir þær sem Brian de Palma gerir eru frábærar. Dressed to | kill sýnir þaö og sannar hvaö I honum býr. Þessi mynd hefur fengiö hvell aösókn erlendis. Aöalhlutv: Michael Caine, Angie | Dickinson, Nancy Allen BönnuÖ innan 16 ára lsl. texti. Sýnd kl. 3, 5. 7, 11.30 Endless Love Enginn vafi er á þvi aö Brooke Shields er táningastjarna ungl- | inganna I dag. Þiö muniö eftir henni úr Bláa lóninu. Hreint frá- bær mynd. Lagiö Endless Love er til útnefningar fyrir besta lag i kvikmynd I mars nk. AÖalhlutverk: Brooke Shields, Martin Hewitt, Shirley Knight. Leikstj.: Franco Zeffirelli. lslenskur texti. Svnd kl. 9 M|| 'in" "".......ii||"j|u..... Gleöilega páska

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.