Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 8. aprll 1982 6 fréttir ■ Valgaröur Gunnarsson opnar sýningu i Nýlistasafninu Vatns- stig 3b föstudaginn 9. april kl. 16. Sýningin verður opin kl. 16-22 virka daga og kl. 14-22 um helgar. Sýningunni lýkur sunnudaginn 18. april. Valgaröur Gunnarsson útskrif- aðist úr Myndlista- og handiða- skóla íslands árið 1979. Stundaði framhaldsnám við State Univer- sity of New York og Empire State College árin 1979-1981. Þetta er fyrsta einkasýning Valgarðs, en hann hefur áður tek- ið þátt i tveimur samsýningum. Sýnd eru oliumálverk unnin á striga. Vladimir Askenazy med tónleika ■ Vladimir Askenazy heldur tónleika á vegum Tónlistarfé- lagsins i Austurbæjarbiói klukkan 14.30 i dag. Þetta verður i fyrsta skipti i nokkur ár, sem Vladimir kemur fram á tónleikum á ís- landi. A efnisskránni verða verk eftir Scriabin, Ravel og Moussorsky. Valgarður Gunnarsson opnar sýningu á föstudaginn langa ■ Asta Pálsdóttir við eina af myndum slnum. Ásta Pálsdóttir sýnir á Sauðárkróki um páskana ■ Asta Pálsdóttir i Keflavik opn- ar málverkasýningu i Safnahús- inu á Sauðárkróki um páskiana. Asta er fædd á Sauðárkróki árið 1938, en fluttist til Keflavikur áriö 1964 og hefur búið þar siðan. Arið 1970 hóf hún nám i mynd- list hjá Baðstofunni, sem Erling- ur Jónsson i Keflavik stofnaði, en markmiöið með þeim félagsskap var að gefa áhugafólki kost á kennslu i sem flestum listgrein- um. Myndlistardeild Baðstofunnar var stofnuð árið 1973 og hefur Asta veitt deildinni forstöðu undanfarin 7 ár. Asta Pálsdóttir lærði fyrst hjá þeim Iiagnari Páli, Guðmundi Karli Asbjörnssyni og Pétri Friðrik, en undanfarin ár, hefur hún notiö tilsagnar hjá Eiriki Smith, listmálara. Asta Pálsdóttir hefur tekið þátt i nokkrum samsýningum i Kefla- vik og einnig i Noregi, en það var árið 1974. Sýningin á Sauðárkróki er fyrsta einkasýning hennar. Þar sýnir hún 42 vatnslitamyndir, en myndefni er aðallega frá Suður- nesjum og úr Skagafiröi, en Asta hefur málað einvörðungu með vatnslitum undanfarin ár. Sýningin stendur frá 8.-12. april. Flestar myndirnar eru til sölu, en þó eru nokkrar myndir i einka- eign. ÞAÐ SKIPTIR ÞIG AUÐVITAÐ MAU að viö bjóðum skápa og kistur í miklum fjölda valdra stærða, sem eiga vel við allar gerðir innréttinga, innlendra sem erlendra. Bauknecht hefur örugglega málin sem- Berðu stærðirnar hér að neðan við þína innréttingu, nýja sem gamla, eða veldu þér stærð, sem þú vilt láta gera ráð fyrir í væntanlegri teikningu. hentar þinni innréttingu. TV 18 TV 1601 PC 38 PC 30 PD 2601 SD 31 (Saukneriit SD 23 sv 2451 SR 22 tegund hæó breidd dýpt PC 38 183 60 60 PC 30 153 60 60 PD2601 141 55 60 SD31 153 60 60 SD23 122 60 60 SV2451 125 55 60 SR 27 122 60 60 TV18 85 60 60 TV 1601 85 55 60 KÆLISKAPAR GK 35 GK 29 GK 22 GB 8 TF15 □ ^Bauknedit tegund hæð breidd dýpt CK 35 183 60 60 GK29 153 60 60 GK 22 122 60 60 TF15 85 60 60 CB8 62 55 60 FRYSTISKAPAR GT 23 GT 36 GT 47 GT 57 (Bauknedit tegund hæó breidd dýpt CT57 88 175 71 GT47 88 150 71 GT36 88 120 71 GT29 88 100 71 CT23 88 84 71 FRYSTIKISTUR Komið, hringið eða skrifið, og við veitum allar nánari upplýsingar fljótt og örugglega. ^ Kaupfélag Hafnf iróinga Strandgötu 28 sími50759 Minnisvardi um Oddgeir Kristjánsson VESTMANNAEYJAR: Minning um hið ástkæra tónskáld Vest- mannaeyinga, Oddgeir Kristjánsson, mun setja mikinn svip á páskahátiðina i Vest- mannaeyjum, jafnframt þvi að um leiö verður safnað f jármunum til að hraða lokafrágangi við minnismerki um Oddgeir, sem áætlað er að veröi tilbúið fyrir 17. júni n.k. Fyrsta skóflustungan að minnismerkinu var tekin 16. nóv. s.l., en þá hefði Oddgeir orðiö 70 ára hefði hann lifað. Merkið, sem reist er á Stakkagerðistúni, er ekki eingöngu hugsað sem fagurt listaverk heldur og að það geti þjónað sem útileiksvið fyrir Eyj- arnar, þar sem t.d. hátiðahöld Sjómannadagsins og 17. júni geti farið fram. Laugardaginn fyrir páska ætlar Lúörasveit Vestmannaeyja að efna til fjölskylduskemmtunar og verður öllum ágóða varið til þessa verkefnis. Skemmtunin verður í Samkomuhúsinu bæði kl. 17.00siðdegisog 20.30 um kvöldið. Auk Lúðrasveitarinnar koma fram ,,sex syngjandi systur” úr Eyjum og hinir frábæru snilling- ar Graham Smith á fiðlu og Jónas Þórir á orgel. Kynnir verður hinn landsþekkti Asi I Bæ. Þá verður opnuð málverkasýn- ing i AKOGES, helguð minningu Oddgeirs og sett upp i samvinnu við Guöna Hermannsson listmál- ara. Sýnir Guðni 36 verk og er þetta sölusýning. Aðgangseyrir 10 kr. rennur óskiptur til byggingar minnisvarðans. t sambandi við sýninguna efna AKOGES-félagar til happdrættis I fjáröflunarskyni fyrir byggingu minnisvarðans. Vinningurinn er stórt málverk eftir Guðna, en dregið verður 1. mai n.k. Þeim Eyjamönnum, heima eða heiman, sem leggja vilja fram sinn skerf til byggingar minnis- varðans má banda á innlánsbæk- ur n. 39000 i Otvegsbankanum i Eyjum og nr. 8999 i Sparisjóðn- um. —HEI Frá BSÍ Rútuferðir um páska Akureyri: Ferðir til og frá Ak. skirdag, laugardaginn 10.4. og annan páskadag. Biskupstungur: Ferðir laugardag 10.4. frá Reykjavik og til baka annan páskadag. Borgarnes: Engin morgunferð skirdag en farið klukkan 13.00 og 18.30. Engar ferðir á föstudaginn langa og páskadag. Sunnudags- áætlun á annan páskadag. Grindavik: Engin morgunferð á skirdag, engar ferðir föstudaginn langa og páskadag, morgunferð og eftirmiödagsferð frá BSI á annan i páskum. Hólmavik: Aukaferðir á skirdag frá Reykjavik klukkan 8.00 og frá Hólmavik klukkan 17.00. Annan páskadag frá Reykjavik klukkan 8.00, frá Hólmavik klukkan 17.00. Engar ferðir á föstudaginn langa. Hruna- og Gnúpverjahreppur: Ferðir frá BSI skirdag kl. 10.00, laugardag kl. 14.00, annan páska- dag kl. 21.00. Ferðir frá Búrfelli laugardag 10.4. kl. 9.00, annan i páskum kl. 17.00, þriðjudae klukkan 9.00. Þorlákshöfn: Engar ferðir föstu- dag, laugardag og páskadag. Sunnudagsáætlun á annan i pásk- um, aðrar ferðir óbreyttar. Króksfjarðanes: Engar ferðir föstudaginn langa og páskadag, skirdag farið i Búðardal, laugar- dag farið að Reykhólum, annan páskadag frá Reykhólum kl. 13.00. Reykholt: Engar ferðir föstudag og páskadag, ferðir kl. 13.00 og 18.00 á skirdag. Sunnudagsáætlun annan páskadag. Selfoss: Skirdag venjuleg áætlun nema ferð kl. 20.00 frá Reykjavik fellur niður. Akstur hefst um há- degi á föstudag. Páskadag sama og skirdag. Annan páskadag sunnudagsáætlun. Snæfellsnes: Engar ferðir föstu- daginn langa og páskadag. Ferðir frá Reykjavik annan páskadag kl. 9.00 og 20.00. Hveragerði: Föstudaginn langa og páskadag, venjuleg sunnu- dagsáætlun, páskadag kvöldferð kl. 23.30 frá Reykjavik kl. 22.00 frá Hveragerði. Hvolsvöllur: Ferð kl. 13.00 á skir- dag. Engar ferðir föstudaginn langa og páskadag, sunnudags- áætlun annan páskadag. Höfn I llornafirði: Aukaferð á skirdag kl. 8.30 frá BSI, ferð frá BSI laugardag kl. 8.30, til baka annan páskadag. Laugarvatn: Obreytt áætlun nema ferðir falla niður á páska- dag og sunnudagsáætlun verður annan páskadag. Keflavik: Skirdag og annan páskadag, sunnudagsáætlun. Föstudaginn langa og páskadag fyrstu ferðir frá Keflavik kl. 12.00 frá Reykjavik kl. 13.30. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.