Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 8. april 1982 7 ■ Fyrirmyndarkonur i Kina eiga ekki nema eitt barn Verða Kínverjar 700 milljónir? Eda fjölgar þeim í 1300 milljónir? ■ STÆRSTA vandamál Kinverja er fólksfjölgunin. Kinverskir hag- fræðingarhafa fært rök að þvi, að hæfileg ibúatala i Kina sé 700 milljónir, ef tryggja eigi viðunan- leg lifskjör. Kinverjum þarf þvi aö fækka um hvorki meira né minna en 300 milljónir, ef ná ætti þessu marki, en þeir eru nú um 1000 milljónir, þ.e.a.s. þeir Kinverjar, sem bú- settir eru i heimalandinu, en margir Kinverjar eru búsettir er- lendis, einkum þó i Suðaustur- Asiu. Eins og nú horfir, stefnir siður en svo i þá átt, að Kinverjum fækki. Aö óbreyttum kringum- stæðum mun fólksfjölgunin auk- ast hratt næstu árin og ibúar Kina verða orðnir um 1300 milljónir um aldamótin. í Beijing Review voru fyrir nokkru birtar tölur, sem gefa ljóst til kynna, hver þróunin er. Arið 1840 voru ibúar Kina áætlað- ir 400 milljónir. Rúmum 110 árum seinna eða 1954 voru þeir áætlaðir 600 milljónir. Fimmtán árum siðar eða 1969 voru þeir orðnir 800 milljónir eða hafði fjölgað jafnmikið á þessum 15 árum og á rúmlega 110 árum á undan. A næstu ellefu árum eða frá 1969 til 1980 fjölgaði þeim svo eins mikið og næstu 15 árin á undan. Arið 1980 voru ibúar Kina áætlað- ir 1000 milljónir. Framundan er svo enn meiri fólksfjölgun, ef ekkert róttækt verður aðhafzt. Ástæðan er sú, að mjög fjölmennir árgangar eru að koma ú giftingaraldur. Fyrstu sex tnánuöi ársins 1981 gengu 6.73 milljónir i hjónaband á móti 3.2(T milljónum á sama tima 1980. Helmingurinn af ibúum Kina er undir tvitugsaldri og 65% undir þritugsaldri. Aðeins 5% ibúanna eru eldri en 65 ára. Meðalaldur ibúanna er nú 26 ár. Eins og sést á framangreindu, hefur ibúum Kina fjölgað um 400 milljónir á tæplega þremur ára- tugum eða siðan 1954. Þótt fólksfjölgun yrði eitthvað minni á árunum fram til alda- móta, má reikna meö þvi að ibúa- tala Kina verði þá um 1280-1300 milljónir, ef frekari ráðstafanir yrðu ekki gerðar. Eftir 100 ár mætti reikna með, að ibúarnir yrðu um 2500 milljónir. Þetta er margfalt meiri ibúa- fjöldi en Kina getur brauðfætt með góðu móti. ÞESSAR tölur skýra þær rót- tæku ráðstafanir eða reglugerðir, sem nýlega voru tilkynntar i Kina. Samkvæmt þeim mega engin hjón eiga meira en eitt barn, nema i undantekningartil- fellum. Þá mega börnin verða Þórarirm Þörarinsson, ritstjóri, skrifar ■ Þriggja manna fjölskylda er hin rétta fyrirmynd tvö. Þessar undantekningar gilda einkum i sveitum. Hjónum er algerlega bannað að eiga þrjú börn. Takmarkið á að vera ein fjölskylda og eitt barn. Þau hjón, sem fylgja þessari tak- mörkun, njóta sérstakra verð- launa. Þessi regla var raunverulega sett fyrir þremur árum, en viða hefur gengið illa að framfylgja henni. Einkum á þetta við i sveit- um, þar sem foreldrar hafa keppt að þvi að eiga mörg börn, sem léttu til við vinnuna. Af þessari ástæðu hafa reglurn- ar nú verið þrengdar. Bann hefur verið sett við þriggja barna fjöl- skyldum og tveggja barna fjöl- skylda aðeins leyfð sem undan- tekning. 1 kinverskum fjölmiðlum er nú ákaft rekinn sá áróður, að náist þetta takmark ekki, séu Kinverj- ar dæmdir til að búa við fátækt og vaxandi atvinnuleysi. Hins vegar muni velmegun vaxa, ef mann- fjöldinn minnkar. Þá er af hálfu rikisstjórnarinn- ar og kommúnistaflokksins unnið öfluglega að þvi að skýra þetta mál á vinnustöðum og fundum. Dregnar eru upp dökkar myndir af þvi hvernig lifskjörin hljóti að versna, ef fólki fjölgar of mikið. Jafnframt er sýnt fram á, hvernig lifskjörin myndu batna, ef þvi marki yrði náð, að ibúar Kina yrðu um 700 milljónir. EN ÞAÐ eru ekki aðeins stjórn- endur Kina, sem lita fólksfjölgun- ina þar alvarlegum augum. Það eru ekki sizt Rússar, sem fylgjast vel með henni. Noröan og vestan landamæra Kina er viðlent og auðugt rússneskt land, sem býr við fólksleysi. Það væri ekki undarlegt, þótt Kinverjar renndu þangaö vonar- augum og þaö þvi frekar, að fólksfjölgun hjá Rússum er litil, þegar Mið-Asiulýðveldin eru undanskilin. Hingað til hafa Kinverjar ekki sótt mikið i norður. Kinverjar, sem hafa flutt úr landi, hafa lagt leið sina i suður og suöaustur. Þetta gera m.a. Vietnamar sér ljóst. Svipað gildir um Indónesiu- menn. Um skeið lágu verulegir fólks- flutningar frá Kina til Bandarikj- anna. Minna hefur flutt af Kin- verjum til Ástraliu en ætla hefði mátt. En það er viðar en i Kina, sem fólksfjölgun er of mikil. Þetta gildir einnig um flest þróunar- löndin. Stjórnendur þeirra fylgj- ast vel með tilraunum Kinverja til að draga úr fólkfjölguninni og búa sig undir að fylgja fordæmi þeirra, gefi það góða raun. MAmiR HINNA MÖRGU MVELADEILD SAMBANDSINS Veitum 3% afslátt af eftirtöldum tækjum fram aö 15. mai 1982 SIÁTTUÞYRLUR Tvær gerdir - Tvær stærdir HEYÞYRUIROG MÚGAVÉIAR Tvær gerðir - Tvær stærðir SIÁTTUTÆTARAR Tvær stærðir Ármúla 3 Reykjavík MULAMEGIN I Sími38900 Skrifstofustarf Hjá Orkustofnun er laust til umsóknar starf skrifstofumanns. Starfið er i afgreiðslu stofnunarinnar við simavörslu, vélritun og önnur skrifstofu- störf. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir sem greini menntun og fyrri störf sendist starfs- mannastjóra fyrir 15. april n.k. Orkustofnun Grensásvegi 9 108 Reykjavik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.