Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 8. april 1982 19 Arnþrúdur Karlsdóttir: ■ Nýr stjórnmálamaBur skaust upp i annaö sætiB á lista fram- sóknarmanna i HafnarfirBi, Arn- þrúBur Karlsdóttir. bar sem Arn- þrúBurer þar i baráttusæti listans , er ekki úr vegi aB kynna hana ' litillega. bess vegna tókum viB hana tali og spurBum: fyrst: Hver er AmþrúBur Karlsdóttir? „Hún er 28 ára gamall Hafn- firBingur, einstæB móBir og fædd á Flatey á Skjálfanda og át mikiB af selkjöti og spiki”, svarar Arn- þrúBur. — FyrstheyrBi alþjóB þin getiB i sambandi viB iþróttir. Varstu mikiB I þeim? ,,Ég byrjaBi sem bam i sundi siBan var ég mikiB i frjálsum iþróttum og setti þá Islandsmet i kringlukasti kvenna, 1971. Ég fór svo aB spila meö landsliBinu i handbolta 1969 og var þar alveg til 1977”. — Eru þá mál iþróttanna ofar- lega i huga þinum? „baö gefur auga leiB aö ég get ekki litiö framhjá þeim. Ég liföi og hræröist i iþróttum meira og minna 115 ár og ég veit hvaö þær gáfu mér.” — Námiö? „Ég lauk Kvennaskólaprófi 1970 og siBan fór ég I Lögreglu- skólann i tvo vetur. Ég geröist lögreglumaöur 1974 og hóf þá nám i skólanum, jafnframt starf- inu”. — Hvaö er kennt i Lögreglu- skólanum? „baö er mjög fjölbreytt. bar má nefna Islensku, sálfræöi, stjórnlagafræBi, hegningalögin, lög um meöferB opinberra mála, umferöalögin auk beinnar kennslu i starfi svo sem vett- vangsteikninga o.fl.” — Eru þetta hagnýt fræöi fyrir aöra en lögregluþjóna? „baö finnst mér.” — Koma þau þér til góBa sem fulltrúa i bæjarstjóm? „Alveg tvimælalaust. baö er alltaf gott aö þekkja lögin, vita um almennan rétt fólks. — Hugur Hafnfirðinga stendur til að halda svipmóti gamla bæjarins sem mest aðlaðandi og óbreyttu — Otsvariö hjá okkur er 11,8% þannig aö heimild til hækkunar útsvars er nærri fullnýtt og veitir ekki af. Á móti kemur, aö þaö hefur ætiö veriB stefna allra flokka i HafnarfirBi aö gefa nokk- urn afsláttaf fasteignagjöldum af ibúöarhúsnæöi. bau eru þvi i lægri kantinum hér. —HEl MARGT HÆGT AÐ GERA T1L AB BÆTA ÚR’ Ég var í götulögreglunni til 1977. bar á meöal var ég i um- feröaslysum og i fikniefnadeild. Lögreglustörf eru mjög áhuga- verö en hitt er annaö mál aö maöur áttar sig ekki á hvernig þau eru, fyrirfram. baö lýsir starfinu kannski best aö gera sér grein fyrir hvenær óskaö er eftir aöstoð lögreglu. baö er þegar eitthvaö er aö.” Ixigreglustörfin eru átakamikil — Hvaða áhrif haföi starfiö á þig? „bau voru ekki svo mikil, meöan á þvi stóð en eftir aö ég hætti sækja oft aö mér óþægilegar hugsanir, einkum i sambandi við umferöaslys, dauösföll og annaö þess háttar. baö rifjast upp fyrir mér heilu atburöimir, slys og dauösföll, samtöl viö ættingja þeirra slösuðu maöur tók þátt i sorg þeirra. begar maöur sér hvaö svona atvik geta haft mikil áhrif á lif fólks, þá finnst manni svo margt hægt að gera til aö bæta úr aðstæðum sem þannig skapast. Mér finnst alltaf aö það séu aðstæöurnar, sem fólk býr viö sem móta lif þess, miklu frekar en persónuleiki hvers og eins. Svo fór ég i rannsóknarlög- regluna 1977 og hætti þar I nóvember s.l. baö er sist átaka- minna starf, þar þarf aö treysta meira á sjálfan sig og þar kynnist maöur meira heimilishögum fólks. I þessu starfi er ekki hægt aö komast hjá þvi aö viöurkenna þá staöreynd aö viöa er pottur brot- inn og horfast f augu viö þaö. Samhliöa starfinu i rann- sóknarlögreglunni voru haldin námskeið sem okkur var gert að sækja. bar var mest áhersla lögö á islensku lögfræöi og sálarfræöi. Viö fengum mikla þekkingu út úr þessum námskeiöum.” Viðar þekkingu að fá en i Háskóla begar kom fram á siöasta ár, fór Arnþrúöur aö leita fyrir sér um breytingu f starfi. Hún komst aö hjá útvarpinu i þáttinn ,,A vettvangi”. Hún stundar nú nám i „öldungadeildinni” og gerir sér vonir um aö ljúka þvi námi á næsta ári. Hún er ekki tilbúin til að ákveöa núna hvort hún vill leggja fjölmiðlastörf fyrir sig sem framtlöarstarf, hún er aö leita aö þvi sem á best viö hana. Núna beinist áhuginn mest að stjórnmálum. HUn var spurö hvort hún ætlaöi I Háskólann aö prófi loknu. „Ég er ekki viss um aö allt sé fengiö meö aö fara i Háskólann, þaö er ég búin aö sjá af reynslu minni af lifinu, þótt ég hafi trú á að menntun sé máttur og öll al- menn þekking sé góö. En Háskól- inn er ekki allt, þekkingu er hægt aö fá vföar.” baö leiðir af sjálfu sér aö Arn- þrúöi eru vel kunnar skugga- hliðar samfélagsins og hún hefur mikinn áhuga á að taka til hend- inni viö lagfæringar á þeim vett- vangi. Á miöstjórnarfundi Fram- sóknarflokksins nýlega flutti hún mjög skelegga ræöu um fikni- efnamál. Við báöum hana að segja fráhugmyndum sinum iþvi efni. Flokkurinn beiti sér „Ég vildi leggja áherslu á aö flokkurinn beitti sér sérstaklega i þessu máli sem ég sé og veit að e r að fara stigvaxandi sem vanda- mál. Mérfinnst aö flokkurinn hafi allar aöstæöur til aö geta haft for- göngu i fyrirbygg jandi aö- geröum, fyrst og fremst fyrir- byggjandi aðgeröum. begar ég segi aö flokkurinn hafi allar aöstæöur, vil ég benda á aö menntamálaráöherra Ingvar Gislason er framsóknarmaður, og mér finnst ekki úr vegi aö hann hafi forgöngu um aö koma þessu strax inn i skólakerfiö þannig aö börn fái fræöslu um þetta efni, sjái og geti lesiö um þaö nógu snemma. begar jafnréttislögin gengu i > gildi, beitti Jafnréttisráö sér fvrir fræöslu um þau i skólunum, til þess aö hafa áhrif á hugarfar barnanna og þaö gafst mjög vel. Ég hef trú á þvi að ef mennta- málaráöherra og þingmenn flokksins vilja taka á þessu máli núna, þá er þetta hægt. Ekki bara tala um þaö, þetta væri hægt strax.” Eru fikniefnamálin feimnismál? — Hvað viltu láta gera? „Ég vil aö Utskýringar á skaö- semi fikniefnanotkunar veröi settar inn i námsefni skólanna. bannig veröi strax innleidd fræösla um þetta hjá bömum 8-9 ára gömlum og þvi veröi haldiö áfram meö einum eöa öörum hætti inni i námsefninu svo þetta gleymist aldrei. Ég vil i þessu sambandi sér- staklega vitna til þess aö hér á ár- um áöur fæddust hér mjög mörg lausaleiksbörn jafnvel hjá korn- ungum stúlkum. begar ég segi kornungum stúlkum á ég viö stúlkur 14-15 ára gamlar. baö komu alltaf sömu svörin frá þeim: ég vissi ekkert um getnaöarvarnir. bær vissu svo lít- ið um kynferöismál, þau voru ekki kennd i skólunum, þaö vildi enginn kennari kenna heilsu- fræði.afþviaöhann þurfti aötala um kynferöismál. bau voru feim nismál. Ég spuröi fundarmenn: Eru flkniefnamálin feimnismál er þaö kjarni málsins þorum viö ekki aö viöurkenna þau? Eftir hverju er- um viö aö biöa: Erum viö að biöa eftir aö þetta fari inn i sam- neysluna á efnahagsreikningum Alþingis þannig aö viö veröum aö gera ráö fyrir stofnun til aö geyma eiturlyfjaneytendur? Mér finnst alltstefna i þá átt og þannig veröi komiö fyrr en varir, ef ekk- ert verður að hafst til að koma I veg fyrir þaö, nUna Afengisvandamáliö er nú oröiö viðurkennt og þaö er tekiö á þvi meö þvi aö reisa stofnanir eftir stofnanir og það er allt gott um þaö aö segja. En ég held aö viö getum komiö miklu til leiöar meö þvi aö hefjast handa strax um fyrirbyggjandi aögeröir, ekki bara biða eftir aö vandinn vaxi upp yfir höfuöiö á okkur svo Al- þingi veröi aö fara aö gera ráö fyrir sérstökum útgjöldum á fjár- lögum handa eiturlyfjasjúkling- um. Ég held aö þaö komi fram sem sparnaöur i heilsugæslu fram- tiöarinnar ef viö tökumst á viö þetta mál nú þegar. baögetur svo sem vel verið að mönnum þyki þetta ekki skipta nokkru máli, þegar þaö er skoöaö af pólitiskum sjónarhóli. betta eru bara málefni barna og ung- linga og hvaö er ég aö tala um málefni barna og unglinga, þau hafa ekki kosningarétt? baö er alveg rétt, þau hafa ekki kosningarétt. En ég veit aö for- eldrar þessara barna hafa kosningarétt. Og bendiö mér á einhvern, einhvern einn sem setti sig á móti þvi aö viö tökum for- ystu i þessu máli og reynum aö gera eitthvaö i þvi. Farseðill án millilendinga Viö eigum þaö öll sameiginlegt hvar sem viö erum i pólitiskum flokki og hvort viö erum svwt eöa hvit, að deyja. Eiturlyfjaneysla er farseöill, beinn farseöill án millilendingar á dauöann. baö þarf að bæta alla félagsaö- stööu unglinga þaö þarf aö hugsa miklu meira um og taka tiliit til þeirra félagsþarfa og þess aö þau eru á andfélagslegu skeiði. Viö veröum aö gera ráðstafanir til aö koma meira til móts viö þennan aldurshóp”. — Er hægt aö koma til móts við þetta andfélagslega eðli aldurs- skeiösins? „Fyrsta skrefiö er aö viður- kenna að þaö sé til. Ef þeir sem völd hafa viöurkenna það þá trúi ég þvi aö þeir reyni að minnsta kosti aö bæta eitthvað úr þvi ástandi sem nú er. Viö megum ekki láta undan hættunni sem stööugt sækir á, aö hugsa sem svo aö unglingarnir séu ekki atkvæði, hugsuninni um kaup og sölu,” sagöi Arnþrúöur Karlsdóttir. SV 00 Opið ALLAN HREVFÍLL STÆRSTA BIFREIÐASTÖÐ BORGA^N cc

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.