Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 10
Fimmtudagur 8. aprll 1982 10_________________________ framboð f Hafnarfirði: FRAMBODSUSTI f HAFNARFIMH ■ Framboðslisti fram- sóknarmanna í Hafnar- firði við bæjarstjórnar- kosningarnar 22. mai í vor var samþykktur á fundi fulltrúaráðs framsóknar- félaganna í Hafnarfirði hinn 5. apríl s.l. og er hann þannig skipaður: 1. Markús A. Einarsson/ veðurfræðingur 2. Arnþrúður Karlsdóttir/ útvarpsmaður 3. Agúst B. Karlsson, að- stoðarskólastjóri ■ Agúst B. Karlsson ■ Nanna Helgadóttir 4. Garðar Steindórsson/ deildarstjóri 5. Eirikur Skarphéðins- son, skrifstofustjóri 6. Sólrún Gunnarsdóttir, húsfreyja 7. Þorlákur Oddsson, verkamaður 8. Nanna Helgadóttir, húsfreyja 9. Reynir Guðmundsson, fiskmatsmaður 10. Sigríður K. Skarp- héðinsdóttir, húsfreyja 11. Sveinn Elísson, húsa- smiður ■ Garöar Steindórsson B Reynir Guömundsson ■ Sigriöur K. Skarphéöinsdóttir ■ Sveinn Elisson. x-B Eirikur Skarphéöinsson Sólrún Gunnarsdóttir Þorlókur Oddsson FRAMSÓKMARMANNA 12. Vilhjálmur Sveinsson framkvæmdastjóri 13. Stefán V. Þorsteinsson, raftæknir 14. Sveinn Ásgeir Sigurðs- son, yfirverkstjóri 15. Þorvaldur Ingi Jóns- son, háskólanemi 16. Margrét Albertsdóttir, húsfreyja 17. Gunnlaugur Guð- mundsson, tollgæslu- maður 18. Þórhallur Hálfdánar- son skipstjóri 19. Margrét Þorsteinsdótt- ir, húsfreyja 20. Jón Pálmason, skrif- stofustjóri 21. Ragnheiður Svein- 22. Borgþór Sigfússon sjó- björnsdóttir, gjaldkeri maður. —HEI ■ Arnþrúöur Karlsdóttir ■ Markús A. Einarsson Markús Á. Eiriarsson, bæjarf ulltrúi: ??Skipulag bæjarins mikilvægt” ■ I Hafnarfiröi sitja fulltrúar fimm lista i bæjarstjórn. Hafa þvi ýmsir undrast aö undanfarin þrjú ár hefur verið nær alger sam- staöa um fjárhagsáætlun bæjar- ins með þeirri einu undan- tekningu aö Alþýöubandalagið klauf sig út úr einingunni núna siöast. Við höfðum samband við Markús A. Einarsson bæjarfull- trúa Framsóknarflokksins og spuröum hann.m.a. hvernig standi á allri þessari einingu bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. 4 millj. kr. aukafjárveiting til B.H. „Ástæðan fyrir svo rlkri sam- stöðu er sú að það vill svo til að menn eru meira og minna sam- mála um mikilvægustu fram- kvæmdir sem nú eru i' gangi. Það er t.d. enginn ágreiningur um skólaframkvæmdir. Menn vilja ljúka íþróttahúsi við Viðistaða- skóla og viö viljum koma á stað nýjum áfanga við öldutúnsskól- ann. Auk þess erum við allir sam- mála um að ekki veröi hjá þvi komist að veita verulega auka- fjárveitingu til Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar sem ákveðin var 4 milljónir króna i' ár, sem einkum er ætlað til framkvæmda við fisk- verkunarhús á Hvaleyrarholti”. — Bæjarútgeröin hefur reynst ykkur erfiö undanfarin ár? — Meginástæðan fyrir þessum vanda er sá — auk hins almenna vanda fiskiðnaðarins — að Bæjar- útgerðin hefur orðið að leggja út i framkvæmdir við byggingu salt- og skreiðarverkunarhúss á Hval- eyrarholti vegna þess að leigu- húsnæöi sem hún hefur haft var ekki falt lengur. Þetta er dýr framkvæmd. Auk þess hafa brugðist lán vegna kaupa á tog- aranum April, sem hafa þvi fjár- hagslega séð reynst þyngri en til stóð. Þegar þessi vandkvæði koma ofan á talsverðan tap- rekstur er um verulegan vanda að ræða. Að honum verður að ráðast þvi þetta er mikilvægt at- vinnufyrirtæki fyrir Hafnarfjörð. Aðalskipulag fvrir 1983-2000 — En hvaða málaflokkar eru nú efst á baugi i Hafnarfirði fyrir þessar kosningar? — Það eru að sjálfsögðu ýmiss mál. Fyrst vil ég þó nefna skipu- lagsmálin. A bæjarstjórnarfundi i siðustu viku samþykkti bæjar- stjórn Hafnarfjarðar drög að endurskoðuðu aðalskipulagi sem á að gilda frá árinu 1982 til ársins 2000. Auk þess er miðbæjarskipu- ■ Markús A. Einarsson, bæjar- fulltrúi I Hafnarfiröi. lag Hafnarfjarðar i endurskoðun. í minum huga er það eitt af meginverkefnum á komandi kjörtimabili að vinna úr þessu aöalskipulagi deiliskipulag sem verður ákaflega mikilvæg vinna. Þá veröur farið að byggja, senni- lega byrjaö á Setbergssvæðiriu auk þess sem væntanlega verður farið aö vinna að uppbyggingu miðbæjarsvæðisins. Mikið sótt um lóðir — Er mikið um að fólk annars- staðar af Stór-Reykjavikur- svæðinu komi til ykkar i lóðaleit? — Það er ákaflega mikil eftir- spurn, einkum eftir einbýlishúsa- lóðum. En það verður að segjast eins og er, að ásókn i þær er það mikil að ekki er hægt að úthluta nema Hafnfirðingum, þ.e. mönn- um sem búið hafa a.m.k. um skeið i Hafnarfirði. Meginstefnan hlýtur að vera sú að lóöum verði úthlutað i hæfileg- um skömmtum. Þótt eftirspurn sé mikil verður að fara það var- lega að ekki skapi annan vanda fyrir væntanlega ibúa þ.e. að þjónustustarfsemi svo sem skól- ar, verslanir og þvi um likt fylgi ekki eftir. Þetta verður að minu mati alltað haldast ihendur og ég hygg að góðar horfur séu á þvi ef unnið verður eftir þeirri tillögu að aðalskipulagi sem nú er sam- þykkt, og ég er mjög ánægður með. Örugglega mikil uppbyggmg á Straumsvikursvæðinu — En fleiri koma til ykkar i landaleit. Er t.d. ekki að hefjast stóreflis fiskirækt í ykkar um- dæmi og stálbræðsla á næstu grösum? — Jú, hver hefði trúað þvi' að fiskeldi ætti eftir að koma við hliðina á Alverinu og nota m.a.s. vatn frá þvi. Mig grunar að veru- legur timi bæjarfulltnla muni á komandi kjörtimabili fara i um- fjöllun um uppbyggingu stóriðju og annars atvinnureksturs á Hafnarfjarðarsvæðinu, þ.e.a.s. Straumsvikursvæðinu. En það svæöi tel ég að mörgu leyti henta best fyrir meiriháttar iðnað og þar þarf að koma og verður örugglega mikil uppbygging. — Stundum hafa heyrst raddir um að æskilegt væri að sameina öll sveitarfélögin á Stór-Reykja- vikursvæðinu. Hver er þin skoðun i þvi máli? — Ég tel aö sjálfsögðu óeðlilegt ef sveitarstjórnir á þessu svæði geta ekki haft jákvætt og eðlilegt samstarf. En persónulega vil ég aðHafnarfjörður fái aðhalda sin- um sérkennum og að það verði Hafnfirðingar sem fái að stýra þvi einir með hvaða hætti það er gert. — Að lokum Markús hvernig gengur ykkur Hafnfirðingum að láta tekjustofna endast til fram- kvæmda og reksturs?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.