Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 8. april 1982 í spegli tímans umsjón: B.St. og K.L. Allt innan fjölskyldunnar ■ Það gerðist á útimarkaði i Belfast að unglingsstrákur þreif veski af gamalli konu og tók til fótanna. Nærstadd- ur var Terry Corcoran sem seldi grænmeti á markaðn- um. Hann þreif poka af rósa- káli og henti i veg fyrir þjóf- inn sem hrasaði við og var handtekinn. Það var ekki fyrr en lög- reglan leiddi hann i burtu að Terry bar kennsl á hann. Þjófurinn reyndist hans eig- in sonur, Michael. Enn um vörtu- lækningar ■ Nýlega var sagt hér i spegli Timans frá þvi hvernig bandariskur dreng- ur sem var i heimsókn hjá ættingjum sinum i Skotlandi, losnáði við vörtur sem höfðu bagað hann á hendi með þvi að dýfa hendinni i kúamykju. Nú hefur komið i ljós að hér á landi hefur lengi tiðkast svipuð aðferð til lækningar á vörtum. Hafa okkur borist spurnir af gömlu húsráði sem a.m.k. tiðkaðist i Flóanum. Fræddi okkur kona á þvi, að þegar hún var barn, hefði hún orðið illa haldin af vörtum á hendi rétt eins og drengurinn. Var hún látin stinga hendinni i gorvömb i sláturtiðinni og halda henni þar kyrri þar til vömbin var orðin köld. Siðan hefur konan aldrei fengið vörtu! Frumlegt brúðkaup ■ Þegar Marva Bister, 48 ára gömul salernisvörður að atvinnu og Claude Ords, 47 ára sömuleiðis salernis- vörður gengu i hjónaband i heimabæ sinum Osló fannst þeim enginn staður sjálf- sagöari til athafnarinnar en vinnustaður Marva enda allt þar gljáandi hreint og fint. Ekki þótti stætt á þvi að veita venjulega þjónustu á staðnum á meðan athöfnin stæði yfir. Var þvi lokað i eina klukkustund. A meðan biðu fastagestir þolinmóðir fyrir utan og fögnuðu brúð- hjónunum, þegar þau komu út með þvi að henda yfir þau margra kilómetra löngum salernispappir! ■ Loretta (4 göt): — Demantar eru bestu vinir konunnar. Þvi meira af þeim, þvibetra ÞÆR ERU VIÐBÚN- AR ÓVÆNIU BOÐI Þegar Squirry tók sundsprett ■ Debbie (6göt). — Einndaginn, þegar var óvcnju leiðinlegt I skólanum, fór hálfur bekkurinn og lét gcra göt i eyrun. ■ Patsy (6 göt). — Ég erföi þessa eyrnalokka eftir ömmu mina og finnst gaman aö bera þá alla i einu. ■ Þaö munaði mjöu aö illa færi fyrir ikornanum Squirry þegar hann hugðist taka sér sundsprett i gullfiskatjörninni hennar Gillian Kemp. Honum hafði nefnilega al- veg láöst aö athuga það að hann var ekki syndur og náttúran hafði ekki ætlað honum það hlutskipti. Þegar hann var u.þ.b. að sökkva i þriðja sinn sá Gilli- an aumur á Squirry og bjargaöi honum frá bráðum bana. Og ekki nóg með það. Hún hjúkraöi og hlúði aö honum ■ Konurnar á meðfylgjandi myndum eru ávallt reiðubúnar. Berist þeim óvænt boð i parti geta þær án fyrirvara mætt á staðinn, þurfa ekki einu sinni að fara heim til að hafa fataskipti! Það þykir nefnilega ekkert at- hugavert að bera demanta við gallabuxurnar eða perlur við trimmgallann um þessar mundir. Þvi meiri andstæður þvi betra, áhrifin þykja bara mikilfenglegri! Og þessar konur láta sér ekki nægja að hafa bara eitt gat i hvorum eyrnasnepli eins og algengast er. En satt er það, áhrifin eru mikilfengleg. ■ Kathy (5 göt): — Mér finnst eyru fall- eg. Mér finnst þau eiga skiliö allt það skraut sem hægt e r a ö gefa þeim. ■ Maria (3 göt): — Ég veit eiginlega ekki hvers vegna ég lét gera göt i eyrun. fcg geri ráö fyrir aö ég hafi bara gert þaö án þess aö hugsa. þar til hann haföi náð sér eftir áfall- ið. — Fyrst gaf ég honum mjólk til þess notaði ég dropateljara. Nú er hann farinn að borða kexkökur muldar út i mjólk. Hann er farinn að fara út i skóg, en hann kemur alltaf aftur til aö fá að eta, segir Gillian. Hún bætir þvi við að Squirry hafi hitt ýmsa vini hennar og látið sér vel lika. En hann sé þvi miður varla selskapshæfur. — Squirry hefur þann leiöa vana að álita fótleggi vinkvenna minna vera trjá- boli svo að hann reynir að klifra upp eftir þeim, segir hún. ■ Nú þarf Gillian ekki lengur aö mata Squirry meö dropateljara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.