Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. april 1982 3 fréttir t „Þjónustustraff” heimahjúkrunan „MEÐ MINII SAMÞYKKI” — segir Skúli Johnsen, borgarlæknir ■ „Þessi ákvörðun þeirra i heimahjúkrun er tekin gjörsam- lega með minu samþykki”, sagði Skúli Johnsen borgarlæknir i viðtali við Timann i gær, þegar hann var að þvi spurður hvort sú ákvörðun stæði að gamla konan sem Timinn greindi frá i gær, fengi ekki heimahjúkrun fyrr en hún samþykkti að fá sjúkrarúm. ,,i þessu sérstaka tilviki situr það i fyrirrúmi”, sagði Skúli, ,,að hjúkrunarfræðingurinn hafi vinnuaðstöðu sem gerir honum kleift að sinna sjúklingnum. Hjúkrunarfræðingar sem vinna við heimahjúkrun vinna oft við ákaflega erfið skilyrði og hjá þeim er landlægur atvinnusjúk- dómurinn bakveiki enda gengur okkur ákaflega illa að halda starfsfólki i heimahjúkrun. 1 sumum tilvikum er það gjör- samlega nauðsynlegt að hafa i heimahúsum sjúkrarúm sem hægt er að hækka og lækka og þetta er eitt slikra tilvika. Ég tel að þessi stofnun verði aö geta gert þær kröfur til þeirra sem hún þjónar að þeir þiggi að nota þau hjálpartæki sem nauðsynleg eru talin. Ég skil satt að segja ekki hvernig i ósköpunum stendur á þvi að fólk geti tekið þá afstööu að vilja ekki þiggja ráð fagmann- anna á þessu sviði. Þetta kemur sem betur fer mjög sjaldan fyrir”. Að minu viti er það svo einfalt mál að læra á svona sjúkrarúm að það getur nánast ekki kallast annað en fyrirsláttur ef fólk neitar að læra á svona ein- faldan hlútu. —AB ■ Frétt Tímans i gær CONCORD nýjalínan frá IGNIS Sértiiboð á 310 lítra Kr. 6.500.- Góð kjör H159 cm. B 55 cm. D 60 cm Q Sérstaklega sparneytinn, með polyurethane einangrun. Því meiri afgang i sparigrisinn. ©Möguleiki á vinstri eða hægri opnun á skápnum. e Þú skiptir um lit að vild. Q Hljóðlátur, öruggur, stilhreinn. 0Breytanlegar hillustillingar (gott ternu- pláss). Verzlið við fagmenn. Viðgerðar- og varahl.þjón. Smiðjuvegi 10 Kópavogi Sími: 76611 RAFIÐJAN H.F. Kirkjustræti 8 Sími: 19294 AT t TAF -TATTJ FEtlDSÆiL OG EMHEG Portoroz - höfn rósanna - í Júgóslavíu. Þar hefur skarkali heimsmenningarinnar verið lokaður úti og hrííandi nóttúruíegurð og gullíalleg strönd ásamt einlœgri gestrisni heimamanna laðar á hverju ári til sín œ íleira fólk - alls staðar að úr heiminum. Portoroz hefur í langan tíma verið vinsœlasti og þekktasti baðstrandarstaður Júgóslaviu. Á ströndinni búa vikur, vogar og litlir firðir til aímarkaða unaðsstaði með fallegum sandi og lygnum sjó. I seilingarfjarlœgð eru veitingahús og skemmtistaðir heimamanna og stutt er til nálœgra fiskimannaþoipa eða bœja með framandi mannlíí að degi og fjölbreytt skemmtanalíf að kvöldi. Dr. Medved Samvmnuíerðir-Landsýn getur enn einu sinni boðið íarþegum sýnum umönnun Dr. Medved, en hjá honum haía óíáir landsmenn fengið meina sinna bót á liðnum árum. Leirböð, ljósaböð, nudd, vatnsnudd, sauna og sund, auk nálarstungumeðíerðar, er á meðal þess sem þessi naíntogaði lœknir býður gestum sínum og ekki er lakara að haía heilsurœktarstöðina í nœsta húsi við hótel íslensku farþeganna. Fyrsta flokks gisting Gististaðir Samvinnuferða-Landsýnar eru hótelin Appolo, Neptun og Grand Palace, sem standa þétt saman við ströndina. Allt fyrsta ílokks hótel sem íslendingum eru að góðu kunn frá liðnum árum - hótel sem þarínast engra tilbúinna lýsingarorða um ágœti sitt! Skoðunarferðir Feneyjar: Eins dags ferð þar sem farið er sjóleiðina yíir Adriahaíið, Markúsartorgið, Markúsarkirkjan, Hertogahöllin og Murano-glerverksmiðjan heimsótt, siglt á gondólum og íleira gert til skemmtunar. Bled: Tveggja daga lerð þar sem bœði er komið til Ítalíu og Austurríkis auk hins undurfagra Bled-vatns, sem umlukið er Alpaíjöllum til allra átta. PHtVÍCe: Tveggja daga íerð til þessa einstaka þjóðgarðs Slóveníu, sem margir telja einhvern fegursta stað allrar Evrópu. Postojna-Lipica: l/2dagsferðtilhinna víðírœgu Postojna dropasteinshella með viðkomu á hrossarœktarbúgarðinum Lipica. teSBSsr Mai: 20 A 'er°,r)m- Júni. 10' JgÚst: 12. Júli 7 22 Sept 2' Muniö aðildarfélagsafsléttinn, barnaafsláttinn, SL-feröaveltuna og jafna ferðakostnaðinn! Sumar- bæklingurinn og kvikmyndasýning í afgreiðslusalnum alla daga. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.