Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 8. aprll 1982 4 Akureyri: Stórskemmdist eftir veltu ■ Bifreið af gerðinni Lada-Sport stórskemmdist þegar hún valt á gatnamótum Skiðahótelsvegar og Hliðarvegará Akureyri á sjöunda timanum i gærmorgun. ökumaðurinn, sem var einn i bifreiðinni, slapp að mestu ómeiddur en þó þurfti að flytja hann á sjúkrahús til skoðunar. —Sió. Hveragerði: Tveir á slysadeild eftir bílveltu ■ Tveir ungir menn voru fluttir á slysadeild Borgarsjúkrahússins i Reykjavik eftir bilveltu sem varð rétt fyrir ofan hótelið i Hvera- gerði um klukkan átta i gærmorg- un. Billinn sem valt var af gerðinni Chervolet Nova og er hann mjög mikið skemmdur eftir veltuna. ökumaðurinn er grunaður um ölvun. —Sjó. Grafík á Isafirði ■ Laugardaginn 4. april opnaöi Jenný Guðmundsdóttir sýningu i bókasafninu á ísafirði á vegum Menningarráðs Isafjarðar. Jenný stundaði nám við Mynd- lista- og handiðaskóla Islands og Myndlistaskólann i Reykjavik. Framhaldsnám við Listaháskól- ann i Stokkhólmi. Hún hefur tekið þátt i sýningum á Norðurlönd- unum, Þýskalandi, Póllandi og Bandarikjunum. Þetta er fyrsta einkasýning Jennýjar og stendur hún yfir frá 4.-18. april. Sýningin er opin á timum bóka- safnsins og frá 2-6 yfir hátiðarn- ar. Lokað föstudaginn langa. Flesiar myndirnar eru til sölu. Tónleikar I Hlégarði ■ Freyr Sigurjónsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir halda tónleika að Hlégarði á vegum Tónlistarskólans i Mosfellssveit laugardaginn 10. april kl. 14.30. Freyr lauk einleikaraprófi i flautuleik frá Tónlistarskólanum i Reykjavik vorið 1978 og hefur siðan stundað nám i Manchester. Anna Guðný starfar i London sem undirleikari við Guildhall School of Music and Drama en hún hefur stundað nám við þennan skóla undanfarin ár. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir frönsku tónskáldin Couperin, Pixix, Widor og Jolivet. Tónlistarfólkið mun einnig leika á Akranesi 17. april og i Norræna húsinu sumar- daginn fyrsta. VÉIADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900 's82 HAmiR HINNA MOM4I Sjötta umferð á Skákþingi íslands tefld í dag l Norræna húsinu Jóhann efstur í landsliðsflokki með 4,5 vinninga VEL HANNAÐAR - STERKAR KYNNIÐ YKKUR VERÐ OG SKILMÁLA • Fimmta umferð á Skákþingi tslands i landsliðsflokki var tefld i fyrrakvöld i Norræna húsinu. Urðu úrslit þau að Jóhann Hjartarson vann Július Friðjóns- son, Jón L. Árnason vann Magnús Sólmundarson, Sigurður Daniels- son vann Sævar Bjarnason, Björn Þorsteinsson vann Benedikt, bið- skákvarðhjá Róbertog Jóni Þor- steinssyni og Elvari og Stefáni. Er þá staðan i landsliðsflokki sú að Jóhann Hjartarson er efstur með 4.5 vinninga, Jón L. Arnason með þrjá vinninga og biðskák, Sævar Bjarnason er með þrjá vinninga og Július Friðjónsson er með þrjá vinninga. Biðskákir voru tefldar i húsi Skáksambandsins i gærkvöldi, en sjötta umferð er tefld i dag. Askorendaflokkur og opni flokkurinn Fjórar umferðir hafa nú verið tefldar i áskorendaflokki og er staðan þar nú þessi, en teflt er i húsi T.R. við Grensásveg: Efstur er Arnór Björnsson með 4 vinninga og næstir eru þeir með þrjá vinninga, Björn Sigurjóns- son, Gunnar Freyr Rúnarsson, mFA! TRAKTORSGRÖFUR 2ja eða 4ra hjóla drifnar Jóhann Hjartarson Halldór G. Einarsson og Dan Hansson. I opna flokknum er loks efstur Tómas Björnsson, en Gunnar Björnsson og Guðmundur Gisla- son hafa þrjá vinninga og biðskák sin á milli. Fimmta umferð var tefld i gærkvöldi. —AM Laxeldisfyrirtæki óskar að komast i samband við umráða- menn liklegrar aðstöðu til hafbeitar. Helst suð-vestanlands. Upplýsingar i sima 91-74594 fyrir hádegi næstu daga eða i pósthólf 4271 Reykjavik. Bújörð Óskum eftir góðri bújörð til kaups strax i ekki lengra en 150 km. fjarlægð frá Reykjavik. Mjög ábyggilegar greiðslur. Upplýsingar i sima 99-8471 Aug/ýsið M I Timanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.