Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 8. april 1982 9 „Jón Hrak þótti lélegur reikningsmaður. Hann lét visa 10 velta á 5 og 9. Rarik og VST sýna engu minni ónákvæmni i með- ferð talna. Fjórmenningar i ráðherra- nefnd virðast gera sér það að góðu. Ég vænti þess að alþingismenn krefjist skýringa og geri sér ekki að góðu, að reiknað sé i anda Jóns sáluga, sem kallaður var Hrak”. í skýrslu Rannsóknastofnunar- innar „Ahrif Blönduvirkjunar á gróöur og beitarþol afréttarlands vestan og austan Blöndu” er tekið fram, að uppgræðsla lands sé þvi .óhagkvæmari sem ofar dregur yfir 200-300 m hæð yfir sjó. Við mat á áhrifum virkjunarvalkosta á uppgræðslumöguleika er þess vegna aðeins haft i huga það land á afréttunum, sem er i 200-600 m hæð, en ekki ofar. Tafla 1 sýnir, hversu mikið land tapast við hina þrjá valkosti og tafla 2 sýnir hve mikið land er neðan 600 m hæðar á afréttunum fyrir og eftir virkjun. „virt” verkfræði skrifstofa mis- reikni jafn einfalda framkvæmd og skurðgröft svo gróflega að muni kr. 10 millj. á kostnaði verksins. Ef það er raunin hlýtur sú spurning að vakna, hvenær er hægt að treysta tölum og út- reikningum frá VST. Þessa hluti veröur að upplýsa og endurskoða, hvort sem Cooper & Leybrant eða einhver annar aðili yrði fenginn i málið. í anda Jóns sem kallaður var Hrak Jón Hrak þótti lélegur reiknings- maður. Hann lét visa 10 velta á 5 og 9. Rarik og VST sýna engu minni ónákvæmni i meðferð talna. Fjórmenningar i ráðherra- nefnd virðast gera sér það að góðu. Ég vænti þess að alþingismenn krefjist skýringa og geri sér ekki að góðu, að reiknað sé i anda Jóns sáluga, sem kallaður var Hrak. Flatartungu 3/4 1982. Gunnar Oddsson. Tafla 1. Tap á landi viðólika valkosti. Vestan Blöndu Algróið ógróið Valkostur ha ha Reftjarnartung,-' (I) 4503 557 Sandárhöfði (II) 1479 423 Stifla við Galtárár flóa (IA) 4503 557 Austan Blöndu Vestan og austan Blöndu Algróið ógróið Algróið Ógróið ha ha há ha 1002 353 5505 910 1505 501 2984 924 345 8 4848 565 Virðingarfyllst, Ingvi Þorsteinsson. Eins og sjá má ber tafla I frá Rala með sér að við tilhögun II (Sandárhöfða) 400 G1 er tapað land 20,06 ferkm. austan Blöndu. Þetta sama land segir Kristján Jónsson 27,4 ferkm. Misræmi sem þetta i meðferð talna um sama hlutinn, er ekki hægt að liða og verða alþingis- menn að láta fara fram rannsókn á öllum þeim talnaleik sem við- hafður er i sambandi við Blöndu- virkjun. Þar má einnig minna á færslu á skurði á Auðkúluheiði, sem átti að bjarga beit fyrir 36 ær. Þessi breyting átti að kosta 18 millj. kr. Þegar farið var að gagnrýna þessa meðferð á opinberu fé, var óðara gefin út önnur tala kr. 8 milljónir takk! VST, eða Loftur Þorsteinsson var borinn fyrir báðum þessum tölum. Hvað er hér á seyði? Er hugsanlegt að er 64 stdur f dag hvort heldur það var nú suður i Israel eða austur i Rússlandi, þar sem hún var fædd. Nú auðvitað smiðuðu fleiri en gullsmiðurinn á Bessastöðum og við lestur á sögu síðari alda virð- ist það með ólikindum hvað Is- lendingarhalda upp á smiði kjör- gripa úr góðmálmum. Flestir lærðir gullsmiðir námu i Dan- mörku, og verður Danmörk þvi liklega að teljast hafa lagt til þá undirstöðu, er islensk gull og silfursmiði hvilir á um þessar mundir. Og viðfangsefnin liklega svipuð, smiði á nauðsynlegum skartgripum og munum fyrir samfélagið. Sterk hefð mótaði alla vinnu, og þótt stöku sinnum væri smið uð gersem i a f einhver ju stóru tilefni, var það vist fremur sjaldgæft. Sýning gullsmiða Það er þvi sérstakt fagnaðar- efni að nú, seinustu áratugina, skuli islenskir silfursmiðir og gullsmiðir, gjöra verulegt átak til að brjótast undan þeirri stöðnun er rikt hefur í þeirra fagi svo lengi, og er þá átt við það búðar- silfur og gull, innlent, sem á boð- stólum hefur verið svo lengi. Islenskir gullsmiðir sinna nú margir, ásamt daglegum skyldu- verkum smiði á alls konar grip- um, þar sem ný viðhorf og per- sónulegri gilda en i hirðgullsmiði seinustu alda. Þeir senda gripi á sýningar er- lendis og margir hafa hlotið frama og verðskuldaða viður- kenningu. Og nú halda þeir sýn- ingu á sérhönnuðum gripum i Listmunahúsinu, Lækjargötu 2, en svo einkennilega vill til, að ein- mitt þar, var áður eitt stærsta og vandaðasta gullsmiðaverkstæði landsins og búð Arna B. Björns- sonar, gullsmiðs. Alls sýna þarna 20 gullsmiðir muni sina, en auk þess er haft til Jónas Guð- mundsson skrifar um sýningu gullsmiða. sýnis borð, sem gullsmiðir nota, og algeng tæki þeirra. Þarna er marga fagra gripi að sjá, og sýnilegt að byrjað er að hugsa upp á nýtt I gerð kjörgripa. Menn eru hættir að hugsa á dönsku, á þýsku og eru byrjaðir að hugsa i heimslinunni. Að visu eru þarna lika gripir i hefðbundn- um stil og þeir njóta sin vel og auðvelda samanburð. Það er naumast á færi undir- ritaðs að meta þessa gripi eftir eins bréfi og gullsmiðurinn á Bessastööum fékk 11. júni 1817 frá kónginum. En áhugaverðastir þóttu mérgripir eftir Onnu Mariu Sveinbjörnsdóttur, Einar Esra- son, Halldór Kristinsson, Jens Guðjónsson, Hrein M. Jóhannes- son, Jón Snorra Sigurðsson, Jón Sigurjónsson og Hjördisi Gissurardóttur. Yfirleitt eru allir munimir þó vel gjörðir, en helsti vandi gull- smiða i nýja stil virðist sá, að halda samræmdu yfirborðslagi, eða áferð á heilum grip, en þaðá sjálfsagt eftir að breytast. Það sem máli skiptir er, að eftir sýn- ingu, litur maður islenska silfur- smiði öðrum augum. vísnaþáttur „Djöfla óðum fækkar fans...” x / ) sgi ■ Enn hefur Halldór Pjéturs- son orðið um JÓhannes á Skjögrastöðum: „Eitt sinn var Sigurði bætt inn á skrá hjá JÓhannesi, og átti að vera hans barn. Hann gerði viö þetta svohljóðandi athuga- semd: Afkoman er ekki duld, ég er skuidum klæddur En Siggi minn er sist i skuld, þvi sá er ekki fæddur. Ef að bæta á mig við ómegðina þunga, kysi ég helst að kvenfólkið kenndi mér þann unga. Bæti hér einni snilldarvis- unni við i lokin: Siði þar ég siður spyr um — sannleiksgögnin að mér streyma. Þar sem grasið grær að dyr- um, gestrisnin á ekki heima. Að lokum segir Halldór: „Um „Heilaspuna hysteriskr- ar sálar” er það að segja, ef rétt er munað, að ég sá hana fyrst I ritdómi um Bréf til Láru eftir dr. Guðmund Finn- bogason, en hvort hún er eftir hann veit ég ekki. Vfsan um Kvæðaver Kiljans er eftir aðra hvora systurina, Herdisi eða ólinu, en hef ekki við hendina heimildina.” Sigfús Kristjánsson Kefla- vík hefur eftirfarandi fram að færa: „Það mun hafa verið á harðindavetri, nokkru fyrir aldamót, að stjúpfaðir móður minnar, Bæring i Furufirði, varð heylaus, enda lokaði haf- isinn fyrir alla f jörubeit. Eina lifsvon sveltandi ánna f fjár- húsunum var asahláka svo að einhvers staðar kæmi jörð undan snjóafarginu. Bóndi var dapur i sinni, gekk oftast um gólf og raulaöi fyrir munni sér, ávallt sama erindið: Drottinn, iáttu drjúpa á jörð dropana náðar þinnar Kenndu i brjósti um kalda hjörð, kóngurinn dýrðarinnar. Mig hefur lengi langað til að vita, hver væri höfundur þessa erindis, sem varð svo ákaft ákall þessa stórgerða manns i baráttunni við óblið náttúru- öfl. Vona að einhver lesandi þáttarins viti það”. E.G., Reykjavík, sendir þættinum vfsur úr ýmsum átt- um. Fyrstu tvær eru eftir vestur-Islendinginn sem orti undir nafninu Þorskabitur, og finnst E.G. sem óþarflega hljótt hafi veriö um þann ágæta hagyrðing um sinn: Foringinn snjalli i friða dalnum, form, sem karlmennskunnar bar, liggur fallinn lágt i valnum. Lýkur allra sögu þar. Ætið léstu beinann besta búinn gesti úr vinarmund, Þegar flesta fékkstu hressta, fannst þér mesta gleðistund. Þegar Arni sýslumaður Gislason bjó I Herdisarvík, var hann mjög i ferðalögum, hafði oftast tvo til reiðar, og fór greitt. Eitt sinn mætti hann Skáld-Rósu á förnum vegi, ávarpar hana og segir: Þekkirðu prettapiltinn þann, sem pikum glettur býður? Rósa svarar að bragði: Arna settan sýslumann, sem á spretti riður. Úr þvi að Herdísarvik, ber á góma er ekki úr vegi að koma hér að eftirmælum um Herdis- arvikur-Surtlu siðustu kind- ina, sem féll á Suðurlandi i fjárskiptunum 1951. Varð að leggja fé til höfuðs henni svo að hún yrði felld: Þrautir allar þurfti að liða þar á fjallinu. Þú ert fallin, hlaust að hlýða heljarkallinu. Morðið arma upp til fjalla eykurharmana. Ærin jarmar upp á alla ólánsgarmana. Gisli Ólafsson á Eiriksstöðum. Sr. Páll Sigurðsson i Gaul- verjabæ (faðir Arna Pálsson- ar, prófessors) lét frá sér fara Húslestrabók, tóku sumir henni tveimur höndum, en aðrir létu sér fátt um finnast enda var sr. Páll vantrúaður á tilvist Djöfulsins; Sigfús Ey- mundsson gaf bókina út. Að þvi búnu sendi hann sr. Páli þessa visu: Djöfla óðum fækkar fans fyrir góðum penna, uns á hlóöum andskotans engar glóðir brenna. Steingrimur i Nesi kveður: öllum er geigvæn sorgin sára, sérhver gleðinnar þráir mál. Einn skaltu bergja bikartára, en bjóða öðrum gleðiskál. Nafni hans Daviösson mun eiga þessa: Bognar fjalla brákuð eik, búin falli verjan. Ellin hallar öllum leik. A mig kallar ferjan. Ólafur Hanhibalsson, bóndi, Selárdal

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.