Tíminn - 14.04.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.04.1982, Blaðsíða 1
Framkvæmdirnar í Helguvík — bls. 12-13 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Miðvikudagur 14. apríl 1981 83. tölubfað — 66. árgangur Síðumúla 15- Pósthólf 370 Reykjavik-Ritstjórn 86300-Auglýsingar Grásleppuhrognaframleiðendur hefja fullvinnslu hrogna í Frakklandi: STOFNA VERKSMIÐJU í SAM- VINNU VIÐ FRANSKA AÐILA! > ¦ t dag verða undirritaðir samningar milli Samtaka grá- sleppuhrognaframleiðenda og fimm franskra fyrirtækja um stofnun verksmiðju i Frakklandi til að framleiða kaviar úr grá- sleppuhrognum héðan. Fyrirtækin i Frakklandi, sem eru aðilar að samningnum með Samtökunum eru öll starfandi i fiskveiðum og vinnslu og er stærst þeirra C.O.I.M. i Boulogne- Sur-Mer. Samtökin eiga 50% i nýja fyrirtækinu og er hlutafjár- loforð þeirra 240 þúsund frankar (tæpiega 400 þúsund krónur) sem greiðist á 3-5 árum. Stjórnarfor- í spegBi tfmans Firnmtug fæddi tvíbura — bfls. 2 Rokk í Reykjavík bls. 23 helgina — bls. 22 maður i nýja fyrirtækinu er Guð- mundur Lýðsson. ,,Það er liðin tið að borga niður grásleppukaviar með peningum úr þróunarsjóði lagmetis," sagði Guðmundur Lýðsson i stuttu rabbi við Timaiin um hið nýja fyrirtæki. Hann sagði aö mark- ¦ AðalstöðvarC.O.I.M.-verksmiðjanna.sem er stærsti samstarfsaðili grásleppuhrognaframleiðenda. miðið með þessu samstarfi við Frakka væri fyrst og fremst að nýta aðstöðu þeirra á mörkuðum til þess að selja grásleppuhrogn- in. Framleiöslan verður seld und- ir nafninu „Islump", sem ef til vill má útleggja sem Ishrogn. Nii þegar hefur hús verið tekið á leigu undir verksmiðjuna og vélar verið pantaðar. Undirbún- ingur er i fullum gangi og gert er ráð fyrir að vinnsla hefjist i mai, en framleiðslan komi á markað i september i haust. Á þessu ári er gert ráð fyrir að vinna úr 600 tunnum af hrognum, á næsta ári á að tvöfalda það magn en fullum afköstum, 2.500 tunnum, verði náð á árinu 1983. Guðmundur Lýðsson sagöi að hugmyndin væri að koma upp verksmiðju hér á landi ef þaö kemur i ljós að hægt er að selja meira en þessi afkastar. Arðsemisútreikningar sýna að mikill gróði getur orðið á þessari verksmiðju, svo miklir, að Sam- tökin geta greitt hlutafé sitt með arði, og átt afgang samt sem áð- ur. En til að koma vinnslunni i gang, hefur fengist franskt lán, eins konar „Byggðasjóðslán," að upphæð 500 þUs frankar. SV ¦ Hestamenn í Höfn i Hornafirði og gestir þeirra riðu saman upp að Hoffellsjökli á föstudaginn langa. t ferðinni voru um 30 manns met 60-70 hesta. Mynilin ertekin þar sem hopurinnáði á Aningaflöt undir Geitafelli viðHoffellsjökul, ogneyttinestis, sem konur i hestamanna félaginu höfðu meðferðis. TimamyndSV Skartgriparánið hjá Gulli og silfri ad upplýsast? UNGUR MAÐUR í HALDI SÍÐAN í FYRRAKVÖLD ¦ Reykvikingur um tvitugt hefur verið Urskurðaður i gæsluvarðhald hjá rannsóknar- lögreglu rikisins vegna gruns um aðild að innbrotinu i versl- unina Gull og silfur við Lauga- veg aðfaranótt skirdag. í innbrotinu var stolið skart- gripum fyrir u.þ.b. 800 þúsund krónur og að sögn Magnúsar Steinþórssonar, eins eiganda verslunarinnar var innbrotið mjög fagmannlega framið. Dýrustu skartgripirnir voru týndir úr öskjunum og þær skildar eftir tómar i hillunum. Þá sagði Magnús að þjófamir heföu gerþekkt verslunina. Rannsóknarlögregla rikisins vildi ekkert gefa upp um það hvað varð til að ungi maðurinn var handtekinn en hún sagöi að vel rökstuddan grun þyrfti til að menn yrðu úrskurðaðir i gæslu- varðhald. Sjá nánar bls. 3. -Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.