Tíminn - 14.04.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.04.1982, Blaðsíða 6
stuttar f réttir Af 70 myndum á sýningu seldust 35 HtJSAVÍK: Nýlega stóö yfir i Safnahúsinu á Húsavik mál- verkasýning Benedikts Jóns- sonar, sem jafnframt var fyrsta málverkasýning i Safnahúsinu á þessu ári. Benedikt sýndi þar 70 verk: oliumálverk, vatnslitamyndir, myndir unnar meö krit og klippimyndir. Aösókn aö sýn- ingunni var mjög góö og 35 myndir seldust á sýningunni. Einnig var myndlistarsýn- ing I Safnahúsinu um páskana, Sigurpáll tsfjörö efndi þá til sýningar á verkum sinum. ■ Benedikt Jónsson, listarmaöur. mynd- Þ.J. Húsavik/HEI Vedrátta sídasta árs kemur nú illilega við pyngju bænda SNÆFELLSNES: Veturinn hefur veriö okkur fremur væg- ur og veöragóöur á sunnan- veröu Snæfellsnesi. Aldrei hefur sett niöur verulega mik- inn snjó og vegir i byggö ekki teppst af þeim sökum. Hins vegar hefur i þiöuköflum orö- iö aö setja þungatakmarkanir á vegi vegna aurbleytu og hef- ur þaö aö sjálfsögöu gert mjólkurflutninga dýrari og_ tafiö útkeyrslu á áburöi. Þrátt fyrir skuggalegar horfur i fóöurmálum hér i haust, eftir erfiöleikasumar vegna kals og óþurrka, viröist sem öllu geti reytt sæmilega af veröi ekki um þvi meiri vor- hörkur aö ræöa. Hingaö i Miklaholtshrepp hafa veriö keypt nær 70 tonn af heyi i haust og vetur og þess utan mjög mikiö af graskögglum og ööru kjarnfóöri, þannig aö veörátta siöast liöins árs kem- ur illiiega viö pyngju bænda. E.H.-Dal/HEI Frambodslisti Framsóknarflokksins GARÐABÆR: Búiö er aö ákveöa framboöslista Fram- sóknarflokksins i Garöabæ fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar i næsta mánuði og veröur hann þannig skipaöur: 1. Einar Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, 2. örnólf- ur ömólfsson.fasteignasali, 3. Guörún Thorsteinsen, hjúkrunarfræöingur, 4. Stefán Vilhelmsson, flugvélstjóri, 5. Lilja óskarsdóttir, húsmóöir, 6. Guömundur Kjalar Jónsson, skipstjóri, 7. Jónas Guð- mundsson, húsasmíöameist- ari, 8. Gunnsteinn Karlsson, deildarstjóri, 9. Baldur Jóns- son, fulltrúi, 10. Höröur Vil- hjálmsson, fjármálastjóri, 11. Hrafnkell Helgason, yfirlækn- ir, 12. Axel Gislason, fram- kvæmdastjóri, 13. Ólafur Vil- hjálmsson, bifreiöastjóri, 14. Svava Bernhöft, deildarstjóri. Fjórar kindur gengið úti í allan vetur STAÐARSVEIT: Þann 5. april varö Arsæll Jóhannesson bóndi á Lágafelli i Miklaholts- hreppi var viö kindur i f jallinu ofan viö bæinn. Náöi hann kindunum i hús og reyndust þetta vera tvær ær meö hrút- lömbum. Hafa kindur þessar gengiö úti i vetur, sennilega á fjallgaröinum i nánd viö Bauluvalla og Hraunsfjaröar- vötn. Eigandi allra kindanna reyndist vera Guðbjartur Gislason bóndi á ölkeldu i Staðarsveit. Kindur þessar litu allar furöu vel út og eiga ærnar stutt til buröar. Nánast eins- dæmi er aö kindur lifi af úti- göngu heilan vetur á þessum slóöum. Miklar fannir eru jafnan á þessum hluta fjall- garðsins og mikil hætta á að fé festist þar i fönn, jafnvel i haustbyrjun. Þ.G. Ölkeldu/HEI Pulsuvagn opnaður SELFOSS: Fyrir nokkru var „Pulsuvagninn” opnaöur hér á Selfossi. Þar veröa seldar pylsur, hamborgarar og gos. Fyrst um sinn verður Pylsu- vagninn opinn frá kl. 15-21 daglega og eitthvaö lengur um helgar. Eigandi vagnsins er Friðrik Bjarnason. — G.B.G. Mikill afli HORNAFJÖRÐUR: Seinni hluta marsmánaöar öfluðu Hornafjaröarbátar samtals 2.530 tonn. Þann 31. mars var heildaraflinn frá áramótum oröinn 8.488 tonn i 778 sjóferö- um, en var 5.026 tonn i 599 sjó- ferðum á sama tima áriö 1981. Þrir aflahæstu bátarnir i marslok voru: Mb. Hvanney SU 51 meö 697 tonn, mb. Visir SF 64 meö 571 tonn og mb. Haukafell SF 111 með 488 tonn. Nýlega lestaöi Jökulfell 8-9.000 kassa af freöfiski fyrir Bandarikjamarkaö á Horna- firöi og I dag er ms. Eldvik væntanleg meö salt og lestar siöan saltfisk fyrir Portúgals- markaö. H.H. Höfn/HEI Miðvikudagur 14. apríl 1982 ■ Nýtt sambýli fyrir þroskahefta á Seifossi, sem formlega tók til starfa 1. mars s.l. Sambýli fyrir þroska- hefta opnað ■ Sambýli fyrir fullorðna þroskahefta einstaklinga var formlega opnaö á Selfossi fyrir skömmu. A heimilinu geta dvaliö 6 einstaklingar, þar af einn i skammtimadvöl. I tengslum við þetta húsnæöi er nú veriö að vinna aö þvi aö koma upp vinnu- aöstööu fyrir ibúana, jafnframt þvi aö stefnt er aö þvi aö leita eft- ir samvinnu viö atvinnufyrirtæki á Selfossi með þaö i huga aö ibú- arnir geti fengiö starf viö hæfi ut- an heimilisins. Sigrún Jensey Sigurðardóttir, þroskaþjálfi hefur veriö ráöin til aö vera i forsvari fyrir sambýlið. Sambýliö er stofnsett og rekiö á vegum Svæðisstjórnar Suöur- lands vegna málefna þroska- heftra og öryrkja, en Fram- kvæmdasjóöur öryrkja og þroskaheftra sá um fjármögnun- ina. Formaður Svæöisstjórnar er Eggert Jóhannesson á Selfossi en aðrir I stjórn: Isleifur Halldórs- son héraöslæknir, Jón R. Hjálms- arsson fræöslustjóri, Sigrún Karlsdóttir félagsmálafulltrúi og Sigurvinnur Sigurösson skrif- stofustjóri. Svæöisstjórn hefur beitt sér fyrir kaupum á húsnæöi til sérkennslu á Selfossi og eflingu sérker.nslu- og sérfræöiþjónustu á grundvelli laga um grunnskóla. Hafnar eru viöræöur viö Fjöl- brautaskólann á Selfossi um hugsanlega samvinnu um verk- menntakennslu þroskaheftra og stefnt er að þvf sama viö Fjöl- brautaskólann i Vestmannaeyj- um. Til aö vinna aö frekari fram- kvæmd hinna ýmsu verkefna ásamt og einstaklingsbundinni ráðgjöf hefur Svæðisstjórn ráöiö til starfa Steinar Berg Guöbergs- son félagsráögjafa. — HEI Þingályktunartillögur um steinullarverksmidju togast á: Bádir aðilar ætla sig hafa þingmeirihluta ■ ,,Ég vænti þess, aö þaö sé álit meirihluta þingmanna, aö þaö eigi ekki aö útiloka möguleikann á útflutningi steinullar,” sagöi Jón Helgason, þingmaður Suöur- landskjördæmis i viötali viö Tim- ann er hann var beðinn um að meta stööuna á Alþingi, varöandi fylgi viö þingsályktunartillögu þingmanna Sunnlendinga, en Jón er fyrsti flutningsmaður aö þings- ályktunartillögu þess efnis aö reisa skuli steinuilarverksmiöju i Þorlákshöfn. „Þaö væri undarleg iönaöar- stefna,” sagði Jón, „ef reisa ætti verksmiðju, þar sem hvorki væri vilji né aöstaöa til þess aö fram- leiösla til útflutnings gæti komiö til greina, hvaöa álit sem menn hafa á möguleikum til útflutnings i dag. Stabreyndir málsins eru þær, aö viö erum allir sammála um aö þaö þurfi aö nýta innlenda orku til framleiöslu á útflutningsvöru og hráefni fyrir steinullarverk- smiöjur i Sviþjóð, sem flytja m.a. út á erlendan markaö til Eng- lands, og yröu þvi keppinautar okkar þar,er á allt aö nitján falt hærra verði heldur en hráefniö fyrir islenska steinullarverk- smiöju. Þá er þaö spurningin: Er nokkur framleiöslumöguleiki til útflutnings sem býöur upp á jafn mikinn mismun Islendingum i hag, eins og þessi gerir? Þvi er þaö önnur spurning: Getur komið til greina aö meirihluti Alþingis vilji útiloka aö sá möguleiki nýtist um ófyrirsjáanlega framtiö, meö þvi aö byggja steinullarverk- smiöju, þar sem slikt kæmi ekki til greina?” „Ég reikna meö þvi að breytingartillaga okkar þing- manna Norðlendinga, viö þings- ály ktunartillögu þingmanna Sunnlendinga hljóti aö fá meiri- hluta á Alþingi,” sagöi Páll Pétursson, þingmaöur Norölend- inga I viðtali viö Timann, en hann er fyrsti flutningsmaður breytingartillögu þingmanna Norölendinga viö þings- ályktunartillögu Sunnlendinga, og er breytingartillagan þess efnis aö i staö Þorlákshafnar, komi Sauðárkrókur. „Þetta er aö visu mjög óvenju- leg afgreiðsla á málinu, þvi I fyrra voru samþykkt heimildar- lög, þar sem rikisstjórninni var gert aö ákvarða hvar steinullar- verksmiöja skyldi reist. Þing- menn Suðurlands seilast þvi inn á verksviö rikisstjórnarinnar með þessari tillögu, og ætla meö henni að taka máliö úr hennar höndum. Máliö var komið úr höndum Al- þingis,” sagöi Páll, „og Alþingi var búið aö fela rikisstjórninni aö ákveöa verksmiðjunni staö.” Páll sagöi að I þessu máli væru tveir kjarnapunktar: „Annar er sá,” sagði Páll, „aö um svipaöa hagkvæmni er aö ræöa á báöum stööum: Sauðkræklingar komust aö þvi löngu á undan Sunn- lendingum, að ekkert vit væri I útflutningi og tóku þvi þá áhættu aö slá frá sér hugmyndinni um út- flutning og einbeittu sér að undir- búningi verksmiöju, sem byggði á innanlandsmarkaði. Ef komið heföi i ljós aö álitlegt væri að fara úti útflutning, þá áttu Sunn- lendingar auðvitaö aö fá aö njóta þess. Fyrst niöurstaöan varð hins vegar sú, aö ekkert vit væri I út- flutningi, þá á aö láta Sauökrækl- inga njóta þess aö þeir voru búnir að finna þetta út, af hyggjuviti sinu, löngu á undan Sunnlending- um. 1 öðru lagi er byggðasjónarmið- iö kjarnapunktur I þessu máli: Þaö eru fábreyttari möguleikar til byggingar svona meöalstórra iöjuvera i Noröurlandskjördæmi vestra, heldur en I Suöurlands- kjördæmi, auk þess sem margar álitlegar verksmiöjubyggingar eru á döfinni i Suðurlandskjör- dæmi. Menn eiga auðvitaö að sameinast um þaö aö hjálpa Sunnlendingum við aö koma þeim upp, en ekki vera aö taka þetta lamb fátæka mannsins noröan af Krók. Enda reikna ég með þvi og treysti aö þaö sjónarmið veröi of- an á, hér I þinginu.” — AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.