Tíminn - 14.04.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.04.1982, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 14. april 1982 „En meðal annarra orða: Ber kjördæmaskipun aðeins að taka mið af kjósendum skv. höfðatölu? Á ekki landið jálft, ættjörðin, sem elur okk- ur, líka sinn rétt á Alþingi? Það væri að minnsta kosti í samræmi við byggðastefnu". menningskjördæmum, ef tveim skilyrðum er fullnægt, þ.e. (i) ef kjördæmin eru tiltölulega smá og (ii) ef atkvæðafjöldi þeirra er svipaður. Dr. Gunnar heldur áfram: „Þetta fyrirkomulag (þ.e. hlut- fallskosningar) hefir verið tekið upp við þingkosningar og sveitar- stjórnarkosningar i flestum lönd- um Evrópu. Að visu eru enn meirihlutakosningar um öll þing- sæti i Bretlandi,en sterk hreyfing að taka þar upp hlutfallskosning- ar.” Ekki er þetta allskostar rétt. Bæði Þýskaland og Frakkland hafa búið við nákvæmlega sama kerfi og við núna, þ.e. fá stór I kjördæmi með hlutfallskosningu, listakjöri og uppbótarsætum, — Þýskaland á dögum Weimar lýð- veldisins 1919-1932 og Frakkland á dögum Fjórða lýðveldisins 1946- 1957. Bæði lýðveldin urðu skammæ og liðu undir lok, er ringulreið innan þings og með þjóðinni höfðu náð hámarki. Bæði enduðu með einræði hvort með sinum hætti, svo sem kunnugt er (Hitler/De Gaulle). Breytingar á kjördæmaskipun i þessum lönd- um hafa siðan beinst að þvi að auka vald forseta á kostnað þings. Bretland er og engin undan- tekning um óhlutbundnar kosningar og einmenningskjör- dæmi. Sama kerfi er i Kanada, USA o.fl. löndum. Af kosningatöl- um i Bretlandi er ljóst að ein- menningskjördæmi geta leitt til nær algers jafnaðar milli flokka. Atkvæði glatast einum flokki i þessu kjördæmi.öðrum i hinu og talan gengur upp. Nokkurs mis- ræmis kann að gæta á stundum, en það finnst þessum ensku þjóðum smámunir i samanburði við öryggið sem þetta kerfi veitir. Vissulega eru þarna smáflokkar sem vilja „jöfnun atkvæðisrétt- ar” (Frjálslyndir i Bretlandi, Nýdemókratar i Kanada), en þeir hafa ekki fengið hljómgrunn. Norðurlönd hafa að nokkru sveigt inn á svið hlutfalls- kosninga, og þau hafa mætt vax- andi erfiðleikum við stjórnar- myndun. Erfiðleikar við stjórnarmyndun á íslandi hófust fyrir alvöru með kjördæmabreytingunni 1942, er aðeins minni hluti þingmanna var kosinn óhlutbundið (21 af 52). Þá bar svo til fyrsta sinn i sögunni, að Alþingi Islendinga gafst upp við að mynda rikisstjórn. Var skipuð utanþingsstjórn undir for- sæti dr. Björns Þórðarsonar, er sat að völdum, þegar lýðveldi var stofnað 1944. Er eftirtektarvert og táknrænt að þessari utanþings- stjórn og henni einni tókst að hafa hemil á verðbólgunni meðan styrjöldin geysaði. Þrátt fyrir þetta segir Gunnar Thoroddsen á bls. 171: „Ég hefi verið andvigur utanþingsstjórnum og ekki talið að þær hefðu styrk og aðstöðu til að leysa efnahagsmál eða annan vanda, hversu mætir menn sem i þær veldust.” . Einni rikisstjórn annarri hefir siðan lánast að halda verðbólgu i skefjum. Það var eins flokks stjórn Emils Jónssonar 1958-9, sem Sjálfstæðisflokkurinn varði falli. Eftir stjórnarskrár- breytinguna 1959, er landinu öllu var skipt i stór kjördæmi með hlutfallskosningum, hafa allar rikisstjórnir verið sambræðslur meira eða minna sundurleitra afla sem beitt hafa smáskammta- lækningum án árangurs i viður- eign við verðbólgu. Dr. Gunnar Thoroddsen spyr: „Væri það sanngjarnt, að einn stjórnmálaflokkur sem nyti rúm- lega 50% fylgis þjóðarinnar, fengi öll sætin á Alþingi?” Slik spurn- ing er fjarstæðukennd. Ef landi okkar (að höfuðborginni með- taldri) væri t.d. skipt i 60 kjör- dæmi, jöfn tölu þingmanna og hvert svipað að atkvæðafjölda væri óhugsandi að einn flokkur fengi meirihluta i þeim öllum, nema þjóðin stæði nánast einhuga að baki honum. Hitt gegnir öðru, i að óhlutbundnar kosningar falla ekki eins vel að vali fulltrúa t.d. verklýðsfélaga til ASÍ, enda verður skiptingu i „kjördæmi” ekki komið við innan félaga. Kosningafyrirkomulag á að vera félögum i sjálfsvald sett. Megin gallinn við hlutfalls- kosningar er og verður sá, að þær efla smáflokka og flokksbrot. Þegar rikisstjórnarmyndun tekst ekki nema með þátttöku slikra smáflokka verður stefna minni- hluta oft ráðandi i stjórnarsátt- málanum. Vilja minnihlutans er þá þröngvað upp á meirihlutann og það fer i bága við grunnreglu lýðræðisskipulagsins. Aðrar hættur fylgja i kjölfarið. Ef eng- inn flokkur er nægilega stór til að geta náð meirihluta á Þingi og smærri flokkar eru ósamstæðir eiga kjósendur i rauninni ekki neina valkosti. Allt er komið undir málefnasamningi flokka á milliað kosningum loknum. Þann málefnasamning er ekki unnt að sjá fyrir, eins og margsinnis hefir komið á daginn. Þetta veldur áhugaleysi almennings um úrslit kosninga. Það er svonefndur stjórnmálaleiði.sem hjá okkur er orðinn mjög áberandi. Fólki er sama hvað við tekur i pólitikinni, engrar breytingar er vænst — að minnsta kosti ekki til batnaðar. Listakjörið sjálft hefir og sina annmarka. Þegar frambjóðandi þarf ekki lengur að vinna sæti sitt og verja það i sinu kjördæmi reynir minna á hæfileika hans og manndóm. Til þings veljast hjól i flokksvél, og hin virðulega sam- kunda við Austurvöll verður smámsaman andlitslaus. „Jöfnun atkvæðisréttar” næst aldrei, nema landið allt sé gert að einu kjördæmi. Ef reynt er að jafna atkvæðisréttinn innan ramma gildandi kosningakerfis verður að fjölga þingmönnum og uppbótarsætum. Þaðer óþörf.dýr ráðstöfun. En meðal annarra orða: Ber kjördæmaskipun aðeins að taku miðaf kjósendum skv. höfðatölu? A ekki landið sjálft,ættjörðin sem elur okkur, lika sinn rétt á Al- þingi? Það væri að minnsta kosti i samræmi við byggðastefnu. Stjórnarskrárnefnd hefir verk að vinna. Af niðurstöðum hennar ræðst, hvort við munum eða mun- um ekki búa við áframhaldandi verðbólgu, gengisfellingar og er- lenda skuldasöfnun. Vona ég, að formaður nefndar, dr. Gunnar Thoroddsen láti ekki á sér sann- ast ummæli Björns Bjarnasonar I Morgunblaðinu 5. febr. 1980: „Aldursforsetinn hefir leikið sinn siðasta leik og skilur sviðið eftir i óreiðu”. Heimahjúkrun „ setur gamla konu f straff ” fyrir að vilja ekki nota ákveðna gerd af rúmi: EKKI SINNT HENNII TÆPflR TVÆR VIKURii J Tcpar tvar vikur eru nú i Uðnar frá þvl aö heimahjúkrun bér I Reykjavik h*Ui að þjón- I usta gamla konu 1 heimabúii ; vegna þeaa aó hún neitar að I Uggja i sjúkrarúmi. [ „Mér finnst þetta heldur merkilegt framlag heima- I hjúkrunar á ári aldraBra að [ setja gamalt fóUc i straff og neita að hjúkra þvi", sagði Elln l Guðjónsdóttir, dóttir gðmlu [ konunnar.engamlakonanbýrá 1 * ' r og annast Eiir hana. Eltn sagði að siðan að hjúkrunarkonur frá heima- hjúkruninni hefðu bett að koma veri liðin hálf önnur vika og sagði hún að áiag sitt við um- önnun á gömlu konunni hefði aukíst verulega slðan heima- hjúkrunin lagði niður sinar dag- legu heímsóknir til gömlu kon- unnar. Elin sagði að hún hefði ekki getað annast móður slna sem skyldi I sjúkrarúminu, þvl eð veri svo hátt upp i það að ð þyrfti fleirj_ manneskju til þess að lyfta gðmlu konunni og sinna. Kolbrún Agústsdóttir, yfir- hjúkrunarkona heimahjúkrunar sagði aðspurð um þetta mál: „Elln getur sinnt gömlu konunni jafnvel eða betur I sjúkrarúm- Nú upp á siðkastið hafa þer sem þjónað hafa gömlu konunni kvartað mikið yfir þvi að þer veru slemar 1 baki og ég út- vegaði þvl þetta sjúkrarúm. Kolbrún sagði að taka yrði til- lit til þeirra sem vinna viö heimahjúkrun allan daginn þvi álag veri mjög mikið vegna þess hve mikið þyrfti að bogra við hjúkrunarstörfin. Hún sagði j jafnframt að gamla konan fengi j enga beimahjúkrun nema hún setti sig við að vera I sjúkra- rúmi. 6. atriði: „hlaða fimm til sex púðum við bakið”. — þádugartæpast metrakerfið til mælinga. Og svo er það yfirlýsing borgarlæknis, það er bæði mann- legtog virðingarvert af honum að bera blak af undirmönnum sínum en jafnframt er það sorglegt gá- leysi að láta frá sér fara yfirlýs- ingu eins og birtist i blaðinu 8. þ.m., hún fjallar um efni sem aldrei hafa komið upp i þessu máli, og verður að telja það af- leiðingu af ónákvæmum upp- lýsingum.sem honum hafa verið látnar 1 té. Það eitt er málið, að 89 ára gamalmenni er bundið við hjóla- stól að degi til og getur enga björg sér veitt. Sú eina hreyfing sem eftir er er aðgeta sest fram á rúmstokk sér til afþreyingar, það getur gamla konanhjálparlaustaf þviað fætur nema við gólf, jafnvægi er ekki meira en svo að þessi er hin mesta og siðasta athöfn sem hún hefur á valdi sinu á þessu sviði, þetta var alls ekki hægt i marg- ræddu rúmbákni sökum hæðar þess frá gólfi i lægstustillingu. — og ennfremur sökum þess að fæt- ur gömlu konunnar náðu ekki nið- ur á gólf þá gat dóttir hennar ekki hjálparlaust aðstoðað hana við þurftir sinar, og þá þurfti að leita aðstoðar úr öðru húsi, þvi að eng- inn annar fullorðinn var heima þá stundina, þetta kom fyrir þann sólarhring sem rúmið var hér, og notað. Og að endingu: Ef borgarlækn- ir vill kynna sér þetta mál betur þá er hann velkominn hingað heim hvert það kvöld sem hann kýs og ræða málin yfir góðum kaffibolla, —- og ég er sannfærður um að við verðum sammála um það að eitt hið versta verk nú á ári aldraðra væri það tillitsleysi sem fólgið er i skerðingu sjálfs- virðingar ósjálfbjarga gamal- menna. Með bestu kveðju og ósk um að betur meti takast til á þessu ári hinna öldruðu. Kristján Ólason • 9 landbúnadarspjall Sveinn Hallgrímsson, sauðfjárræktar- ráðunautur, skrifar Medhöndlun ullarinnar ■ Eins og vakin var athygli á I greininni „Hvað er hægt að gera til að auka verðmæti ullarinnar” er margt sem rýrt getur verðmætið, bæöi skemmdir vegna húsvistar (mor, hlandbruni) og vegna rangrar klippingar (tviklipping) En þar með er ekki öll sagan sögð. A það var lika bent, að of mikill raki 1 húsum áður en, og þegar rúið er, veldur þvi að ullinni er hættara við að skemmast i geymslu. Sömuleiðis má ekki geyma ullina i miklum raka, enda þótt erfitt geti reynst að finna geymslur á bæjum sem uppfylla þetta skilyrði. Við rúning þarf að gæta þess vandlega að ullin óhreinkist ekki. Það á að rýja kindina á þurrum og hreinum staö og gæta þarf þess að hreinsa rúningsbretti ef tekin er hvit kind eftir mislitri. Það skemmir hvita ull ef svört hár eða mórauð komast i reyfið. Reyndar er best að rýja hvitu kindumar fyrst og taka hvern lit fyrir sig og sópa og hreinsa vel áður en næsti litur er tek- inn Þá er nauösynlegt að fylgjast vel meö þvi ef mislitir blettir eru á hvitum kindum aö taka þá ull úr annars er ullin ekki hvit. Þetta þarf að gera strax við rúning þar eð annars erhættaá að mislit hárkomist i ullina. HUn er þá orðin skemmd vara, sem hvit ull. Það er m jög þýöingarmikiö að hafa ihuga að hreinir litir eru það sem gefur bóndanum hæst verð er verðmætasta varan. Hreinhvit, úrvals ull sem fengiö hefur i sig svört eða mórauö hár er ekki lengur I. flokks vara. Meðferð ullar- innar fyrir og við rúning getur þvi skipt sköpum um flokkun ullarinnar. Best er að koma ullinni frá sér sem fyrst, i hendur kaup- enda. Það sama gildir einnig um ullina eftir að hún er kom- in i hendur kaupenda að hún getur skemmst þar, eins og hjá bóndanum. 1 þvi sambandi er vert að benda á að eins og móttöku og flokkun (og mati) á ull er nU háttaö liöur oft mjög langur timi frá þvi ullin er móttekin i verslun (um- boðsmanni Alafoss eða kaup- félagi) þar til hUn er metin. Ullin getur þá skemmst eftir að bóndinn lætur hana af hendi þar til hún er metin i ullar- þvottastöð. Slik skemmd, eða verðmætarýrnun, kemur fram i verra mati á ullinni sem þýðir lægra verö til bóndans, enda þótt hann eigi þarna enga sök á. Ekki vil ég halda þvi fram að þetta komi oft fyrir,en þó munu dæmi þessa. Er hægt að koma i veg fyrir að slikt gerist? 1 lögum um flokkun og mat ullar (sjá t.d. Handbók bænda 1978) segir i 2. gr.: „Skylt er kaupanda að meta ullina strax við móttökn, enda hafi fram- leiðandi þegar flokkaö ullina samkvæmt gildandi flokk- unarreglum. Komi ullin ó- flokkuð frá framleiðanda, má matið fara fram i ullarþvotta- stöð, enda fái framleiðandi skýrslu um matið”. 1 reglugerð um móttöku, flokkun og mat ullar (sjá Handbók bænda 1978) segir um nat við móttöku: „Mat við móttöku skal fyrst og fremst fólgið i' þvi að kanna,hvort flokkun frá ullar- framleiðanda stenst, og leið- rétta það, sem ábótavant er”. Eins og fram kemur i til- vitnunum hér að framan i lög- in og reglugerðina á sá fram- leiðandi sem kemur með ull- ina flokkaða á móttökustað rétt á að að hún sé metin á staðnum. Best er að slikt mat geti farið fram að bóndanum ásjáandi, þannig að hann fái strax að vita hvort sú flokkun, sem hann gerði sé rétt. Enginn vafi er á að ekkert eitt atriði gæti stuðlað eins að þvi að eyða þeirri tortryggni sem er milli seljanda og kaupanda eins og það að koma sliku móttökumati á. Það myndi einnig geta komið i veg fyrir að hægt sé að kenna slæmri meöferð eftir aö bónd- inn lætur ullina af hendi um slæmt mat, eða verra mat en bóndinn bjóst við. En móttökumat hefur annan veigamikinn kost f för með sér. Móttökumatiö myndi veita bóndanum ómetanlega tilsögn i að flokka ullina og fara rétt með hana. Slikt myndi leiöa til betri með- ferðar á ull og meiri skilnings á þeim verðmætum sem rétt meðfarin ull er, og eyða tor- tryggni. Móttökumat (heimamat) er þvi nauðsyn. Sveinn HallgiJmsson, sauðfjárræktarráðunautur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.