Tíminn - 28.04.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.04.1982, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 28. april 1982. Utaefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Tim- ans: lllugi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friörik Indriðason, Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Floíi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Áskriftargjald á mánuöi: kr. 110.00.— Prentun: Blaöaprent hf. Hratt flýr stund — eftir Oddnýju Guðmundsdóttur Virkjun Blöndu ■ Skynsemi og sáttavilji hefur nú náð yfirhönd- inni i hinum miklu deilumálum sem staðið hafa vegna Blönduvirkjunar. Deiluaðilar hafa slegið af sinum ýtrustu kröfum og segja má að heilbrigð skynsemi sé sigurvegarinn þegar upp er staðið. Með þvi að sættast á að virkjunin verði við Ref- tjarnarbungu, eins og áætlað hefur verið, en að uppistöðulónið verði miðað við 220 gigalitra i stað 400 er komið til móts við sjónarmið beggja deilu- aðila. Virkjunin og lónið verður á hentugum stað i ánni, en hins vegar verða landspjöll mun minni með þvi að hafa vatnsyfirborðið fjórum metrum lægra en upphaflega var ráð fyrir gert. Þetta þýðir engan veginn að raforkuframleiðslan verði helmingi minni i virkjuninni, en kannski ekki al- veg eins stöðug, það fer eftir árferði og úrkomu. Það er öllum ljóst að mikill styrr hefur staðið um Blönduvirkjun innan þingflokks Framsókn- armanna, þótt ágreiningurinn hafi augljóslega verið miklu viðtækari, sem eðlilegt er þegar ólik sjónarmið takast á. En innan þingflokksins hefur verið unnið mikið starf við að leysa deiluna á þann veg að allir megi sæmilega við una. Það hefur nú tekist og vonandi verður það öðrum, sem málið varðar, gott fordæmi, svo að framkvæmdir við Blönduvirkjun geti hafist sem fyrst. Það hef- ur enginn ágreiningur verið um það atriði, að næsta stórvirkjun verði i Blöndu, heldur einvörð- ungu um hvaða virkjunarleið skyldi valin. Hafa togast þar á gróðurverndarsjónarmið og viðhorf þeirra sem vilja stifluna sem stærsta án tillits til landeyðingar. Með þeirri samþykkt, sem þingflokkur Fram- sóknarflokksins hefur nú gert, er farin sáttaleið sem á að vera vel við unandi fyrir alla þá sem hlut eiga að máli. Miðlunartillagan hefur verið til umræðu allt siðaná s.l. hausti, að Ingólfur Guðnason alþingis- maður, færði það i tal, hvort ekki væri athugandi að virkja Blöndu samkvæmt þeirri leið sem Landsvirkjun taldi vænlegasta, en með minni miðlun en gert var ráð fyrir, svo að spara mætti gróðurlendið, en að virkjunin kæmi samt að þeim notum sem að er stefnt. Aðrar virkjunarleiðir hafa einnig mikið verið ræddar en minna rann- sakaðar. En úr þvi sem komið er skiptir það ekki höfuðmáli, heldur hitt, að andstæð sjónarmið hafa verið samrýmd og sáttum náð. Vonandi verða engir aðilar nú til þess að fara að efla óvinafagnað og slá á útrétta sáttahönd. Það heíur viða hitnað i kolunum vegna þessa máls, nágrannar átt i illdeilum og flokkadrættir verið miklir. En með þeirri málamiðlun, sem náðst hefurmeð milligöngu góðra manna og rétt- sýnna ættu deilur að verða úr sögunni og fram- kvæmdir að geta hafist öllum til blessunar. Vert er að hafa i huga að þótt deilur hafi verið settar niður hefur hvorugur aðilinn unnið neinn fullnaðarsigur og enginn hefur tapað striðinu um virkjun Blöndu. OÓ. ■ Hógvær frásögn birtist i dag- blaði 3. febrúar s.l. og bar yfir- skriftina: Nemendur lentu i miklu timahraki — hefur þó ekki áhrif á einkunnagjöf. betta er frásögn um samræmt enskupróf. Og höfundurinn heldur áfram: „Munnlega prófið fór fram með upplestri gegnum rik- isútvarpið. bótti alltof hratt lesið og of litill timi gefast til úrlausna á milli. Annar liður i prófinu var efnisleg rööun mynda i samræmi við langa sögu, er á undan fór. bóttu myndirnar mjög óskýrar, erfitt að átta sig á meiningu þeirra og alltof tafsamt að vinna úr þessu verkefni. Lentu margir i timahraki með það, sem á eftir fór, vegna þessa, auk þess sem kennarar gagnrýndu gildi mynd- anna sem prófsteins á ensku-. kunnáttu. Kennarar, sem rætt var við, voru sammála um, að jafnvel úrvalsnemendur hefðu náð mun minni árangri á prófinu en geta þeirra sagði til um. — betta hefurþó engin áhrif á eink- unnir nemcnda, vegna hinnar margumtöluðu normalkúrfu. bað skiptir því ekki máli, hvort þeir beztu náðu aðeins 50% úriausn á prófinu eða jafnvel minna.beir fá eftir sem áður hæstu einkunn” (Leturbreyting min) Hvað kemur til, að kennurum er ekki treyst til að bera ábyrgð á prófum? Mikil væri þeirra heimska, ef útkoman gæti orðið • fáránlegri en hér er lýst. Og hversu lengi ætlar fólk að sætta sig við þau svör kerfisfeðranna að „normalkúrfa” sé töfraorð, sem ekki séauðvelt að útskýra — bara trúa. Oft undrast ég það, þegar ung- menni eru að „mótmæla” hinu og þessu, sem ekki virðist skipta miklu máli, aö þau skuli ekkihafa sinnu á að kvarta um þann fárán- lega sjónhverfingaleik, sem próf og einkunnir eru nú á dögum. Nemandi sýndi mér prófskirb einið sitt og gat þess, að hann væri ekki góður i neinu, nema ensku. En mér sýndist enskan sizt skara fram úr. Hann svaraði: „betta er sko ekki mineinkunn. Normalkúrfan kom svona út”. Handa hverjum er svo þessi vitnisburður sem ,,er, sko, ekki min einkunn”? Ekki er hún marktækt vegabréf til að sýna i öðrum skóla. Ekki stoðar hún i atvinnuleit. Ekki fræðir hún for- eldrana um framförpiltsins. Ekki er hún honum sjálfum kærkomin viðurkenning — eða aðvörun. „betta er, sko, ekki min eink- unn”. Agústinus kirkjufaðir taldi, að mönnum væri fyrirfram skipað i tvo flokka, hólpna og útskúfaða, og breytni þeirra réði þar engu um. Ekkert er nýtt undir sólinni. En lærifaðir normalkúrfusinna kvað hafa heitið Gauss og verið bjóðverji. Frásögnin sem ég endurtók áð- an, fjallar um timaskortinn. Ekki að ástæöulausu. Mér hefur öðru hverju áskotnast dálitið af notuð- um prófverkefnum. bar virðist allt bera að sama brunni. Timinn er svo naumur, að ómöguiegter að gera efninu skil. Hér er dæmi um prófverkefni i tslandssögu i menntaskóla fyrir rúmu ári. Próftiminn niutiu minútur.Tekið er fram, að nemendum. beri að vanda frágang og komi hann til menningarmálkff Alþjóðleg sýning á skrautskrift Myndlista- og handiðaskóli ts- lands og dr. Gunnlaugur SE Briem LIFANDI LETUH Alþjóðieg sýning á skrautskrift. Páskar 1982 Dr. Gunnlaugur SE Briem ■ Um þessar mundir stendur yfir i húsakynnum Myndlista- og handiðaskólans sýningin Lifandi letur sem er alþjóðleg sýning á skrautskrift og munu skrifarar frá um það bil 17 löndum taka þátt i sýningunni, auk Islendinga. bað er ungur maður dr. Gunn- laugur SE Briem sem var hvata- maðurinn að þessari sýningu, en Gunnlaugur hóf nám i Myndlista- og handiðaskólanum að afloknu stúdentsprófi, en úr myndlistar- skólanum útskrifaðist hann árið 1973. Dr. Gunnlaugur sem er 34 ára að aldri fór síðan i framhaldsnám i leturfræðum og letri sem við nefnum vist skrautritun. Fyrst til Kaupmannahafnar en þaðan lá leiðin til Basel i Sviss og loks til Lundúna, þar sem hann lauk magistersprófi i skrift og letur- fræöi og siðan doktorsprófi. Doktorsritgerð hans fjallar um uppruna, notkun og þróun á höfðaletri sem er alfariö islenskt fyrirbæri og á sér enga hliðstæðu i öðrum löndum, svo vitað sé. bað er letur, sem tengist útskurði eða er notað við útskurð eins og flest- um mun kunnugt og ennfremur i vefnaði. bað er mál manna að Is- lendingar skrifi yfirleitt illa og unnt sé að fá meðul út á flest handskrifuö bréf. Sú forskrift, sem gefin hefur verið i landinu i að minnsta kosti hálfa öld hefur þannig séð verið röng, og meira að segja margir þeir sem fegurstu hönd rita á íslandi skrifa þá svo vel að orðin verða ekki les- in nema með djúpri ihugun. bað er þvi mikill fengur að fá fagra skrift og læsilega frá öðrum lönd- um, hingað i allt koddaversletrið og hrafnasparkið. Um þetta getur maður séð skólabókardæmi á sýningunni, þvi dr. Gunnlaugur lét ensk skólabörn 11 ára að mig minnir rita islenskan texta og þau börn skrifa svo vel og læsilega að manni koma ósjálfrátt i hug mikl- ir skrifarar eins og Geir Sigurðs- son, skipstjóri og hann Sigurður Sumarliðason sem lengi var með Súluna. beirra skrift hefi ég lesið með minni vandræðum en annað handskrifað efni sem mér hefur borist i hendur. beir lærðu að skrifa fyrir aldamót, áður en byrjað var að miðstýra allri skrift i landinu, með þeim árangri sem menn nú þekkja. Island er þvi alveg rétt land fyrir alþjóðlega sýningu á fagurri skrift. Alþjóðleg sýning Sem áður sagði, þá hefur fjöldi manna sent verk á þessa sýningu, og þeir koma frá 17 löndum. Dr. Gunnlaugur segir svo i eftirmála: „Til að byrja með þótti mér frábær hugmynd að safna saman i sýningu. Ég hélt að ég mundi fá sitt litið af hverju lánað hjá vin- um minum, hengja það upp i Reykjavik og allt yrði i fina lagi. Sex mánuðum og um það bil hundrað og tuttugu bréfum siðan hefði verið hægt að koma mér á aöra skoðun. Blessuð skepnan stækkaði aldeilis hjá mér. Langt var á leiö komið þegar ég áttaði mig á að ég var með miklu merkilegra samsafn en ég hafði búist við. Ég sá að með þvi að bæta á mig vinnu og taka á þeirri tegundofdirfsku sem ég alltaf hef nóg af, gæti ég náð i þess konar verksem auka vegsemd sýninga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.