Tíminn - 15.05.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.05.1982, Blaðsíða 2
Laugardagur 15. mai 1982 2 Ósið- athæfi í rétt- inum í spegli timansi| umsjón: B.St. og K.L. Skemmti- leg adferd til að losna við streitu ■ — Ef þú vilt verjast streitu skaltu láta eftir þér að gera það, sem þig langar til, segir frægur bandariskur læknir. Hann bætir þvi við, aö fullorðiö fólk hagi sér enn i sam- ræmi við þau boö og bönn, sem þaö var alið upp við sem börn og geri sér ekki grein fyrir að þau eigi ekki við lengur. Þessar hömlur hafi i för með sér skerðingu á frjálsræði og komi i veg fyrir að fólk fullnægi löngunum sin- um. Sem dæmi nefnir lækn- irinn þann ávana að slökkva á slaginu hálf tólf og leggjast til svefns þeg- ar mann langar mest til að lesa skemmtilega bók. Og kannski langar ein- hvern til að sjá 3 bió- myndir sama daginn en fær sig ekki til þess, vegna þess að sem barni var það algerlega bann- að. Eða það er lika til i dæminu, að einhvern langi i steik i morgunmat en þar sem þaö tiðkast bara alls ekki, er venju- lega soðna eggiö látið nægja. — Skiptið ykkur ekki af þvi, hvað timanum liöur, segir læknirinn. Borðið þegar þið eruð svöng og fariö ekki I háttinn fyrr en þið eruð oröin syfjuð. Þar að auki gefur hann ábendingar um það sem hann kallar „skapandi matarvenjur” Þ.á.m. stingur hann upp á að borða kjúkling i morgun- mat en hefðbundinn morgunmat á kvöldin, drekka hvitvin með kjöti en rauövin meö fiski, neyta eftirréttarins á undan aðalréttinum og að reyna einhvern nýjan rétt eða nýja uppskrift a.m.k. einu sinni i viku. Sem sagt látum eftir okkur að vera eins og við viljum og þá losnum viö við streitu! ■ Chileanska dans- mærin Mavisa Lon- ez var ákærð f yrir ó- siðlegt sýningar- atriði og varð að mæta fyrir rétti. Þar var eitt helsta sönnunargagnið atriðið sjálft sem Mavisa sýndi dóm- ara og kviðdómend- um við mikil fagn- aðarlæti. En síðan var dómurinn félld- ur og þá var e’ngin miskunn hjá Magn- úsi. Samdóma álit viðstaddra var að atriðið væri vissu- lega ósiðlegt og skyldi Mavisa greiða 500 króna sekt. ■ Filipus hertogi af Edinborg heldur aldrei af stað i pólóleik fyrr en hann er búinn að slá I hjálminn sinn 7 sinnum! ■ Ómar Sharif klæðist aldrei skyrtum i fjólubláum lit viö spila- borðið. ■ Liza Minnelli tekur með sér par af gömlum skóm hvert sem hún fer. ■ Fæst okkar viljum viður- kenna að viö séum hið minnsta hjátrúarfull. En þó, gætum við okkar ekki á þvI að ganga undir stiga, fyll- umst við ekki óróa ef okkur veröur á að brjóta spegil,er okkur ekki heldur illa við að sitja við borðshorniö o.s.frv.? Það er engin ástæða til að skammast sfn fyrir svona smásérvisku. Við er- um nefnilega alls ekki ein á báti. Ellsabet Bretadrottning gefur alltaf smágjöf f stað. skæranna sem henni eru af- hent við hinar ýmsu opnun- arathafnir sem hún er við- stödd, og maður hennar slær alltaf 7 sinnum á hjálm sinn áður en hann leggur I póló- leik. ómar Sharif situr aldrei að spilum iklæddur fjolu- blárri skyrtu og Sophia Lor- en klæðist aldrei neinu i þeim lit, sem hún segir boða ógæfu og jafnvel dauða. Bo Derek svarar aldrei f sfmann fyrr en hann hefur hringt fjórum sinnum, þar sem 4 er lukku- talan hennar. Liza Minnelli fer aldrei i ferðalag án þess að taka með sér gamla skó, og söngkonan Dana stigur aldrei á svið, án litils tré- trúðs sem hún segir hafa fært sér mikla gæfu. Sagt er að kolamenn séu lukkunnar pamfilar. En heppnin sneri heldur betur bakinu við Dave Smith sem hefur atvinnu af þvi að keyra út kol til viðskiptavina sinna i Nottinghamshire i Bret- landi, cftir að verndargripn- um hans hefur verið stolið. Verndargripurinn var 3 feta há stytta af manni sem var að rogast með kol. Skipti þá engum togum að Dave varð fyrir hverju óhappinu af ööru. Einn vörubillinn hans varö fyrir barðinu á skemmdarvörgum, á öðrum bilaöi kúplingin, i þeim þriðja fóru bremsurnar og sá fjórði brann til kaldra kola eftir að hafa keyrt á strætis- vagnabiðskýli! ÞAjl ERU LiKA HJATRÚARFULL! Flókin erfdamál ■ Allt að 1000 manns hafa nú gert kröfu til arfs eftir bandariska billjóna- mæringinn og sérvitring- inn Howard Hughes. Margir kröfuhafanna halda þvi fram, að hafa verið ástmeyjar hans. Sem að likum lætur er ekki cinfalt mál að greiða' úr þessum frumskógi enda skildi Hughes ekki eftir neina erfðaskrá svo vitað sé. Nú eru 5 ár liðin siðan hafist var handa um að vinna úr kröfunum, en ekki er búist við úrslitum næstu 10 árin nema eitt- hvað óvænt komi i ljós. Kröfuhafar eru af öll- um stærðum og geröum. Meöal þeirra eru breskar húsmæður, kanadiskir eftirlaunaþegar, ástr- alskir bændur og banda- risk lækningastofnun. Gott dæmi er 66 ára ensk ekkja sem hefur lagt sparifé sitt að veði til að færa sönnur á skyldleika sinn við Hughes. Hún seg- ir fjölskyldu sina hafa fengiö reglulega bréf frá Hughes i siðari hcims- styrjöldinni og það hefði ekki gerst nema þessi náni skyldleiki væri raun- verulegur. Er álitiö að ef henni tekst að sanna skyldleikann, geti 75 mill- jónir sterlingspunda fall- ið henni og bróður hennar i skaut. Þegar hafa 21 manns getað fært sönnur á skyldleika við Hughes og hljóta þvi einhvern arf. Fjöldinn allur af konum hefur gefið sig fram og haidið þvi fram að þær hafi veriö giftar Hughes og enn fleiri hafa gefiö sig fram og haldið þvi fram að þeir séu óskilgetin af- kvæmi hans. Er fjöldinn slikur að lögfræðingur einn hefur látið hafa eftir sér, að sé einhver fótur fyrir þessum fullyrðing- um, kippi það fótunum undan þeirri skoðun, að Hughes hafi a.m.k. sið- ustu ár ævi sinnar, verið einsetumaður og ekki sinnt konum. Ein ástæða þess, hve seint gengur að gera arfamálin upp, er sú að máliö er rekið I 5 rikjum ■ Bandariski billjónamæringurinn Howard Hughes lét eftir sig miklar eignir en illa gengur að finna út hver á að fá hvað i arf. Siöustu 5 árin hefur múgur manns unniðaö þvi að fá botn I hverjir séu lögmætir erfingjar og er búist við, að enn lfði 10 ár áður en gengið veröur úr skugga um það. Þeim, sem þegar hafa sannað rétt- mæti sitt, hrýs hugur við og segja skattayfirvöld standa með pálmann I höndunum, þegar loks verði gengiö frá málinu. Bandarikjanna þar sem Hughes átti eignir, og þau eiga mikið I húfi þar sem búast má við, að 50 millj. sterlingspunda falli I skaut hvers þeirra sem erföaskattur ef nauðsyn- legt verður að reka málið fyrir dómstólum. Enn ein ástæða þess, hve flókið málið er er sú, að Hughes sjálfur lét ekki i Ijós neinar óskir um, hvert auöæfi hans skyldu renna eftir hans dag, ef frá er skilið ummæli sem hann viöhafði á blaða- mannafundi á árinu 1972. Sá fundur fór fram i gegnum sima. Þar lét Hughes þau orð falla, að hann vildi láta fé sitt renna til læknisfræðilegra rannsókna. Þvi er það að virt rannsóknastofnun I Florida sem ber nafn hans, gerir kröfur til arfs. Þaö er hreint engin smáupphæð sem um er að tefla. 600 milljónir sterl- ingspunda hefur verið nefnd en ekki er enn fylli- lega Ijóst hversu mikils virði allar eignir Hughes voru.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.