Tíminn - 15.05.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.05.1982, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. maí 1982 Öðru hverju birtast skrif um verðlag á olíuvörum, sem eru bæði villandi og ónákvæm. Menn undrast t.d. að þegar verðlag lækkar á erlendum mörkuðum, skuli það ekki lækka þegar hér innanlands. um kaup á 600 tonnum af kjöti á þessu ári. Þá voru rædd sameiginleg hagsmunamál íslands og Noregs um frjáls viðskipti sjávarafurða innan EFTA og EBE og til Nígeríu. Þótt íslendingar og Norðmenn séu stund- um keppinautar í alþjóðlegum mörkuðum hafa þeir þó sameiginleg- ra hagsmuna að gæta til að tryggja frjáls alþjóðleg viðskipti, þar sem bæði löndin eru mjög háð utanrík- isviðskiptum. Þá var rætt um dagskrármál í EFTA, vegna inngöngu Portúgals og Spánar í EBE. Sérstaklega með tilliti til að tryggja áfram fríverslun við Portúgal og jafnframt fríverslun við Spán. Þá var rætt um hugsanleg olíuvið- skipti í framtíðinni, en við höfum næga olíu annars staðar frá á þessu ári á hagkvæmum verðum og að teknu tilliti til almennra viðskipta- hagsmuna. Öllum dyrum er haldið opnum til lengri framtíðar ef hag- kvæmt þykir. Þá urðu langar umræður um ríkis- styrki Norðmanna til iðnaðar og sjá- varútvegs og skattlagningu þeirra greina. Vegna húsgagnaiðnaðarins létu Norðmenn í té skýrslu að minni beiðni. í henni kemur fram, að útflutning- ur Norðmanna til íslands hefir vaxið úr 6,5 m.N.kr. 1978 í 12.6 m. N.kr. árið 1981. íslenskur útflutningur til Noregs hefir aðeins vaxið úr 0.1 m.kr. í 0.2 m.kr. á sama tíma. f sem stystu máli þá nýtur hús- gagnaiðnaðurinn í Noregi lánafyrir- greiðslu frá Byggðasjóði í afskekkt- um héruðum og á tímabilinu 1978- 1982 hefir verið veitt fé af opinberri hálfu, 5-8 m.N.kr. á ári, til endur- skipulagningar, hagræðingar, mark- aðsleitar erlendis og iðnþjálfunar. Er þetta 5 ára áætlun. Að dómi Norðmanna er um óverulega aðstoð að ræða, þar sem iðnaðurinn verður að greiða háan launaskatt allt að 16,8% mismunandi eftirsvæðum. Þá var ítarlega rætt um stuðning Norðmanna við sjávarútveginn. Hann hefir verið mjög mikill. Nýja ríkisstjómin í Noregi stefnir að því að hver atvinnugrein beri sig án stuðnings. Hefir því verið dregið úr stuðningi við sjávarútveginn. í fyrra var fjárveiting til stuðnings sjávar- útvegs 1.400 m.N.kr. en á þessu ári 962 m.N.kr. Þannig hefir verið dreg- ið úr stuðningi nærri því um 1/3. Öll viðskipti í einu ráðuneyti Að lokum vildi ég segja nokkur orð vegna niðurlags skýrslu utanrík- isráðherra, þarsem starfsmenn utan- ríkisþjónustunnar eru sagðir þeirrar skoðunar að taka þurfi stjórn utan- ríkisviðskiptamála úr höndum við- skiptaráðuneytisins og fela utanrík- isráðuneytinu hana. Þetta er gamalkunnugt mál. Ég er ekkert að lá starfsmönnum utanrík- isráðuneytisins þótt þeir hafi hug á því að færa út kvíarnar. Um brey- tingu á starfssviði sendiráða er hins vegar ekki að ræða, því að þau hafa í áratugi unnið í góðri samvinnu við viðskiptaráðuneytið að þessum málum. í þessum þýðingarmiklu málum má ekki persónulegur metn- aður einstakra starfsmanna ráða ferðinni, heldur einungis það sjón- armið, hvernig verði best unnið að utanríkisviðskipta-málum með hag landsins fyrir augum. í mínum huga er enginn vafi á því, að yfirstjóm utanríkisviðskiptanna eigi að vera í einu ráðuneyti, eins og hún hefur verið hér á landi. Einn þýðingarmesti þáttur utanríkisvið- skipta er stjóm innflutnings-og gjaldeyrismála og þar með fram- kvæmd á gildandi viðskiptasamning- um og þátttaka í fríverslunarsam- starfi innan EFTA og við Efnahags- bandalagið. Þessi mál em mörg ná- tengd starfssviði Scðlabankans og gjhaldeyrisviðskiptabankanna og hafa því af eðlilegum ástæðum verið í höndum viðskiptaráðuneytisins síðan það var stofnað árið 1939. Varla ber að skilja ósk starfsmanna utanríkisráðuneytisins þannig, að þeir vilji einnig leggja þessi mál undir utanríkisráðuneytið, en án þess verður ekki um að ræða neina heilsteypta stjóm viðskiptamála. Ég vil eindregið vara við því, að farið verði inn á þá braut að skipta utan- ríkisviðskiptamálum á milli tveggja ráðuneyta, sem myndu verja miklum tíma og kröftum í að skiptast á bréf- um og jafnvel metast á um starfssvið. Við höfum verið blessunarlega lausir við slíka tvískiptingu, sem hefur ver- ið verulegt stjórnarfarslegt vanda- mál hjá nágrannaþjóðum okkar. Fftir mjög miklar umræður og at- huganir ákváðu bæði Norðmenn og Svíar fyrir nokkrum ámm að fela einu ráðuneyti öll utanríkisvið- skiptamálin. í Noregi er það við- skiptaráðuneytið og í Svíþjóð sam- steypa, sem kölluð er viðskipta-og utanríkisráðuneytin. f báðum þess- um löndum er það viðskiptaráðherr- ann, sem fer með yfirstjórn þessara mála eins og reyndar á sér stað í lang- flestum viðskiptalöndum okkar. Því hefur hvergi verið haldið fram, að núverandi fyrirkomulag, sem byggist á nánu samstarfi viðskipta- ráðuneytisins og sendiráðanna, hafi ekki skilað eðlilegum árangri miðað við það fámenna starfslið, sem að þessum inálum hefur unnið. Utan- ríkisráðuneytið hefur fylgst vel með öllu, sem farið hefur á milli við- skiptaráðuneytisins og sendiráð- anna, og hefur viðskiptaráðuneytið haft ánægjulegt samstarf við utanrík- isráðuneytið. í okkar fámenna stjórnkerfi er mjög auðvelt að vinna saman, þótt um starfsmenn tveggja ráðuneyta sé að ræða. Ég get einnig talað af eigin reynslu, þegar ég dreg í efa, að samstarf innan utanríkis- ráðuneytisins milli varnarmáladeild- ar ráðuneytisins og aðalskrifstofunn- ar sé nokkru nánara heldur en sam- starf utanríkisráðuneytisins og við- skiptadráðuneytisins. Ráðuneyti skiptast á starfsmönnum Hins vegar álít ég, að sá galli se á núverandi skipan, að starfsmenn utanríkisráðuneytisins fái margir hverjir ekki nægilega reynslu af því að vinna sjálfir að viðskiptamálum meðan þeir starfa hér heima. Á þessu má þó ráða bót með því að láta starfsmenn utanríkisráðuneytisins vinna um tíma t.d. 1-2 ár í viðskipt- aráðuneytinu. Þessi hugmynd hefur oft verið rædd, en af hálfu utanríkis- ráðuneytisins hefur því verið borið við, að ekki væri hægt að sjá af nein- um starfsmönnum til viðskiptaráðu- neytisins vegna anna. Nú nýlega hef- ur utanríkisráðuneytinu verið boðið að lána starfsmann í viðskiptaráðun- eytið í stað þess starfsmanna við- skiptaráðuneytisins, sem innan skamms tekur við störfum viðskipt- afulltrúa við sendiráðið í London. Um þriggja ára skeið var einn af starfsmönnum viðskiptaráðuneytis- ins staðsettur í sendiráði íslands í París. Þessi ráðstöfun gafst vel og hefir greitt fyrir viðskiptum á meg- inlandinu. Þessi starfsmaður er nú tekinn við starfi í viðskiptaráðuneyt- inu, reynslunni ríkari. Nú fer annar starfsmaður viðskiptaráðuneytisins til London. Ég og utanríkisráðherra erum sammála um að þessa starfsemi ætti að auka. Ég vil að lokum endurtaka þá ein- dregnu skoðun mína, að stjóm utan- ríkisviðskiptamála verði að vera á einum stað í einu og sama ráðuneyt- inu. Ef sá vilji er fyrir hendi hjáríkis- stjórn og Álþingi að endurskipu- leggja Stjómarráð fslands með því t.d. að fækka ráðuneytunum um helming, tel ég, að það geti vel kom- ið til greina að sameina utanríkis- ráðuneytið og viðskiptaráðuneytið. Annars held ég, að viðskiptahags- munum okkar verði best þjónað með óbreyttri skipan. borgarmál Egill Skúli Ingibergsson i . DaviðOddsson — borgarstjóraefnin i Reykjavik — hvorn vilja Reykvikingar? Reyk- víkingar — hvorn viljið þid? Ihaldspressan ham- ast nú á því dag eftir dag hversu ósvífnir við Framsóknarmenn séum að leyfa okkur að hafa að baráttumáli í kosn- ingunum að Egill Skúli verði áfram borgar- stjóri Reykjavikur. Er það ósvífni að viður- kenna að Egill Skúli haf i staðið sig vel sem borg- arstjóri? Er það ósvífni að bjóða Reykvíkingum upp á það að hæf ur mað- ur haldi áfram með borgina á framfara- braut? Við Framsókn- armenn köllum þetta skynsemi en ekki ó- svífni. Við getum bent á reyndan og viðurkennd- an mann til að stjórna borginni. Það geta Sjálfstæðismenn ekki. Ég skil vel að þeir vilji ekki að gerður sé sam- anburður á borgar- stjóraefnunum tveim. En ég spyr Reykvík- inga. Hvorn viljið þið? Mér finnst rétt að ít- reka það< sem áður hef- ur komið fram. Fram- sóknarmenn ganga ekki til meirihlutasamstarfs, nema að Egill Skúli verði áfram borgar- stjóri. Hinir flokkarnir hafa reynt að gera stefnu Framsóknar- manna, um 20% lækkun fasteignagjalda, tor- tryggilega. Ég vildi gjarnan gera þessum flokkum það Ijóst, svo Ijóst að ekki verði um villst, að Framsóknar- menn gera það að al- gjöru skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi, að fasteignagjöld verði lækkuð. Það er löngu kominn tími til að Reykvíkingar hætti að greiða niður ýmsa þjónustu f yrir alla landsbyggðina. Á ég þar við m>..a. þá fjárhags- legu byrði sem Reykvík- ingar verða að bera vegna Borgarspítalans. Ætli það stæði okkur ekki nær að hjálpa ung- um Reykvíkingum til að komast í eigið húsnæði. Fólksf lótlinn.úrborginni viljum við Framsóknar- menn stöðva með lækk- uðu aðstöðugjaldi. Þess vegna f innst mér það al- veg koma til greina að gefa nýjum fyrirtækj- um, sem bjóða upp á tíu ný störf eða fleiri, eftir gatnagerðargjöld og í sérstökum tilfellum mætti gefa hluta að- stöðugjalds eftir í t.d. eitt til tvö ár. Við eigum einir eða i samvinnu við aðra að gera stórátak í að auka ferðamannastrauminn til borgarinnar. Ég er viss um að það er hægt að stórauka ferða- mannastrauminn jafn- vel tvö- eða þrefalda hann á fáum árum. Allir myndu njóta góðs af. Flugfélög, hótel, veit- ingastaðir, verslanir og fleira og fleira. Að lokum vil ég lýsa eftir stefnuskrá Sjálf- stæðismanna fyrir borg- arstjórnarkosningarn- ar. Annadhvort er hún ekki ti’ eða svo vandlega falin að mér hefur ekki tekist að koma auga á hana. Er þetta einhver laumuleiftursókn? Ver- ið gæti að nýjum kjós- endum þætti f róðlegt að sjá stefnuskrá Sjálf- stæðisf lokksins i íþrótta- og æskulýðsmálum og ef til vill leikur eldri íbúum borgarinnar nokkur for- vitni á að vita hvaða stórátak íhaldið ætlar að gera F málefnum aldr- aðra á ári sem sérstak- lega er helgað þeim. Líklegaster þó að f lestir borgarbúa láti sér stefnuskrárleysi íhalds- ins litlu skipta. Því að borgarbúar ætla alls ekki að koma á íhalds- meirihluta í borginni aftur. Aldrei aftur. Jósteinn Kristjánsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.