Tíminn - 15.05.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.05.1982, Blaðsíða 10
Laugardagur 15. mal 1982 B „Leiður á allri þessari pólitik? Það hafa kannski komið timabil sem ég hef orðið svolltið leiður á þessu, en siðan kemur maður auga á björtu hliðarnar á ný. Um þessar mundir er ég langt frá þvl leiður. Mér finnst gaman að standa i þessari kosningabaráttu og meö mér er komið til starfa margt ungt og efnilegt fólk, sem gaman er aö vinna með og miðla einhverju af þeirri reynslu sem ég hef verið að heyja mér á undanförnum árum og ekki kem- ur af sjálfu sér. Það er kannski kennarinn sem komiö hefur upp I mér” svaraöi Kristján Bene- diktsson, borgarfuUtrúi og borgarráðsmaður þegar við spurðum hvort hann væri ekkert farinn að verða leiður á áratuga stjórnm álaþvargi. Það var nú i vikunni sem við Tlmamenn heimsóttum Kristján i Eikjuvoginn, þar sem hann býr með konu sinni Svanlaugu Ermenreksdóttur. Börn þeirra fjögur —dóttirogþrir synir —eru nú öll uppkomin og flutt að heim- an. Þótt fyrmefnd spurning kæmi upp I hugann, var pólitikin þessa dagana ekki höfuðástæða heim- sóknarinnar til Kristjáns, heldur öllu frekar að forvitnast nokkuð aftur i tí'mann og um ýmislegt sem á dagana hefur drifiö i gegn um tiðina. Þótt Kristján sé enn á besta aldri og i fullu fjöri, þá grunar okkur að hann hafi lifað timana tvenna iýmsum skilningi. Steinn Steinar minnis- stæður — Þótt þd hafir nú veriö borgarfulltrúi I tvo áratugi ert þú — eins og raunar þúsundir ann- arra Reykvlkinga — upprunninn úr sveit? — Ég er kominn Ur sveit, af- skekktri sveit — Saurbænum — langar leiðir um fen og mýrar- flóa. Þetta mun hafa verið skömmu eftir 1950. Þekktist þá varla að ungt fólk færi i mennta- skóla . — Var það slöan mikill fþrótta- áhugi sem olli þvi að leiö þln lá I iþróttakennaraskólann? — Eins og ég sagði þér, var þetta afskekkt sveit og mennta- skólar og allt slikt i órafjarlægð. Menn hugsuöu bara ekki um slikt nám, og þekktist varla að ungt fólk Ur þessum héruðum færi I menntaskóla. Á heilum áratug man ég aðeins eftir fjórum undantekningum, þar af tveim sonarsonum Torfa f Ólafsdal og Friðjóni Þórðarsyni, nú dóms- málaráðherra. Flestir urðu að láta barnaskólann nægja. Að visu fékk ég nokkra kennslu aukalega eftir bamapróf, hjá kennaranum sem var Armann Kr. Einarsson, þá nýUtskrifaður. Ég var þvi orðinn nokkuð full- orðinn þegar ég fór að huga að frekara námi, settist þá i Reyk- holtsskóla. Þaðan fór ég i Iþrótta- kennaraskólann og fór svo að kenna á vegum Ungmennafélags Islands og Iþróttasambands ís- lands, ium tvöár. Þá ferðaðist ég um, kenndi sund á vorin og leik- fimi á veturna, handbolta og fleira. Á marga ktinningja meðal gömlu nemend- anna — Þú lést þetta þó ekki nægja? — Mig langaöi ekki að gera iþróttakennslu aö ævistarfi. Þar sem leiðin i Háskólann var lokuð þeim er ekki hafði stúdentspróf var ekki um margt framhalds- nám að velja annað en Kennara- ■ ,,Ég held að það sé ákaflega mikilvægt að reyna að halda skapinu I jafnvægi. Miklar geðsveiflur fara illa i góðfúslega spurður að þvl hvernig honum tækist að vera alltaf svo rólegur og afslappaður. „HAFÐI STRAX GAMAN Heimsókn til Kristjáns Benediktssonar borgarfulltrúa ■ Kristján Benediktsson hefur veriö formaður Fræösluráös Reykja- víkur s.I. 4 ár. Þessimynd var tekin á fundi Fræðsluráös nýlega og sátu hann allir fræðsluráðsmenn, 7 að tölu, 3 fulltrúar kennarasamtaka, fræðslustjóri og 2 starfsmenn fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Frá vinstri: örlygur Richter, Elin ólafsdóttir, Davið Oddsson, Ragnar Júliusson,Elin Pálmadóttir, Kristján Gunnarsson, Kristján Benedikts- son,Björn Halldórsson, Ragnar Georgsson.Hörður Bergmann, Sigurður Tómasson, Bragi Jósepsson og Haraldur Finnsson. þarsemlangt var tíl Reykjavikur og þurfti m.a.s. að fara langar leiðir til að komast I þorp. En það var gott fólk I þessari sveit. Kannski þó ekki neitt betra en gengur og gerist þvi ég held að fólk hafi verið og sé yfirleitt gott. Úr þessari sveit eru mér t.d. minnisstæð kynni af mönnum eins og Stefáni frá Hvitadal, þ.e. eins og unglingar geta kynnst fullorðnum mönnum. Ég man lika að Jóhannes úr Kötlum var kennari I þessari sveit. Meðal nemenda hans var Steinn Steinarr, sem ólst að nokkru leyti upp á bæ ekki langt frá mér. Eitt vorið vann ég með Steini Steinarr. Faðir minn var að byggja hlöðu og sú gamla, sem var úr torfi og grjóti var rifin, og þurfti að fjarlægja mikla moldar- veggi. Við Steinn unnum að þvi I nokkra daga meö hest og kerru. Steinn hafði alltaf lag á þvi að láta mig fara meö kerruna og losa úr henni og sat þá á meðan. Stundum hafði hann lag á þvi að láta mig moka ikerruna lika, sat þá sjálfurá hnaus og sagöi sögur. Mér er þetta ákaflega minnis- stætt, þvi hann var frábærlega skemmtilegur.Steinn þurfti til að mynda ekki annað en aö sjá fugl á þúfu, þá gat hann f ilósóferað heil- mikið út frá þvi. Hvað fuglinn hugsaði, hvemig honum liði, eða skyldihann hafa áhyggjur af ein- hverju blessaður. Sföar, þegar ég var oröinn full- orðinn og vann nokkur sumur á skurðgröfu varð Steinn Steinarr á vegi mlnum á ný. Hann var þá eitt sumar aðstoðarmaður Páls Hafstað, sem vann hjá Búnaöar- félaginu við að mæla fyrir skurðunum. Mér er það minnis- stættað aöstoöarmaðurinn Steinn var i allt of stórum stigvélum og þurfti að hlaupa með stikuna skólann, sem margir fóru þá i af þeim ástæðum. — Hvernig féll þér svo kennara- starfiö og hvernig gekk þér að lynda við unglingana? — Ég var gagnfræöaskólakenn- ari i rúman áratug, fannst kennslan skemmtileg og gekk ákaflega vel að lynda við nemendurna. Ég hef oft haft gaman af þvi á undanförnum ár- um þegar gamlir nemendur heilsa mér brosandi og segja „manst þú ekki eftír mér”. Ég á marga kunningja meðal gömlu nemendanna. Kennsla er hins vegar erfitt starf og illa launað. t fyrsta sinn sem bíll var notaður til að koma fólki á kjörstað — En hvenær komu svo stjórn- málin I spiliö? Varst þú kannski orðinn stdrpólitlskur strax sem unglingur í sveit? — Fyrstu kosningamar sem ég man eftir voru 1934. Það var i fyrsta sinn sem bill var notaður til að koma fólki á kjörstaö i minni sveit — gamall boddibill. Og ég held aö sumir hafi þdst fylgja flokknum sem hafði umráð yfir bilnum, bara til að fá að sitja i. A þessum árum var faöir minn bændaflokksmaður og fleiri bændur þar i sveitinni, m.a. Torfi I Hvltadal — bróöir Stefáns. Áhuginn varsvo mikill, að nokkr- ir þessara karla lögðu á gæðinga sina um vorið og riöu norður I Strandasýslu tíl að komast á framboðsfund — liklega 4-5 tlma reið hvora leiö — þar sem ræöu- menn voru m.a. Tryggvi Þór- hallsson frá Bændaflokknum og Hermann Jónasson fyrir Fram- sóknarflokkinn. Þetta vor var ég mjög pólitiskur og fylgdi Bænda- flokknum að málum. Siðan hætti ég alveg að hugsa um pólitik, hún hvarflaði ekki að mér um langt árabil. Byrjaði að styðja kvennaframboð Það var svo ekki fyrr en árið 1949, þegar Rannveig Þorsteins- dóttir bauð sig fram til Alþingis- kosninga hér i Reykjavik I fýrsta sinn og Asgeir Bjarnason i Dala- sýslu að ég fékk mikinn áhuga fyrir að koma þeim á þing. — Þannig að þú hefur eiginlega byrjað á að styöja kvennafram- boö? — Vissulega má segja svo. Og það tókst. Upp úr þessu var ég kominn út i pólitikina, fyrst i stjórn SUF og seinna formaöur og siöan lenti ég i þvi að verða for- maöur Fulltrúaráðs Fram- sóknarfélaganna sem ég var ein- mitt 1962. Það ár voru borgar- stjórnarkosningar i Reykjavik. Framsóknarflokkurinn hafði þá átt einn borgarfulltrúa i 12 ár — Þórö Bjömsson, nú rikissaksókn- ara en hann vildi þá hætta. Sem formaöur fulltrúaráösins þurfti ég aö ganga nokkuö fram i þvi að fá mann i 1. sætið sem gekk ekki vel til að byrja með. Þaö endaöi meö þvl að við fengum Einar Ágústsson þá sparisjóösstjóra i Samvinnusparisjóðnum til að fallast á þetta — þótt hann væri heldur tregur til í byrjun og hafi liklega ekki haft pólitisk afskipti i huga— en hann setti þaö skilyrði að ég kæmi með honum i 2. sætiö. Mér datt ekki i hug aö flokkurinn fengi meira en sinn eina fulltrúa og féllstá þetta. En það fór nú svo að við komumst báöir inn. Eimir jafnvel enn eftir af Jónasarstefnunni — Af hverju hcldur þú að Framsóknarflokkurinn hafi svo lengi átt erfitt uppdráttar i Reykjavík? — Ég býst viö að lengi hafi eimt eftir af fyrstu stefnu flokksins — Jónasarstefnunni — sem var lengi framan af sú að flokkurinn ætti ekki að skipta sér af málefn- um þéttbýlisins,það væri svið Al- þýðuflokksins. 1 framkvæmd var stefnan sú að Framsóknar- flokkurinn bauð t.d. ekki fram i alþingiskosningum i kaupstöðum heldur hvattí sina stuðningsmenn til aö kjósa Alþýðuflokkinn. Það markaöi svo m.a. svipmót flokks- ins lengi vel að nálega allir þing- menn hans voru úr dreifbýlinu. Raunverulega varð það ekki fyrr en slitnaði upp úr þessu samstarfi Framsóknar og Alþýðuflokks á fimmta áratugnum að Fram- sóknarflokkurinn fer að stofna flokksfélög og koma sér upp flokkskjarnaíkaupstööum, þegar hinir voru þar með áratuga for- skot að þessu leyti. Þótt mikil breyting hafi þarna orðiö á siðustu tvo áratugina þá held ég jafnvel að eimi svolitið eftir af þessu enn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.