Tíminn - 15.05.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.05.1982, Blaðsíða 8
Laugardagur 15. maí 1982 8 Wwmm Ijóri dagbók Úr nem enda- blaði Langholts- skóla 1982 ■ Ljóra hefur borist Laufblaðið 1982, en það er nemendablað Lang- holtsskóla í Reykjavík. í því eru greinar, Ijóð, skrýtlur og krossgáta og einnig ágrip af sögu Langhoitsskóla, en í ár er skólinn 30 ára. Ljóðið hér á eftir er eftir Berglindi Þorsteins í 9. F.O. og heitir: Skólablús. Ég vakna klukkan 8 Égfer í skólann glöð, með nýju skólatöskuna mína en í barnslegri gleðinni sé ég ekki það rétta að ég œtti að taka með mér fœðið mitt og húsnœðið því að þaðan fer ég ekki út fyrr en œskan og góðu árin verða farin nema verða tröðkuð undir af almúganum og vinnuveitandinn segir: Þúfœrð ekki vinnu. Þig vantar stúdentspróf þér var nœr að halda áfram og ég í mínu atvinnuleysi eyði bestu árum ellinnar í öldungadeildinni. Og svo var það Trommarinn, sem sló í gegn og gítarleikarinn, sem tók alltafl sama streng og hljómsveitarstjórinn, sem var ber á milli laga og flugmaðurinn, sem var í sjöunda himni og sundkennarinn, sem hrökk í kút og kvartmílugœinn, sem spólaði alltaf í sama farinu og Siggi, sem alltaf var í essinu sínu og úrsmiðurinn, sem stillti sig ekki og teppaleggjarinn, sem hélt sig ekki á mottunni og gullgrafarinn, sem lét allt sitja á hakanum og presturinn, sem át brauðið sitt og múrarinn, sem var svo múraður og járnsmiðurinn, sem var stáilsleginn og bókhaldarinn, sem missti bók og trésmiðurinn, sem hitti naglann á höfuðið og kokkurinn, sem datt í lukkupottinn og sundkappinn, sem botnaði ekki í neinu. Hvað liggur í stiganum? ■Strikið á milii talnanna og þá kemur í ljós, hvað hefur verið skilið eftir í stiganum. Umsjón Anna Kristín Brynjúlfsdóttir fermingar ■ Fermingar i Saurbæjarpresta- kalli á Hvalfjaröarströnd voriö 1982. Prestur séra Jón Einarsson, prófastur. Leirárkirkja. Ferming sunnudaginn 16. mal kl. 14. Fermingarbörn: Ragnheiöur Kristinsdóttir, Leirá. Andrés Ólafur Kjerúlf, Viöigrund 3, Akranesi. Pétur Þór Hall Guömundss. Höfn. tónleikar Vortónleikar Tónlistar- skólans á Akureyri: ■ A laug ard. veröa tónleikar i Borgarbiói kl.17,00 þar sem nem- endur i efri stigum tónlistarnáms flytja tónverk. Sjö nemendur koma fram þar af tveir nemendur sem nú ljúka 8. stigi i hljóöfæra- leik, Hulda Fjóla Hilmarsdóttir á fiölu og Gyöa Þ. Halldórsdóttir á pianó, en Gyöa leikur einnig 6. stigsprófi i söng og syngur jafn- framt á tónleikunum. A sunnud. veröa svo haldnir kammertónleikar á sal Mennta- skólans sem eru um leiö 7. vor- tónleikar tónlistarskólans og hefjast þeir kl.17.00. Aögangur aö báöum tónleikunum er ókeypis. Tónlistarskólanum á Akureyri veröur slitiö i Borgarbiói á upp- stigningardag, 20. mai kl.17.00 Þrír kórar syngja í Háteigskirkju ■ A tónleikum sem haldnir veröa 1 Háteigskirkju á sunnu- daginn (16. mai) kl. 15.30 koma fram þrir kórar: Barnakór Akra- ness stj. Jón Karl Einarsson, Kór Kársnesskóla stj. Þórunn Björns- dóttir og Skólakór Seltjarnarness stj. Hlin Torfadóttir. Marteinn H. Friöriksson leikur meö á orgel. Flytjendur munu samtals vera um 120. Á efnisskránni eru ma. verk eftir Pergólesi, Mozart, Mendelsohn og Brahms. Tónleikar hjá Tónlistarskóla Kópavogs ■ Þórunn Guömundsdóttir, þverflautuleikari heldur tónleika i sal Tónlistarskóla Kópavogs, aö Hamraborg 11, 3. hæö, þriöjudag- inn 18. mai kl. 20.30. Undirleik annast Guöriöur St. Siguröardótt- ir. Þórunn er aö ljúka burtfarar- prófi viö Tónlistarskóla Kópa- vogs. Kennari hennar er Bernard Wilkinson. A efnisskránni eru verk eftir C.Ph.E. Bach, Francis Poulenc, Albert Roussel og Bohuslav Martinu. tilkynningar Lotning fyrir lifi ■ Hinn árlegi bænadagur • kirkjunnar er á sunnudaginn kemur 5. sunnudag eftir páska. Textar þess dags fjalla einmitt um bænina og iökun hennar. Biskup Islands herra Pétur Sigurgeirsson hefur sent bréf til safnaöa landsins og hvetur til þess aö bænarefniö I ár veröi: Lotning fyrir lifi Er þess vænst aö bænastund veröi i öllum kirkjum landsins og stýri leikmenn athöfn þar sem prestar þjóna mörgum kirkjum og komst ekki til þeirra allra á bænadaginn. Útgáfan Skálholt hefur gefiö út litinn bækling til nota viö bæna- stundir og messur á þessum degi. Vorkappreiöar Fáks ■ Vorkappreiöar Fáks veröa haldnar laugardaginn 15. mai aö Viöivöllum og hefjast þær kl. 14.30. Þetta veröa fyrstu kapp- reiöar ársins og er fjöldi keppnis- hesta nokkuö á annaö hundraö. Eins og kunnugt er veröur Lands- mót hestamanna I sumar. Eins og ævinlega þegar stór mót eru framundan þá er mikil eftirvænt- ing meöal hestamanna aö fylgjast meö einstökum keppnisgreinum. Reynt er aö geta sér til hverjir séu liklegastir til aö blanda sér i baráttuna um toppinn á Lands- móti. Af skráningum er ljóst að ■ Fyrstu vikuna I mai gengust bandarisku Crhysler-verksmiöjurnar fyrir tækninámskeiöi hér á landi fyrir bifvélavirkja sem vinna viö viö- geröir á Chrysler Dodge og Plymouth bilum. Meðal efnis á námskeiö- inu var kynning á ýmsum tækninýjungum sem brátt birtast I bilum framleiddum af Chrysler^þar má m.a. geta þess aö stefnt er aö þvf á næsta ári hverfi t.d. blöndungar af vélum og i staö þeirra kemur tölvu- stýrö innspýting eldsneytis en þessi breyting er ein af fjölmörgum sem miöa aö þvi aö draga úr eldsneytisnotkun Chrysler-bila. Hér á þessari mynd má sjá bifvélavirkja hjá Vökli hf. I Reykjavik og Skálafelli hf. á Akurcyri á námskeiöinu, ásamt Herb Renck tæknifræöingi frá Chrysl- er i Detroit og Paul Clip þjónustustjóra Chrysler I Evrópu. óvenju mikiö er af nýjum hestum i flestum keppnisgreinum. I hverri grein má þó þekkja nöfn margra þeirra sem helst komu viö sögu s.l. sumar. Hvorki Skjóni né Fannar munu þó mæta til leiks i skeiöinu og er efalaust aö úrslita þar veröur beöiö meö mestri spennu. Til aö auka á spennuna veröur veöbanki Fáks starfrækt- ur að venju. Þá veröur forvitni- legt aö sjá hvernig nýjum knöp- um reiðir af, þvi meö samþykkt siöasta ársþings L.H. hækkuöu aldursmörk þeirra i 16 ár og eru þar meö flestir helstu knapar kappreiöahrossa frá siöasta ári úr leik. Menningar- og framfara- sjóður Ludvigs Storr ■ Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Menningar- og fram-. farasjóöi Ludvig Storr fyrir áriö' 1982. Sjóöurinn var formlega stofnaður áriö 1979, en tilgangur hans er eins og stendur i skipu- lagsskrá: ,,Að stuöla aö framför- um á sviöi jaröefnafræöa bygg- ingariðnaðar og skipasmiöa meö þvi að styrkja visindamenn á sviöi jarðefnafræöa .verkfræö- inga, arkitekta, tæknifræöinga og iönaöarmenn til framhaldsnáms svo og aö veita styrki til rann- sókna á hagnýtum úrlausnarefn- um i þessum greinum.” Um- sóknareyöublöð fást á skrifstofu Háskólans og ber að skila um- sóknum fyrir 10. júni. Háskólafyrirlestur ■ Danski sagnfræöingurinn og skjalavörðurinn Harald Jorgen- sen flytur fyrirlestur I boöi heim- spekideildar Háskóla tslands þriöjudaginn 18. mai 1982 kl. 17.15 i stofu 423 i Árnagaröi. Fyrir- lesturinn nefnist: „A.D. Jórgen- sens berömte værk: 40 fortælling- er af fædrelandets historie”,og er hann fluttur á dönsku. öllum er heimill aögangur. Harald JÓrgensen var til skamms tima landsskjalavöröur i Landsarkivet for Sjælland, og hann kemur hingaö til lands sem ráöunautur menntamálaráöu- neytisins um skjalavörslu. En hann hefur einnig skrifað og gefiö út fjölmargt um danska sögu. 1 þetta sinn hefur hann kosið aö tala um bók afa slns A.D. Jíirgen- sen.en sú bók mun hafa orðið einna vinsælust allra danskra sagnfræöirita sem út hafa komiö. Hún er hundraö ára i ár, kom út i áttundu útgáfu I fyrra og hafði þá komiö út i 60.000 eintökum alls. „Grasrótartengsl" — maí-mót. ■ Sunnudaginn 16. mai verða haldin mai-mót Samhygöar. Mót þessi eru haldin fjórum sinnum á ári og eru oröin fastur liður i starfsemi hreyfingarinnar. Til- gangurinn meö þeim er aö efla mannleg tengsl og kynna starf og markmið Samhygðar. Raunveruleg mannleg tengsl eru algjör forsenda þess aö hægt sé aö bæta þjóðfélagsástandiöi þess vegna vinna hópar Sam- hygöar aö þvi aö mynda net „Grasrótartengsla” hver i sinu hverfi, meðal nágranna, vina, fjölskyldu og vinnufélaga. Ýmislegt verður til skemmtun- ar og fróöleiks á mótunum, leik- rit, ljóö, söngur og fl. og veröa þau haldin á eftirtöldum stööum: Samhygöarhúsiö v/Flata- hraun, Hafnarfiröi kl. 16.00, Djúpiö, Hafnarstræti 15 kl. 15.30. Skipholti 70 kl. 16.00. Freyjugötu 27 kl. 16.00, Djúpiö Hafnarstræti 15 kl. 20.30, Siöumúla 11 kl. 16.00, Þróttheimum v/Holtaveg kl. 16.00. Ollum er boöin þátttaka. skemmtanir Grænlenskur vísna- söngvari í Norræna húsinu ■ Hingaö er kominn góöur gest- ur frá Grænlandi. Það er visna- söngvarinn og lagasmiöurinn Peter O. Petersen frá Nuuk og kemur hann fram i Norræna hús- inu fimmtudaginn 13. mai kl. 20:30og lýkur þar með þáttunum um Grænland, sem hafa verið i hverri viku frá 30. jan. i Norræna húsinu. Peter O. Petersen er 37 ára gamall og er útlærður smiöur, en hefur lært á ýmis hljóöfæri i fri- stundum sinum og samið lög og ljóö. Hann hefur spilaö meö hljómsveitinni „The Eskimos” og gefiö út 2 litlar hljómplötur. Hann hefur oft komið fram I útvarpi og sjónvarpi, bæöi meö eigin lög og texta, en einnig syngur hann grænlensk þjóölög. Þá hefur hann verið meö dagskrár fyrir börn i sjónvarpinu. Hann vinnur nú aö hljómplötu sem er væntanleg i haust. Dag- skráin I Norræna húsinu verður um klukkutima löng, og ætlar Peter O. Petersen aö flytja frum- samið efni, lög og ljóö og græn- lenska söngva. fundah\>ld Stofnfundur Félags neytenda í Reykjavík og nágrenni ■ Neytendasamtökin boöa til stofnfundar félags neytenda i Reykjavík og nágrenni þriöju- daginn 18. mai n.k. kl. 20.30 á Hótel Esju. Á aöalfundi samtakanna sem haldinn var 17. april s.l. voru samþykkt ný lög fyrir samtökin sem fólu i sér verulegar skipu- lagsbreytingar á samtökunum. Neytendasamtökin uröu meö þessum breytingum landssamtök en gert var ráö fyrir aö sérstakt félag neytenda i Reykjavik og ná- grenni yröi stofnaö viö fyrsta tækifæri. 1 samræmi viö þaö er nú boöað til stofnfundar félagsins þ. 18. mai n.k. kl. 20.30 eins og áður segir. Aö stofnfundi loknum verður almennur umræöufundur um efn- iö: Hvaö er framundan I verö- lagsmálum, leiöir frjáls verö- lagning til lækkaös vöruverös? Framsögumenn veröa alþingis- mennirnir, Friörik Sóphusson og Ólafur R. Grimsson. Aö loknum fra msöguerindunum veröa frjálsar umræöur og fyrirspurnir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.