Tíminn - 15.05.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.05.1982, Blaðsíða 5
Laugardagur 15. mai 1982 5 ■ Yfirmenn grisk-kaþólsku kirkjunnar i Sovétrikjunum taka á móti Billy Graham á flugvellinum i Moskvu, Billy Graham er lengst til hægri. Billy Graham heimsækir Rússa Honum var vel tekid að þessu sinni ■ FYRIR 23 árum fór hinn heims- kunni ameriski predikari, Billy Graham, til Sovétrikjanna sem venjulegur ferðamaöur. Rússar létust þá ekki veita ferðalagi hans neina eftirtekt, enda þótt þeir telji það oftast sögulegan atburð, þeg- ar frægir menn sækja þá heim. Að þessu sinni létu þeir eins og um hversdagslegan ferðalang væri að ræða. Það var skýringin á þessari af- stöðu þeirra, að Billy Graham hafði deilt hart á kommúnismann i predikunum sinum og talið hann ósamrýmanlegan kristni og kirkju. Margir andkommúnistar gerðu sér dátt við Billy Graham á þessum tima. Billy > Graham heimsótti Moskvu i annað sinn um siðustu helgi. Nú var honum tekið með kostum og kynjum. Einn af æðstu biskupum grisk-kaþólsku kirkj- unnar i Sovétrlkjunum tók á móti honum á flugvellinum i Moskvu, ásamt ýmsum kirkjuleiðtogum öðrum. Siðar fékk Graham tæki- færitilað ræða við ýmsa nánustu samverkamenn Brósnjef. Erindi Graham til Sovétrikj- anna að þessu sinni var að sækja fund ýmissa kirkjuleiðtoga, sem voru komnir viða að. Tilefni fund- arins var að ræða um baráttu kirkjunnar gegn kjarnavopnum. Billy Graham hefur tekið mjög virkan þátt í þeirri baráttu i Bandarikjunum. Ýmsir áhrifamiklir ménn I stjórn Bandarikjanna, m.a. Bush varaforseti, reyndu að telja Billy Graham hughvarf og fá hann tíl að hætta við ferðina til Moskvu. Billy Graham sat samt viö sinn keip. Hann geröi grein fyrir þvi áður en hann fór frá Bandarikjunum, að hann teldi það ekki fyrst og fremst pólitiskt mál að berjast gegn kjarnavopnum, heldur ekki siður siöferðilegt og trúarlegt málefni. Stjórnmálamenn hafa reynt að stöðva kjarnavopna- kapphlaupið siðan þau komu fyrst til sögu. Þeim hefur ekki tekizt það. Það er kominn timi til þess fyrir kirkjunnar menn að leggja hönd á plóginn. Ég er fæddur og uppalinn i Bandarikjunum, sagði Graham enn fremur, og er trúr bandarisk- ur þegn. En ég tel mig einnig heyra til hinu alþjóðlega samfé- lagi, og er þvi ekki aðeins ábyrg- ur gagnvart einni þjóö, heldur öllu mannkyninu. BILLY Graham tók ekki aðeins þátt i umræddri ráðstefnu, heldur flutti predikanir i tveimur rúss- neskum kirkjum á sunnudaginn var. Fyrst flutti hann predikun i baptisku kirkjunni I Moskvu. Um 1000 áheyrendur voru i kirkjunni og var hún raunar meira en full- skipuð. Aðgöngumiða þurfti til að komast i' kirkjuna og hlusta á Graham, enda var óttast, að að- sókn yrði ella meiri en húsrúm leyfði. Nokkrir útlendingar voru i kirkjunni, auk leynilögreglu. Mikill meirihluti kirkjugesta var þó rússneskur. Sumir þeirra höfðu komið frá fjarlægum hér- uðum i Sovétrikjunum, m.a. frá Uzbekistan, Ukrainu, Eistlandi og Siberiu. Þeir höfðu heyrt sagt frá þvi I útsendingum brezka út- varpsins, aðBilly Graham myndi predika i Moskvu tiltekinn dag. Ekkert hafði hins vegar verið til- kynnt um það I rússneskum fjöl- miðlum. Talið er aö um hálf miiljón baptista sé i Sovétrikjunum. Allstór hópur, eða nokkur hundruð manns hafði safnazt saman við kirkjuna, áður en Biily Graham kom, og hóf að syngja sálma. Söngnum var haldið áfram meðan á predikuninni stóð og raunar lengur. Lögreglan lét þetta afskiptalaust, þótt hún sé vön að dreifa slikum hópum. 1 predikun sinni gætti Billy Graham þess að deila ekki á stjómskipulag Sovétrikjanna eða afstöðu þeirra til trúarbragða, en túlkaði eigi að siöur ákveðið kenningar Krists og kirkjunnar. Ræða hans var jafnóöum þýdd á rússnesku og þótti það takast vel. Að lokinni predikuninni i bapt- istakirkjunni fór Billy Graham til einnar aðalkirkju grisk-kaþólsku kirkjunnar i Moskvu og flutti þar predikun að viðstöddum ýmsum helztu yfirmönnum hennar og er- lendum trúarleiðtogum, sem ásamt Billy Graham sóttu áður- nefnda ráðstefnu. Pimen, erki- biskup frá Minsk, þakkaði Billy Graham ræðuna og fór jafnframt lofsamlegum orðum um hann sem frábæran predikara. BILLY Graham þakkaði erki- biskupnum fyrir orð hans og lét að lokum ummælt á þessa leið: Ég vil minna ykkur á, að á þessum árstima fyrir 37 árum börðust Rússar og Bandarikja- menn hlið við hlið gegn sameigin- legum óvini, nasismanum. Við eigum I dag sameiginlegan óvin, þar sem er hættan á kjarnorku- styrjöld. Lfklegt þykir, aö Billy Graham hafi i viðræðum sinum við rúss- neska stjórnmálamenn talað máli sex RUssa, sem fyrir fjórum ár- um settust að i' bandarlska sendi- ráðinu eftir að þeir hefðu beðið um að mega yfirgefa Sovétrikin af trúarástæðum en fengið synj- un. Ekkert hefur Billy Graham látið uppi um þetta opinberlega, enda myndi það ekki greiða fyrir beiðninni. Billy Graham hefur látið vel af gestrisni og móttökum Rússa. Hægri menn i Bandarikjunum, sem hafa dáð Billy Graham ára- tugum saman, sýna honum ekki sömu aðdáun og áður siðan hann hóf þátttökuna i baráttunni gegn kjarnavopnum. Hins vegar hefur alit hans aukizt hjá frjálslyndari mönnum, sem áður höfðu frekar horn i sfðu hans. Afstaða hans nú þykir staðfesta, að hann stjómast af sannfæringu og trú en ekki af löngun eftir vinsældum, eins og oft hefur verið haldið fram um hann. Billy Graham er 63 ára að aldri og hefur aldurinn ekki dregið úr áhrifum hans sem predikara. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar O/m TUIVGSRAM Lágspenntar Ijósaperur 12 - 24 - 36 volta fyrirliggjandi Pantanir á lágspenntum ljósaperum fyrir haustið óskast sem fyrst. Raftækjaverslun íslands h.f. Ægisgötu 7 — simar 17975/75 Rvk. Rafvirkja vantar til starfa hjá Rafveitu Borgarness. Upplýsingar gefur Rafveitustjóri i sima 93-7292 _ . .. _ Rafveita Borgarness Ferðamenn ath. að öllu forfallalausu er heimilt að tjalda i Þjóðgarðinum á Þingvöllum frá 1. júni Þjóðgarðsvörður Frá skólunum f Mosfellssveit Innritun nýrra nemenda skólaárið 1982- 1983 fer fram i skólanum mánudaginn 17. mai og þriðjudaginn 18. mai n.k. kl. 9-12. Simar Varmárskóla (6-12 ára) 66154, 66267 Simi gagnfræðaskólans (13-15) 66186 Ariðandi er að foreldrar sem hyggjast flytjast i skólahverfið fyrir næsta haust láti skrá börn sin i skólanum. Skólastjóri Kælitækjaþjónustan Reykjavíkurvcgi 62, Hafnarfirði, sími 54860. Önnumst alls konar nýsmíði. Tökum að okkur viðgerðir á: kæliskápum, frystikistum og öðrum kælitækjum. Fljót og góð þjónusta. Sendum I póstkröfu um land allt Land-Rover eigendur Nýkomið á mjög hagstæðu verði: Öxlar framan og aftan Öxulflansar Hjöruliðskrossar Girkassaöxlar Girkassahjól Fjaðrafóðringar Hraðamælisbarkar Hurðarskrár stýrisendar spindlasett kúplingspressur kúplingsdiskar og margt f leira Lokað verður frá 18/5-6/6 Póstsendum. Bílhlutir h/f Suðurlandsbraut 24 — Reykiavik ,S.38365.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.