Tíminn - 15.05.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.05.1982, Blaðsíða 1
Viðtal við frambjöðendurc Kristján Benediktsson -bls. 10 Blað 1 Tvö blöd í Helgin 15.—16. maí 1982 109. tölublaö —66 árg. ¦ Síöumúla 15— Pósthólf 370 Reykj»vík— Ritstjórn 86300-Auglýsingar 18300 - Afgreiðsl S300-Kvöldsimar 86387 0 Hvorn viltu? — bls. 7 „Hreint ævintýri" -bls. 12-13 Billy í Moskvu — bls. 5 SÓKN SAMDI UM 4-5% MEÐALTALSKAUPHÆKKUN íminn er til 1. maí á næsta ári ¦ Alltfrá 1% til 10% launahækk- un höfðu Sóknarfélagar upp úr krafsinu, eftir þvi sem Tíminn hefur hlerað, en meöalhækkunin mun liggja einhversstaðar á bil- inu f rá 4% til 5%. Samningarnir munu vera nokkuð óvenjulegir að þvi leyti að aðallega var samið um mikla umturnun i flokkaskipuninni, þannig að mest áhersla var lögð á að jafna bilið á milli Sóknarmanna og annarra launþega, sem vinna sambærileg störf. Samningar tókust um há- degisbilið í gær á milli Starfs- mannafélagsins Sóknar og við- semjenda þess, eftir stanslaus- an fund frá þvi klukkan 15 daginn áður. Samkomulagið verður borið undir atkvæði félagsmanna i Sókn á manudag- inn kemur. Samningsaðilár viídu ekki tjá sig um efni samkomulagsins i gær, en Björg Þorleifsdóttir hjá Sókn sagði að árangurinn væri þolanlegur og áfangar hefðu náöst fyrir jímsa, þar sem erfið- lega hefði gengið að semja um áður. Talið er sennilegt að Sóknar- félagar verði almennt ánægðir með samkomulagið, þvi þar séu leyst ýms mál sem lengi hafa brunnið á mönnum, svo sem Kleppsdeilan. Samningurinn sem nú var gerður gildir til 1. mai 1983. SV ¦ Merinámyndinni virðisthorfa heldur sorgmæddum augum á auglýsingaskiltið og lái henni hver sem vill. Annars voruhrossin stödd á Lækjartorgi i gær af þvi tilefni a&Fákskonur seidu vegfarendum þar happdrættismiða. Tlmamynd: Ella. Lán til bústof nskaupa misnotad: LÁNTAKANDA GERT AÐ ENDURGREIÐA LANIÐ ¦ ,,Það segir sig sjálft að þetta lán er fallið I gjaiddaga, og þar með endurkræft," sagði Stefán Pálsson, framkvæmdastjóri Stofnlánadeildar landbúnaðar- ins I gær, þegar blaðamaður Timans spurði hann hvað yrði gert I máli bónda eins I Austur- Húnavatnssýslu, sem I fyrra fékklán Ur sjóðnum til bústofns- kaupa, alls krónur 84.480, en nýtti siðan ekki krónu af þessu láni til fjárkaupa. Til þess aö fá lán úr Stofn- lánasjóði til kaupa á bústofni þarf að leggja fram vottorð undirritað af hreppstjóra um að viökomandi hafi ábúð á jörðinni og i öðru lagi vottorð undirritað af hreppstjóra og oddvita um að kaupin á bústofninum hafi farið fram. Hreppstjórinn og oddvitinn undirrituðu vottorðið um kaupin i þeirri trú að þau hefðu farið fram, en um það höfðu bæði kaupandi og seljandi fullvissað þá. Siðastliðið haust, þegar féð kom af fjalli, samdist hins vegar ekki með kaupanda og seíjanda, þar sem kaupandi vildi ekki greiöa fullt gangverð kindanna, og varð þvi ekki af kaupunum. Kaupandinn mun siðan hafa nýtt þessa fjármuni til annarra hluta en kaupa á bú- stofni, en eins og kemur fram i máli Stefáns hér að framan þá mun sjóðurinn nú vera með ráðstafanir i undirbúningi til þess að fá kaupandann til að endurgreiða lánið. —AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.