Tíminn - 15.05.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.05.1982, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 15. maí 1982 Utqefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreióslustjóri: Sigurður Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarf ulltrui: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tim- ans: lllugi Jókulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir. Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friörik Indrióason, Heiöur Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjórnsson. Ljósmyndir. Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Sióumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: 86387, 86392. — Veró i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Askriftargjald á mánuði: kr. 110.00. — Prentun: Blaðaprent hf. Ekki gtundroðastjóm Davíðs og Alberts ■ Blöð Sjálfstæðisflokksins eru aftur farin að syngja gamla sönginn um glundroða og upp- lausn, ef Sjálfstæðisflokkurinn fær ekki meiri- hluta i borgarstjórn Reykjavikur. Blöðin reyna að færa það fram til sönnunar, að fulltrúar and- stöðuflokka Sjálfstæðisflokksins hafi verið ósam- mála um sitthvað á sjónvarpsfundinum. Það er vissulega rétt, að andstöðuflokkar Sjálf- stæðisflokksins greinir á um margt. Mikill munur er t.d. á viðhorfi Framsóknarflokksins og Al- þýðubandalagsins á mörgum sviðum. I samstarfi slikra flokka verður þvi að leggja ýmis sér- sjónarmið til hliðar. Þetta hefur tekizt i stjórn Reykjavikurborgar á þvi kjörtimabili, sem nú er að ljúka. Samvinna Framsóknarflokks, Alþýðú- flokks og Alþýðubandalags i borgarstjórn og nefndum borgarinnar hefur hnekkt til fulls þeirri glundroðakenningu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hampaði með verulegum árangri áður fyrr. Annars er gott, að málgögn Sjálfstæðisflokks- ins skuli minnast á glundroða. Það óhapp getur gerzt, að mikill glundroði verði i borgarstjórn Reykjavikur á næsta kjörtimabili. Frá þvi fyrsta, að þeir Davið Oddsson og Albert Guðmundsson áttu sæti saman i borgarstjórn, hefur verið mikið og vaxandi ósamkomulag milli þeirra. Davið leit strax á Albert sem keppinaut og hugðist koma honum fljótt á kné, m.a. i sam- bandi við Ármannsfellsmálið svonefnda. Siðan hefur ósamkomulag þeirra stöðugt vaxið og hefur aldrei verið meira áberandi en á þessu kjörtima- bili. Mestu árekstrarnir i borgarráði hafa verið milli þeirra. Nú þegar kosningarnar nálgast reyna Sjálf- stæðismenn að breiða yfir þetta og Albert er fenginn til að gefa stuðningsyfirlýsingu við Davið. Kunnugir vita, að þetta er ekkert að marka. Eftir kosningarnar munu deilur þeirra Daviðs og Alberts hefjast aftur. Báðir mennirnir eru það ráðrikir og sérlundaðir, að þar verða ekki neinar sættir. Stjórn borgarmálanna myndi ein- kennast öðru fremur af ósamkomulagi þeirra, ef það slys henti, að Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta i borgarstjórn. Slika glundroðastjórn verða reykviskir kjós- endur að útiloka með þvi að fela Sjálfstæðis- flokknum ekki völdin i borgarstjórninni. Mikilvæg tengsli ■ Lokið er opinberri heimsókn Gunnars Thorodd- sen forsætisráðherra til Vestur-Þýzkalands i boði Helmuts Schmidt kanslara. Heimsóknin tókst vel, eins og vænta mátti. íslendingar hafa löngum átt góð skipti við Þjóðverja á sviði menningar og viðskipta. ís- lendingar hafa jafnan metið mikils menningu Þjóðverja, dugnað og verkhyggni. Margir ís- lendingar hafa sótt menntun sina til Þýzkalands og íslendingar þannig lært margt af Þjóðverjum. Það er von íslendinga að jafnan megi haldast góð sambúð með þeim og Þjóðverjum. Þýska- landsför islenzka forsætisráðherrans hefur styrkt tengsli þjóðanna. Þ.Þ. á vettvangi dagsins Fylgst er með að við stöndum við gerða samninga — sagði Tómas Árnason f yfirliti um utanríkisviðskiptin ■ í umræðum á Alþingi um skýrslu um utanríkismál flutti Tómas Árna- son viðskiptaráðherra ræðu og gaf yfirlit um utanríkisviðskiptin og horfur á því sviði. Meginhluti ræðu hans fer hér á eftir. Nú eru liðin rúm 2 ár síðan ég tók við starfi viðskiptaráðherra. Ég tel mig geta fullyrt, að á þessum tíma hafi utanríkisviðskipti okkar yfirleitt verið hagstæð, þrátt fyrir mikla efna- hagserfiðleika í viðskiptalöndum okkar og hækkun á olíuverði. Út- flutningsframleiðslan hefur verið mikil og sala á helstu afurðum okkar hefur yfirleitt gengið vel. Þó voru er- fiðleikar á sölu grásleppuhrogna í fyrra og einnig nýttist ekki til full- nustu sá síldarafli, sem hefði mátt veiða, vegna ónógra sölumöguieika á því verði, sem hægt var að fá fyrir síldina. Erfiðleikar á sölu gráslepp- uhrogna stafa bæði af óvanalega mikilli framleiðslu tvö síðustu árin og einnig að lágmarksverð voru ák- veðin í dollurum, en gengi dollarans hækkaði mikið í gjaldmiðlum mark- aðslandanna, Danmörku og Þýska- landi. Það er vissulega til alvarlegrar íhugunar, þegar ekki tekst að selja saltsíld til hefðbundinna markaðs- landa, vegna tilkostnaðar við að framleiða síldina hér heima. Það er mikil síld í sjónum en verðbólgan veldur því að við getum ekki fram- leitt hana á því markaðsverði, sem hægt er að fá fyrir hana. Verðbólgan er það mikill skaðvaldur fyrir efn- ahagslífið og framvindu efnahags- mála og þar af leiðandi fyrir lífskjör- in í landinu. í fyrra gætti einnig söl- utregðu og verðlækkunar á áli og járnblendi, vegna efnahagserfið- leika viðskiptalandanna. Hækkun Bandaríkjadollars á síð- asta ári samanborið við Evrópu- gjaldmiðla hefir haft taísverð áhrif á utanríkisviðskiptin. Þjóðhagslega er það hagstætt fyrir okkur fslendinga að Bandaríkjadoliarinn styrkist, því að mikill hluti útflutningsins er reiknaður í dollurum. Hins vegar mun þessi gengisþróun hafa dregið nokkuð úr sölu á íslenskum afurðum til Vestur-Evrópu, en jafnframt hafði hún í för með sér örvandi áhrif á innflutning þaðan. Við þessar að- stæður, þegar tekjur landsmanna hækkuðu miklu meira heldur en er- lent verðlag, var ekki við öðru að búast, en að innflutningur myndi aukast mikið, eins og átti sér stað á síðasta ársfjórðungi síðasta árs.Þessi röskun á gengi helstu gjaldmiðlanna kom nokkru róti á viðskiptin og er ekki enn séð fyrir afleiðingunum. Þessi þróun mála hefir t.d. haft býsna alvarlegar afleiðingar á sam- keppnis-og útflutningsiðnað okkar og valdið erfiðleikum. Frjáls viðskipti mikið hagsmunamál Fyrir þjóð, sem er jafn háð utanrík- isviðskiptum eins og við íslendingar, eru frjáls alþjóðaviðskipti mikið hagsmunamál. Mér er ekki kunnugt um að viðskiptahömlur í markað- slöndunum hafi að neinu marki tor- veldað sölu á framleiðsluvörum okkar. Innflutningur á skreið til Níg- eríu var frjáls allt árið, en hafði áður verið háður miklum takmörkunum. Nú nýlega hafa yfirvöld lagt hömlur á skreiðarviðskiptin og veldur það mikilli óvissu um sölu á skreið á þessu ári. Fyrir utanríkisviðskipti okkar skiptir fríverslunarsamstarf Evrópulanda mjög miklu máli. Með aðild fslands að EFTA og fríverslun- arsamningi við Efnahagsbandalagið er tryggður opinn markaður fyrir flestar útflutningsvörur okkar í 16 Evrópuiöndum. Tollar hafa verið felldir niður á flestum útflutningsaf- urðum okkar í þessum löndum. Hef- ur það í reynd þýtt verulega hækkun á skilaverði til útflytjenda. Þau toll- fríðindi, sem við höfum þannig orðið aðnjótandi í aðildarríkjum EFTA og Efnahagsbandalagsins, hafa, miðað við útflutninginn í fyrra, verið metin á 184 milljón krónur. Það vill stund- um gleymast, hversu mikinn hag við höfum af þessu samstarfi, því að það þykir miklu síður fréttnæmt sem vel er gert og ber árangur, heldur en um- kvartanir þeirra, sem telja sig verða fyrir óhagræði af þeim viðskipta- samningum, sem gerðir eru. Okkar hagur af þessu samstarfi er samt ótvíræður og við verðum að reyna að komast hjá að gera ráðstafanir, sem geta veikt þetta samstarf. Við erum ekki einir í heiminum og þótt litlir séum er fylgst með því, að staðið sé við gerða samninga. Við ætlumst auðvitað til þess að aðrir geri slíkt hið sama. V öruskiptajöfn- uðurinn Ég sagði í upphafi, að utanrík- isviðskiptin hefðu yfirleitt verið okk- ur hagstæð, en samt er ekki hægt að loka augunum fyrir þeirri staðreynd, að vöruskiptajöfnuðurinn á síðasta ári var talsvert óhagstæðari en árið áður. Ein skýringin er sú, að útfiutn- ingur á loðnuafurðum lækkaði mikið frá því sem áður var.í fyrra voru loðnuafurðir samtals um 8.5% af heildar útflutningi og árið 1980 voru þær 16,1%. Nú eru allar horfur á því, að útflutningur loðnuafurða verði mjög lítill á þessu ári. Hér er því um að ræða mikið áfall fyrir efnahagslíf okkar og erkki verður séð, hvaða út- flutningur gæti bætt upp þetta tjón. Ekki er enn hægt að spá neinni verð- hækkun á áli og járnblendi, en þó er reiknað með, að útflutningsmagn þessara málma verði meira í ár en í fyrra. Hvað viðskiptin í heild snertir er þó á einu sviði hægt að minnast á jákvæða þróun, en það er hin mikla lækkun á verði olíuvara, sem vonast er til að haldist a.m.k. út þetta ár. Þetta er vissulega nokkur bót, en hrekkur samt skammt til að jafna þá miklu byrði, sem á okkur var lögð með hækkun olíuvaranna 1979. Olíuviðskipti. Þegar á heildina er litið er ég nokkuð ánægður með olíuviðskiptin síðan ég fór að hafa afskipti af þessu. Það hefir reynst skynsamlegt að halda áfram að gera samninga við Sovétríkin um olíu viðskipti, þótt ég hafi talið rétt að draga nokkuð úr þeim frá því sem áður var. Nú eru um 60% af ókkar olíuviðskiptum við Sovétríkin. Þá hafa olíubirgðir í landinu aukist á þessum tíma. í við- skiptaráðuneytinu hefir verið lögð mikil vinna í þennan málaflokk. Starfandi er samstarfsnefnd ráðu- neytisins og olíufélaganna, sem fylg- ist náið með þessum málum. Við höfum dreift olíuviðskiptunum. Höfum keypt af Bretum, Portúgöl- um og ýmsum olíufélögum. Mögul- eikum á framtíðarviðskiptum við Breta og Norðmenn er haldið opnum, en reynt að kaupa þar sem verð er hagstæðast. 1 dag samþykkti ríkisstjómin að ég legði fram stjórnarfrumvarp um heimild til að ísland gerðist aðili að Alþjóðaorkustofnuninni. Ég er þeirrar skoðunar, að slík aðild muni auka öryggi okkar í olíumálum, geti stuðlað að hagstæðum olíuviðskipt- um og einnig væri okkur til gagns í öðmm orkumálum, - en frumvarpið fjallar fyrst og fremst um neyðar- birgðir olíu - og aðra þætti olíumála. Öðm hverju birtast skrif um verð- lag á olíuvömm, sem em bæði vill- andi og ónákvæm. Menn undrast t.d., að þegar verðlag lækkar á er- lendum mörkuðum, skuli það ekki lækka þegar hér innanlands. í fyrsta lagi eigum við 2-4 mánaða birgðir af olíuvörum hér innanlands og það tekur tíma að selja þær. f öðm lagi em allar olíuvömr seld- ar í dollurum. Ef bensín væri t.d. selt í dollurum hér innanlands kæmi lækkun fram, þegar birgðir hafa ver- ið seldar. En bensínið er ekki selt í dollurum heldur í íslenskum krónum og dollarinn hefir hækkað ört, þann- ig að bensínið kostar fleiri krónur, jafnvel þótt það hafi kostað færri dollara. f þriðja lagi em lögð ýmis gjöld á bensínið, t.d. 32% gjöld, sem renna beint í ríkissjóð, 22% sem renna til vegamála og 1.1% til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Á árinu 1981 námu sjávarafurðir 78% af heildarútflutningi fslenm- dinga og vom freðfiskflök eins og áður stærsta útflutningsvaran. Sam- tals var selt úr landi fyrir 6.536 m.kr. Hvers vegna er sjávarútvegurinn svona gífúrlega sterkur. Það er vegná þess að við eigum öflugan, nýtískulegan fiskskipastól og hrein bylting hefir átt sér stað í fiskvinnsl- unni. Fiskiðjuver hafa risið allt í kring um landið, yfirleitt búin nýj- ustu tæknibúnaði og hagræðingu. Þótt enn þurfi að gera betur hefir mjög færst í áttina. Fiskiðjuverin eru yfirleitt rekin í tengslum við fiski- skip, sem afla hráefnisins. Til viðbót- ar hafa svo komið hagstæð viðskipti með saltfisk og skreið. Ég kalla þessa miklu uppbyggingu byggða-og framleiðslustefnu. Stærstu og þýðingarmestu mark- aðslönd okkar vom þessi: 1 Bandaríkin 2 Bretland j 3 Nígería 4 Portúgal 5 Vestur- Þýskaland 6 Sovétríkin Opinber heimsókn til Noregs. Viðskiptaráðherra Noregs Arne Skauge bauð mér í opinbera heim- sókn til Noregs í vikunni eftir páska. Við ræddum ítarlega viðskipti milli landanna og viðskipti á alþjóðlegum vettvangi. Sé ég ástæðu til að fara örfáum orðum um þessar viðræður. Kaup á kindakjöti. Kindakjöt hefir verið okkar aðal- útflutningsvara til Noregs. Á ámn- um 1977-1980 fluttum við út um 2.500 tonn af kjöti til Noregs á ári hverju. Árið 1981 féll þetta niður í 1.076 tonn og fyrir nokkm var frá því sagt, að þeir myndu, vegna offram- leiðslu á kjöti í Noregi, ekkert kaupa í ár. Þess vegna ræddi ég þetta ítar- lega við kollega minn sem viðskipta- mál milli þjóðanna. Hann lofaði að taka málið upp og athuga vandlega

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.