Tíminn - 19.05.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.05.1982, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 19. mai 1982 6 stuttar fréttir ■ Hreibar Karlsson kaup- félagsstjóri. Augnlæknir- inn fær loks kvistinn sinn REYKJAVtK: Eftir nokkurra mánaða baráttu við „kerfiö” hrósar Edda Björnsdóttir augnlæknir nti loks sigri yfir Byggingarnefnd Reykjavikur- borgar. Fund eftir fund hefur hún sent nefndinni erindi um að fá aö stækka og breyta ris- hæð húss sins við Bjarkargötu lOhér i bæ, en undantekninga- laust hefur erindinu verið synjað eða frestað, og bygg- ingarnefndarmenn ýmislegt fundið fyrirhuguðum kvisti til foráttu. Hvort það' er fyrir þrákelkni hennar, hugarfars- breytingu nefndarmanna, ellegar útliti kvistsins hefur verið breytt að þeirra skapi, þá atvikaðist þaö nýlega að Byggingarnefnd samþykkti erindi Eddu, að visu i bullandi ágreiningi. Fjórir nefndar- manna voru erindinu sam- þykkir, tveir greiddu atkvæöi á móti, og einn sat hjá.-Kás Þröngt um bækur tSAFJöRÐUR: Samdráttur varð i útlánum hjá Bæjar- og héraösbókasafninu á tsafirði siðustu tvö ár, og horfur eru á enn meiri samdrætti, vegna minnkandi bókakaupa og hús- næðisvandræða. Hlutföll i Ut- lánum hafa breyst mikið þannig að Utlán fræðirita eykst en skáldsagna minnkar. Virkir lánþegar safnsins eru um 1.160, eða rUmlega þriðji hver ibúi á Isafirði, en gesta- komur voru um 30.000 á árinu 1981. Safnið á nú 53.943 bindi, þar af eru um 20.000 i óaögengileg- um geymslum og liggja jafn- vel undir skemmdum. Talið er að húsnæði safnsins sé um fjórðungur þess sem þarf aö vera, en Héraösskjala- safnið er jafnvel enn ver á vegi statt, þvi það hefur innan við 10% af þvi rými, sem þvi er þörf á. Síðasta ár besta árið sparisjóðsins KÓPAVOGUR: A aðalfundi Sparisjóös Kópavogs, sem haldinn var fyrir skömmu, kom fram i máli formanns stjórnarinnar, Ólaís St. Sigurðssonar, aö siðasta ár var hið besta i 26 ára sögu sparisjóðsins. Þar kom fram að aukning innistæðna var 103%, og i árs- lok 1981 námu þær liðlega 66 milljónum króna. Bundnar innistæður i Seðlabankanum voru 17.5 milljónir og útlán námu samtals tæpum 45 milljónum króna en það jafn- gildir 88.3% aukningu. Á árinu jókst eigið fé sjóðsins um 2.1 milljón og er nú liðlega 6 milljónir króna. 1 máli stjórnaríormannsins kom jafnframt fram að i árs- lok siðasta árs lesti spari- sjóðurinn kaup á húsnæði i ný- byggingu Kaupgarðs hf. og er ákveöið að þar verði opnað útibú siðar á þessu ári. Stjórn sjóðsins ákvaö aö leggja fram 100 þúsund krónur i byggingarsjóö hjúkrunar- heimilis aldraöra i Kópavogi og afhenti stjórnarformaöur formanni byggingarnefndar, Asgeiri Jóhannessyni fram- lagið á íundinum. —AB ■ Stjórn Sparisjóös Kópavogs. Frá vinstri: Jósafat J. Lindal sparisjóösstjóri, ólafurSt. Sigurösson stjórnarformaöur, Pétur Maack Þorsteinsson, Rannveig Guömundsdóttir og Richard Björgvinsson stjórnarmenn. Batnandi hagur HÚSAVÍK: Aðallundur Kaup- félags Þingeyinga fyrir árið 1981 var haldinn á Húsavik laugardaginn 8. mai sl. 1 skýrslu kfstj., Hreiðars Karlssonar, kom fram, að rekstrarafkoma hefði farið heldur batnandi á árinu. Nettovörusala vörureiknings var 73,7 milljónir og hafði vax- ið um 67% frá árinu áður, en sala iðnfyrirtækja jókst um 88% á sama tíma. Bókfærður rekstrarafgangur nam 314 þús. króna. Uthlutað var úr Menningar- sjóöi K.Þ. kr. 20.000,- til styrktarsjóösins „Hjálp”. Sjóðinn stofnuðu hjónin Finn- ur Kristjánsson og H jördis Tr. Kvaran um gjöf frá Sauma- stofunni Prýöi. Tilgangur sjöðsins er að styrkja likamlega eða andlega fatlað fólk i Suður-Þingeyjar- sýslu og þá, sem oröið hafa að flytjast þaðan vegna fötlunar. UM ÍOO BÁTAR SÓTTU UM LEYFI TIL HUMARVEIÐA ■ Um eitt hundraö bátar hafa sótt um leyfi til að veiða humar i ár. Veiðarnar mega hefjast 24. mai og samtals má veiöa 2.700 lestir. Umsóknarfrestur um veiðileyíi rann út 12. mai sl. Bátar 105 lestir að stærð eiga þess kost að fá leyli, þó geta stærri bátar einnig fengið leyfiö ef þeir eru með 400 ha. vél eða minni. Sam- kvæmt upplýsingum frá Sjávar- útvegsráðuneytinu mun vera nokkuð um það aö menn reyni að komast undir tilskilin mörk meö þvi að takmarka vélarorku bát- anna t.d. með þvi að taka íbr- þjöppu úr sambandi. Flestir þeir sem sækja um nú eru á svæðinu írá suðurhlua Aust- fjarða suðurum og vestur allt að Breiðaíirði. 1 fyrra höfðu 77 bátar humar- veiðileyfi en notuðu þaö ekki allir. Flestir voru humarbátarnir árið 1972, 214. Nokkru seinna voru settar stærðarreglurnar sem nú eru i gildi, til þess að takmarka fjölda humarbátanna. Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið eítiríarandi lág- marksverð á ferskum og slitnum humri á humarvertið 1982: 1. flokkur, óbrotinn humarhali 25 gr og yfir hvert kg. kr. 86.00 2. flokkur óbrotinn humarhali 10 gr að 25 gr og brotinn humarhali 10 gr og yfir hvert kg, kr. 42.00. 3. flokkurhumarhali 6 gr aö 10 gr. hvert kg. kr. 17.00. Verðflokkun byggist á gæða- flokkun Framleiðslueftirlits sjáv- arafurða. Verðið er miðað viö að seljandi afhendi humarinn á flutningstæki við hlið veiðiskips. ■ Samciginlegt mót þriggja liestamannafélaga i nágrenni Reykjavikur verður haldiö á Fáksvelli 23. mai n.k. Félögin sem að þessu móti standa eru Gustur i Kópavogi, Andvari i Garðabæ og Sörli i Hafnarfirði. A mótinu veröa kappreiðar og úrslit i gæöingakeppni veröa kynnt en keppni gæðinganna mun áöur verða háö á heimavöllum félag- anna. Þeir sem að mótinu standa búast viö inikilli þátttöku þar, þvi mikill áhugi og vaxandi er hvar- vetna i hestamennsku og gróska mikil. Myndin er tekin á kapp- rciöavelli Sörla viö Kaldársels- vcg. Timamynd SV Aðalfundur Sambands íslenskra sparisjóða: Afkoma lakari 1981 en 1980 ■ Um 70 fulltrúar 35 sparisjóða viðsvegar um landiö sóttu aðal- iund Sambands islenskra spari- sjóða sem haldinn var um siðustu helgi. 1 frétt frá sambandinu kemur m.a. eftirfarandi lram: „Aðalmál fundarins voru skÍDulagsmál sparisjóðanna og hugmyndir um aukna samvinnu þeirra. 1 ræðu Baldvins Tryggva- sonar formanns Sambands spari- sjóða kom fram að innlánsaukn- ing I sparisjóðunum var á sl. ári um 74% en 70,5% hjá viðskipta- bönkunum. Útlánaaukning spari- sjóðanna var hins vegar rúm 82%. Markaðshlutdeild sparisjóð- anna i innlánsmarkaðnum er nú 16,3% og jókst á árinu. Vaxta- munur sem tekjur sparisjóðanna grundvallast á minnkaði á liðnu ári og er afkoman þvi lakari en árið á undan. A siðasta ári jókst samstarfs sparisjóðanna og boðin var ný þjónusta svo sem Heimil- islán sparisjóðanna, launalán og viðskiptaflutningur en hann er al- gjört nýmæli hér á landi milli ó- skyldra abila og tryggir rétt ein- staklinga er flytja búferlum milli starfssvæða sparisjóða til að flytja með sér áunninn viðskipta- mannarétt til þess sparisjóðs er starfar á þvi svæði sem flutter til. A fundinum var ákveðið að boða til framhaldsaöalíundar i haustogsetja þar sambandinu ný lög er kveði á um rýmri starfs- heimildir stjórnar þannig að styrkja megi enn samstari sparisjóðanna. A landinu eru nú starfræktir 42 sparisjóðir. 1 stjórn sambandsins eiga sæti Baldvin Tryggvason, Páll Jónsson, Guðmundur Guð- mundsson Gunnar Hjartarson og Sólberg Jónsson. Framkvæmda- stjóri er Sigurður Hafstein.” Brauðunum útdeilt í bróðerni ■ Séra Gunnar Gislason prófast- ur i Glaumbæ i Skagaíiröi hefur fengið lausn frá embætti frá 30. júni n.k og helur þá þjónað þvi prestakalli i tæplega 40 ár. Sið- ustu fimm árin hefur hann verið prófastur Skagfirðinga en þing- maður þeirra og reyndar Norður- landskjördæmis vestra siöar var sr. Gunnar i nær tvo áratugi. Glaumbæjarprestakail verður auglýst laust til umsóknar innan tiðar en umsóknarírestur um tvö prestsembætti stendur nú yfir. Eru það Bjarnarnesprestakall i Skaftafellsprófastsdæmi er um- sóknarírestur til 10. júni og emb- ætti farprests og lauk umsóknar— fresti þar nú um helgina eða 15. maí. Um þessa helgi eða sunnudag- inn 16. mai fóru fram tvær prests- kosningar. 1 Árnesprestakalli á Ströndum en þar hefur oröiö að fresta kosningum vegna veðurs. Umsækjandi er einn: sr. Einar Jónsson i Söðulsholti. Einnig verður kosið i Mosfellsprestakalli i Árnesprófastsdæmi. Þar eru umsækjendur tveir, þeir séra Hörður Þ. Ásbjörnsson og Rúnar Þór Egilsson guðfræðingur. A annan i hvitasunnu fer siðan fram prestskosning i Staðar- prestakalli i lsafjaröarprófasts- dæmi. Þar er einn umsækjandi séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson settur prestur þar. Siðar verður kosið á Möðruvöll- um i Hörgárdal en þar sækir um séra Pétur Þórarinsson á Hálsi og ennfremur að Melstað i Húna- vatnsprófastsdæmi. Umsækjandi þar er settur farprestur séra Guðni Þór Ólafsson sem nú þjón- ar i Stykkishólmi i leyfi sóknar- prestsins þar séra Gisla Kol- beins. menn víta ráðherra ■ Starfsmannafélag rikisstofn- ana hélt ráðstefnu með tækni- mönnum félagsins nýlega um stefnumörkun i samnings- og kjaramálum. Þar var gerð svo- hljóðandi ályktun: „Fundur tæknimanna SFR haldinn 10. og 11. mai 1982 vitir vinnubrögð fjármálaráðherra. Hann undirritaði samning við BSRB 11. desember s.l. með á- kvæði um að launakjör rikis- starfsmanna yrðu samræmd þvi, sem greitt er fyrir sambærileg störf. 1 stað þess aö standa við samninginn, bauð hann innan við 1% launahækkun þegar saman- burðartölur sýndu almennt 15 - 30% launamun.” 21 rithöf- undur fær 20 þúsund ■ Stjórn Rithöfundasjóðs Is- lands ákvað á fundi sinum aný- lega að úthluta 21 rithöfundi i við- urkenningarskyni úr Rithöfunda- sjóði árið 1982, hverjum um sig 20 þúsund krónum. Rithöfundarnir eru: Agnar Þórðarson, Andrés Ind- riðason, Asa Sólveig, Bragi Sig- urjónsson, Friða Á. Sigurðardótt- ir, Guðmundur Danielsson, Guð- mundur Frimann, Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðum, Gunnar M. Magnúss, Gylfi Grön- dal, Indriði G. Þorsteinsson, Jón Björnsson, Kristján Röðuls, Matthias Johannessen, Oddur Björnsson, Ólafur Jóh. Sigurðs- son, Stefán Júlíusson, Steinar Sigurjónsson, Svava Jakobsdótt- ir, Úlfur Hjörvar, Þórir S. Guð- bergsson. Stjórn Rithöfundasjóðs Islands skipa nú þessir menn: Þorvarður Helgason, Njörður P. Njarövik og Árni Gunnarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.