Tíminn - 19.05.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 19.05.1982, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 19. mai 1982 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús ■ Söguhctjiirnar i ,,Striö handan stjarna*’. Stjörnustríd Roger Cormans STKÍO IIANDAN STJAKNA (Kattlc Beyoud the Stars). Sýningarstaður: Austurbæjarbió. I.eikstjóri: Jimy T. Murakami. Aðallilulvcrk: Kichard Thomas (Shad), Kobert Vaughn (Gelt), Jolin Saxon (Sador), George Peppard (Kúreki), Darianne Fluegel (Nanelia), Sybil Danning (St. Kxmin). Ilaudrit: John Saylcs. Kramleiðandi: Kogcr Corman, dreift af Warner, 1980. ■ Koger Corman er með sér- kennilegri kvikmyndairam- leiðendum i Hollywood, irægur iyrir aö gera kvik- myndir á fáeinum dögum, einkum þó hrollvekjur, sem margar hverjar hafa reyndar gleymstá jafn fáum dögum og þær voru gerðar. Pegar „Stjörnustrið" hafði sýnt, að geimfantasiur væru gróðavænlegar i kvikmynda- heiminum, dreif Corman sig að sjállsögöu i aö gera eina slika, og „Striö handan stjarna" er árangurinn. Dað verður vist ekki sagt að Corman hai'i ofreynl sig við að finna nýslárlega eöa frumlega söguhugmynd. Hann lékk sem sé söguþráðinn að láni, eins og reyndar verður sifellt meira i tisku i Hollywood. Að þessu sinni er þaö sagan um hetjurnar sjö, sem koma hin- um vanmáttugu til hjálpar i baráttu við illan Goliat. Japanski meistarinn Kurosawa geröi lyrslur kvik- mynd ellir þessum söguþræði, fræga mynd um samuraiana sjö, en John Sturges tók sig siðar til og breylti japönsku kvikmyndinni i velheppnaðan vestra, sem kallaðist „'l'he Magnificient Seven” og ýmsir kannast valalaust við. Corman skullaöi þessum söguþræði út i geiminn til plá- netu, sem hann nefnir Akir. Dar lila allir i l'riði og hafa hvorki vopn né hermenn, og aðeins eitt fornt geim- skipDangað kemur hinn illi Sador og heimtar að ibúarnir gerist þrælar sinir ella veröi þeim eytt með ógnvænlegu vopni, sem stjarnbreytir nefnist og eyðir plánetum i einu vetfangi. Ungur piltur, Shad, er sendur af staö i gamla geimskipinu lil þess að fá hjálp. Og honum veröur vel ágengt. Fyrsl fær hann unga stúlku, Naneliu sér til íylgdar, ensiöan hvern vigamanninn á fætur öðrum — Gelt, málaliöa sem er orðinn þreyttur á þvi lifi sinu, jaröarbúa sem gengur undir nafninu Kúreki og nærist einkum á viský og vindlum, valkyrju mikla sem ber nafnið St. Exmin, og nokkrar aðrar persónur, sem hver um sig er hinum ólik. Með þelta samansain, og áslvinu sina Naneliu, heldur Shad aftur til Akir, og hefst þá striðið, sem nafn myndar- innar hölöar lil. Hetjurnar . lalla auðvitaö hver af annarri, en að lokum sigrar hiö góða, hvað annaö, og áslin ræöur rikjum. Hótl „Strið handan stjarna" sé ekki frumleg, og sýnilega ekkiof miklu lil hennar kostaö hvað tæknibrellur varöar, þá á hún sina góðu kafla. Myndin hrifur engan meö sér, en þaö er hins vegar hægt aö haia lúmskl gaman aö einstökum atvikum og persónum. „Stjörnustrið" var upphal' bylgju geimævintýramynda, þvi margir sögöu sem svo, aö lyrst ein slik mynd hlyti slikar vinsældir þá mælti ætla aö aörar geröu þaö lika. En þaö er eins meö slikar myndir og aörar að þaö er ekki sama hver á heldur. Paö er ekki aö- eins tæknileg gjá á milli „Stjörnuslriða" og „Striðs handan sljarna”, hetdur nær þaö einnig til söguþráöarins sjálls, sem er óskaplega úl- jaskaður i þessari mynd. Leikararnir eru heldur ekki til þess íallnir aö bæla þar úr, þótt John Saxon geri góða til- raun til aö herma eftir Napoleon i hlutverki sinu sem Sador hinn illi. George Lucas mun hala sagt, að kvikmynd eigi að lita út íyrir að vera mun dýrari en hún raunverulega er. Dvi markmiði hefur heldur ekki verið náð hér, þvi „Slrið handan stjarna” ber það oft óþægilega með sér aö vera ein af „skyndimyndum" Koger Cormans. Klias Snæland Jónsson skrifar Strið handan stjarna Kánið á týndu örkinni Dóttir kolanámumannsins Gereyðandinn Eyðimerkurljóniö Eldvagninn Lögreglustöðin i Fram i sviðsljósiö Leitin að eldinum Kokk i Keykjavik Stjörnugjöf Tímans * * * * frábær • * * * mjög góö ■ * * góö - * sæmlleg ■ O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.