Tíminn - 19.05.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.05.1982, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 19. mai 1982 11 á vettvangi dagsinsj ■ Ein arðbærasta fjárfestingin og brýnasta nauðsyn hverri þjóð, sem vill stefna að meiri hagsæld og auðugra mannlifi er menntun æskufólks hennar. Ef borgin okk- ar á að verða vagga nýs og betra samfélags, þarf að leggja áherslu á að starfshættir skóla séu i sam- ræmi við þær kröfur, sem gera verður með tilliti til breyttra þjóðfélagshátta. Skólinn kemur öllum við og þessvegna er nauð- synlegt að fá fram meiri skóla- málaumræðu. Mótum okkar eigin skólamálastefnu Við þurfum að móta okkar eigin skólamálastefnu, þar sem stuðst er við mismunandi viðhorf til skólastarfs og byggist á ýmsum þeim hugmyndum, sem menn ■ Við móðurmálskennsluna er gott að þjálf börnin frekar með þar til gerðum spilum. Menntun æskunnar eykur hafa nú á dögum um hlutverk skólans og markmið kennslunn- ar. Við höfum engu að siður sér- stöðu hvað skólamál snertir held- ur en svo margt annað. Við meg- um ekki apa eftir mislukkuðum tilraunum annarra þjóða, eins og t.d. Svium. Engu að siður er nauðsynlegt að fylgjast vel með þvi sem er að gerast i skólamál- um hjá öðrum þjóðum. En við þurfum að vega og meta og taka upp okkar eigin „aðferðir”. Fvrirbyggjandi starf, en ekki vandræðastofnanir tsland hefur sérstöðu með svo marga hluti sem eru okkur i vil, hreint,fagurt land — næg atvinna — heilbrigt og hraust æskufólk — vel af guði gert — og við gætum veriðlaus við ótal vandamál með þvi að hugsa um hlutina i tæka tið, „byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan i hann”. Heimili og sktíli i sameiningu þurfa að leggja meiri áherslu á fyrirbyggjandi starf. Heimili og skóli þurfa að sinna betur ræktun tilfinningalifs barna, en að þeim þarf að hlúa eins og plöntu, sem verið er að koma til og ekkert eitt má vanta. A unga aldri er lagður grunnur að sjálfsmynd ein- staklingsins og helstu þáttum i myndun viðhorfa hans til lifsins. Það þarf að leggja mun rikari áherslu á að koma i veg fyrir vandamálin en koma upp nýjum vandræðastofnunum. Samræma verður skóla- tima barna og vinnu- tima foreldranna Það þarf aðleggja áherslu á að hafa samfelldan vinnudag hjá nemendunum og reyna að hafa hann sem mest i samræmi við vinnutima foreldranna. Eitt af þvi sem þyrfti að gera til að koma til móts við þá foreldra 6 ára barna, þar sem báðir vinna utan heimilis, er að lengja skólatima 6 ára barna, þannig að þau gætu verið svipað og 7 ára börnin frá kl. 9-12 eða 1-4, en oft hefur skap- ast hálfgert vandræða ástand fyr- ir foreldra þetta fyrsta skólaár barnsins, þar sem leikskólinn árunum áður hafði boðið uppá 1/2 dags dvalarti'ma i öryggi. Það er engan veginn æskilegt að börn, sem eru spennt og áhugasöm að hefja skólagöngu, verði kviðin og i hálfgerðu öryggisleysi, ef eng- inn er heima tU að koma þeim af stað eða taka á móti þeim. 1 þessu sambandi er það um- hugsunarefni hvort skólatima elstu árganga grunnskólans mætti ekki stytta ögn nemendum að meinlausu. Aðstæður heimilanna mismunandi Skólinn verður að aðlaga sig að nemendunum i'stað þess að setja fram ákveðnar kröfur, sem allir verða að standast. Sé upplausn og vandamál á heimilunum, má skólinn ekki auka á þau, heldur verðurhann að koma tilmóts við þau m.a. með þvf að leyfa þeim nemendum sem þurfa á aðstoðað halda að ljúka sinni vinnu i skólanum undir handleiðslu kennara og aðstoðarfólks, eins- konar skólaheimili þarf við hvern skóla. Hinsvegará aðörva foreldra og heimilin sem allra mest til að veita börnum sínum aðstoð og fylgjast með námi þeirra og sem betur fer eru margir foreldrar mjög áhugasamir um þessa hluti. Foreldrarnir geta mest sinnt börnnnum ein- staklingslega Kennslufræðilegar rannsóknir hafa leitt i ljós að nám er ein- staklingsbundið og persónulegt. Það er löngu viðurkennd stað- reynd að kennarar sem hafa 25-30 nemendur i bekk geta ekki nægi- lega sinnt hverjum einstaklingi i samræmi við eðli og þarfir hvers og eins, en foreldramir geta sinnt þeim mun meira einstaklings- og persónulega. Jafnvel þó vinnu- álagið sé mikið á hinu islenska foreldri og ekki hvað sist hér í Reykjavík, eru það samt for- eldrarnir sem mest og lengst kynni hafa af börnum sinum og ættu þvi að þekkja betur en nokk- ur annar persónuleika þeirra og áhugasvið. Oft gefast þær stund- ir.sem foreldrarnir eru einir með börnum sinum, en þá vill gleym- ast að nota slik tækifæri til hand- leiðslu við nám og starf og þau óteljandi vandamál, sem hvers- dagsleikinn kallar fram. Skólinn miðast of mikið við meðalmennsku Börn þroskast mishratt á öllum sviðum og þvi er óeðlilegt að gera ■ i heimiUsfræði læra börnin auk þjónustubragöa og hollustu í fæöuvali, einnig grunnfögin t.d. f bakstri — vega, mæla, skrifa upp- skriftir og lesa þær. sömu krötúr til allra barna fædd á árinu 1977, allra barna fædd 1978 o.s.frv. Kennarinn nær engan veginn að sinna ein- staklingslega börnum á mjög óliku getustigi samkvæmt þroska þeirra, þvi verður það að kennsl- an miðast oftast við meðalnem- andann. Skólinn verður að geta sinnt nemendum betur, ekki að- eins hinum seinfærari, heldur gefa nemendum með afburða eða sérhæfileika tækifæri til að njóta þeirra og rækta þá. Annars er hætt við að viðsjáum einkennin — skólaleiða og vanmáttarkennd i allt of rilcu mæli. Þau getuminni dragast meira og meira aftur úr og eiga æ erfiðara með að tileinka sér undirstöðuatriði námsgrein- anna. Meiri áherslu þarf að le.ísia á móðurmálið Það hefur sýnt sig að ekki er lögð nægileg rækt við móðurmál- ið.— Það þarf að tala við börnin oghlusta á þau, þjálfa þarf fram- setningu og ritleikni. Börn þurfa að ná fullkomnu valdi á undir- stöðuþáttum móðurmálsins áður en lengra er haldið og það þarf að leggja rikari áherslu á, að sinna betur lykilgreinum að öðru námi en þaðeru lestur, skrift og stærð- fræði. Breikka verður verk- efnaval og styrkja írunninn Ef laða á fram og þroska hæfi- leika hvers og eins, þurfa nem- endur að eiga kost á fjölbreyttu verkefnavali og með því gefst kennurum betur tækifæri til aö kynnast öllum hæfileikaþáttum barnsins. Það þarf að sinna hin- um verklega þætti mun meira og jafna þarf aðstöðu námsgreina svo sem hand- og myndmenntar, iþrótta, tónmenntar og heimili§- fræða. Nemendur þurfa að hafa á valdisinu grunnþætti námsgreina áður en lengra er haldið, þess vegna verður að huga vel að þvi til dæmis með áfangakönnunum, að nemendur hafi náð valdi á til- skyldum grundvallaratriðum áð- ur en lagt er i næsta áfanga. Eng- inn byggir margra hæða hús, ef grunnurinn er mjög veikur eða sáralitill. Félagslíf i samvinnu við heimilin Skólinn þarf i samvinnu við heimilin og með aðstoð foreldra- félaga að auka félagsh'f i skólun- um. Vikka þarf áhuga nemenda á sögu lands og þjóðar, umhverfis- málum, náttúruskoðun, náttúru- vernd og listum. Hér i höfuðborg- ina vantar tilfinnanlega náttúru- gripasafn, og æskilegt væri að það væri i tengslum við sitthvað fleira, yrði einskonar lifandi „menningarmiðstöð” fyrir alla fjölskylduna, en vissulega er það lika fyrir skólana. Hérhefur verið drepið á nokkur atriðisem sinna þarf betur bæði á heimilum og i skóla. Bæta þarf aðstöðu reykviskra skólabarna, gæta verður þess að skólatimi þeirra verði samfelldur og að skólastofur veröi einsetnar, i 4.-9 oekk. Verum minnug þess að oörnum og unglingum er nauð- synleg mannleg samskipti og tengsl og þau þarfnast vináttu, skilnings og trausts. Það skilar sér, sem arðbærasta fjárfesting til okkar þegna þessarar borgar og þessa lands. Aslaug Brynjóifsdóttir. Áslaug Brynjólfsdóttir, (Pl yfirkennari , skrifar: • Öll almenn prentun • Litprentun • Tölvueyðublöð • Tölvusettir strikaformar • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð Prentun • Bókband PRENTSMIÐJA KDanV) / / N C^dctc Ct H F. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 45000 Laugaskóli skólinn okkar Námsframboð Grunnskóli: 8. og 9. bekkur Framhalds- skóli: fornám, iðnbrautir, tréiðn 2 ár, iþróttabraut 2 ár, matvælatæknibraut 2 ár, málabraut, uppeldisbraut 2 ár, viðskiptabraut 2 ár. Umsóknarfrestur til 3. júni Héraðskólinn á Laugum S-Þing. (550 Laugar HOMELITE ÞÓRf ARMÚLA11 Keðjusagir Raf stöðvar f Þorvaldur Guöjónsson Söðlasmíðameistari Hitaveituvegur8 Rvík Sími 84058 PÖRVALDAR HNAKKAR V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.