Tíminn - 23.05.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.05.1982, Blaðsíða 14
14 Sunnudagur 23. mai 1982 Kappakstur er vinsæl iþrótta- grein i útlöndum en bönnuð hér: einna mestra vinsælda nýtur svo- kölluð Formúlu I keppni, Grand Prix. Sú keppni er háð á hverju ári og þykir æsispennandi og skemmtileg en jafnframt mjög hættuleg. Keppt er á brautum viða um heiminn og sumar þeirra hafa orðið mörgum ökumannin- um að aldurtila. Það má heldur ekki mikið út af bregða þegar bil- arnir ferðast um á rúmlega 200 kilómetra hraða á klukkustund. Fréttaritari Timans i Kaliforniu, Tryggvi Þormóðsson, fór i siðasta mánuði á Grand Prix kappakst- urinn á Long Beach og fer frásögn hans hér á eftir. Sumir bilstjóranna i Formúlu I eru þjóðsögur i lifanda lifi. Einn M Finninn Rosberg var fulltrúi Norðurlanda á Long Beach og stóö sig mjög vel. Hann hreppti annaö sætiö. ■ Kanadamaöurinn Villeneuve varö í þriöja sæti en hann fórst I keppni skömmu eftir kappaksturinn á Long Beach. — Fréttaritari Tímans á Grand Prix kappakstri á Long Beach ■ Nicki Lauda slasaöist mjög illa fyrir nokkrum árum i Formúlu I keppni og var um tima talinn af. En liann náöi sér og hóf keppni á nýjan leik og á Long Beach vann hann yfirburðarsigur. Myndir: Tryggvi Þormóösson. þeirra er Nicki Lauda, Austurrik- ismaður og fyrrum heimsmeist- ari i þessari grein, en hann kom, sá og sigraði á brautinni hér á Long Beach. Sigurhans var mjög öruggur en kom flestum á óvart vegna þess að þetta var aðeins i þriðja sinn, sem Lauda tók þátt i siðan hann slasaðist mjög alvar- lega á kappakstursbraut i Nurn- berg fyrir nokkrum árum. Hann brenndist þá svo alvarlega að honum var um tima vart hugað lif, eða eins og hann sagði sjálfur: „Þegar presturinn fór að lesa yfir mér bænirnar, áður en ég svifi inn i eilifðina, ákvað ég að ég væri alls ekki tilbúinn til að deyja. Ég einsetti mér að sýna presti það með þvi að keppa aftur i For- múlu I svo fljótt sem ég gæti...” Það leiö að visu langur timi áð- ur en Lauda var i ökufæru ásig- komulagi, en við skulum vona að prestur hafi frétt af sigri hans á Long Beach. Engin meiri- háttar slys Kappaksturinn gekk annars mjög vel. Það urðu engin meiri háttar slys en þvi fleiri bilanir og smá árekstrar. Strax á fyrstu fimm minútunum rákust þrir bil- ar saman, en tveir þeirra skemmdust svo litið að þeir gátu haldið áfram keppni. Eftir fyrsta hringkeppninnar var röð fremstu manna þessi: i fararbroddi var ttalinn Cesaris á V-12 Marlboro Alfa-Romeo, bill númer 22, i öðru sæti var Frakkinn Arnoux á V-8 Elf/Renault, bill númer 16, en Nicki Lauda var i þriðja sæti á bil sinum V-8 Marlboro McLaren, sem var númer 8. Hélst röðin svipuð framan af en i áttunda hring lenti Frakkinn Arnoux i á- rekstri við bil númer 23 og urðu báðir að hætta keppni. Cesaris var fyrstur sem fyrr, Lauda i öðru cæti en i þriðja sætið var kominn Kanadamaðurinn Ville- neuve á V-6 Turbo SpA/Ferrari, bill númer 27. Var svo um hrið að röð fremstu manna breyttist ekki. A fimmtánda hring færðist fjör i leikinn. Þá tók bill númer 8, Nicki Lauda, forystuna og hafði um þetta leyti 2.4 sekúndna for- skot sem þykir allgott i keppni sem þessari. Nokkru siðar, i nitj- ánda hring, varð Mario Andretti, einn fremsti kappakstursmaður heims, að hætta vegna þess að afturöxullinn á V-8 Williams bil hans hafði bognaö og eitt dekkið sprungið eftir árekstur utan i vegg. Nicki Lauda tryggir sér sigur Er komið var inn i tuttugasta hring fóru forsvarsmenn Marl- boro keppnisliðsins að kætast, enda voru þeirra menn i öllum þremur efstu sætunum. Nicki Lauda var enn fremstur, siðan kom bill númer 22, Cesaris, en i þriöja sætinu var nú Bretinn Wat- son á V-8 Marlboro McLaren, númer 7. Watson varð þó fljótlega að láta undan siga. Fyrst náði fulltrúi Norðurlanda, Finninn Rosberg á V-8 Tag/Williams (númer 6), þriðja sætinu af hon- um, og siðan féll Watson úr fjórða sætinu niður i það áttunda er skipta varðum útslitin dekk a bii i 26ta hring. Hafði þá keppnin stað- ið i einn klukkutima og íimmtiu minútur, og geysiþykk dekkin orðin að nær engu! Þætti það jafnvel slæm nýting á holóttum vegum Islands! A 34ða hring var hætta á ferð- um. Cesaris á bil 22 ók utan i vegg og kom upp eldur i bilnum. Cesar- is slapp þó ómeiddur en var úr leik i þetta sinn. Við þetta færðist Rosberg upp i annað sætið en Villeneuve náði þriðja sætinu á nýjan leik. Af 27 bilum sem hófu keppnina voru nú aðeins 12 eftir! Alls óku bilarnir 75 og hálfan hring en röð þeirra þriggja efstu breyttist ekki. Segja má að Nicki Lauda hafi verið búinn að tryggja sér sigurinn er keppnin var hálfn- uð, en þá var hann kominn með hvorki meira né minna en 50.3 sekúndna forskot. Þá dró hann úr hraðanum ogók tiltölulega rólega það sem eftir var svo forskot hans minnkaði sifellt er á keppnina leið, án þess þó að sigur hans væri i hættu. 1 lokin kom hann i mark 14.7 sekúndum á undan Rosberg, sem varð i öðru sæti, og 1 minútu og 4 sekúndum á undan Villeneuve sem varð i þriðja sæti. „Engin ástæða til að drepa sig...” Eftir keppnina ræddu blaða- menn viö Lauda. Er hann var spuröur að þvi hvort hann hefði búist við að sigra kvaö hann svo vera. Hann minntiá að hann hefði alltaf haldið þvi fram að það tæki hann þrjár keppnir að komast i æfingu á nýjan leik eftir mjög langt hlé og þvi hefði hann gert ráð fyrir að sigra að þessu sinni. Einnig var hann spuröur að þvi hvers vegna hann hefði dregið úr hraðanum undir lok keppninnar. Hann svaraði: „Það er engin á- stæða til að reyna að drepa sig þegar maður er búinn að vinna hvort sem er.” Eftir slysið sem hann lenti i er Lauda oröinn mun varkárari öku- maöur en áður og hann lætur sig öryggismál á kappakstursbraut- unum miklu varða. Hann kvartaði yfir þvi við blaðamenn aö brautin hefði veriö slæm: á 21 stað væru grófar skiptingar úr malbiki i steinsteypu og þar að auki hefði malbikið verið nýtt og þar af leiðandi brotnað upp á köfl- um sem aftur hefði valdið miklu dekkjasliti og bilunum. Og það kom i ljós i næstu keppni að varkárni Nicki Lauda á fuílan rétt á sér. Eins og komið hefur fram i fréttum först Kanada- maðurinn Villeneuve nýlega eftir árekstur i Formúlu I keppni og kom það Lauda i mikið uppnám. Hann hefur sakað annan bilstjóra um að vera valdan að dauða Villeneuve sem flestum þykir varla sanngjarnt. Sýnir þetta alla vega hversu hættuleg þessi iþróttagrein er. En Nicki Lauda sigraði sem sé. Hann setti auk þess brautarmet er hann ók 12ta hringinn á að meðaltali 135.9 kilómetra hraða á klukkustund, en hringinn fór hann á einni minútu, 30.8 sekúndum. Og i lokin nokkrar staðreyndir um Grand Prix keppnina. Vélin gerð upp eftir hverja keppni Nicki Lauda ekur nú bil með V- 8 vél en ók eingöngu V-12 bilum áður ... Hann hefur unnið samtals 18 Grand Prix keppnir, en metiö á að sjálfsgöðu Jackie Stewart, margfaldur heimsmeistari sem nú er hættur keppni fyrir all- löngu, en hann sigraði 27 sinn- um... Naumasti Grand Prix sigur sem um getur var er Marino Andretti sigraði i einni slikri keppnifyrir nokkrum árum, hann var aðeins 0.11 sekúndum á undan NickiLauda iöðrusæti... Ferrari- Bilar háfa oftast komið fyrst i mark á Grand Prix, eða i 81 skipti. Næstir koma Lotus-bilar með 71 sigur... Rúmlega helmingur bilanna i ár er með V-8 Ford Cosworth vél... Það kostar um átta milljón- ir dollara að gera út keppnisliö Ford Cosworth i ár (3-5 bilar).... V-8 Ford Cosworth vél kostar splunkuný 50 þúsund dollara, og þaö kostar 20 þúsund doilara að endurbyggja hana... Og það þarf að endurnýja slika vél eftir hverja einustu keppni... Svo það er fleira en togaraút- gerð á Islandi, sem kostar peninga. TÞ./Kaliforniu. ■ ttalinn Cesaris var framan af keppninni i flokki fremstu manna, en ■ Nicki Lauda i harðri keppni viö ttalann Patrese, bill númer 2, en sá ök siöan utan I vegg. Myndin er tekin rétt áöur en eldur kom upp I bil varö aö lokum I fjóröa sæti. hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.