Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjóri: Gisli Slgurósson. Auglýsingastjóri: Stelngrimur Glslason. Skrlfstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Slgur&ur Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snœland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólatsson. Fréttastjórl: Páll Magnússon. Ums|ónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Bla&amenn: Agnes Bragadóttir, Atll Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Eglll Helgason, Frl&rlk Indrl&ason, Heiður Helgadóttlr.lngólfur Hannesson (Iþróttir), Jónas Gu&mundsson, Krlstlnn Hallgrlmsson, Kristin Leifsdóttlr, Slgurjón Valdlmarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlits- teiknun: Gunnar Trausti Gu&björnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Gu&jón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosi Krlstjánsson, Kristln Þorbjarnardóttlr, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Rltstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Sl&umúla 15, Reykjavlk. Simi: 86300. Auglýslngasfmi: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verfi I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Askrlft á mánu&l: kr. 120.00. Setnlng: Tœknidelld Tlmans. Prentun: Bla&aprent hf. Afmælishátíð sam- vinnuhreyfingarinnar ■ Fyrr á þessu ári voru eitt hundrað ár liðin frá því samvinnuhreyfingin á íslandi var stofnuð. Nú um helgina er þessara tímamóta minnst með afmælishátíð á Laugum í Reykjadal, en sem kunnugt er voru það Þingeyingar, sem gerðust brautryðjendur samvinnu- stefnunnar á íslandi. Jafnframt var aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufélaga haldinn á Húsavík, þar sem aðalstöðvar Kaupfélags Þingeyinga eru, en hátíðarsamkoman á Laugum er haldin sameiginlega af Sambandinuog Kaupfélagi Þingey- inga. Þegar samvinnumenn líta á þessari afmælishátíð yfir farinn veg síðustu hundrað árin, blasir við augum sigurganga samvinnuhreyfingarinnar, sem orðið hefur öflugri í landinu en bjartsýnustu menn dreymdi um á brauðryðjendaárunum. Samvinnuhreyfingin hefur leikið lykilhlutverk í framfarasókn íslendinga, sem risið hafa úr fátækt til allsnægta á ótrúlega skömmum tíma sögulega séð. Nú, eitt hundrað árum eftir stofnun Kaupfélags Þingeyinga, er samvinnuhreyfingin öflug- ustu samtök fólksins í landinu og burðarstoð byggðarlaga um landið allt. Samvmnumenn geta því fagnað miklum sigrum á eitt hundrað ára afmælinu. En þeir láta ekki nægja að líta til baka, heldur stefna ótrauðir áfram til nýrra sigra. Samvinnumenn þurfa enn að auka áhrif sín í íslensku þjóðfélagi, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt þarf að auka enn frekar virka þátttöku fólksins sjálfs í starfsemi samvinnufélaganna, svo að lýðræðisleg uppbygging þeirra komi fyllilega að þeim notum, sem til er ætlast. Margvísleg vandamál steðja að íslensku þjóðfélagi um þessar mundir, vandamál sem þjóðin verður að leysa í sameiningu. Reynsla saamvinnuhreyfingarinn- ar sýnir að hægt er að lyfta Grettistökum ef samvinnustefnan er höfð að leiðarljósi. Samvinnu- hugsjónin er sá kyndill, sem lýsa ætti þjóðinni fram á veginn til bætts þjóðfélags og betra mannlífs í landinu á komandi árum. Skynsamleg frestun ■ Landsmenn héldu þjóðhátíðardaginn hátíðlegan í bliðskaparveðri á fimmtudaginn. Þátttaka var geysi- lega mikil og hátíðahöldin fóru yfirleitt mjög vel fram. Það hefur ekki dregið úr hátíðarskapi landsmanna að verkfallshættunni hafði verið afstýrt. Verkalýðs- félögin innan Alþýðusambands íslands tóku þá skynsamlegu ákvörðun að fresta verkföllum fram í næsta mánuð til þess að gefa samningsaðilum nægilegan tíma til þess að ná samkomulagi án vinnustöðvana. Það ber að fagna þessari ákvörðun launþegasamtakanna. Hún er tvimælalaust í samræmi við vilja fólksins í landinu, þar á meðal hinna fjölmennu launþegahópa, sem verkfallsboðunin náði til. Samningsaðilar munu nú vafalaust ræða efnisatriði nýrra kjarasamninga í fullri alvöru og með það í huga að ná samkomulagi sem allra fyrst. - ESJ. skuggsjá Áftræðis- afmælis Stein- becks minnst í Salinas Tveggja rithöfunda er nú minnst MEÐ ÝMSU MÓTI í HEIMALÖNDUM SÍNUM OG VIÐAR. Annar þeirra, James Joyce, hefði orðið eitt hundrað ára á þessu ári, en hinn, John Steinbeck, áttatiu ára. Vissulega mjög ólíkir rithöfundar, en báðir risar í skáldskaparheiminum. John Steinbeck, sem fæddist 27. febrúar árið 1902 í Salinas i Kaliforníu - dalnum, sem hann gerði frægan eða alræmdan i bókum sínum, og þar var hann lagður til hinstu hvildar i desember árið 1968. Steinbeck vakti mikla athygli og deilur á kreppuárunum fyrir skáldsögur sinar, sem lýstu kröppum kjörum almúgafólks, ekki síst farandverkamanna i Salinas, sem er mikið ávaxtaræktarhérað. Fyrsta skáldsaga hans, sem náði verulegum vinsældum, var sú fjórða í röðinni. Sú nefnist Tortilla Flat og kom út árið 1935. Á islensku hlaut skáldsagan nafnið Kátir voru karlar. Árið eftir birtist In Dubious Battle, sem talin er ein allra besta skáldsagan, sem rituð hefur verið á enska tungu um verkfall. Tvö þekktustu verk hans fylgdu á eftir: Of Mice and Men, eða Mýs og menn, árið 1937, og svo stórvirkið The Grapes of Wrath, Þrúgur reiðinnar, árið 1939, en fyrir þá mögnuðu frásögn af fátæklingum, sem hröktust frá Oklahoma til Kaliforniu og voru þar arðrændir miskunnarlaust af voldugum stórbændum, hlaut hann Pulitzer-verðlaunin bandarísku. Þetta var jafnframt umdeild- asta skáldsaga Steinbecks. Á heimsstyrjaldarárunum síðari var Steinbeck stríðsfrétta- ritari fyrir New York Herald Tribune, það sögufræga dag- blað, sem því miður hvarf af götum New Vork borgar fyrir mörgum árum. Jafnframt skrifaði hann skáldsögur, sem sýndu Ijóslega afstöðu hans til stríðsins og stríðsaðila. Og að stríðinu loknu samdi hann nokkrar skáldsögur, sem endurspegluðu andstöðu hans við þau gróðaöfl þjóðfélagsins, sem öðrum fremur gerðu styrjaldir, og hryllilegar afleiðingar þeirra fyrir almúgafólk, mögulegar; bækur eins og Cannery Row, Ægisgata, árið 1945, og The Wayward Bus, Duttlungar örlaganna, 1947. Síðar snéri Steinbeck sér aftur að Salinas dalnum og ritaði þá m.a. eina af frægustu bókum sínum, East of Eden, Austan Eden. En ýmsar seinni bækur Steinbecks voru taldar léttvægari, enda var eins og reiði og baráttuhuguryngri áranna hefði horfið vegna velgengni og rikidæmis höfundarins. Dæmi um þessar bækur eru t.d. Sweet Thursday (1954), The Short Reign of Pippin IV, sem hér á landi kallaðist Hundadaga- stjóm Pippins fjórða, The Winter of Our Discontent (1961) og Travels With Charlie (1962) - en það ár hlaut hann einmitt Nóbelsverðlaunin fyrir skáldsögur sinar. Samskipti bandarískra rithöfunda VIÐ KVIKMYNDAIÐNAÐINN í HOLLYWOOD HAFA OFT VERIÐ ERFIÐ. En John Steinbeck og Hollywood- mönnum kom vel saman, enda áttu kvikmyndirnar mikinn þátt i fjárhagslegri velgengni höfundarins. Þannig hlaut hann 4000 dali, sem að vísu þykir ekki mikið nú til dags, fyrir kvikmyndaréttindin á skáldsögunni Kátir vora karlar, og fyrir þá peninga gat Steinbeck byggt sér hús og farið að hafa kjöt á borðum i staðinn fyrir baunir og ódýrt rauðvin, sem hafði verið hans aðalfæða fram að því. Að minnsta kosti átta af sögum Steinbecks var breytt í kvikmyndir, auk þess sem hann ritaði sjálfur fjögur kvikmyndahandrit. Og hann var þrívegis tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndahandrit, þar á meðal fyrir Viva Zapata! um mexikanska bandittann og byltingarforingj- ann, en Óskarinn eftirsótta hlaut hann þó aldrei. Sumar kvikmyndanna, sem gerðar voru eftir sögum Steinbecks, voru vel heppnaðar, einkum þó Mýs og menn og Þrúgur reiðinnar, sem telja verður sigild verk, og svo Austan Eden, sem Elia Kazan leikstýrði árið 1955 og James Dean lék aðalhlutverkið í. Þegar góð samskipti Hollywood og Steinbeck eru höfð í huga var það vafalaust við hæfi, að M-G-M minntist 80 ára afmælisins með frumsýningu á nýrri Steinbeck-kvikmynd. Myndin dregur nafn sitt af Cannery Row, sem á islensku hefur verið nefnd Ægisgata, en sameinar söguþráð þeirrar skáldsögu og Sweet Thursday, sem fjallar um sömu sögupersónur og Ægisgata. Framleiðandi nýju kvikmyndar- innar er Michael Phillips, en David Ward skrifaði handritið og leikstýrði. Þeir félagar hafa áður unnið saman, þvi Ward skrifaði handrit myndarinnar „The Sting“, sem er ein af tiu tekjuhæstu kvikmyndum sögunnar, óg Phillips var meðfram- leiðandi þeirrar myndar, og sömuleiðis meðframleiðandi „Close Encounters of the Third Kind“ eftir Spielberg. Það eru þvi hæfileikamenn, sem standa að kvikmyndinni, og aðalhlutverkin eru í höndum Nick Nolte, sem leikur hinn sögufræga „Doc“, og Debra Winger, sem er klaufalega gleðikonan sem Doc vingast við. Steinbeck byggði „Doc“ á besta vini sinum, Ed Ricketts, sem lét lifið með óvenjulegum hætti; bifreið hans lenti í árekstri við járnbrautalest. KVIKMYNDIN VAR FRUMSÝND í SALINAS BORG. Þar eru nú viðhorf fólks til John Steinbecks önnur en áður, þegar hann var hataður af fyrirfólki fyrir að ófrægja ibúa Salinas. Fina fólkið i dalnum náði ekki upp i nef sér vegna þ'eirra lýsinga, sem Steinbeck gaf af þvi í Austan Eden, og ekki siður fyrir fordæmingu hans á meðferð stórbændanna á farandverkafólkinu í Þrúgum reiðinnar. Þá voru íbúamir í Monterey, sjávarborg á vesturjaðri Salinas dalsins, mjög illir út í Steinbeck fyrir að skrifa aðeins um iðjuleysingja, róna og hómr i bókum eins og Kátir voru karlar og Ægisgötu. Þjónum og hótelstarfsmönnum i Monerey var uppálagt á þeim ámm að segja ferðamönnum, að þessar hórur og rónar væm aðeins hugarsmíð Steinbecks. Og andstaðan varð svo illvig, að Steinbeck varð að flýja úr dalnum. Síðustu 20-ar ævi sinnar bjó hann þvi í New York. En nú er þetta breytt, og í Salinas hafa hátiðarhöldin vegna afmælis Steinbecks verið hvað mest, enda er hann enn eitt helsta aðdráttarafl staðarins fyrir ferðamenn. Jafnvel bókasafnið í Salinas hefur breytt um nafn og heitir nú í höfuðið á skáldinu, og húsi fjölskyldunnar - Steinbeck House - er varðveitt sem minjasafn, auk þess sem þar er rekið veitingahús fyrir ferðamenn. Steinbeck sagði eitt sinn, að íbúarnir í Salinas yrðu ekki ánægðir fyrr en hann kæmi heim „i viðarkistu". En fjandskapurinn í hans garð er löngu fyrir bí. „Samtíðarmenn hans em allir látnir. Ágreiningur hans var við þá. Hann sagði ekkert slæmt um okkur, og við höfum því engra harma að hefna“, sagði einn íbúanna í blaðaviðtali. Þannig græðir timinn flest sár. Eins og áður sagði fékk STEINBECK NÓBELSVERÐLAUNIN ÁRIÐ 1962. Þá vom öll helstu skáldverk hans að baki. Þau sex ár, sem hann átti eftir ólifuð, skrifaði hann fáar bækur. Hins vegar sinnti hann nokkuð blaðamennsku, og lenti þá sem oftar i deilum. Sérstaklega vom skrif hans frá Vietnam umdeild. Handritið af ræðunni, sem hann flutti þegar hann tók við Nóbelsverðlaununum 1962, er nú í Steinbeck bókasafninu í Salinas. Á handritinu hefur hann skrifað: „Það hafa ekki allir þá gæfu til að bera að vera fæddir í Salinas, en til þeirra, sem þess heiðurs ero aðnjótandi, er þetta skrifað“. Tengsl hans við Salinas vom því alltaf sterk, þrátt fyrir fjandskap áhrifamikilla ibúa þar, og að lokum kom hann heim, eins og hann hafði spáð, „i viðarkistu". Hann var jarðsettur í kirkjugarði í Salinas síðustu vikuna í desember árið 1968. En persónur Steinbecks lifa áfram i bókum hans, og Salinas dalurinn er jafn raunvemlegur í hugum margra lesenda skáldsins og umhverfi hversdagsins. Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.