Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 16
„Hún er 63 kflógrömm” Dean Haldeman Erlichman TÍU ÁR FRÁ UPPHAFI WATERGATE: ■ Tiu ár eru liðin frá Water- gate en ennþá hefur banda- ríska þjóðin ekki jafnað sig að fullu. Við leggjum ekki út af málinu hér en hvað skyldi orðið af „söguhetjunum“ sem prýddu alla fjölmiðla svo árum skipti? Samantekt þessi er auðvitað fengin úr bandarisk- um blöðum sem minntust „afmælisins“. Innbrotsmennirnir sjálfir sem handteknir voru i Water- gatehúsinu sátu í fangelsi i 13-15 mánuði en búa nú allir á Miamisvæðinu. Bemard Bark- er, 65 ára, var byggingaeftir- litsmaður en fór á eftirlaun fyrr á þessu ári er hann var staðinn að þvi að slæpast i vinnunni... Virgilio Gonzalez, 56 ára, rekur verslun í Little Havana.. Eugenio Martinez, 59 ára, er framkvæmdastjóri bílasölu... Frank Sturgis, 57 ára, rekur vídeóverslun í félagi við annan mann og vinnur með útlögum frá Kúbu og Nicaragua... John Dean, 43ja ára, varaði Nixon á sinum tima við þvi að Watergate væri að verða „krabbamein á rikisstjórn- inni“. Er aðvörunum hans var ekki sinnt gekk hann í lið með rannsóknaraðilum en var sjálf- ur dæmdur i fjögurra og háifs mánaðar fangelsi fyrir að hindra framgang réttlætisins. Græddi gífurlegt fé, sem að mestu fór i laun til lögfræð- inga, á bók sinni Blind Ambiti- on en er nú að vinna að annarri bók og heldur auk þess fyrirlestra. Þá býr hann til útvarpsþætti ásamt konu sinni, Mo, og hefur verið viðriðinn sjónvarp. Býr i Los Angeles. H.R. (Bob) Haldeman, 55 ára, sat í fangelsi i 18 mánuði fyrir meinsæri og fyrir að hindra framgang réttlætisins. Haldeman var einn dyggasti þjónn Nixons en hélt þvi fram í sinni Watergatebók, The Ends of Powers, að hann hefði vitað um málið allt frá byrjun. Hann er nú varaforseti bygg- ingarfyrirtækis i L.A. og vinn- ur auk þess að sjónvarpsþátt- um um ár sín sem starfsmanna- stjóri Hvita hússins. John Erlichman, 57 ára, hinn „þýskarinn" í innsta hring Nixons, og sat i fangelsi i 18 mánuði fyrir að stjórna tilraun- um til að hylma yfir Watergate- hneykslið. Lögfræðingurinn Erlichman hefur verið sviptur réttindum sínum en tekið til við ritstörf i staðinn. Hann byrjaði á því að skrifa tvær „lykilskáldsögur“ um valda- brölt i Washington en gaf nýlega úr ævisögu sina, Wit- ness to Power. Býr i Santa Fe, New Mexico, og vinnur að nýrri skáldsögu. John Mitchell, 68 ára, var dómsmálaráðherra Nixons og siðar kosningastjóri hans. Hann tók þátt i að hylma yfir Watergatemálið og sat fyrir það í steininum í 19 mánuði. Hann er sá eini af „aðalleikur- — Amrísk vísitölufjölskylda rannsökuð ■ Meðal Amerikani? Það hefur, náttúrulega, verið rann- sakað. Meðal Ameríkaninn er 31s árs gömul kona, gift og eins barns móðir. Þetta kom fram i skýrslu sem manntalsstofnun þar vestra gaf nýlega út eftir mjög nákvæmar rannsóknir. Þessi ágæta kona giftist þegar hún var 21s árs og var eiginmaður hennar þá 23ja ára. Hún er 63 kíló að þyngd. Þá er þessi ímyndaða frú hvít á hörund, af engilsaxneskum uppruna og likurnar á því að hún giftist blökkumanni eru aðeins ein á móti ellefu enda þótt 11% bandarisku þjóðar- innar séu svertingjar. í skýrslu þessari kemur fram að í Bandarikjunum búa nú 226.5 milljónir íbúa en voru 203 milljónir árið 1970. Um það 189 milljónir voru hvitir menn, 26.5 blökkumenn og 3.7 milljónir komu frá Austur- löndum eða Kyrrahafi. „Aðr- ir“ voru 7.2 milljónir en meðal þeirra eru bæði Eskimóar og Indiánar. Konur voru 116.5 milljónir. Og meðal þessara kvenna var hún „frú meðal Amerí- kani“. Hún býr reyndar í Jefferson County, suðvestur af St. Louis i fylkinu Louisiana en þetta er i fyrsta sinn sem þéttbýli mælist mest fyrir vestan Missisippi-ána. Er það talin vera afleiðing hægfara þjóðflutninga frá iðnaðar- héruðum norðuríkjanna og til sólarinnar i suðri. En þessi hjón, höldum áfram með þau. Eins og 55.9% af öllum borgurum Bandarikj- anna hafa þau skötuhjú alltaf búið í sama fylkinu. Hæst er hlutfallið í Missouri en 69% ibúa þar hafa ætíð átt þar heima. Stingur þetta i stúf við hefðbundna skoðum manna um að Bandarikjamenn séu alltaf á flakki milli ríkja. Hann er verkfræðingur, hún skrifstofumaður Og „meðal-hjónin“ búa í litlum bæ þar sem eru um það bil 20 þúsund íbúar og þau eiga sitt eigið hús þar sem eru þrjú herbergi og tvö salerni. Hús þetta er metið á 63.300 dollara, nálægt 633 þúsundum .islenskra króna. Húsið er að vísu veðsett og þau borga 400 dollara á mánuði vegna þess næstu 18 árin. Bæði hjónin eru i fastri vinnu. Hann er verkfræðingur og hún starfar á skrifstofu. Hann fær 340 dollara i laun á viku með 40 ‘stunda vinnu- viku en hún rúmlega 200 fyrir 32 stundir. Hvorugt þeirra er i stéttarfélagi - aðeins 27% karla og 11% kvenna vestra tilheyra slíkum félagsskap. Mikill meirihluti kvenna, 83%, vinnur utan heimilis en ekki af glöðu geði heldur fyrst og fremst til að afla aukapen- ings fyrir heimilið. Þær eru þó flestar nokkuð ánægðar með vinnu sína. Þau „meðal-hjónin" afla um það bil 21.5 þúsund dollara á ári en þar sem þau eru bæði hvít er liklegt að tekjurnar nálgist 26 þúsund dollara. A hverju ári eyða þau 5.2 þúsund dollurum i mat, 5.2 i leigu, 2.1 þúsund i flutninga ýmiss konar, 1.8 þúsund í föt og salcrnisvörur, 1.5 þúsund dollara i tryggingar og 1.1 i ýmislegt ónefnt. Auk þess borga þau 3.9 þúsund dollara i skatt og þau reyna að spara um það bil 3.5 þúsund dollara á hverju ári sem þau setja á vaxtaaukareikning fremur en fjárfestingar. Þeim dettur aldrei i hug að eyða sumarleyfínu erlendis Þau eiga tvo bila sem báðir eru bandariskrar gerðar en bilana eiga þau ekki vegna þess að þau vilji sýna hvað þau eru stöndug heldur hreint og beint vegna þess að þau þurfa á þeim að halda tii að ferðast langan veg i vinnuna þar eð almenningssamgöngukerfi eru alls ófullnægjandi. Þeim dettur aldrei i hug að eyða tveggja vikna sumarleyfi sínu erlendis. Annaðhvort slappa þau af heima eða heimsækja ættingja sína. Eina goðsögn hefur þessi skýra skýrsla sent út í veður og vind - þá að bandariskur almenningur sé sá ríkasti i hcimi. Tekjur á hvern einstakl- ing voru árið 1980 1L53( dollarar en átta Evrópuriki oj fjögur Arabaríki með olíulind ir eru hærri en það. Þau visitöluhjón eru trú hneigð og gefa árlega 181 dollara til kirkju sinnar. Ljóst er að frúin mun lifa mann sinn og enda sína tið sem ekkja. Hún getur búist við að lifa 78 ár en hann ekki nema 70. AFP /- ij. „Stórkostlegasta ferðalag sem maðurinn hefur farið...” á ferð en Kohli sagði að fyrir þeim væru mennimir ætið ónefndir. Á siðari hluta ferðalagsins áttu þeir fjórmenningar i höggi við snáka. „Við vissum ekki alveg hvers konar snákar þetta vora en þeir voru stórir og við álitum að sumir þeirra hafi verið eitraðir. Þeir urðu oft á vegi okkar," sagði Kohli. Villtir hestar, villikettir og steinaldarfólk Hann sagði einnig að villi- hestar hefðu gert aðsúg að þeim við landamæri dreka- rikisins Bhutan og að hestamir hefðu elt þá góða stund og látið ófriðlega. Eitt sinn réðust villikettir eða gaupur að þeim, „þeir vora stórir og grimmir eins og tigrisdýr. Þeir virtust sem betur fer hafa meiri áhuga á matnum okkar en okkur ■ Þeir sáu frosin lík í snjón- um, eitursnákar hvæstu í slóð þeirra, villtir hestar eltust við þá, villikettir rifu í sig matar- birgðir þeirra og mánaðargam- all hvolpur gerðist förunautur þeirra... Fjórir soldátar úr indverska hernum urðu nýlega fyrstir til að fara hina 8000 kílómetra leið um Himalæja-fjöllin frá smáþorpinu Gilling í héraðinu Arunachal við landamæri Tí- bet, og til hins evðileea Karakoram skarðs í vestur Ladakh við landamæri Kina. „Við getum ekki list þvi í orðum sem viðsáum... Það var stórfenglegt," sagði H.S. Kohli, 28 ára gamall höfuðs- maður og leiðtogi hópsins, við fréttamenn er hópurinn komst loks á áfangastað eftir 17 mánaða ferðalag. Við hlið Kohlis sat hundurinn Druk, sem þýðir dreki á bútan-tungu, en hann er nú orðinn stæðileg- ur 15 mánaða gamall hvutti. „Oft héldum við að við værum dauðadæmdir," sagði Kohli ennfremur. „Einu sinni varð Chauhan höfuðsmaður“ -þrítugur að aldri - „fyrir snjóskriðu og grófst alveg i hana. Þá héldum við að hann væri allur.“ Ferðalagið, sem hófst 15. janúar 1980, var kostað af indverska hernum og frægir fjallgöngugarpar hafa lýst því sem „stórkostlegasta ferðalagi sem maðurinn hefur nokkra sinni farið...“ Ýmsir hafa áður reynt að ganga þessa leið eins og leiðangursmenn urðu áþreifan- lega varir við er þeir gengu fram á gaddfreðin lik á slóðinni sem þeir fylgdu. Leið- angursmenn lögðu á minnið útlit likanna ef takast mætti að finna út hverjir þar hafa verið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.