Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1982 11 meðhöndlað krabbameinssjúklinga með sinum eigin aðferðum á rannsóknarstöð sinni i Fort Worth i Texas. „Hefðbundn- ar“ lækningaaðferðir eru náttúrlega notaðar þar en ekki minnst áhersla er lögð á sálfræðilega meðferð. Sú meðferð miðar fyrst og fremst að þvi að brjóta niður venjuleg viðbrögð manna við krabbameini. Þau segja sjálf að árangurinn hafi verið furðulega mikill. í nokkrum tilfellum lifðu sjúklingar mun lengur en búast hefði mátt við. Og i öllum tilfellum, segja hjónin, jókst lifsorka sjúklingsins að mun og aukaverkanir vegna læknismeðferðar minnkuðu geysi- lega. Niðurstaða þeirra er þvi sú að krabbamein sé oftar en ekki merki um persónuleg vandamál, scm alvarlegt stress, þunglyndi eða áhyggjur geti ýtt undir - með þessum afleiðingum. Og bregðist krabbameinssjúklingurinn við af vonleysi er ekki að sökum að spyrjá, segja þau. Hvers vegna fá aðeins sumir krabba? Þau Carl og Stephanie Simonton halda þvi einmitt fram að það sé sjálft vonleysið sem sé ábyrgt fyrir röngum liffræðilegum viðbrögðum. Jafnvægi líkamans raskast, ekki síst hormónajafn- vægi hans, náttúrleg varnarkerfi skrokksins eru brotin niður og skilyrði myndast fyrir þroska óeðlilegra fruma - krabbameinsfruma. Ekki má því aðeins reyna að lækna likamann, það er þýðingarlaust, það verður einnig að reyna að uppræta meinið, sem skapaði krabbameinsfrumunum lífvænleg skil- yrði. Allt lif sjúklingsins verður að koma inn i myndina. Enda þótt vísindamönnum hafi vissu- lega miðað eitthvað fram á veginn í baráttu sinni gegn krabbameini á síðustu árum er staðreyndin sú að tíðni krabbameins eykst stöðugt, einkum í hinum iðnvæddu Vesturlöndum. Skýr- ingarinnar hefur oftast verið leitað i blöndu af líffræðilegum og umhverfis- legum þáttum, og nefndir eru til sögunnar óhollir lifnaðarhættir, meng- un, rangt mataræði og hættuleg aukaefni í fæðu. Hjónin frá Texas taka undir að þetta spili allt stóra rullu. En, spyrja þau, hvemig stendur á því að aðeins hluti þeirra sem búa við sömu lifsskilyrði fá krabbamein? Og hvers vegna fá einmitt þessi fómarlömb krabba á einmitt þessari stundu? Þau svara sjálf og segja að ástæðan hljóti að vera sú að galli sé á vörnum likamans sem frá að því að sjúklingur fær krabbamein hafi komið í veg fyrir að sjúkdómurinn gæti fest rætur í líkamanum. Og sá galli á sér sálfræði- legar orsakir. Margir sjúklinganna höfðu oröið fyrir persónulegu áfalli Þau byggja þetta svar á nákvæmri rannsókn á hegðun sjúklinga sinna bæði fyrir og eftir að þeir urðu sjúkdómsins varir. Óeðlilega margir, að þeirra dómi, höfðu orðið fyrir miklu persónulegu áfalli á timabilinu frá sex til átján mánuðum áður en krabbinn kom i Ijós. Og það sem mikilvægara er: þessir sjúklingar brugðust við viðkomandi áfalli með vonleysi og uppgjöf. Áfallið gat verið margs konar; missir maka, skilnaður, brottrekstur úr starfi, upphaf eftirlaunaaldurs, stækkun fjöl- skyldu, flutningar, eða róttækar breyt- ingar á lifsháttum. En auðvitað fá ekki allir sem skilja við maka sinn eða eru reknir úr starfi krabbamein. Ástæðan er sú, segja hjónin, að aðeins sumir eru færir um að stjórna sínu eigin lífi og taka frumkvæði á nýrri leið. Þeim er ekki nærri eins hætt við að fá krabbamein og hinum sem gefast upp i lengri eða skemmri tima. Furðulega margir af sjúklingum þeirra Simonton-hjóna voru þannig úr garði gerðir persónulega að þeir voru næsta ófærir um að takast á við tilveru sem skyndilega var orðln mjög erfið. Þeir áttu erfitt með að tengjast öðru fólki tilfinningaböndum og þeir létu þarfir annarra ætið ganga fyrir sinum eigin. Efa og sálarkvöl lokuðu þeir inni í sér, en út á við létu þeir eins og ekkert væri og þeim gengi allt í haginn. Efi og óreiða á sálarlífl Margir sjúklinganna höfðu lagt alla sína krafta og allan sinn metnað í eitthvert eitt tiltekið atriði, til dæmis að standa sig vel á vinnustað eða ala upp börn. Ef þeir voru sviptir þessum lífstilgangi sínum voru viðbrögð þeirra efi og óreiða á sálarlífi sem þeim tókst ekki að tjá eða útskýra fyrir öðrum. Öðru fólki virðist líklegur krabbameins- sjúklingur oft á tíðum vera óvenjulega þægileg persóna, elskuleg vera, hrein- asti engill. En í rauninni getur þessi „góðmennska" verið merki um að viðkomandi manneskja hafi ekki ýkja mikið traust á sjálfum sér og að hún eygi litla von í lífinu. Carl og Stephanie Simonton leggja mikla áherslu á það í bók sinni að með engu móti megi draga of miklar ályktanir af þessum rannsóknum þeirra. Slíkt gæti verið hættulegt. Það sé til dæmis langt i frá að allir með þessi persónueinkenni fái krabbamein. Niður- stöður þeirra geti þvi aðeins verið visbending um nokkra þætti sem hugsanlega, og aðeins hugsanlega, geta leitt til sjúkdóms. Bók þeirra hjóna er nýlega komin út i Danmörku og formála að danskri þýðingu hennar skrifar sálfræðingurinn Emo Metze. Hann hefur haft mikil afskipti af þessum málum, meðal annars lærði hann um hrið hjá Simonton-hjón- unum, og síðan 1978 hefur hann meðhöndlað 150 danska krabbameins- sjúklinga, einkum við sjúkrahúsið í Árósum. Hann setur sama fyrirvara og þau hjón hér að ofan: „Það er rangt að segja að krabbamein sé sálfræðilegur sjúkdómur. Sálfræði- legir þættir eru aðeins einn hluti af mörgum sem valda þvi að sjúklingur fær krabbamein. Hitt er aftur á móti vitað að leiðir fólks til að leysa vandamál lifs sins geta haft sitt að segja i að framkalla sjúkdóm, sem það er þegar móttækilegt fyrir.“ ✓ „Olæknandi sjúkling- ar hafa lifað mjög lengi eða sjúkdómurinn staðnað“ Síðan segir Meíze: „Allir minir sjúklingar eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir ein- hverju áfalli, fyrir utan sjúkdóminn sjálfan. Þeir eru líka manneskjur sem láta umhverfið stjórna sér - i stað þess að stjórna sjálfir umhverfinu. Vandamál hrannast að þeim, en þeim tekst ekki að takast skipulega á við þau eða g'éra sér grein fyrir þeim möguleikum sem þeir hafa til að bjarga sér úr slæmum aðstæðum. Þcgar ég segi fólki frá þessu eru margir sem spyrja: „Nú, er það þá . mér sjálfum að kenna að ég er með krabbamein?" Nei, það er ekki rétt. En persónuleiki þessa fólks gerir það móttækilegra en ella fyrir sjúkdómnum. Það vill enginn fá magasár, og það vill auðvitað enginn fá krabba. Fyrir marga sjúklinga mina er ég siðasta halmstráið. En ég endurtek aldrei of oft að ég get engu lofað um árangur. Mjög mikilvægt er að vekja ekki falskar vonir. Ef til vill getur sálfræðileg meðferð haft þau áhrif að mótstöðuafl sjúklingsins eykst og þar með minnki aukaverkanir af lyfjagjöf og geislameðferð. Og ég get heldur ekki þrætt fyrir það að i mörgum tilfellum hafa ólæknandi sjúklingar lifað mjög lengi eða sjúkdómurinn hefur staðnað." „Hugsanamyndir“ efla lífsþrótt og mótstöðuafl Meðferðin sem bæði Simonton-hjón- in og Erno Metze beita er í meginatrið- um hin sama. Með hjálp slökunar læra sjúklingamir að búa sér til hugsanamynd sem á að skapa kerfi jákvæðar afstöðu. Þetta er á útlendum málum kallað „visúalisering". Tilgangurinn er að draga úr ótta - sem undir öllum kringumstæðum er mjög hættulegur - breyta lifsviðhorfum og efla lifsþróttinn. Takist það eru tilkomin skilyrði fyrir þvi að líkaminn sjálfur geti ráðist gegn krabbameininu af öllum sínum krafti - og sá kraftur er töluverður. Lækning með hjálp hugans, í fáum orðum sagt. Sjúklingur getur til dæmis hugsað sér geislameðferðina sem milljónir ör- smárra orkueininga sem ráðast á allar frumur likamans. En vegna þess að krabbameinsfrumurnar eru veikari fyrir en heilbrigðu frumurnar deyja þær en hinar heilbrigðu komast af. Önnur „innri mynd“ er að sjúklingurinn imyndi sér hvítu blóðkornin sem óvigan her sem umkringir hinar dauðu og deyjandi krabbameinsfrumur. Þau safna þeim saman, gera þær að fullu óskaðlegar og skola þeim loks út úr líkamanum eftir eðlilegum leiðum. Loks er svo mynduð hugsanamynd af likamanum fullhraust- um og heilbrigðum. Þetta kann að virðast frumstætt en þetta hefur, segja Simonton-hjónin og Metze, skilað ár- angri. „Sjúklingar eiga fleiri kosta völ en að gefast upp og deyja“ Erno Metze segir: „Það er mikilvægt að sjúklingurinn sé vel undirbúinn áður en meðferð hefst. Ef undirbúningur er nægur reynist öllum auðvelt að læra þessa tækni. Og ég tel að það hafi sýnt sig að hugsanamyndimar séu stórkost- legt tæki til að breyta viðbrögðum fólks og gera það færara um að berjast við sjúkdóma. Löngum var ég læknir minn... - það er spuming um þjálfun. Margt fólk litur á krabbamein sem eins konar vond örlög sem það hafi orðið fyrir, og að það sjálft sé algerlega vamarlaust. Þetta er hættuleg afstaða. Mitt starf er að kenna þessu fólki að það á þrátt fyrir allt fleiri kosta völ en að gefast upp og deyja, að það verður að setja sér markmið fyrir framtíðina. Það er ótrúlega mikilvægt, og ekki siður fyrir hina sem ekki hafa krabbamein." - ij snéri og endursagði. WELGER heybindi vélar If/ WELGER w AP-53 WELGER heybindivélar fyrirliggjandi Hagstætt verð P tí ÁPMULA11 Lausar stöður Heilsugæslulækna Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður heilsugæslulækna sem hér segir: 1. Ólafsvík H2, önnur staða læknis frá og með 1. september 1982. 2. ísafjörður H2, ein staða læknis frá og með 1. janúar1983 3. Þingeyri H1, staða læknis frá og með 1. september 1982. 4. Ólafsfjörður H1, staða læknis frá og með 1. september 1982 5. Vopnafjörður H1, staða læknis frá og með 1. nóvember 1982 6. Vík í Mýrdal H1, staða læknis frá og með 1. . nóvember 1982 7. Hella H1, staða læknis frá og með 1. desember 1982. 8. Vestmannaeyjar H2, ein staða læknis frá og með 1. október 1982 9. Keflavík H2, staða læknis frá og með 1. september 1982. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist ráðu- neytinu á þar til gerðum eyðublöðum sem fást í ráðuneytinu og hjá landlækni fyrir 15. júlí n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 16. júní 1982 + Viö þökkum af alhug auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns mins og bróöur okkar Egils Egilssonar Meðalholti 13, Reykjavlk Guðveig Stefánsdóttir Guðbjartur G. Egilsson og Ólaffa Egilsdóttir Alúöarþakkir til allra ættingja, vina og stofnana, sem sýndu samúö og virðingu við andlát og útför Jóns ívarssonar l.v. framkvæmdastjóra Vlðlmel 42 Sigrún Jónsdóttir Jón Gunnar Jónsson og aðrir vandamenn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö, kveðjur og blóm við andlát og jarðarför Önnu Sigurbjargar Gunnarsdóttur Egllsá Skagafirðl Guð blessi ykkur öll. Guðmundur L. Friðfinnsson Kristin Guðmundsdóttir Hilmar Jónsson Sigurbjörg Guðmundsdóttir Þór Snorrason Sigurlaug Rósinkrans barnabörn og barnabarnabarn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.