Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1982 ■ 35 ára gamall sjúklíngur dró í byrjun meðferðar sinnar upp þessa „hugsanamynd“. Hvössu örvarnar eru túlkun sjúklíngsins á lyfjameðferðinni og sýnir form þeirra að hann leit á lyfin sem hættuleg. Hvitu blóðkomin likjast pirhana-fiskinum með beittar tennur sem lýsa reiði og andstöðu, en einnig að þau muni á endanum sigra. ■ Eftir sex mánaða meðferð var „hugsanamynd“ sjúklingsins svona. Pirhana-fiskarnir eru enn til staðar en tennur þeirra hafa minnkað og þeir hafa fengið augu sem benda til þess að þeir séu vel á verði. Og krabbameinsfrumumar em orðnar litlar og auðveld bráð, þar sem þxr fela sig innan um heilbrigðu frumumar. ER HÆGT AB HUGSA KRABBAMFIN A BROTT? — Athygli beinist að sálfræðilegum þáttum þessa hættulega sjúkdóms ■ Krabbamein, nafnið eitt nægir til að skjóta flestum Vesturlandabúum skelk i bringu. Ólæknandi sjúkdóm- ur, hræðilegar afleiðingar, að lokum kvalafullur dauði. Taka ber skýrt fram að á síðustu árum hefur læknum bæði hérlendis og erlendis tekist aUvel að minnka frumstæðan ótta fólks við sjúkdóminn - ótta sem sjálfur er hættulegur - en þrátt fyrir ómældar rannsóknir færustu lækna og visindamanna nú undanfarið hefur þeim orðið litið ágengt i baráttunni við krabbann. Mörg leyndarmál eru enn óleyst. En ekki eru ÖU þeirra slæm, margir hafa Uklega heyrt talað um sjúklinga sem skynddega verða alheUbrigðir, krabbinn á bak og burt án þess að lækningaaðgerðir á sjúkrahúsum hafí komið þar við sögu. Þó þessir sjúklingar séu fáir eru þeir eins og gangandi kraftaverk og nokkiir vísindamenn hafa, á siðustu misserum, einbeitt sér að þvi að reyna að finna orsakir lækningar þeirra. ■ Krabbamein. Nafnið eitt nægir til að skjóta flestum Vesturlandabúum skelk i bringu. Ólæknandi sjúkdómur, hræði- legar afleiðingar, að lokum kvalafullur dauði. Óttinn við krabbann hefur magnast svo á síðustu áratugum að flestum þykir nóg um, þó verður ekki framhjá því horft að helvítið er bæði lúmskt og stórhættulegt. Og þrátt fyrir ómældar rannsóknir færustu lækna oe vísindamanna nú undanfarið hefur orðið litið ágegnt í baráttunni við krabbann. Mörg leyndarmál eru enn óleyst. En ekki eru öll þeirra slæm, margir hafa líklega heyrt talað um sjúklinga sem skyndilega verða alheil- igðir, krabbinn á bak og burt án þess að lækningaaðgerðir á sjúkrahúsum hafi komið þar við sögu. Þó þessir sjúklingar séu fáir eru þeir eins og gangandi kraftaverk og nokkrir visindamenn hafa, á síðustu misserum, einbeitt sér að því að reyna að finna orsakir lækningar þeirra. Allir þeir sjúklingar sem læknast hafa með þessum hætti eiga það sameiginlegt að læknar hafa ekki fundið neina liffræðilega skýringu á burthvarfi krabb- ans. Er hugsanlegt, spyrja menn þá, að lækningin sé á einn eða annan hátt sálfræðilegs eðlis? - en upp á slðkastið hefur æ meiri athygli beinst að hinum sálfræðilega þætti krabbameins. Það er alkunna að margir sjúkdómar geta sprottið af sálfræðilegum ástæðum eingöngu, og nægir að minna á magasár, óeðlilega háan blóðþrýsting og ýmsa húðsjúkdóma. Læknar vita líka að sjálfur lifsvilji sjúklings er mjög mikil- vægur ef takast á að lækna hann af alvarlegum sjúkdómi. Ef sjúklingur gefst upp, verður þunglyndur og berst ekki af öllum sinum kröftum eru litlar likur á að hann verði nokkru sinni heilbrigður aftur. A Arangur af sálfræðimeðferð oft furðulega mikill Fáir hafa aftur á móti vogað sér að halda þvi fram að sálfræðilegir þættir geti átt hlut að þvi að krabbamein komi fram. En nýlega er komin út bók, þar sem einmitt þetta er staðhæft. Það eru bandarisk hjón sem skrifuðu bókina: Carl og Stephanie Simonton. Hann er krabbameinssérfræðingur, hún er sál- fræðingur. í bókinni, sem heitir Að verða heilbrigður á ný, lýsa þau þvi hvernig sálfræðilegur vandi getur brotið niður mótspyrnu líkamans gegn krabba. Og öfugt, nefnilega hvernig rétt sál- fræðileg meðferð getur snúið þróuninni við og rekið, ef svo má segja, krabbameinsfrumurnar burt úr líkam- anum. Forsenda þeirra hjóna er að sjúkdóm- ur - hver svo sem hann er - er ekki aðeins galli á likamsstarfseminni sjálfri. Sjúkdómur snertir manneskjuna i heild; likamann, sálina og tilfinningarnar. Þess vegna, segja þau, geta sálfræðileg atriði bæði aukið mótstöðuafl gegn tiltcknum sjúklingi og átt þátt i að lækna hann. Þau tala af reynslu. Siðan árið 1971 hafa þau „ÓÞÆGILEGU” SJÚKLIN GUNUM VEGNAÐIBETUR — segir Hrafn Tulinius, læknir ■ Greinin hér á opnunni er fengin úr dönsku dagblaði, ekki visindariti. Það segir sig sjálft að blaðagreinar um svo flókið og viðkvxmt mál sem krabba- mein geta aldrei orðið jafn árciðan- legar og nákvxmar og greinar sem Ixknar eða vísindamenn vinna, og því lék okkur forvitni á að vita álit sérfrxðings á þeim hlutum sem fjallað er um i greininni. Fyrir svörum varð Hrafn Tulinius, Ixknir og forstöðu- maður Krabbameinsskrárinnar, en hann mun vera meðal fróðustu íslendinga um þennan sjúkdóm. - Hrafn, er þessi grein bara kjaftæði? „Hún er náttúrlega aðallega kjaft- æði, en ekkert slæmt kjaftæði, og þarna er drepið á hluti sem litið hefur verið fjallað um fyrr en nú siðustu árin. Ég vil hins vegar leggja áherslu á að þessir þættir sem talað er um geta aldrei átt hlut að sjálfri myndun krabbameins. Það má segja að í hverjum manni sem orðinn er 30-40 ára séu mörg krabbamein i myndun; svo er spurningin hvort varnarkerfi líkamans geta haldið aftur af þeim. Og það tekur jafnan að minnsta kosti5—10 ár frá þvi að hinir krabbameinsvald- andi þættir hafa áhrif og þar til krabbameinið verður greint. Það sem hér er aðeins talað um er hvort vissir hlutir geti hugsanlega orðið til þess að varnarkerfi líkamans brotni niður. Aðferðir Bandarikjamannanna og Danans gætu því ef til vill leyst vandamál einstakra sjúklinga, en hafa engin áhrif á vandamálið sjálft, krabbameinið og myndun þess. Mér dettur í hug að ég las fyrir nokkrum árum sæmilega visindalega unna grein um afdrif kvenna sem höfðu fengið brjóstkrabbamein. Það var talað við konurnar sjálfar og lækna þeirra og sálfræðinga og síðan liðu 18 ■ Hrafn Tulinius: „Greinin er aðal- lega kjaftxði en ekkert slæmt kjaft- æði....“ mánuðir og þá var talað við alla þessa aðila aftur. Niðurstöðunum bar að ýmsu leyti saman við þessa grein hér. Það kom sem sé i ljós að ljúfu og þægilegu sjúklingunum sem báru ekki vandamál sin á torg hafði yfirleitt gengið heldur illa að fást við sjúkdóm- inn. Hinum, „óþægilegu" sjúklingun- um sem börðust og rifust og fengu grátköst, þeim hafði vegnað betur,“ sagði Hrafn Tulinius að lokum. - ij.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.