Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 21

Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 21
21 tímaritsins voru þeir Daley, Chandler og Hammett. „Hammett lét morð aftur i hendur fólksins sem hafa ástæður til að fremja þau og hafa verkfærin við höndina" eins og Chandler sagði „hann lét morðin aftur i skuggasundin". Söguhetju þessara manna má rekja aftur í þjóðsögur Bandarikjamanna til persóna eins og Mike Fink og Davy Crockett en pérsónan var fyrst skinna- veiðimaður, siðan kúreki og loks einkaspæjari en í Black Mask varð persónan einnig að blaðamanni, ljós- myndara, endurhæfðum glæpamanni, lögreglustjóra og fleirum. Einkaspæjarinn var einmana úlfur, án vina, fjölskyldutengsla eða annars sem gat brotið hina hörðu skel sem hann myndaði um sig og varði heiðarleika sinn með: „Einkaspæjarinn er borgarbúi fremur en sveitamaður, og hefur fágun stór- borgarinnar og hörku hennar. Hann getur ekki lengur haldið út i öræfin eins og Huck Finn... Hann finnur enga leið út. Og því er hann barinn, skotinn, kæfður, dópaður en samt lifir hann af þvi það er i eðli hans að lifa af. Einkaspæjarinn, eins og hetjurnar á undan honum, vill lifa einn, og án félagslegra- eða fjölskyldu tengsla sem honum finnst eins ógnandi við siðgæði sitt og hinn spilltí heimur sem hann hrærist í. Hammett, að lokum, giftir hetju sína, gefur henni annað nafn og hættir að skrifa (The Thin Man 1934). Chandler giftir Marlowe i siðustu bók sinni sem hann náði ekki að Ijúka, og veltir því fyrir sér, er hann vinnur að henni, hvort Harlowe ætti nokkurn tímann að vera giftur (The Poodle Springs Story 1957-58)“. Th.e Hard-Boiled Detective bls. 14 Miklar vinsældir Frá upphafi var Black Mask vinsælt og innan árs frá fyrsta tölublaðinu var eintakafjöldinn kominn i 200.000. Þekktasti ritstjóri þess varð Joseph T. Shaw (1926-1936) sem setti timaritið í það far sem það varð þekktast fyrir en hann hvatti menn til að skrifa sögur af þeirri gerðinni sem Chandler lýsti þannig: „Að taka morðin frá hástéttun- um, helgarpartýjunum og rósagarði prestsins og láta þau i hendurnar á fólkinu sem var verulega gott í að framkvæma þau“. Þegar hann yfirgaf timaritið eftir rifrildi við eigendur þess, voru rithöf- undar eins og Lester Dent sem töldu að brotthvarf hans hefði komið í veg fyrir að þeir yrðu góðir rithöfundar. Dent hafði fengið útgefið „tunnur af söluhæfu drasli" eins og hann orðaði það þar á meðal yfir tvöhundruð Doc Savage-sögur en þegar þú fórst inn á skrifstofu Shaw eins og hann orðaði það „og talaðir við hann fannst þér sem þú værir að skrifa skáldsögur sem væru áhrifamiklar og þú hafðir á tilfinning- unni að þú hefðir status“ En þær tvær skáldsögur Dents sem honum fannst eitthvert viC í voru útgefnar í Black Mask. Meðal lesenda Black Mask á fyrstu árum þess voru jafn ólíkir persónuleikar Woodrow Wilson, starfsmenn breska sendiráðsins og síðar Harry Truman og A1 Capone. Er Black Mask lagði upp laupana var eintakafjöldinn i 175.000 en það vék eins og önnur tímarit þessa tima svokölluð „pulp-magazine“ sem fjöll- uðu um allt milli himins og jarðar, fyrir sjónvarpinu og hasarblöðunum svoköll- uðu. Raunar voru margir af rithöfund: um Black Mask sem gátu ekki fengið vinnu við annað en að skrifa fyrir hasarblöðin, aðrir fóru til Hollywood og urðu handritahöfundar en stærstu nöfn- in héldu áfram að skrifa sögur sinar fyrir almennan markað, með misjöfnum árangri, breyttir tímar kröfðust breyttra gagna. Kvikmyndir Skömmu eftir stríð fór áhrifa einka- spæjarasagnanna i Black Mask og öðrum svipuðum timaritum að gæta i Hollywood og var fjöldinn allur af myndum gerður eftir þessum sögum. Einn leikari öðrunt fremur varð einskon- ar imynd söguhetjanna úr sögunum en það var að sjálfsögðu enginn annar en Humphrey Bogart, hann lék meðal annars Marlowe í The Big Sleep eftir samnefndri skáldsögu Raymond Chand- lers, siðan Sam Spade í myndinni The Maltese Falcon svo dæmi séu nefnd og hefur engum leikara tekist að komast með tærnar þar sem hann hafði hælana í þessum efnum, ef frá er talinn einn leikari sem lék fyrir nokkrum árum í mynd Dick Richards „Farewell my lovely" en það er Robert Mitchum en myndin er gerð eftir samnefndri sögu Chandlers. Engin klassik Þótt það form einkaspæjarasagna sem birtist fyrst í Black Mask sé liðið undir lok og ný form tekin við þá má eflaust finna áhrif þess enn í sögum af þessari tegund sem gefnar eru út í dag. Segja má að öðru leyti að þessi verk hafi fölnað með pappírnum sdem þau voru prentuð á, því að enn hefur ekki verið rituð einkaspæjarasaga sem telja má til klassiskra bókmennta eða eins og Chandler segir i innganginum að smásögusafni sínu „Pearls are a nuis- ance“: Það finnst engin klassík í glæpum og uppljóstrunum. Ekki ein. Innan þess ramma sem gefinn er, sem er hinn eini sem dæma skal eftir, er klassískt verk sem tæmir alla möguleika sins forms og getur aldrei verið endurbætt. f engri mystiskri smásögu eða skáldsögu hefur þetta tekist enn. Nokkrar hafa komist nálægt markinu, en það er ein af höfuðástæðum þess að, á annaðborð vitiborið fólk, heldur áfram að ráðast á „borgaravígið". -FRI heyvinnuvélar frá Tétía Sú ódýrasta á markaðnum, miðað við vinnslubr. og afköst. - _ ■ . '. ■■ ■ ■■ ■» r " * ■> * ■ - - ■ ;■ - - :- -•■ r* ' s : ? 5 m ■ Fella TH 520 Vinnslubreidd 5,20 m. Vélin hefur fjórar snúningsstjörnur og sex arma á hverri stjörnu. Dreifir þvi mjög vel úr múgunum og tætir heyið. Kastar frá skurðbökkum og fylgir vel eftir á ójöfnum. Afkastamikil heyþyrla sem hentar flest- um. Verð kr. 26.400.- Sú afkastamesta Mesta vinnslubreidd sem þekkist hér á landi FellaTH670 6 armá Ostjörnu heyþyrla með, 6,7 m vinnslubreidd. Hagnýtið ykkur nú- tíma tækni og vinnuhagræðingu. Tryggið ykkur eina þeirra. Verð kr. 33.900.- Lang hagstæðasta verðið á markaðnum G/obus? LÁGMÚLI 5. SlMI 81555 Dagskrá Listahátíöar í Reykjavík Laugardagur 19. júní kl.20:30 Leikfélag Reykjavíkur Skilnaður Frumsýning á nýju leikriti eftir Kjartan Ragnarsson, sem einnig er leikstjóri. Laugardagur 19.júní kl. 9:30 og 14 Norræna húsið Föndurstofan Opin öllum (hámarksfjöldi barna þó 15, aldur 3-6 ára) Laugardagur 19. júní kl. 17:00 Kjarvalsstaðir Hafliði Hallgrimsson: Fimm stykki fyrir píanó (Halldör Haraldsson, píanó) Guðmundur Hafsteinsson: Brunnu beggja kinna björt Ijós (Nora Kornblueh, selló, Óskar Ingólfsson, klarinett, Snorri S. Birgisson, píanó) Sunnudagur 20. júní kl. 17:00 Laugardalshöll Tónleikar Sinfóníuhljómsveit íslands ásamt Söngsveitinni Fflharmóniu. Stjórnandi Gilbert Levine Einsöngvari Boris Christoff, bassi kl.20.30 Léikfélag Reykjavíkur Önnur sýning á nýju leikriti eftirKjartan Ragnarsson Sunnudagur 20. júní. kl. 14:00 Kjarvalsstaðir Þorkell Sigurbjörnsson: 1) Niu lög við Ijóð eftir Jón úr Vör. (Ólöf K. Harðardóttir, söngur Þorkell Sigurbjörnsson píanó) 2) Petits Plaisirs (smáglens) (Rut Ingólfsdóttir, fiðla Unnur Maria Ingólfsdóttir, fiðla Inga Rós Ingólfsdóttir selló, Hörður Áskelsson, sembal) Ath. breyttan tónleikatima. Sunnudagur 20. júní kl. 10:00 Gönguferð á vegum Arkitektafélagsins. Gangan hefst við Gróðrastöðina Alaska. Mánudagur 21. júní kl. 18:00 Norræna húsið Föndurvinnustofa „Að mála - Börn og listamenn” Jens Mattiasson frá Svíþjóð Klúbbur Listahátiðar i i Fólagsstofnun stúdenta við Hringbraut 19. júní Karl Sighvatsson og Soyabaunabandið. 20. júní Kvartett Kristjáns Magnússonar. Matur frá kl. 20.30. Opið frá kl. 18:00-01:00 alla daga nema laugardaga og sunnudaga frákl. 18:00-03:00. Matur framreiddur frá kl. 20.30. Miðasala í Gimli við Lækjargötu. Opin alla daga frá kl. 14-19.30. Sími Listahátíðar: 2 90 55.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.