Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 12
12______ bergmál? SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1982 -k 1 ■ Nú þekkja ótrauðir dansiballagestir mikilvægi glasaþvottakvenna. Er glasa- þvottakonur fóru i verkfall með félögum sinum í síðustu viku lokuðu flestir skemmtistaðirnir en á Óðali var boðið upp á pappaglös, kyrfilega merkt Pefsikóla. Öðlaðist orðskviðurinn alkunni, „Vír ðe pefsí dénereisjon", þar nýja og óvænta merkingu. Sumum fannst þeir komnir á gagnfræðaskólaball á nýjan leik og eins vist að Svanfriður léki fyrir dansi. Rétt er að taka fram að fyllsta samúð rikti með málstað glasaþvottakvenna og vonuðu viðstaddir að þær fengju margar krónur í kauphækkun, en stöku niðurrifsseggir kváðust að visu efast um að þessi góða stétt væri til og muldruðu um uppþvottavélar. Slíkt er goðgá. Lif> glasaþvottakonur og þeirra starf! Glasa- þvottakvennavinafélagið. (En skyldu engir karlar vera í þessari nauðsynlegu stétt? hvað veldur? Hver vill riða á vaðið, brjóta isinn...) Svo menn hufa fengiö óvænta innsýn i líf og kjör glasaþvottakvenna. Það er hið eina pósrtífa sem ég kem auga á að hafi enn sem komið er að minnsta kosti leitt af samningaþófinu i þeim húsa- kynnum sem blaðamönnum þykir sport að uppnefna Karphús en heita í raun og veru Borgartún 22, nefnilega vinnustað- ur ríkissáttasemjara. Annað er della. Og þó. Kannski ekki: það voru vist jólin í siðustu viku og þau eru ágæt, að sögn. Sjálfur hef ég aldrei, svo ég muni, farið i verkfall og veit því ekki gjörla með hvaða hugarfari hæfilegt er að leggjast í slikar aðgerðir en þó mætti segja mér að oft hafi baráttuvilji verkalýðsins verið meiri en nú. í tveggja daga verkfallinu fór til að mynda næsta iitið fyrir stéttarvitund, samstöðu og heilagri einingu verkafólks um að bæta sín kjör, brjóta gráðugan kapitalismann á bak aftur. Þess I stað voru keyptar grísasteikur, malt og appelsín og að endingu farið i sólbað eða skroppið á Þingvöll og krákustiga í Eden. Fjögurra daga fri, ekki tveggja daga verkfall. Menn skyldu þó aldrei vera búnir að gleyma Gúttóslagnum, Dettifossslagn- um og hvað þeir heita nú allir þessi fætingar ? Og ef svo er: hvemig stendur þá á þvi? Alþýðan orðin of feit og værukær? Varla. En forystumennimir? Getur verið að þeir séu orðnir helstil pattaralegir? Ég spyr bara. 2. Ansi var gaman að heyra Krístján Thorlacius, verkalýðshetjuna góð- kunnu, lýsa þvi yfir í sjónvarpinu á þriðjudaginn var að bjart væri framund- an á íslandi, i efnahagsmálum sem öðrum málum. Ástæðan væri meðal annars sú að nú (nú) væm fslendingar búnir að fá yfirráð yfir fiskimiðum sínum! Mér er að visu sagt af sérfræðingum minum i sjávarútvegi að á þessum finu fiskimiðum veiðist um þessar mundir lítill þorskur og engin loðna (og enginn skriður til Nigeríu eins og kunnugt er) en hvaða máli skiptir það úr því að verkalýðshetjan segir okkur að nú séu í vændum betri tímar og blóm í haga? Og með reglulegu millibili kemur hin verkalýðshetjan, Gvendur Jaki, í sjónvarpið og segir okkur að hinir lægstlaunuðu verði að gjöra svo vel að fá kjarabætur. Af hverju segja mennirn- ir þetta? Meira að segja ég - rati sem ég er í þessum og þvilíkum málum - veit að það er ekkert sérlega bjart framund- an (hvað sagði ekki Denni okkar i frægu viðtali í fylgiritinu?) og allir með tölu vita að út úr þessu samningaþófi munu ekki fást neinar kjarabætur - aj.lra síst fyrir þá sem lægst hafa kaupið. Eins og glasaþvottakonur, því þá skýtur skökku við ef þær eru blessaðar meðal hátekjuklassa i þjóðfélaginu. En þær eiga sér verndara þar sem er Jakinn - kannski býður hann þeim i nefnið þegar allt um þrýtur. 3. Jón Baldvin Hannibalsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, er að mér skilst nokkuð umdeildur maður innan sins flokks og tala ekki um utar á vinstri kantinum. En maðurinn hefur bein í nefinu og skrifaði fyrir viku giska góða grein í Helgarpóst- inn um kjaramál og verkalýðshetjur alla vega. Ég ætla að leyfa mér að stela hér smákafla: „Og eitt er alveg víst: Verkalýðsfor- ingjarnir (Karphúsinu eru ekki að semja við atvinnurekendur um eitt eða neitt. Þeir eru ekki að semja við útgerðar- menn, sem fiska ekki lengur upp I oliukostnað. Ekki við frystihúsarekend- ur, sem eru að verðleggja sig út af mörkuðum og bíða bara eftir næstu gengislækkun. Og ekki við iðnrekendur, sem fjöldaframleiðsla lágláunaiðnaðar- ins i Austurlöndum eða tækniþróun betur rekinna þjóðfélaga er að flæma út af heimsmarkaðnum. Verkalýðsrekend- urnir eru að rifast innbyrðis við sjálfa sig. Þar skarar hver eld að sinni köku. f þessu spili er útkoman fyrirfram gefin. Þeir sem veikasta hafa samningsstöðuna, fulltrúar hinna fjölmennu og ófaglærðu, munu áfram bera skarðan hlut frá borði.“ Þetta er auðvitað rétt og enginn vafi þar á. Víglundur Þorsteinsson, iðnrek- andi sagði þetta líka í sjónvarpinu á þriðjudaginn og Þröstur Ólafsson (varla vinsælasti maður á fslandi þessa stundina) sömuleiðis, öðrum orðum að sönnu. Þetta er orðin svolítið hvimleið della. Sérfræðingur minn I karphúsum segir mér að verkfallinu sem átti að hefjast I gær hafi verið frestað vegna þess að ASÍ hafi lagt fram tilboð um sama eða svipað samkomulag og byggingamenn gerðu og sagt að ef þessu yrði ekki hafnað alveg strax yrði verkföllum frestað. Fídusinn var að eftir kauphækkunina átti að koma skerðing sem myndi tryggja að laun bygginga- manna myndu skerðast jafn mikið og alira annarra, enda þótt þeir hafl samið á undan og öðruvisi. Ég hef ekki staðið þennan sérfræðing minn að rangfærslu ennþá. En var þá aðalatriðið að byggingamcnn myndu ekki hækka meira en aðrir? Það er dálitið skrýtið hugarfar af verkalýðshetjum. 4. Jafnlaunastefna. Smekklegt hugtak - allt fyrir þá lægstlaunuðu! Ég fæ ekki séð að það sé sérlega mikið mál, að hækka laun glasaþvottakvenna og þeirra nóta örlítið meira hlutfallslega en annarra. Af hverju er það þá ekki gert? Líklega er það laukrétt hjá iðnrekandanum i sjónvarpssal að verkalýðshreyfingin sjálf hefur engan áhuga. Og jafnrétt hjá honum Þresti að hinir betur launuðu hópar nota sér miskunnarlaust lykilað- stöðu sína i ýmsum greinum til að halda sér á floti og senda um leið aðra til botns. Þröstur var að visu að tala um lækna og hjúkrunarfræðinga en það vill svo til að ég veit að hjúkrunarfræðingar sömdu ekki vegna þess að þeir væru ánægðir með tilboðið frá Þresti heldur vegna þess eins að ástandið á spítölunum var orðið svo slæmt. Svo Þröstur hafði sitt fram - i rauninni. Gott og vel - raunar síður en svo, en hvers vegna má þá ekki gera eitthvað annað i staðinn? Eins og laga skattstigann, sem nefnt var í margum- ræddum sjónvarpsþætti? Skattþrepin nú eru þannig að fyrir tekjur á bilinu frá núlli og upp 170.500 árið 1981 er lagður á 25% skattur, fyrir tekjur milli 70.500 og 135.000 kemur 35% skattur og fyrir allt þar fyrir ofan 50%. Nú er það vist því miður svo að á siðasta ári náðu ýmsir ekki 70.500 króna tekjum (glasaþvotta- konur eru áreiðanlega þar á meðal) en þó eru þeir næsta fáir af öllum launþegum. Þeir sem aðeins höfðu meðaltekjur og jafnvel aðeins þar fyrir neðan fóru leikandi létt yfir 70.500. Af hverju eru þeir ekki í lægsta skattaklassa samt? - með sínar meðaltekjur og þar fyrir neðan. Og allir þeir sem fóru yfir 135 þúsund þurfa að borga hátekjuskatt er auðvitað öldungis fáránlegt. Þeir sem skriðu yfir 11 þúsundir á mánuði á síðasta ári með alla vega aukavinnu og þess háttar lenda sem sé í sama skattþrepi og hinir sem höfðu marga tugi þúsunda i mánaðarlaun - og eru auk þess miklu lagnari við að fela launin sin einhvers staðar. Það ætti að vera einfalt að laga þetta en samt er það ekki gert. Undarlegt. En það er sko ósköp margt sem maður heldur að sé einfalt að gera en er ekki gert. 5. Samningar nást bráðum, það er vist lítill vafi á þvi. Samningarum ekki neitt, til ekki neins. Glasaþvottakvennavina- félagið verður að herða baráttu sína. Illugi Jökulsson, blaðamaður, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.