Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 14
■ Sprengjan er eins og góðhjartaður böð- ull sem veitir fórnar- lömbum sínum gálga- frest. Leyfir þeim að lifa sínu lífi óáreitt Iíkt og þau eigi sér lífsvon, þar til einn daginn að aftakan er skyndilega framkvæmd á nokk- urrar viðvörunar... ■ Siðferðilegur kostn- aður af kjarnorku- uppbyggingunni er að við erum öll ábyrg fyrir hugsanlegri slátr- un milljarða manna og því að fjöldi óbor- inna einstaklinga mun aldrei líta dagsins Ijós. Kjarnorkustrið með þeim afleiðingum er fullkomlega óverj- andi siðferðislega... ■ Yið álitum manns- lífið heilagt í orði kveðnu en um leið sættum við okkur við að einhver strategísk nauðsyn sem við skilj- um ekki geti réttlætt að allir verði drepnir. Með því segjum við í raun að mannslifíð né nákvæmlega einskis virði... ■ Það er órói á cyjum hafsins. Stríðsótti og það eru farnar friðargöngur i mörgum löndum. „Fólkið gerir sér ekki grein fyrír þvi,“ kvartaði Morgunblaðið um daginn, „að það býr við frið.“ Jú, en óstöðugan frið og áhxttan er ósegjanleg: alger útrýming mannsins og ef til vill alls lífs á jörðinni. „Það gerist ekki ef allir eiga nóg af kjamorkuvopnum" segir einn, „Burt meö öll kjarnorkuvopn, sjálfan ógnvald- inn,“ segir annar. Það fer ekkert milli mála hvoram þessara Bandaríkjamaðurínn Jonathan Schell er sammála. Hann hefur skrifað bók sem hann kallar „Örlög Jarðar" þar sem hann veltir fyrir sér framtíðinni og möguleikum mannsins á að lifa af sjálfan sig. Fáar bækur hafa vakið jafn mikla athygli á þessum siðustu og verstu timum; Schell þykir sameina vísindalega greiningu á- standsins og ástriðufulla bón um að brjálxðinu megi nú linna, svo lifið allt fái annan svip og ekki í skugga dauðans. Útrýmingar. Nú er bók Schells að sönnu nokkuð umdeild. Sumir kalla hann bölsýnan heimsendaspámann, aðrír halda þvi fram að hann og hans líkar auki stríðshxttu með þvi að sannfæra þjóðir Vesturlanda um að þrátt fyrir allt sé skárra að vera „rauður en dauöur". Sovétmenn muni ganga á lagið ef Vesturveldin verði ekki sifellt reiðubúin með fingurinn á kjarnorkuvopnahnappnum. Og svo komi myrkar miðaldir. En fæstir þræta þó fyrir að Schell hefur margt til sins máls og eitt gott hefur þegar af bók hans leitt, að margir sem áður létu sig hxttuna litlu skipta hljóta nú að horfast i augu við þá staðreynd að einn daginn gætu þeir verið dauðir. Og allir með. Við þeirri staðreynd verður að bregðast, hvaða skoðanir aðrar sem menn hafa á málum. Við hirtum hér örstutt brot úr bókinni „Örlög Jarðar“. Sú visindalega tækni sem gerir okkur kleift að smiða kjarnorkusprengjur er auðvitað aðeins örlítill hluti af allri tækniþekkingu mannsins og það hefur alla tíð verið vitað að visindalegar uppgötvanir má nota bæði til góðs og ills. Það sem er nýstárlegt við okkar tima er að hvað sem liður góðum eða slæmum áformum okkar þá er maðurinn sjálfur farinn að ógna náttúrunni sem bæði hann og allt annað líf þrífst á. Ef litið er á málin i heild kcmur í Ijós að aukið afl mannsins hefur raskað illilega jafnvæginu milli hans og umhverfis- ins. Náttúran, sem hér fyrrum var harður húsbóndi sem maðurinn óttaðist, á nú undir högg að sækja og þarfnast verndar gegn krafti mannsins. Algert kjarnorkustrið er, vegna þess hversu viðtækt það er og snögglega það dynur yfir, ógnun án nokkurrar hliðstæðu en um leið er það aðeins ein hættan sem steðjar að náttúrunni af völdum mannsins. Tegundin maður er flækt i sama vítahring tæknilegrar framþróunar sem þegar hefur kyrt svo margar aðrar dýrategundir. (Um þessar mundir er talið að þrjár tegundir glatist á degi hverjum.) Hættan á útdauða mannsins - og þá er ekki aðeins átt við að hver einasti maður gæti farist i kjarnorku- striði, en það er afar óliklegt þrátt fyrir allan vopnabúnað stórveldanna, heldur einnig að kjarnorkustríð gæti eyðilagt lifsskilyrði mannsins á jörðinni - þessi hætta er umfram allt vistfræðilegs eðlis. Stöðug sókn mannsins til yfirráða yfir náttúrunni hefur haft þær afleiðingar að afl dauðans á jörðinni hefur aukist stórkost- lega. Hæfileiki hverrar lifveru til að endurnýja sig veltur á gæðum þess sem líffræðingar kalla „upplýsingar,, sem geymdar eru i genunum. Það sem endurnýjast - það sem liftr- i hverri lífveru er ekki einhver tiltekinn hópur af frumum heldur sú keðja af frumum sem geymir genetiskar upplýsingar. Ef miðað er við heila tegund er á svipaðan hátt Ijóst að það sem lifir af er stærri keðja sem hefur innan sinna vébanda alla einstaklinga tegundar- innar. Vistkerfi er svo enn stærri keðja þar sem margar tegundir mynda eina heild. Innan þeirrar heildar rikir jafnvægi, tegundirnar endurnýja sig sjálfar og breytingareru hægar. Lifheimurjarðarinn- ar er svo stærsta keðjan - sjálfri sér næg og í hárfinu jafnvægi. Tapist jafnvægið - á hvaða stigi sem vera skal - eykst óreiðan og afleiðingin er dauði. Nú kann einhver að spyrja: Við mér blasir minn eigin dauði; hvers vegna skyldi ég þá hafa áhyggjur af dauða annarra, til hvers að hella sér út i heimspekilegar vangaveltur um dauða þeirra sem enn eru ekki fæddir? Dauði okkar sjálfra er fyrir okkur, sem einstaklinga, alger og endan- lcgur og því kann okkur að virðast hugmyndin um annan dauða fánýt. Eða er hægt að svipta okkur lifinu tvisvar? Þær kynslóðir sem nú verða að gera upp við sig hvort þær eiga að stofna framtið tegundarinnar i hættu verða að gera sér grein fyrir þvi að hin einstaka staða mannsins i veröldinni veldur því að þó okkur þyki ýmsir hlutir i lífi okkar mikils virði þá megum við aldrei taka þá fram yfir sjálft lífið eða virðingu okkar fyrir þvi lifi. Með þvi værum við að smiða úr hugsjónum okkar mörg og beitt sverð til að nota gegn okkur sjálfum. Ef við litum svo á að fyrir líf okkar skipti mestu máli einhver tiltekinn stuðull, markmið eða hugsjón - hversu fögur eða göfug sem sú hugsjón kann að vera - þá erum við um leið að undirbúa jarðveginn fyrir útrýmingu okkar með því að loka augunum fyrir endalausum þróunarmöguleikum mannsins sem útrým- ing kemur auðvitað í veg fyrir í eitt skipti fyrir öll. Aðeins er unnt við einar kringumstæður að draga fullnaðarályktun af lífi tegundarinnar maður og þær kringumstæður risa fyrst þegar hann er dáinn út. En þá verður að sjálfsögðu enginn eftir til að draga ályktanir. Um það verður ekki deilt að þó við höfum nú lifað 36 ár i skugga kjarnorku- sprengjunnar þá höfum við verið að mestu sinnulaus gagnvart þeirri hættu sem af henni stafar. Flestir hafa að vísu gert sér meiri eða minni grein fyrir þvi að hættan er til staðar en sú vitneskja hefur ekki haft nein teljandi áhrif á tilfinningar okkar eða gerðir og risaveldin hafa haldið áfram kjarnorkuvopnasmíð sinni, eins og George Kennan sagði nýlega: „...likt og þau séu dáleidd á einhvem hátt, líkt og svefngengl- ar, líkt og læmingjar á leið til sjávar.“ í mjög skamman tima meðan unnið var að samsetningu fyrstu kjarnorkusprengj- unnar og eftir að hún var sprengd var sem nokkrir menn í æðstu stöðum innan bandarisku rikisstjórnarinnar væru reiðu- búnir til að fást við hættuna af viðeigandi alvöru. Einn þeirra var stríðsmálaráðherr- ann Henry Stimson sem þekkti vel til Manhattan-áætlunarinnar, smiði fyrstu kjarnorkusprengjunnar. f mars 1945, fjórum mánuðum áður en sprengjan var sprengd i Alamogordo, skrifaði hann i dagbók sína um samtal þeirra Harvey Bundy, en Bundy var nánasti aðstoðar- maður hans: „Hugsanir okkar," skrifaði Stimson, „snertu grundvallaratriði mannlegs eðlis, siðfræði og rikisstjórnar. Þetta mál er hið dýpsta og mikilvægasta sem ég hef orðið að fást við síðan ég tók við ráðherraemb- ættinu vegna þess að það kemur inn á hluti sem eru jafnvel djúpstæðari en grundvöllur þessarar ríkisstjómar." En það fór nú svo að þessar djúpu hugsanir festu ekki rætur í hjörtum bandarískra leiðtoga og sömu sögu er að segja um mannkynið í heild. Aftur var farið að hugsa upp á gamla móðinn þrátt fyrir nýjar staðreyndir. Maðurinn hafði rétt sem snöggvast komið auga á raunveru- legt umfang kjarnorkuhættunnar en siðan sneri hann sér undan og við tók venjulegt pólitiskt þref, kalda stríðið fyrst og fremst. Kalda stríðið átti hugi fólksins alla og það hafði hvorki orku né tilfinningahita til að hugsa um annað. Kjamorkuvopnakapp- hlaupið hófst og kjarnorkufræðin - sem áður höfðu verið hulin þoku opinberrar leyndar og flókinni tækni - urðu sérsvið fáeinna sérfræðinga sem höfðu í raun það hlutverk að hugsa hið óhugsandi sem meirihluti mannkyns hafði ekki viljastyrk til að takast á við. Og haftð var hið furðulega, tvöfalda lif sem við þekkjum enn i dag. Annars vegar látum við eins og ekkert hafi i skorist, eins og allar aðstæður séu óbreyttar. Hins vegar höldum við áfram að safna að okkur vopnum sem geta sprengt okkur i tætlur á nokkrum sekúndubrotum. Það skipti sennílega sköpum i sálfræðilegu tilliti að eftir að við höfðum ýtt raunveruleika Hírósima og Nagasaki burt úr huganum var kjarnorkuhættan blásin svo upp að þó við vitum að hún ógnar öllu lifi á jörðinni þá snertir hún okkur i rauninni ekki á neinn hátt og við erum þvi frjáls að því að leiða ekki einu sinni hugann að henni, frekar en við viljum. Sprengjan er eins og góðhjartaður böðull sem veitir fórnarlömbum sinum gálgafrest, leyftr þeim að lifa sinu lifi ■ I hvert sinn sem stjórnmálamaður hef- ur upp raust sína til að tala fyrir bættri veröld fyrir börn okkar og barnabörn er kjarn- orkuhættan mætt á staðinn til að mót- mæla; ef til vill verða engin börn og engin barnabörn... ■ Stjórnmálabarátta nútímans stefnir að því að framleiða alls konar nauðsynjavarn- ing í nægilega miklu magni en lyftir ekki litla fíngri til að tryggja lífið sjálft. Pólitískar stofnanir skilja ekki grundvall- arnauðsyn tegundar- innar maður - að lifa... ■ Hlutverk okkar er aðeins að halda áfram að vera til. Valkostur- inn er að ganga á vald algeru og eilífu myrkri og ef við gerum það mun mannleg vera aldrei birtast á jörð- inni framar og það verður enginn til að muna að maðurinn hafí nokkru sinni ver- ið til... óáreitt líkt og þau eigi sér lifsvon, þar til einn daginn að aftakan er skyndilega framkvæmd án nokkurrar viðvörunar. (Ef ein kjarnorkusprengja hefði verið sprengd á hverju ári í borgum heims má ætla að hugarfar almennings gaagnvart kjarnorku- hættunni væri býsna ólíkt þvi sem nú er.) Það samhengi - hversu raunverulegt sem það nú er - sem við sjáum milli heimsins áður en kjarnorkuvopn komu til sögunnar og heimsins eftir að fyrsta sprengjan var sprengd er i verunni blekking ein sem stafar af þvi að kjarnorkuvopn hafa ekki verið notuð siðan 1945. Það hefur gert heiminum fært að afneita hættunni og láta eins og allt væri við það sama. Þetta hefur heimurinn notfært sér af þvílikri ástríðu að á köflum nálgast móðursýki, sem sannar þá að innst inni rikir óöryggið. Það er ekki fyrr en maðurinn litur af hinu „eðlilega" lifi sínu og horfist i augu við gálga böðulsins sem hann sér að „veruleikinn" sem hann hélt sig búa við er einhvers konar fjöldabrjálæði. Þetta brjál- æði fólst ekki i ólátum og öskrum heldur þvert á móti í því að gera ekkert slikt þrátt fyrir ógurlega hættu. Það mætti ætla að öllu mannkyni hefði verið gefið róandi lyf. Er okkur dreymir erum við hvorttveggja í senn, gerendur og þolendur örlaga okkar. Á sama hátt má finna tvær ástæður fyrir þvi ef við lokum augunum fyrir öllum þeim undirbúningi sem við höfum innt af hendi til að útrýma okkur sjálfum. í fyrsta lagi viljum við ekki skilja að á hverri stundu gæti lífi okkar lokið og heimurinn breyst i geislavirkt rykský, og í öðru lagi treystum við okkur ekki til að horfast í augu við þá staðreynd að við erum hugsanlegir fjölda- morðingjar. Siðferðislegur kostnaður af kjamorkuvopnauppbyggingunni er sá að við erum öll ábyrg fyrir slátrun margra milljarða manna og þvi að fjöldi óborinna einstaklinga mun aldrei líta dagsins Ijós. Kjarnorkustríð með þessum afleiðingum er fullkomlega óverjandi siðferðislega, sú staðhæfing risaveldanna að þau muni aðeins beita vopnum sinum ef hinn aðilinn verður fyrri til breytir þar engu. Að eiga það yfir höfði sér alla ævi að láta lifið i tilviljanakenndu fjöldamorði er niðurlægjandi á vissan hátt en þó er í raun enn meira niðurlægjandi að eiga það yfir höfði sér að bera ábyrgð á því að aðrir hljóti sömu örlög. Við álitum mannslífið heilagt i orði kveðnu en ef við sættum okkur við að vera bæði gerendur og þolendur i kjarnorkustriði erum við í rauninni að bera þau skilaboð að mannslifið sé ekki aðeins ekki heilagt heldur sé það nákvæmlega einskis virði, að við sættum okkur við að einhver strategisk nauðsyn sem við skiljum ekki geti réttlætt að allir verði drepnir. Stjórnmálamenn nú til dags eru með þeim ósköpum gerðir að önnur hönd þeirra rembist við að byggja upp framtið sem hin höndin býr sig undir að eyðileggja. I hvert sinn sem stjórnmálamaður hefur upp raust sina til að tala fyrir bættri veröld fyrir börn okkar og barnabörn þá er kjarnorkuhættan mætt á staðinn til að mótmæla, ef til vill verða engin börn og cngin barnabörn. Allar götur siðan Aristóteles var uppi á sitt besta hefur það verið sagt að markmið stjórnmála séu í grundvallaratriðum tvö. Annars vegar að tryggja að þjóðfélagið lifi af (það er að segja að vernda lifið), og hins vegar að gefa einstaklingum þjóðfélagsins tækifæri til að þroskast innan þess (það er að segja að gera þeim kleift að lifa góðu og þægilegu lifi). Hættan á útrýmingu gerir bæði þessi markmið að engu og skilur við stjórnmál okkar tíma i þeirri fáránlegu aðstöðu að þau eru ekki einu sinni fær um að stefna að, hvað þá meira, þvi marki að lifa af. Ef iðnaður okkar framleiddi einungis óhemjumagn af silfurhnífapör- um, kristalglösum og munnþurrkum en engan mat myndi fólkið ekki vera lengi að gera uppreisn og heimta nýtt skipulag. Þetta er ekki fráleitt dæmi. Stjórnmálabar- átta nútímans stefnir að því að framleiða alls konar nauðsynjavarning i nægilega miklu magni, en lyftir ekki litlafingri til að tryggja lifið sjálft. Þetta kerfi þarfnast álika róttækrar endurnýjunar og hið fyrrnefnda. Fólk getur ekki haft endalausa trú á stofnunum sem skilja ekki grund- vallarnauðsyn tegundarinnar maður - að lifa - og því er það ekki undrunarefni að fyrirlitning fjöldans á stjórnmálamönnum eykst stöðugt þótt fæstir hafi ef til vill gert sér ljóst af hverju sú fyrirlitning stafar. Útrýmingarhættan neyðir okkur á ný til að veita athygli þeirri gamalkunnu stað- reynd að frumskilyrði alls annars- góðs og ills þar með talin - er lífið sjálft. Er við reynum að bregðast við hættunni verðum við því að gera eina ósk öllum öðrum æðri - þá einföldu ósk að fólk muni halda áfram að fæðast. og til þess eins að fæðast og lifa en ekki af neinni annarri ástæðu. Allt annað - það markmið að þjóna komandi kynslóðum með þvi að byggja upp betri heim og það markmið að við getum lifað góðu lífi sjálf - verður að vikja. Lifið gengur fyrir. Annað skiptir minna máli. Sköpun nýjan heim. Númer eitt i þeim heimi ætti að vera virðing fyrir manneskj- um, jafnt fæddum sem ófæddum, og ætti að byggjast á sameiginlegri ást okkar á lifinu og sameiginlegum ótta okkar við tilhneigingar okkar til að eyðileggja og drepa. Þessi virðing ætti að eiga rætur sinar i þakklæti hverrar kynslóðar til kynslóð- anna á undan, þakklæti fyrir það að fá að vera til. Hver kynslóð ætti að lita á sig sem útvalinn hóp sem bæði hinir dánu og hinir ófæddu hafi valið sem fulltrúa mannsins á tilteknum tima. Þeir sem uppi eru á hverjum tíma ættu þvi að líta á lifið eins og sérhver stjórnmálamaður ætti að lita á kosningu sína í embætti - sem tímabundið traust sem nota verður í þágu heildarinnar. Ef yfirborð jarðarinnar er ein vidd heimsins þá er timinn, sem stjórnmála- menn verða nú að ábyrgjast, önnur og eins og allir vita er heimur með aðeins einni vídd óhugsandi. hver kynslóð hefur skyldum að gegna og verður að lita á sig sem landnema sem hyggjast koma landinu i hendur afkomenda sinna. Annað grundvallaratriði i nýja heimin- um okkar verður að vera virðing fyrir jörðinni. Þetta ersjálfsagt og i raun ekkert annað en það vistfræðilega lögmál að jörðin er ekki einungis umhverfi okkar - gott eða slæmt eftir aðstæðum - heldur er hún skilyrði þess að maðurinn, sem aðrar skepnur, fái lifað. Við sjáum nú þegar ýmis merki þess að maðurinn er einn með jörðinni. Nú er öll ríki heims - hvcrsu fast sem þau standa á þvi að þau séu sjálfstæð og sjálfum sér næg - fléttuð saman í eina, finofna heild og lif einnar þjóðar byggist á lífi hinna. Engin ein þjóð hefur rétt til þess að eyðileggja þau jarðnesku gæði sem allir þrifast á (en þessa réttar krefjast risaveldin engu að síður). Jörðin er farin að líkjast einni einstakri frumu sem geymir milljarða ólíkra einstaklinga. Undir þessum kring- umstæðum er hernaður einnar þjóðar gegn annarri eins og ef hægri höndin réðist á þá vinstri eða ef báðar hendur tækju hálsinn kverkataki. Að sjálfsögðu viljum við varðveita sjálfstæði hvers einstaklings - vegna þess að á þvi veltur frelsi okkar - en það megum við ekki gera á kostnað þeirrar heildar sem við crum óaðskiljan- legur hluti af. Þriðja grundvallaratriðið hlýtur að vera virðing fyrir guði eða náttúrunni eða hvað svo sem við kjósum að kalla það alheimsryk sem skapaði okkur eða varð við. Við verðum að muna að við höfum ekki skapað okkur sjálf, hvorki sem einstaklinga né sem tegund. Og við verðum sömuleiðis að muna að vald okkar er ekki vald til að skapa heldur aðeins vald til að eyðileggja. Við förum létt með að drepa hverja manneskju og koma þannig i veg fyrir viðhald tegundarinnar en okkur er um megn að skapa svo mikið sem eina manneskju, hvað þá að skapa þær aðstæður sem nauðsynlegar eru til að við og aðrar dýrategundir getum lifað. Og það má jafnvel líta svo á að sjálft niðurrifsafl okkar sé ekki komið frá okkur sjálfum. Kjarnorkan er náttúruafl en við höfum aðeins lært að þekkja hana og beisla. Hvað varðar sköpun þá er ennþá allt eins og fyrrum, ómannleg öfl sjá um að framkvæma kraftaverkin en við hirðum uppskeruna. Hlutverk er aðeins eitt þótt það sé ef til vill erfitt fyrir stolt okkar að kyngja því. Hlutverk okkar er aðeins að fjölga okkur og halda áfram að vera til. Valkosturinn er að ganga á vald algeru og eilífu myrkri, myrkri þar sem mun ekki þrifast nein þjóð og ekkert þjóðfélag, engar hugsjónir og engin menning. Ef við göngum þessu myrkri á hönd mun mannleg vera aldrei birtast á jörðinni framar og það verður enginn til að muna að maðurinn hafi nokkru sinni verið til... •ij snaraði lauslega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.