Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 27

Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 27
SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ1982 ■ Fassbinder við kvikmyndatökuvélina. ■ I „Ári hinna 13 mána“ ijallaði Fassbinder um harmþrungna ævi kynvillings, og byggði þar á eigin reynslu og sjálfsmorði elskhuga sins. ekki á hvíta tjaldinu Vaxandi almennar vinsældir Árið 1979 gerði Fassbinder tvö verk, sem skiptu mestu máli úm að afla honum almennra vinsælda utan eigin lands og litilla hópa erlendra áhugamanna um kvikmyndagerð. Það var annars vegar kvikmyndin „Hjónaband Mariu Braun“ og hins vegar sjónvarpsmyndaflokkur- inn „Berlin Alexanderplatz“. Sjónvarpsmyndaflokkurinn er byggð- ur á frægri skáldsögu eftir Alfred Doblin, sem segir frá lifinu í Þýskalandi á millistríðsárunum áður en nasistar komust til valda. Myndaflokkurinn var sýndur í ýmsum löndum og vakti mikla athygli. Hann er i 14 þáttum, samtals 16 klukkustundir i sýningu. Hanna Schy- gulla og Gunter Lamprecht fara með aðalhlutverkin. „Berliner Alexanderplatz“ vakti at- hygli á Fassbinder meðal sjónvarpsá- horfenda, en „Hjónaband Mariu Braun“ var fyrsta kvikmynd Fassbinders, sem dró að sér fjölda áhorfenda víða um lönd. Það má því segja, að með þeirri mynd hafi nýr kafli hafist i ferli Fassbinders, þar sem hann lagði upp frá þvi áherslu á gerð kvikmynda, sem bæði voru mun dýrari en fyrri myndirnar og höfðuðu til viðtækari áhorfendahóps. Aðsóknin að „Hjónabandi Mariu Braun“ var geysimikil hér á landi eins og víða annars staðar og þekkja þvi margir lesendur vafalaust myndina af eigin raun. Þar fór Hanna Schygulla með hlutverk Mariu, konunnar sem giftist þýska hermanninum Hermann Braun daginn áður en hann hélt á rússnesku vígstöðvarnar á fjórða ári striðsins, og lifði siðan af hörmungar striðslokanna og fyrstu eftirstríðsáranna, aðlagaðist aðstæðum hvort sem það var bandaríska hernámsliðið eða hinir nýju áhrifamenn í viðskiptalifi fyrstu eftirstriðsáranna. En jafnframt hélt hún sambandi við eiginmann sinn, sem hafði verið dæmdur i fangelsi fyrir morð sem hún hafði framið, og þegar hann slapp úr fangelsi var hún orðin rik. En það felst ekki allt í auðnum. Almennt var litið á myndina um Mariu Braun sem likingu. um sögu Vestur-Þýskalands á fyrstu eftirstríðsár- unum, og Fassbinder lagði oft áherslu á að hann hygðist gera aðra kvikmynd, sem tæki við þar sem Maria Braun hætti, það er um miðjan sjötta áratuginn. Sú kvikmynd var frumsýnd i fyrra, og er til sýnis þessa dagana í Regnboganum - sem sé „Lola“. Hún lýsir Vestur-Þýska- landi á uppbyggingarárunum miklu eftir 1954. Á milli þessara tveggja kvikmynda „Hjónabands Mariu Braun“ og „Lolu“ - gerði Fassbinder nokkrar kvikmyndir, þar á meðal nokkuð sérstæða mynd um þýska hryðjuverkamenn, „Þriðja kyn- slóðin" (Die dritte Generation), „Coc- aine“, sem fjallar um eiturlyfjasmygl og er gerð eftir skáldsögu Pittigrillis með sama nafni, ogsvo dýrustu kvikmyndina, sem Fassbinder gerði - „Lili Marleen". Sú mynd var sýnd hér í vetur, og sýndist sitt hverjum, en hún segir frá ungri söngkonu, sem varð fræg fyrir að syngja sönginn fræga um Lili Marleen á árum siðari heimsstyrjaldarinnar. Eins og i svo mörgum öðrum myndum Fassbind- ers fór Hanna Schygulla með aðalhlut- verkið. Næstsíðasta kvikmynd Fassbinders Eins og lesendur hafa ef til vill tekið eftir, fjalla kvikmyndir Fassbinders oft um konur, og draga nafn sitt af konum: Petra von Kant, Effi Briest, Maria Braun, Lili Marleen, Lola, Næstsíðasta kvikmynd Fassbinders sver sig i ættina að þessu leyti og nefnist „Ástriða Veroniku : Voss“. Hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni i Berlín fyrr á þessu ári og fékk þá Gullbjörninn, æðstu verðlaun hátiðarinnar. Skoðanir hafa verið skiptar á þessari mynd eins og fleiri myndum Fassbind- ers. Sumir telja að Veronika Voss sé ein besta kvikmynd hans um nokkurt árabil og sverji sig að ýmsu leyti í ætt við myndir eins og „Hin bitru tár Petru von Kant“ og „Ár hinna 13 mána“. Myndin er lauslega byggð á æfisögu þekktrar kvikmyndastjörnu fyrri tima, Sybille Schmitz, sem m.a. lék í þekktri kvikmynd Dreyers - „Blóðsugan" - og í mörgum þýskum kvikmyndum frá sjötta áratugnum. í myndinni segir frá kvikmynda- stjörnu, sem er gjörsamlega háð lækni nokkrum sem útvegar henni reglulega morfin gegn þvi, að hún geri lækninn að erfingja sinum i erfðaskránni. Rosel Zech fer með hlutverk Veroniku, og gerir það frábærlega vel að sögn gagnrýnenda. Myndin er tekin í svart/ hvítu og lýsingunni beitt til þess að skerpa mjög andstæðurnar á milli hins dökka og Ijósa. En Veronika er ekki sú eina, sem er óeðlilega háð annarri manneskju. Hún nær sjálf ekki ósvipuð- um tökum á iþróttafréttamanni, sem hún kemst i kynni við. Ýmsum þótti Fassbinder ganga of langt í lok myndarinnar, þegar hann lætur Veron- iku andast á föstudaginn langa og eina persónuna segja: „Þú hefur lengi borið krossinn“! Síðasta kvikmyndin sýnd í september Fassbinder lauk við töku síðustu kvikmyndar sinnar rétt áður en hann lést, og er áætlað að sú mynd verði frumsýnd um miðjan september. Þessi kvikmynd ber til tilbreytingar karl- mannsnafn - „Querelle" - og er gerð eftir tuttugu ára gamalli skáldsögu eftir hinn sérstæða franska rithöfund Jean Genet. I umsögn um bók Genets sagði einn gagnrýnandinn um söguhetjuna: Quer- clle er sjómaður, launmorðingi, opi- umsmyglari, kynvillingur, þjófur og svikari". Það er þvi Ijóst að Fassbinder fjallar hér um nokkuð sérkennilega persónu. Querelle er háseti og einstaklega fagur maður. í kvikmyndinni er hann leikinn af Brad Davis, sem ýmsir minnast úr „Miðnæturhraðlestinni". All- ir, sem kynnast Querelle, dragast ósjálfrátt að honum - þar á meðal yfirmaður hans, Seblon liðsforingi (leik- inn af Franco Nero), og pútnahússma- daman Lysiane (Jeanne Moreau). En Querelle elskar fyrst og fremst sjálfan sig, og nærvera hans reynist Lysiane og Seblon dýrkeypt. Um samskipti þessa fólks hefur Fassbinder gert mynd, sem fjallar m.a. um kynvillu, ofbeldi, ástriður, ást, frelsi og dauðann. Að sögn blandar hann þar saman draumi og veruleika með súrrealískum hætti. Fassbinder tók að sér að gera þessa mynd i september i fyrra, og gerði handritið á fjórtán dögum. Kostnaðar- áætlunin hljóðaði upp á fjórar milljónir vesturþýskra marka, og kostuðu hinar sérstæðu sviðsmyndir einar sér um fjórðung þeirrar fjárhæðar. Blaðamaður, sem var viðstaddur í upptökusalnum í Berlin siðasta daginn, sem myndatakan fór fram, hefur lýst því sem fyrir augu bar. „CCC-upptökusalurinn i Vestur-Ber- lín. Siðasti upptökudagur á nýjustu kvikmynd Fassbinders. Hann er eins og maður hafði búist við: litill, feitlaginn, með feitt hár og ótilhaft skegg, súr á svipinn.. í tæpar fjórar vikur hafa 24 bandarísk- ir, franskir og þýskir leikarar, helmingi fleiri statistar og fjöldinn allur af aðstoðarmönnum unnið í upptökusal 4 frá 11 til 20. Hjá mörgum hefur það verið bið i átta tíma og upptaka i einn tima, en aðrir hafa verið stöðugt fyrir framan eða aftan myndavélina. Fass- binder er alltaf með. Jafnvel þegar hann hverfur, og maður heldur að hann hafi látið aðstoðarmanni sinum siðustu tíu árin, Harry Bear, eftir að stjórna, birtist hann skyndilega. Hann kemur með fáeinar athugasemdir og hverfur svo á ný á bak við tjöldin, þaðan sem hann fylgist með sérhverri hreyfingu." í frásögninni kemur lika fram hversu lítil afskipti Fassbinder hefur af leikurum sínum. „Hann hefur vart talað við mig allan tímann sem myndatökurnar hafa staðið" sagði Jeanne Moreau til dæmis. Annai leikari, Laurent Malet: „Það er mikil eggjun í þvi fólgin að vinna með Fassbinder. Eina skilgreiningin, sem hann gaf mér á hlutvcrki minu, var þessi: „Þú og Gil (elskhugi Malets i myndinni) eruð eins og tvö folöld, sem stökkva saman um heiminn". En þótt flestir hafi farið fallegum orðum um Fassbinder við blaðamann- inn, þá voru. þó undantekningar. Nokkrir af statistunum voru lítt hrifnir og sögðu hann bæði óréttlátan, óvin- gjarnlegan og hörkulegan í samskiptum. Að meðtalinni þessari siðustu kvik- mynd gerði Fassbinder tuttugu og fjórar leiknar kvikmyndir og sextán sjónvarps- verk á aðeins 13 árum. Slík afköst eru vafalaust einsdæmi. Gæðin eru einnig misjöfn. Það verður svo framtiðarinnar að skera úr um það, hversu mörg af verkum Fassbinders, ef einhver, teljast mikilvægt framlag til sögu kvikmynd- anna. En a.m.k. er Ijóst, að við hið skyndilega fráfall Fassbinders er sjálf- stæðasti og persónulegasti kvikmynda- höfundur Vestur-Þýskalands siðustu áratuganna fyrir bí, og af honum er mikill sjónarsviptir. ■ Barbara Sukowa fer með hlutverk Lolu í kvikmyndinni Lola, sem er lauslega byggð á sögu Heinrich Mann um bláa engilinn. ■ Sjónvarpsmyndaflokkurinn „Berlin Alexanderplatz“ hefur verið sýndur i ýmsum löndum og vakið þar mikla athygli. Hanna Schygulla og Gunter Lamprecht sjást hér í aðalhlutverkunum. Elías Snæland Jónsson, skrifar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.