Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 19
29. Dcl (Forðast gildru. Eftir hinn eðlilega leik 29. Rc5 vinnur svartur með 29. - Bxc5 30. bxc5 (eða 30. dxc5 - Rxe3+ 31. fxe3 - Df6+) 30. - Dxe3 31. fxe3 - Rxe3+ 32. Ke2 - Rxc2 33. Bxc2 - Ha3 og hvítur getur ekki komið i veg fyrir að b-peð svarts æði upp.)29. - BfS (Leysir vandamál vonda biskupsins síns áður en hann ræðst gegn b-peðinu.) 30. Bxf5 - Dxf5 31. Dc3 - Ha4 32. Kgl (Með þessum leik viðurkennir Benkö að 28. Kfl? hafi verið mistök.) 32. - Dc8 33. Racl (Réttilega ákveður hvítur að gefa peðið strax fremur en að þurfa að gera það síðar við verri aðstæður. Ef hann reyndi t.d. að halda f það með 33. Rc5 hefði framhaldið getað orðið 33. - Bxc5 34. dxc5 (eða 34. bxc5 - Da8 og siðan - Ha3 og framrás b-peðsins) 34. - Da8 35. Db3 (eða 35. Dc2 - Hxb4) 35. - Ha3 36. Dc2 - Re5 og siðan - Rd3 og - Rxb4, og svartur vinnur ekki aðeins peðið heldur er hann einnig kominn út i unnið endatafl.) 33. - Bxb4 34. Dd3 - Bd6 35. Hbf - h5 36. de2 - Df5 37. Rd3 - Ha3 38. Rbcl - Kg7 39. Rb3 - h4 (f siðustu leikjum sinum hefði hvítur átt að koma i veg fyrir þcssa framrás með því að leika h4 og g3. Svartur hefði sömuleiðis átt að leika þessum leik fyrr, áður en hvitur hafði tækifæri tii að hindra hann.) 40. Rbcl - De4 41. Dc2 - Bc7 (Missir af einfaldri vinningsleið: 41. - Rxe3 42. fxe3 - Dxe3+ 43.DÍ2 - De4|(þessi rólegi leikur er mikiu sterkari en 43. - Hxd3 44. Rxd3 - Dxd3 45. Hfl og síðan 46. Dxh4) og hvítur getur ekki komið í veg fyrir - Bg3 og - Dxd4+ en þá er komin upp staða mjög svipuð þeirri sem síðar kom upp í sjálfri skákinni.) 42. Rb3 - Bd6 43. Hal? (Nú fær svartur annað tækifæri til að fórna manni fyrir óstöðvandi peðasókn. Svartur hefði þurft að hafa meira fyrir hlutunum ef hvitur hefði komið í veg fyrir það með 43. De2. Þá hefði hann þurft að opna aðrar vigstöðvar á kóngsvæng en það hefði honum að vísu ekki veist sérlega erfitt vegna hins vanhugsaða leiks 23. h3.) 43. - Rxe3 44. fxe3 - Dxe3+ 45. Khl - Hxal+ 46. Rxal - Dxd4 47. Rb3 - Dc4 48. Dbl - Dc3 49. Rbcl - c5 50. Rc2 (Ekki var 50. Dxb5 - c4 skárra. Hestamannafélag hvits má sin lítils gegn fótgangendum svarts.)50. - Df6 51. Dxb5 - c4 52. Rgl - cxd3 53. Dxd3 - De5 54. g3 - Dxg3 55. Dd4+ - De5 og hvítur gafst upp. Skák þessi er skólabókardæmi um strategíu svarts i þessu afbrigði. 1966 sigraði Petrósjan áskoranda sinn Bóris Spasskij naumlega i heimsmeist- araeinvigi, úrslit urðu 12.5-11.5, en á síðara tímabili sinu sem heimsmeistari fór Petrósjan út um þúfur. Hann náði sjaldan góðum árangri og 50% vinninga hans í Santa Monica 1966 og Moskvu 1967 voru heimsmeistara ekki samboðn- ir. 1969 mátti hann sin litils gegn ákveðnum og vel undirbúnum Spasskij en Petrósjan tók ósigri sinum vel. Smyslov, Tal og Spasskíj hafa allir farið á slæman bömmer eftir að hafa tapað heimsmeistaratitlinum en sú var ekki raunin um tigrisdýrið blóðlata frá Armeniu. Þvert á móti virtist tafl- mennska hans aukast að afli og frægð þegar byrði heimsmeistaratitilsins var af honum létt. Allargötursiðan 1969hefur hann haldið sér í hópi úrvalsliðsins, kannski ekki alltaf með stjörnutafl- mennsku en hann er traustur og ábyggilegur skákmeistari og nær inn á milli óvæntum árangri. Hann er stór- hættulegur andstæðingur hverjum sem er, þar á meðar Karpov en hann hefur unnið eina skák af Karpov en engri tapað. Einnig hefur hann náð prýðisár- angri gegn nýju stjörnunni, Kasparov. Sól Petrósjans er e.t.v. að hniga til viðar en þrjoskast við að hverfa alveg niður fyrir sjóndeildarhringinn. Petrósjan er oft talinn varla verðugur heimsmeistari en niðurstaða talnameistarans Elo er önnur. Besta fimm ára timabil sitt hefur Elo reiknað út að Petrósjan hafi haft 2680 Elo-stig en það þýðir að hann er töluvert fyrir neðan þá heimsmeistara sem lengst hafa náð: Fischer 2780, Karpov og Capablanca 2725, Lasker og Bótvinnik 2720, en um það bil jafn Alekhine (sem ótrúlegt nokk nær aðeins 2690), Smyslov (2690), Tal (2700) og Spasskíj (2680), og góðan spöl á undan Steinitz (2650) og Euwe (2650). Það er fyrst og fremst árangur Petrósjans meðan hann var heimsmeist- ari sem hefur verið gagnrýndur. Sú gagnrýni er án efa réttmæt ef aðeins er litið á siðari hluta heimsmeistaraferils hans, en á fyrri hlutanum náði hann alls ekki verri árangri en Euwe, Alekhine (á síðari hluta ferils sins), Bótvinnik, Smyslov, Tal eða Spasskij. Það var ekki fyrr en Karpov kom fram á sjónarsviðið sem heimsmeistari hafði jafn mikla yfirburði yfir keppinauta sina og Alekhine á fyrstu árum heimsmeistara- tignar sinnar. Ef hins vegar er litið á allan feril Petrósjans er hægt að gera sér betri grein fyrir afrekum hans. Hann hefur unnið meistaratign lands sins fjórum sinnum (siðast 1975), hann var fulltrúi Sovét- ríkjanna á öllum ólympiumótum sem þau tóku þátt í frá 1958 til 1978 og hann tapaði aðeins einni skák - gegn Hubner 1972 - á þeirri leið, og hann hefur verið í hópi áskorenda um heimsmeistaratitil- inn alveg siðan 1952. Afrek hans eru þvi mörg og merkileg. Samt sem áður verður vart hjá þvi komist að álykta að með meiri einbeitni og sigurvilja hefði hann getað náð enn lengra. Hann er jú frægur fyrir aðferðalítl jafntefli. Og fyrir siðustu umferðina á áskorendamótinu 1962 var Petrósjan hálfum vinningi á undan Kéres, sem átti að tefla við Fischer í siðustu umferð. Petrósjan átti við auðveldari andstæðing að etja, Tékkann Filip, sem hafði ekki náð sér á strik á þessu erfiða móti. Petrósjan þáði jafntefli gegn Filip meðan Kéres var enn að gegn Fischer. Hann kaus sem sé fremur að vera jafn Kéres i fyrsta sæti heldur en berjast fyrir óskiptu efsta sætinu, en taka með þvi einhverja áhættu. Svo vildi til að Kéres náði aðeins jafntefli og Petrósjan gat sagt að varkárni hans hefði borgað sig. En flestir aðrir hefðu reynt örlitið meira gegn neðsta manni mótsins. Ef til viil er skýringarinnar að leita i æsku hans. Foreldrar hans dóu er hann var ungur og hann varð að fást við ýmis störf - gatnahreinsun, húsvörslu - til að halda sér á floti. Það er þvi ekki að furða þó honum sé meira i mun að halda fengnum hlut en afla sér nýrra sigra. Gott og vel. En þegar hann var óumdeilanlega kominn á toppinn hefði hann vel mátt leggja út í soldið brask... Og eftir viku segjum við frá séntil- manninum Spasskij, einhverjum snjall- asta sóknarskákmanni allra tima sem enn hefur ekki náð sér eftir nokkurra mánaða dvöl i Reykjavik fyrir tiu árum síðan... - ij tók saman, þýddi og endursagði. Annalísa og sá stntti ■ Nigel Short er orðinn 17 ára en á skákmótinu i London í vor varð hann neðstur með aðeins 3.5 vinning af 13 mögulegum! En hann sigraði Miles! Úr siðustu fjórum skákum þeirra hefur Miles aðeins fengið eitt jafntefli og i þeirri skák var hann á tímabili með tapaða stöðu. Það er erfitt fyrir unga meistara að bregðast við keppinautum sem eru ennþá yngri. En hvað gerir svartur i þessari stöðu: Æfíng í Önnulisu Nú getið þið, lesendur, æft ykkur í hcnni önnuiisu. Hvað leikur svart- ur? Athugið stöðuna mjög vel. abcdefgh Skák þessi var tefld á nýársmótinu i Reggio Emilia en eins og ég sagði frá í síðasta þætti sigraði titilslaus Austurrikismaður, Dur að nafni, á mótinu og varð fyrir ofan m.a. sovéska stórmcistarann Vaganjan. Skákin gekk þannig fyrir sig, Miles hefur hvitt. 1. g3 - Rf6 2. Bg2 - d5 3. Rf3 - c6 4. 0-0 - Bf5 5. d3 - e6 6. Rbd2 - h6 7. Del t Be7 8. e4 - Bh7 9. De2 - 0-0 10. b3 - a5 U. a4 - Ra6 12. Bb2 - Rb4 13. Rel - b5 14. exd5 Hvitur reynir oft í svona stöðum að storma fram með peð sín á kóngsvæng en þegar hann leikur e5 vaknar biskupinn á h7. 14. - exd515. Rdf3 - He816. Dd2 - Bd6 17. Rd4 - Db6 18. Ref3? Sjúskaður leikur! Eftir 18. axb5 - cxb5 stendur hvftur vel vegna hins óhrekjanlega riddara á d4. 18. - bxa419. bxa4 - Rd7 20. Hfbl - Dc7 21. Dc3(?) - Re5 22. Rh4 - f6 23. Bh3? Þessi leikur hefði nú mátt vera skárri en staðan var þegar orðin óþægileg. 23. - Hab8 24. Rhf5 - Bf8 25. Re3 - Df7 Nú er vandséð hvernig hvítur á að bregðast við hótuninni c5. 26. Rb3 - c5! Ætlunin er: 27. Rxc5 - d4! 27. d4 - Rf3+ 28. Kfl - Rxc2! Þetta er kraftmesti lcikurinn en lesendur sem fundu Dh5 þurfa ekki að skammast sin. Að þvi er bandariskt orðtak sem vinsælt er meðal þarlendra skákmanna segir er hægt að flá kött á fleiri en einn hátt! Nú verður Rxc2 svarað með Hxb3 og eftir fáa eina leiki er svartur hrók yfir. 29. Rxc5 - Rxal 30. Hxal - Bxc5 og hvítur hætti þessu. Hvíta staðan hefur hrunið saman og menn hvíts eru eins og skotskífur fyrir þá svörtu. Miles varð heimsmeistari unglinga árið 1974. Nigel Short keppir á heimsmeistaramóti unglinga sem haldið verður í Bröndby í Danmörku í ágúst en við Danir væntum mikils af Curt Hansen, sem varð Evrópu- meistari um siðustu áramót. Skákin hér sýnir að Short verður honum hættuiegur andstæðingur en vinn- ingatalan 3.5 segir aðra sögu. En i þessari skák eigast við Mcssa, sem hefur hvitt, og Santolini. I. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Dxc4 Á þennan hátt sneiðir hvitur hjá Najdorf og öllum hinum mótafbrigð- unum. 4. - Rc6 5. Bb5 - Bd7 6. Bxc6 - Bxc6 7. Rc3 - Rf6 8. Bg5 - c6 9. 0-0-0 -Be7 10. Hhel- 0-0 Hér hafa stórmcistarar stundum leikið h6. En ef svartur vill hróka stutt er afleitt að veikja þessa röð. II. e5 - dxe5 12. Dh4 - Dc7 13. Rxe5 - h6. Þessi leikur er hárréttur en framhaldið sýnir að svartur hefur ekki hugmynd um hvað hann er að gera. Auðveldari lausn er gamal- kunnug, úr skákinni VasjúkovTal 1972: 13. - Hfd8 14. Rg4 - Rxg4 15. Bxe7 - Hxdl+ 16. Hxdl - Re5! 17. Bd6 - Rg6 og staðan er jöfn. 14. Bxh6 - Re4 15. Dh5 - Rxc3 Ef hvítur ætlar að tryggja sér jafntefli með þessari skörpu árás leikur hann nú 16. Bxg7 - Rxa2+ 17. Kbl - Rc3+ 18. Kcl (18. bxc3 - Db6+ gefursvörtum amk. jafntefli). 16. Hd3 - gxh6?? 17. Dxh6 og svartur gafst upp. Þetta var auðvelt. Rétti leikurinn i stöðumyndinni var auðvitað 16. - Rxa2+ 17. Kbl - Da5! 18. Bxg7 - Dxel+ 19. Kxa2 - Da5+ 20. Kbl - Del+ og þráskák og jafntefli. 21. Hdl - Dxel+ 22. Dxdl - Kxg5 dugar ekki fyrir hvitan. Sovéski stórmeistarinn Georgadze fann eftirfarandi Önnulisu: 18. Bd2 - Rb4 19. Ha3 - Dc5 20. Hc3 - Da5 og jafntefli. Mojseév vann aftur á móti Zavada eftir 19. Bxb4+ - Dxb4 20. Hh3 - Dxel + 21. Ka2-Bd5+ 22. b4-Bxb3+ 23. cxb3 - Dd2+ 24. Kbl - Dh6 og svartur vann. 18. c3 - Rb4 19. cxb4 - Db4 litur vel út fyrir svartan en hvitur hlýtur að halda jafntefli með 20. Bxg7 - Dxel+ 21. Ka2 - Da5+ 22. Kbl. Bent Larsen, stórmeistari, skrifar um skák g| HHnnmnnHHMHmHi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.