Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 20.06.1982, Blaðsíða 18
SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ1982 Petrosjan — Tannhvassi heimilis- kötturinn... ■ Margir hafa talið rangncfni að Petrósjan heitir að skírnarnafni Tigran (Tígrisdýr), því hann virðist fremur likjast letilegum heimiliskctti en organdi villidýri. En heimiliskötturinn er vel að merkja ekkert lamb að leika sér við, sé á hann ráðist. Tigran Vartanóvitsj Petrósjan er Armcni, fæddist i Tblísi 17. júní 1929. Hann lærði fremur ungur að tcfla en var langt frá þvi að vera undrabarn. 18 ára varð hann meistari í skák i Sovétríkjun- um - það er ágætur árangur en hinir heimsmeistarar Sovétmanna hafa allir náð þessari tign mun yngri. Enn sem komið var benti fátt til þess að Petrósjan yrði sterkur stórmeistari, hvað þá heimsmeistari. En maðurinn er seigur og metnaðinn skorti ekki. Hann var af snauðu foreldri og ákveðinn í að vinna sig upp, hvað sem það kostaði, og á árunum 1947-52 fór vinna hans að skila árangri. Árið 1949 flutti hann frá Érevan í Armeniu til Mekka skáklistarinnar i Sovétríkjun- um; Moskvu, og með vaxandi sjálfsör- yggi jukust framfarir hans hröðum skrefum. Hann fór að ná góðum árangri á mótum í Sovétríkjunum og með þvi að ná öðru sætinu á skákþingi Sovétríkj- anna 1951 ávann hann sér bæði alþjóðlegan meistaratitil og þátttökurétt á millisvæðamótinu í Stokkhólmi 5 2. Á millisvæðamótinu sigraði Kótov með yfirburðum en Petrósjan varð í 2.-3. sæti ásamt Tæmanov. Hann var nú útnefnd- ur stórmeistari og hélt áfram í áskor- endamótið sem haldið var i Sviss 1953. Þar sat öryggið i fyrirrúmi hjá Petrósjan og hann varð fimmti. Næstu árin varð ekki betur séð en Petrósjan hefði staðnað. Hann virtist gera sig ánægðan með að halda sér í hópi hinna sterkustu i stað þess að stefna beint á toppinn. Frammistaða hans á skákþingi Sovétríkjanna 1955 var ekki beinlinis til að hrópa húrra fyrir en þá vann hann fjórar skákir, tapaði aldrei en gerði 15 jafntefli og ekkert þeirra í yfir 20 leikjum! Þetta mót var að vísu svæðamót einnig og þessi leiðinlega frammistaða nægði til að komast á millisvæðamót en fjarri fór því að Petrósjan væri vinsæll af almenningi eða yfirvöldum. Á skákþingi Sovétrikjann 1957 virtist Petrósjan ætla að taka sig á. Hann varð aðeins jafn öðrum i sjöunda sæti (keppendur voru 22) en skákstill hans hafði breyst til batnaðar, baráttugleðin var meiri þó fífldjarfur gæti hann varla talist. Hann vann sjö skákir, tapaði fjórum og gerði tíu jafntefli; á aðeins einu móti síðan hefur Petrósjan tapað fjórum skákum; það var á áskorenda- mótinu i Júgóslaviu 1959 er Petrósjan tapaði tvivegis fyrir Friðriki Ólafssyni. En með skákþinginu 5 7 hófst annar áfangi á ferli Petrósjans; hægt og örugglega stefndi hann upp á við. Þetta voru ár fléttumeistarans Tals en stór- kostlegur árangur hans virtist bæði þvinga og hindra marga skákmeistara af sömu kynslóð, svo sem Spasskij og Korchnoi. Petrósjan einn lét hann ekki hafa áhrif á sig; 1958 missti hann naumlega af efsta sætinu á skákþingi Sovétrikjanna og 1959 halaði hann meistaratitilinn loksins í land. Sama ár tefldi hann á fyrrnefndu áskorendamóti i Júgóslavíu og byrjaði vel, fékk 3.5 vinning af fjórum. Siðar æddu bæði Tal og Kéres fram úr honum en Petrósjan náði þriðja sætinu og mátti vel við una. Nokkrar skákir hans frá þessu móti eru mjög athyglisverðar. Petrósjan er oftast talinn stöðubaráttu- skákmaður eingöngu og menn vanmeta gjarnan taktiska hæfileika hans. Það er merkilegt að í hraðskák er Petrósjan jafnvel sterkari en i venjulegri skák og er hann var upp á sitt besta sló hann jafnvel meistaranum Tal við á þeim vettvangi. í hraðskák kastar Petrósjan nefnilega takmörkunum stöðubaráttu- stilsins af sér og veitir taktíkinni útrás. f „venjulegri" skák er annað upp á teningnum, þá nýtast honum taktiskir hæfileikarnir til að komast hjá brellum og fléttum. En þá bregður taktiskum fléttum fyrir hjá honum og eftirfarandi staða kom upp í fjórðu umferð áskorendamótsins i Júgóslavíu - Paul Kéres, annálaður fléttumeistari, hefur hvítt gegn heimiliskettinum okkar. 1. - Hg 3. 2. hxg3 (2.Del - Rd3 3. Bxd3 - hxd3 og hvitur má sæmilega við una. Líklega gefur Kéres yfirsést lokahnykk- ur Petrósjans.) 2. - hxg3 3. Hfd2 - Dh4 4. Be2 - Hh7 5. Kfl? (5. Bh5 var skánra, þó svartur geti þá unnið eftir 5. - Hxh5 6. Kfl - axb4 7. axb4 - Rd3 8. Hxd3 - Dhl+ 9. Dgl - exd3.) 5. - Dxf4+og Kéres gafst upp. Ef 6. Dxf4 kemur auðvitað 6. - Hhl mát. Og í niundu umferð vann Petrósjan einn sinn fallegast sigur, sem einhverra hluta vegna er litt þekktur. Hann hefur hvítt gegn undradrengnum Robert Fischer. 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 - Bb4 4. e3 - d5 5. a3 - Bd6? (Oftast leikið 5. - Be7, eða 5.-Bxc3+. Þetta er vafasamt.) 6. Rf3 - o-o 7. c5 - Be7 8. b4 - Re4 (8. - b6 9. Bb2 - a5 hefði fært svörtum betra tækifæri tii gagnáhlaupa.) 9.Bb2 - Rd7 10. Bd3 - Í5 11. Re2 (Kemur í veg fyrir - Rxc3 sem svartur hefði átt að leika i siðasta leik sínum.) 11. - Bf6 12. o-o - De7 (Hyggst reyna að auka rými sití með - e5.) 13. Re5 (Petrósjan hefur annað á prjónunum.) 13. - Rxe5 14. dxe5 - Bg5 15. Bb4 (Hótar að fanga riddarann með 16. f3.) 15. - Bh6 16.13 - Rg5 (Hvitur hefur náð algerum yfirburð- um á ótrúlega skömmum tíma.) 17.c6 - b6 (Nú er drottningarbiskup svarts algerlega innilokaður. Ef 17. - bxc6, þá 18. Bc 5 og vinnur skiptamun. Likast til var 17. - Hd8 besta svarið en þá nær hvitur góðri stöðu með þvi að opna c-linuna.) 18. b5 - a6 19. a4 - axb5 (Svartur ákveður að skipta upp á drottningarhrók sinum, sem að öðrum kosti yrði honum að litlu gagni. En opnun a-línunnar er hvítum til hagsbóta. Viðurkenna verður að val- kostir svarts voru ekki glæsilegir.) 20. axb5 - Hxal 21. Dxal - Rf7 22. Dc3 - Dh4 23. Hal - Rg5 24. Del - Dh5 25. Ha7 - Dg6 (Ekki 25. - Hf7 26. Rf4, né 25. - Df7 26. h4.) 26. Khl - Dh5 27. f4 (Hvítur á auðvelt með að bregðast við einu hótun svarts: 27. - Rxf3.) 27. - Re4 28. Hxc7 (Kominn tími til að hefja uppskeruna.) 28. - g5 29. Bxb6 - Kh8 30. Bxe4 - fxe4 31. Bc5 - Hg8 og svartur gafst upp i stað þess að bíða eftir hinum ógnvænlega leik 32. Be7! Næstu þrjú árin hélt Petrósjan áfram að ná góðum árangri og átti ekki í teljandi erfiðleikum með að tryggja sér sæti í áskorendamótinu í Curacao 1962. Hann var svo heppinn að hvorki Tal né Fischer tóku þann sprett sem margir höfðu búist við en í staðinn þróaðist mótið i spcnnandi baráttu milli Petrósj- ans, Géllers og Kéresar. Það var á þessu móti sem bæði Fischer og Korchnoi sögðu að þeir þrír hefðu bundist samtökum um stutt jafntefli sín á milli til að spara kraftana gegn öðrum andstæðingum. Hvort sem þær ásakanir eru réttar eður ei þá varð Petrósjan altént sigurvegari mótsins er keppinaut- ar misstigu sig undir lok mótsins; Géller gegn Fischer og hinn lánlausi Kéres gegn Benkö. Jafnframt sigri sínum setti Petrósjan nokkur met. Prósentutala hans var hin lægsta sem sigurvegari á slíku móti hafði nokkru sinni fengið, munurinn á honom og næstu mönnum (Géller og Kéres komu hálfum vinningi neðar) hinn minnsti, og vann ekki skák af helstu keppinautum sinum. Á hinn bóginn fór hann taplaus i gegnum þetta taugastrekkjandi maraþonmót. Skákstíll hans átti sýnilega betur við i einvígjum þar sem jafntefli koma ekki að sök. Eftir erfiða byrjun í heimsmeist- araeinviginu gcgn Bótvinnik (tap i fyrstu skákinni og björgun á siðustu stundu í þeirri næstu) sigldi Petrósjan hægt og sigandi fram úr gamla heims- meistaranum og stóð að lokum uppi sem heimsmeistari, hafði unnið fimm skákir, tapað tveimur og gert 15 jafntefli. Fyrstu þrjú ár sin á heimsmeistarastóli gerði Petrósjan aldrei betur en að vera fremstur meðal jafninga. Hann hafnaði jafnan í hópi efstu manna á skákmótum en vann aðeins eitt sterkt mót, þá var hann jafn Kéres á stórmeistaramótinu í Los Angeles 1963 en það mót var sennilega aðeins örlitið veikara en mótið í Montreal 1979. Skákstítl Petrósjans hafur verið likt við sterkan tennisleikara sem bíður mistaka andstæðingsins i stað þess að reyna að brjóta hann á bak aftur. Slíkt gefst oft vel í tennis þar sem hver punktur hlýtur á endanum annaðhvort að vinnast eða tapast en i skák bregður svo við að ef andstæðingurinn neitar að grafa sína eigin gröf þá endar skákin í jafntefli. Petrósjan hefur hins vegar oft sýnt að hann getur teflt stórkostlega vel þegar hann vill. Það sannast af djúpgáfaðri taflmennsku hans í eftirfar- andi skák: Pal Benkö hefur hvitt en skákin var tefld i Los Angeles 1963. 1. c4 - Rf6 2. Rc3 - e6 3. R13 - d5 4. d4 - Be7 5. Bg5 - o-o 6. e3 - b6 (Sjálfur sagði Petrósjan um val sitt á þessari byrjun: „Of margir skákmenn i dag, og ekki síst hinir ungu, álíta að gamlar byrjanir hafí verið svovandlega rannsak- aðar að upp úr þeim sé ekkert meira að hafa. Þessi hugsunarháttur er alvarleg mistök. Stöðubaráttuskákin verður dýpri og snjallari með hverju árinu. Kunni maður á stöðubaráttunni lagið er mögulegt að efna til raunverulegs bardaga í byrjunum sem virðast full- ranasakaöar ") 7. Hcl - Bb7 8. cxd5 - exd5 9. Bxf6 (Hvitur skiptir upp áður en svartur fær tima til að leika - Rbd7 og síðan - Rxf6. Reynslan hefur sýnt að biskupaparið hefur enga sérstaka þýð- ingu i stöðum af þessu tagi svo Benkö lætur það óhræddur af hendi.) 9. - Bxf6 10. Be2 - De7 (Nokkra næstu leiki liggur framrásin - c5 i loftinu en i hvert sinn ákveður Petrósjan að rétta stundin sé ekki komin. Ef 10. - c5 11. o-o og eðlilegt svar svarts, 11. - Rd7, hefur þann galla að eftir 12. dxc5 neyðist hann til að leika 12. - Rxc5, þar að 12. - bxc5 - sem væri strategisk æskilegt - leiðir til þess að b-peðið tapast.) 11. o-o - Hd8 12. Dc2 - Rd7 (Ef 12. - c5, þá 13. dxc5 - bxc5 14. Ra4 sem er svörtum óþægilegt.) 13. Hfdl - g6 (Ef nú 13. - c5, þá 14. dxc5 og svartur neyðist til að drepa aftur með 14. - Rxc5.) 14. Dbl - c6 (Svartur hættir við að leika-c5, amk. í bili. Það kemur ekki að sök þar sem hvitur hefur ekki getað gripið til neinna aðgerða sjálfur meðan hann gerði hvaðeina til að hindra - c5.) 15. b4 - a5 8 7 6 5 4 3 2 1 16. aJ/ fblæm mtstOK sem leiuu ui pes» að hvitur fær veikt b-peð. Rökrétt framhald var 16. b5 - c5 17. dxc5 - Rxc5 og staðan er um það bil í jafnvægi. Athyglisvert er að áður hafði Petrósjan reynt eftir mætti að koma i veg fyrir að hann fengi stakt peð á d-linunni en nú tekur hann það glaður á sig. Munurinn er sá að nú eru menn hvíts ekki í aðstöðu til að nýta sér það. T.d. 18. Hd2? - Bxc3 19. Hxc3 - Re4 eða 18. Rd4 - Bxd4. og hvítur er neyddur til að drepa aftur með 19. exd4 þar sem 19. Hxd4 færir svörtum of mikið spil eftir 19 - Re6 og 20. - d4. Eins og svo i skákum Petrósjans haldast strategískar og taktískar hugmyndir hönd i hönd.) 16. - b5 17. Db3 - Rb6 18. Hal - Ha719. Ha2 - Hda8 20. Hdal - Bc8 (Svartur er nú í þeirri öfundsverðu aðstöðu að geta ráðið þvi hvenær hann opnar a-iínuna, þar sem eftir að hvítur leikur bxa5 verður peð hans á a3 alltof veikt fyrir árásum. Áður en Petrósjan opnar linuna bætir hann stöðu biskupa sinna.) 21. Bd3 - Bg4 22. Rd2 - Bg7 23. h3 (Ónauðsynleg veiking á kóngvæng. Afleiðingar þessa leiks koma ekki að fullu i ljós fyrr en eftir 20 leiki til viðbótar.) 23. - Be6 24. Dc2 - axb4 25. axb4 - Hxa2 26. Rxa2 (26. Hxa2 leiðir til þess að b-peðið glatast strax og því hefur hvítur að sætta sig við þessa mjög svo óþægilegu leppun.) 26. - Rc4 27. Rb3 - Dg5 28. Kfl? - Bf8 8 7 6 5 4 3 2 1 abcdefgh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.