Fréttablaðið - 17.12.2008, Síða 10

Fréttablaðið - 17.12.2008, Síða 10
 17. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR SVÍÞJÓÐ Jarðskjálfti varð á Skáni í Suður-Svíþjóð snemma í gærmorg- un. Skjálftinn mældist meira en 4,6 á Richter og er sá stærsti í Svíþjóð í rúma öld. Fólk vaknaði og hljóp út, bókahillur hristust og hlutir duttu úr hillum og skemmdir urðu á húsum. Engin alvarleg slys urðu á fólki. Skjálftinn fannst í Dan- mörku og suður- og vesturhluta Svíþjóðar. Íbúar vöknuðu upp við jarð- skjálftann sem varð rétt upp úr sex að staðartíma í Svíþjóð í gærmorg- un. Jóhanna Matthíasdóttir er öryrki í Landskrona, ekki langt frá Malmö. „Ég vaknaði við að rúmið mitt lék á reiðiskjálfi. Ég hélt fyrst að hundurinn væri til fóta og væri að klóra sér. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið því að ég hef aldrei heyrt um jarðskjálfta á þessu svæði en dóttir mín sagði mér bara að fara að sofa aftur, mig hefði verið að dreyma,“ segir Jóhanna. Hún fékk sms frá vinkonu sinni í Simrishamn. „Þar lék allt á reiði- skjálfi,“ segir hún. Fólk hafi heyrt titring í veggjunum en ekkert dott- ið niður. „Ég hefði búist við þessu heima á Íslandi en aldrei hér. Það koma víst stundum litlir skjálftar hér sem við verðum ekkert vör við,“ segir hún. Anna Jóna Loftsdóttir býr í Malmö. Hún segir að sonur sinn hafi komið hlaupandi og sagt að bækurnar hafi dottið úr hillunni við rúmið og niður á gólf. Hann hafi ekkert meiðst. Andrea Þorbjörg Sigurðardóttir fann fyrir skjálftanum í íbúð sinni í Kaupmannahöfn. „Ég vaknaði við að rúmið mitt hristist en var ekk- ert að pæla í því. Svo hringdi ég í foreldra mína af því að ég bý hérna ein og þau vissu ekkert og svo í kærastann minn og þá hafði hann fundið líka fyrir þessum skjálfta,“ segir Andrea Þorbjörg. Hlutir hrundu ekki úr hillum en hún segir að titringurinn hafi verið greinilegur. „Maður verður alltaf smá hissa þegar maður finnur jarð- skjálfta en ég fann Suðurlands- skjálftann þegar hann var,“ segir Andrea. Talið er að ekki hafi orðið miklar skemmdir vegna skjálftans. Ari Tryggvason, jarðskjálftafræðing- ur við Háskólann í Uppsölum, segir að á hverjum degi eigi sér stað 1-2 jarðskjálftar í Svíþjóð og að fólk finni fyrir 1-2 skjálftum á ári. Síð- ast hafi svona stór skjálfti orðið 13. október 1904. ghs@frettabladid.is Íslendingar héldu ró sinni í skjálftanum Jarðskjálfti varð í Svíþjóð í gærmorgun og mældist yfir 4,6 á Richter. Hann er sá stærsti í eina öld. Skjálftinn fannst greinilega á Skáni og í Kaupmannahöfn en Íslendingar héldu ró sinni. „Rúmið lék á reiðiskjálfi,“ segir öryrki í Svíþjóð. Tvöfaldir punktar í Nettó! Verið velkomin í Nettó Mjódd - Salavegi - Hverafold Akureyri - Höfn - Grindavík ww.netto.is Sendum vinum jólakveðju TILBOÐIN GILDA 17. -21. DESEMBER w w w .m ar kh on nu n. is 50% AFSLÁTTUR JÓLAPAPPÍR OG MERKIMIÐAR JÓLAKORT STÓR, 10 STK. 299 kr 598 kr JÓLAKORT LÍTIL 10 STK. 249 kr 498 kr JÓLAKORT STÓR 24 STK. 499 kr 998 kr 50% afsláttur 50% afsláttur 50% afsláttur og farsælt komandi ár Gleðileg jól UPPTÖK SKJÁLFTANSMALMÖ KAUPMANNAHÖFN LANDSKRONA SVÍÞJÓÐ DANMÖRK

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.