Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 26
MARKAÐURINN 17. DESEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR
F R É T T I R
G E N G I S Þ R Ó U N
Ingimar Karl Helgason
skrifar
„Hlutur Stoða í Refresco hefur verið í söluferli í
fjóra mánuði, frá því áður en bankarnir hrundu,“
segir Júlíus Þorfinnsson, talsmaður Stoða, áður FL
Group.
Hann segir að samið hafi verið við fjárfesting-
arbankann Rothchild um að annast sölu á hlutnum.
„Við vonumst til þess að samningar um sölu á 49
prósenta eignarhlut okkar í Refresco náist á næst-
unni.“
Þá sé ljóst að hrun íslensku bankanna og erfið
staða Stoða hafi haft slæm áhrif á rekstur Refres-
co. „Því er brýnt að selja áður en skaðinn verður
meiri,“ segir Júlíus.
Hann bætir því við að kaupverðið á 49 prósenta
hlut Stoða á sínum tíma hafi numið um 5,2 milljörð-
um króna, vorið 2006. Samkvæmt frétt Vísis nam
kaupverðið 461 milljón evra, en þá voru skuldir
teknar með og fleira.
Hlutur Stoða er nú geymdur í félagi sem skráð er
í Hollandi og heitir Ferskur Holding 2 B.V. Eigend-
ur félagsins eru Stoðir, Vífilfell og Kaupþing. Fé-
lögin eiga saman 2.680.000 hluti í Refresco, eða um
80 prósent af heildinni. Vífilfell hefur ekki í hyggju
að selja, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ekki
hefur náðst í Steinar Guðgeirsson, formann skila-
nefndar Kaupþings.
Samkvæmt síðustu ársskýrslu Refresco námu
eignir félagsins ríflega 611 milljónum evra. Þá
námu skuldir félagsins ríflega 367 milljónum evra.
Stærstur hluti skuldanna kom til vegna sam-
bankaláns sem var tekið um það leyti sem FL Group
keypti í félaginu. Það nam 260 milljónum evra og
var tekið undir forystu FIH bankans, sem var í eigu
Kaupþings.
Stoðir eru enn í greiðslustöðvun og verða til 20.
janúar. Félagið var stærsti eigandi Glitnis.
Tilraunir félagsins til að selja Tryggingamiðstöð-
ina (TM) fóru út um þúfur þegar veðhafinn, Lands-
bankinn, neitaði að ganga til samninga við Kaldbak.
„Það kom okkur satt best að segja á óvart enda sam-
þykkti stjórn Stoða einfaldlega hærra tilboðið af
tveimur tilboðum sem höfðu borist,“ segir Júlíus.
„Eftir sem áður er það vilji Stoða að selja TM, þetta
er okkar stærsta eign og sala hennar myndi létta
verulega á okkur,“ bætir hann við. „Vonandi geng-
ur sala TM eftir sem fyrst í góðu samkomulagi við
bankann.“ Stoðir eiga líka hlut í Landic Property,
Royal Unibrew og Bayrock Group.
Refresco á sölulista
Stoða í fjóra mánuði
Stoðir reyna að selja helmingshlut sinn í hollenska drykkjar-
framleiðandanum Refresco. Íslenskt eignarhald er félaginu
óþægilegt. Vífilfell og Kaupþing eiga félagið ásamt Stoðum.
Eign milljónir evra
Óefnislegar eignir 274
Efnislegar eignir 333,6
Fjármunaeignir 3,8
Skuldir 367
Tap árið 2007 27
Eign Stoða, Vífilfells og Kaupþings 80%
R E F R E S C O Í T Ö L U M
GLUGGAÐ Í REIKNINGANA Jón Ásgeir Jóhannesson og
Jón Sigurðsson glugga í reikninga Stoða á uppgjörsfundi.
Drykkjarvöruframleiðandinn Refresco er meðal eigna félagsins
sem ekki eru skráðar á markað. MARKAÐURINN/ANTON
2
Verulegar breytingar hafa orðið
á hluthafalista Existu eftir að
Bakkabræður settu einn millj-
arð króna í félagið í gegnum eign-
arhaldsfélagið Kvakk/BBR fyrir
rúmri viku.
Exista var með lán á gjalddaga
og nýju hlutafé varið til greiðslu
á því. Í kjölfarið varð eignar-
haldsfélagið yfirtökuskylt. Nýja-
Kaupþing setti sig upp á móti yf-
irtökunni og keypti í kjölfarið tíu
prósenta hlut í Existu.
Viðskipti hófust með hluta-
bréf Existu í byrjun síðustu viku
eftir níu vikna hlé. Talsverð upp-
stokkun var á eignasafni félags-
ins á þeim tíma. Gengi bréfa Ex-
istu hrundi í fyrstu viðskiptum
úr 4,62 krónum á hlut í 10 aura.
Fallið jókst í gær, endaði í fjór-
um aurum á hlut og hefur aldrei
verið lægra. - jab
Breyttur hluthafalisti
Hluthafi Eignahlutur nú / var
BBR ehf* 77,9% 45,21%
Nýi Kaupþing banki 10,4% 0,86%
Kista fjárfestingarfélag 1,1% 5,17%
Arion safnreikningur 1,1% 4,81%
L.sj.verslunarmanna 1,0% 4,53%
Gift fjárfestingarfélag 1,0% 4,34%
Castel SARL 0,9% 4,09%
Gildi-lífeyrissjóður 0,9% 4,06%
Singer & Friedlander Ltd 0,9% 3,95%
Spron 0,5% 2,41%
* var áður Bakkabræður Holding
T Í U S T Æ R S T U
Viðskiptaráðherra hyggst skipa
nefnd til að endurskoða lög um
fjármálamarkað.
Kanna á „viðskipti starfs-
manna við fjármálafyrirtæki,
töku hlutabréfa fjármálafyrir-
tækja sem veð gegn láni, hlut-
verki, hæfisskilyrðum og regl-
ur stjórna, krosseignarhald, tak-
markanir á stórum áhættum og
náin tengsl“, að því er segir í til-
kynningu. Fylgjast á með sam-
bærilegri vinnu á vegum ESB.
Gert er ráð fyrir að nefndin
ljúki störfum 15. apríl næstkom-
andi. - ikh
Ný lög um
fjármálamarkað
Fulltrúar erlendra kröfuhafa
í íslensku bankana hafa mikið
verið í ferðum hingað og sumir
opnað skrifstofur. Þetta stað-
festir Sigmundur Sigurgeirs-
son, aðstoðarmaður fjármála-
ráðherra. „Sumir búast allt eins
við því að vera hér í tvö ár,“
segir hann, en í þeim hópi séu
einkum evrópskir bankar. Meðal
banka sem lánuðu þeim íslensku
voru Commersbank og Bayern
Landesbank, Fortis-bankinn og
Barclays-bankinn. „Þeir hafa
verið í sambandi við okkur frá
fyrsta degi og fjármálaráðherra
hefur lagt sig allan fram um að
eiga við þá góð og greið sam-
skipti,“ segir Sigmundur. Sam-
skiptin við erlendu kröfuhaf-
ana skipti miklu máli. Ekki ein-
göngu vegna bankanna, heldur
einnig atvinnufyrirtækja, ekki
síst orkufyrirtækjanna.
„Það er klár skilningur milli
manna að Íslendingar fái ráð-
rúm til að vinna úr sínum
málum,“ segir hann. - ikh
Kröfuhafar flytja hingað
„Ríkið ákvað fyrir nokkrum
árum að vera á óverðtryggða
markaðnum, en Íbúðalánasjóður
hefur verið á hinum verðtryggða.
Við erum að skoða núna hvort
ástæða sé til að breyta því, en við
erum ekki komin að neinni nið-
urstöðu, til að mynda hvort við
færum okkur aftur yfir á hinn
verðtryggða enda,“ segir Þór-
hallur Arason, skrifstofustjóri í
fjármálaráðuneytinu, um vænt-
anlega skuldabréfaútgáfu ríkis-
ins. Óverðtryggða útgáfan hafi í
grundvallaratriðum gengið vel.
Bréf fyrir 100 milljarða voru
á gjalddaga fyrir skömmu. Á
móti gaf ríkið
út ný skulda-
bréf. Bréf voru
keypt fyrir
27 milljarða
króna. „Það
hljóta að hafa
verið nokkur
vonbrigði fyrir
ríkið,“ segir Jón
Bjarki Bents-
son, hjá Greiningu Glitnis.
„Ætla má að greiða hafi þurft
um 108,5 milljarða, þar sem vext-
ir leggjast við,“ segir Jón Bjarki
um eldri útgáfuna. Erlendir að-
ilar hafi verið í meirihluta eig-
enda.
Stór hluti mismunarins hljóti
að hafa verið greiddur út af
viðskiptareikningi ríkisins hjá
Seðlabankanum. „Ætla má að það
hafi þurft að greiða út á bilinu
50 til 70 milljarða.“ Útgreiðsl-
an sé lægri en sem nemur mis-
muninum á nýju útgáfunum og
þeirri eldri. Það skýrist af því að
um helmingur hinnar eldri var
lán til aðalmiðlara. Hluti fari því
aðra leið.
Ríkið átti um 163 milljarða á
viðskiptareikningi í Seðlabank-
anum um mánaðamótin. - ikh
JÓN BJARKI
BENTSSON
Skoða útgáfu verðtryggðra bréfa
Reglur um undanþágur frá gjald-
eyrishöftum hafa verið rýmkaðar,
samkvæmt breyttum reglum um
gjaldeyrismál sem Seðlabankinn
birti á vef sínum síðdegis í gær.
Breytingarnar snúa helst að
„tilteknum hópum vegna brýnna
hagsmuna og því að litlar líkur
eru taldar á að viðskipti þeirra
muni valda alvarlegum og veru-
legum óstöðugleika í gengis- og
peningamálum“.
Ríki og sveitarfélög fá undan-
þágu og einnig fyrirtæki í opin-
berri eigu sem starfa samkvæmt
sérlögum. Auk þess fyrirtæki
sem eru aðilar að fjárfesting-
arsamningum við ríkið og fyr-
irtæki sem fengið hafa leyfi til
olíuleitar. Skilanefndir bankanna
fá líka undanþágu og fyrirtæki
sem hafa yfir 80 prósent af tekj-
um og gjöldum erlendis geta sótt
um undanþágu. - óká
Undanþágur rýmkaðar
Vika Frá ára mót um
Alfesca 2,6% -42,3%
Bakkavör -7,6% -94,4%
Eimskipafélagið -2,3% -96,3%
Exista -71,4% -99,8%
Icelandair -0,4% -52,4%
Kaupþing 0,0% -100,0%
Marel -6,7% -25,8%
SPRON 0,0% -79,2%
Straumur -15,1% -83,6%
Össur -1,0% -1,0%
*Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær.
Úrvalsvísitalan OMXI15 371.