Fréttablaðið - 17.12.2008, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 17.12.2008, Qupperneq 32
FERDALANGUR.NET er athyglis- verð vefsíða fyrir þá sem hyggjast leggja land undir fót. Á síðunni má finna upp- lýsingar um ferðamáta og fleira. „Okkur gekk vel að sýna og við fengum forkunnar góðar viðtökur. Fólk kallaði bravó á eftir okkur á götunum, það var mjög óvenjulegt,“ segir Aðalheiður Halldórsdóttir dansari sem er nýkomin frá Frakk- landi með Íslenska dansflokknum og lýsir síðan óvæntri heimsókn til franskrar fjölskyldu. „Eina frídaginn sem við höfðum ætluðum við fjögur saman að skoða það markverðasta í þessum litla bæ sem við vorum í og heitir Caen. Þá hittum við hjón á förnum vegi sem gáfu sig á tal við okkur. Þau höfðu komið á báðar sýningarnar okkar með dætur sínar tvær og vildu endi- lega bjóða okkur heim í te. Við þáðum það með þökkum. Fórum bara fyrst að skoða kirkju og kast- ala og bönkuðum svo upp á hjá þeim því þau höfðu gefið okkur heimilis- fangið. Hjónin tóku skælbrosandi á móti okkur, frúin var búin að baka og bar fram japanskt te og alls konar kræsingar. Dæturnar voru þarna og amman mætti meira að segja. Mikið var spjallað og fólkið lýsti yfir ánægju með að fá okkur í heimsókn en heiðurinn var auðvitað okkar. Þetta var á sunnudegi og þegar við spurðum hjónin um veitinga- stað til að fara á um kvöldið sagði frúin að lítið væri um opna staði á sunnudögum. „En ef þið lendið í vandræðum þá komið þið bara hing- að,“ sagði hún. „Ég bý til súpu og baka köku. Fimmtán manns? Það er ekki neitt. Hringið bara með svona klukkutíma fyrirvara.“ Til þess kom þó ekki. Við fundum lítinn veit- ingastað og skrifuðum hjónunum póst um kvöldið. Við höfum aðeins verið í póstsambandi við þau síðan því nú er þetta „franska fjölskyldan okkar“. Hjónin eru arkitektar og búa í fallegu frönsku húsi með tveimur dætrum. Heimsóknin til þeirra var skemmtileg og óvænt og setti svip á ferðina.“ Aðalheiður segir dansflokkinn hafa verið í Caen í viku og notið gestrisni og gjafmildi. „Sá sem hélt um alla þræði heitir Jeróne Rémy og hann gerði það mjög vel. Þarna var líka myndlistarfólk og rithöf- undar frá Íslandi og vel var mætt á alla viðburði.“ gun@frettabladid.is Óvænt teboð í Frakklandi Íslenski dansflokkurinn sýndi fimm verk á hátíðinni Les Boreales í Frakklandi í síðasta mánuði. Fjór- menningar úr flokknum voru stöðvaðir á götu af aðdáendum og boðið í te og nýbakað í heimahúsi. „Okkur gekk vel að sýna og við fengum forkunnar góðar viðtökur,“ segir Aðalheiður í Íslenska dansflokknum sem fór nýlega í frægðarför til Frakklands. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Opið laugardaga til jóla kl. 11-16 Lyftu þér upp um jólin Rafknúnir hægindastólar sem auðvelda þér að setjast og standa upp. • Fást með tveimur mótorum • Einfaldar stillingar • Falleg hönnun • Fjölbreytt úrval www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Leitið upplýsinga hjá sölufulltrúum; Jóna María Hugi 512 5473 512 5447
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.