Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 37
3
H A U S
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008
Ú T T E K T
þar veturinn 1976-77 og Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir utan-
ríkisráðherra sem tók við kyndli
samflokksmanns síns árið eftir.
Hvort þau hafi spáð í sætaskipan
þeirra beggja þrjátíu árum síðar
skal ekki fjölyrt um hér.
Til gamans má geta að tveim-
ur árum eftir að Ingibjörg stóð
úr formannsstólnum settist
í hann Stefán Jóhann Stefáns-
son, í nafni vinstrimanna, nú rit-
stjóri í Seðlabankanum. Samtíða
honum var lykilmaður í íslensk-
um stjórnmálum í dag að stíga
sín fyrstu skref. Sá er Steingrím-
ur J. Sigfússon, formaður Vinstri
grænna.
Í sæti Stefáns næsta vetur sett-
ist svo Finnur Ingólfsson, síðar
ráðherra Framsóknarflokksins,
seðlabankastjóri um tíma og einn
arkitektanna að einkavæðingu
Búnaðarbankans, nú Kaupþings.
Þá var hann einn af stærstu hlut-
höfum Icelandair Group og fé-
lögum sem tengdust gamla Sam-
bandinu með einum eða öðrum
hætti. Seta hans í Stúdentaráði
var í nafni Umbótasinna, sem
síðar sameinaðist Félagi vinstri-
sinna undir merkjum Röskvu.
Tæpum áratug síðar settust
tveir háskólastúdentar sem
nokkuð hefur kveðið að upp á
síðkastið í formannsstólinn. Það
voru jafnaldrarnir Jónas Fr.
Jónsson, forstjóri Fjármálaeft-
irlitsins, sem sat í Stúdentaráði
í nafni Vöku veturinn 1989 til
1990, þá 23 ára, og Sigurjón Þ.
Árnason, fyrrverandi forstjóri
Landsbankans, sem sat í nafni
sömu hreyfingar næsta vetur á
eftir.
Krókurinn beygðist snemma
hjá Jónasi Fr. en árið 1989 setti
hann sig upp á móti því að Stúd-
entaráð ætti hlutabréf í útvarps-
félaginu Rót, sem Stúdentaráð
tók þátt í að stofna tæpum tveim-
ur árum fyrr þegar Félag vinstri-
manna og umbótasinnaðra stúd-
enta sat í ráðinu. Vökuliðar, sem
voru í minnihluta þá, voru frá
upphafi mótfallnir fjárhagslegri
aðild Stúdentaráðs í rekstrinum
og var félaginu slitið í tíð Jónas-
ar með sextán atkvæðum Vöku
gegn tólf atkvæðum Röskvu,
sem þá samanstóð af miðju- og
vinstriflokkunum í háskólapólit-
íkinni og komin í minnihluta.
Af Sigurjóni var það að frétta
að hann virðist hafa gefið sig
allan í háskólapólitíkina og stóð
ásamt öðrum að ýmsum hags-
muna- og þjóðþrifamálum, svo
sem notkun á endurunnum papp-
ír, bættum dagvistunarmálum
og uppbyggingu stúdentagarða
fyrir háskólanemendur í Vatns-
mýrinni undir yfirskriftinni:
„Stúdentahverfi 2000“. Þótt þess-
ar fyrirætlanir hafi hljómað eins
og hver önnur framtíðarmúsík
árið 1991 varð raunin önnur eins
og sjá má við mýrina.
Aðrir sem setið hafa í for-
mannsstóli Stúdentaráðsins hafa
sömuleiðis látið talsvert að sér
kveða á opinberum vettvangi
síðustu ár en einn þeirra landaði
borgarstjórastólnum til skamms
tíma. Sá heitir Dagur B. Egg-
ertsson. Þá var heimspekingur-
inn Björgvin G. Sigurðsson, nú
viðskiptaráðherra, ritstjóri Stúd-
entablaðsins á árabilinu 1997 til
1998.
Þótt ekki sé ætlunin að halla á
aðra í upptalningunni mun fram-
tíðin ein skera úr um hvar við-
komandi lenda í sögubókum. Þeir
myndu hvort eð er liggja undir
radar ættfræðinga. Eða svo vitn-
að sé til Braga á ný: „Ættfræð-
ingarnir eru ekki í neinum fer-
tugum og yngri.“
FJÁRMÁLAFORINGJAR ÚR VÖKU
Að öðrum ólöstuðum er listi
Vöku á níunda og tíunda áratug
síðustu aldar athyglisverður en
þar á listum eru margar af lykil-
persónum í íslensku efnahagslífi
Nýja Íslands.
Þannig var Jónas Fr. gjald-
keri stjórnar Vöku veturinn
1987 til 1988 en varaformað-
ur árið eftir. Formaður stjórnar
Vöku á sama tíma var Lárents-
ínus Kristjánsson, nú formað-
ur skilanefndar Landsbankans.
Lárentsínus var nokkuð í frétt-
um í fyrra þegar fjárfestingar-
félagið Gnúpur lenti í hremm-
ingum eins og frægt er orðið.
Mun fleiri bankamenn bættust
í stjórn Vöku eftir því sem nær
dró nútímanum. Illugi Gunnars-
son, nú þingmaður sjálfstæðis-
manna, var ritari veturinn 1989-
90. Í stjórninni veturinn 1991 til
1992 sat ungur maður sem átti
eftir að láta að sér kveða örfá-
um árum síðar. Það var Hreið-
ar Már Sigurðsson, síðast for-
stjóri Kaupþings, þá gjaldkeri,
sem hélt um buddu Vöku. Hann
var þá 21 árs. Tæpur mánuður
er síðan hann fagnaði 38 ára af-
mælinu.
Eru þá aðeins fáeinir stjórn-
armenn upp taldir sem hafa
látið að sér kveða í framvarð-
arlínu íslensks efnahagslífs síð-
ustu ár.
Erfitt er að átta sig á stjórnar-
setum manna á öðrum listum en
Vöku. Þetta félag lýðræðissinn-
aðra stúdenta hefur í gegnum
tíðina staðið sig með eindæm-
um vel að halda öllu til haga er
varðar stjórnarmenn.
Öðru máli gegnir um aðra
flokka skólans, svo sem Félag
vinstrimanna, Umbótasinna og
aðra eldri flokka.
FREKAR RUNNI EN TRÉ
Hér hefur ekki verið ætlun-
in að birta tæmandi lista yfir
tengsl allra lykilpersóna í því
umróti sem riðið hefur yfir ís-
lenskt samfélag heldur einungis
að vekja athygli á þeim. Þau eru
án nokkurs efa mun fleiri.
Líkt og Bragi Kristjónsson
benti á í upphafi greinar eru
tengsl manna hér á landi algeng
og gjarnan bundin fjölskyldu-
og vinaböndum. Næsta ómögu-
legt sé því að koma í veg fyrir að
leiðir manna skarist ekki á ein-
hvern hátt. Þó verði að hindra að
einstaka menn hagnist umfram
aðra af slíkum tengslum.
Með þetta á bak við eyrað væri
nær að kalla stöðuna sem komin
er upp Litla Ísland en það nýja.
BRAGI BÓKSALI „Þótt öll þessi mál nú
séu morkin og rotin er ekki beint við neinn
að sakast.“