Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MÁNUDAGUR 29. desember 2008 — 355. tölublað — 8. árgangur SIRRÝ SIGFÚS SPÁKONA Birtir til í þjóðfélaginu í vor og sumar • áramót Í MIÐJU BLAÐSINS BJÖRN MALMQUIST Erfiðar svipmyndir Fréttamenn hafa úr nægu að moða fyrir annál 2008 FÓLK 34 Tónleikar fyrir eldri borgara Fjölmargar gamlar hetjur sóttu landið heim. FÓLK 24 Iceland þýðir gjaldþrot Orðið Iceland fær nýja merkingu. FÓLK 26 JÓI OG GÓI Veðja um Skaupið Bjórkippa um hvor birtist á undan í skaupinu FÓLK 34 Sömu hagsmunamálin Útvegsmannafélag Norðurlands kveður aldarafmælisár sitt. TÍMAMÓT 20 Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 BJÖRGUNARSVEITIR safna gömlum farsímum undir yfirskriftinni Svaraðu kallinu. Símarnir verða sendir til þýsks fyrirtækis sem endurnýtir símana og sendir suma þeirra til þróunarlanda. Björgunarsveitirnar munu taka á móti símum á flugeldasölustöðum um allt land. Ekki stendur á svörum hjá Sirrý spákonu þegar hún er beðin um að rýna inn í árið 2009. Hún segir að á flestum brenni sú spurning hvað verði um ríkisstjórnina. „Ég get ekki séð að það verði kosningar enda væri það að mínu mati fásinna að boða til þeirra. Þá myndu þeir sem tækju við baraafsaka gjörði í úr vasa fjárglæpamanna eins og hún kýs að kalla þá. „Mér finnst líka eins og fleiri hneyksli, sem tengjast Jóni Ásgeiri og Björ- gólfsfeðgum, eigi eftir að koma upp á yfirborðið. Nú ef við snúum okkur að Davíð Oddsyni þá get égekki séð að hann komi ilh skjálftavirkni en ég á ekki von á alvarlegum hamförum. Ég á hins vegar von á því að fíkniefnalög- reglan eigi eftir að finna mikið magn af fíkniefnum og að hún muni jafnvel ná að uppræta tóan fík i f Fleiri hneyksli koma upp á yfirborðið á næsta ári Í lok árs lítur fólk um öxl og skoðar farinn veg en mörgum leikur einnig forvitni á að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Fréttablaðið fékk Sirrý Sigfús spákonu til að skyggnast inn í framtíðina. Sirrý setur sig í sérstakar stellingar og þannig streyma upplýsingarnar til hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nóatúni 4 · Sími 520 3000www.sminor.is „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is Hringdu í síma “Glæsilegt undir áramótadressið!” VÍÐAST MILT Í dag verður sunnan strekkingur norðvestan og vestan til, annars hægari. Rigning á Vest- fjörðum, hætt við súld sunnan til og vestan, annars yfirleitt bjart veður. Frost til landsins eystra, annars milt. VEÐUR 4 7 3 -3 58 33,4% 70,7% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Fréttablaðið er með 112% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... ... alla daga Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í ágúst - október 2008. BANDARÍKIN, AP Laura Bush, eiginkona George W. Bush Bandaríkjaforseta, segist sannfærð um að seinni kynslóðir eigi eftir að átta sig á ágæti verka eiginmanns hennar. „Ég held að kynslóðirnar muni brátt fara að þakka þessum forseta fyrir það sem hann hefur gert. Þessi kynslóð mun gera það,“ sagði hún í sjónvarpsviðtali í gær. Meðal annars telur hún Bush forseta hafa lagt grunninn að stofnun Palestínuríkis, og hún segir að maðurinn, sem kastaði skó í Bush í Írak nýverið, hafi sýnt að „Írökum finnst þeir hafa mun meira frelsi til að tjá sig“. - gb Laura Bush forsetafrú: Trúir á verk eiginmannsins BRETLAND, AP Lögreglan í Skot- landi fann á föstudag konu sem hafði verið bundin í skotti bifreiðar sinnar í allt að tíu daga. Þrjátíu og fimm ára gamall maður hefur verið handtekinn, grunaður um mannrán. Lögreglan segir að konan, sem er hjúkrunarkona að nafni Magdeline Makola, hafi síðast sést 15. desember, en tilkynnt hafi verið um hvarf hennar þegar hún mætti ekki til vinnu 18. desember. Hún er nú á sjúkrahúsi, en mesta mildi þykir að frekar hlýtt hefur verið í veðri miðað við árstíma. - gb Handtekinn fyrir mannrán: Kona fannst í skotti bifreiðar LAURA BUSH Er þess fullviss að fólk muni átta sig á ágæti eiginmannsins. Stjarnan og Fram unnu Kvennalið Stjörnunnar og karlalið Fram urðu N1-deildarbik- armeistarar í gær. ÍÞRÓTTIR 30 VEÐRIÐ Í DAG VINNUMARKAÐUR Tannlæknar búa sig nú undir komu útlendinga í stólinn hjá þeim, þar sem gengis- þróun hefur gert tannviðgerðir á Íslandi fýsilegan kost. Þá hafa augnlæknar orðið varir við auk- inn áhuga á starfsemi þeirra að utan. Ingibjörg Sara Benediktsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, segir þessa þróun jákvæða, ekki veiti af gjaldeyrin- um. Áður fyrr tíðkaðist að Íslend- ingar færu út í ódýrar tannlækn- ingar, en Ingibjörg segir það hafa verið í litlum mæli. Staðan nú sé hins vegar allt önnur. „Við erum örugglega með ódýrustu tann- lækningarnar á Norðurlöndunum eins og staðan er í dag út af genginu.“ Kreppan hefur ekki enn dregið úr aðsókn Íslendinga í tannlækn- ingar, að mati Ingibjargar, þó kannski hafi dregið úr stærri verkefnum. Það geti þó breyst. „Við höfum ekki orðið vör við samdrátt enn þá en eigum von á honum eins og aðrar stéttir. En það verður ekkert atvinnuleysi hjá okkur, enda er verið að biðja um tannlækna í Noregi. Þar eru fimmtíu stöður lausar.“ - fb, kóp Ísland er vinsælt til tannviðgerða vegna hagstæðs gengis krónunnar: Sækja tannviðgerðir til Íslands ORKUMÁL Gríðarleg lækkun hefur orðið á álverði undanfarna mán- uði, og kemur til greina að arð- semismat vegna Kárahnjúkavirkj- unar verði endurskoðað vegna þessa. Verð á raforku til stóriðju er tengt álverði, og hefur því lækkandi álverð lægri tekjur í för með sér fyrir orkufyrirtæki. „Ég held að það sé ekki ólíklegt að arðsemismatið [á Kárahnjúka- virkjun] verði endurskoðað,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar. Það hafi verið rætt, en engin ákvörðun tekin. Upphaflega var talið að arð- semi eigin fjár vegna virkjunar- innar yrði um 11,9 prósent. Þar var miðað við að heimsmarkaðs- verð á áli væri að meðaltali um 1.550 dollarar á tonnið. Nú er verð- ið komið niður í 1.500 dollara, og hefur hrunið úr um 3.300 dollur- um í júlí. Landsvirkjun endurskoðaði arð- semismatið í janúar 2008. Þá var arðsemi eigin fjár metin um 13,4 prósent. Helsta ástæðan fyrir þessari aukningu var hærra heimsmarkaðsverð á áli. „Tekjur Landsvirkjunar hafa lækkað á síðustu mánuðum ársins. Landsvirkjun er þó með varnar- samninga sem verja fyrirtækið fyrir hluta lækkunarinnar. En þetta hefur neikvæð áhrif og það segir sig sjálft að við viljum hafa álverð hærra,“ segir Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar. Þorsteinn segir að lægri fjár- magns- og vaxtakostnaður vegi að einhverju leyti upp á móti lækk- andi álverði. Landsvirkjun noti dollara sem starfrækslumynt, og því hafi lágir stýrivextir í Banda- ríkjunum góð áhrif. Sveiflur á álverði eru algengar, og þarf því að áætla hvert verðið verður til lengri tíma þegar arð- semi af stórum framkvæmdum eins og Kárahnjúkavirkjun er metin, segir Þorsteinn. - bj, kóp Arðsemismat mögu- lega endurskoðað Heimsmarkaðsverð á áli hefur lækkað úr 3.300 dollurum í 1.500 dollara á hálfu ári. Lækkunin hefur bein áhrif á íslensku orkufyrirtækin. Líklegt er að arðsem- ismat vegna Kárahnjúkavirkjunar verði endurskoðað vegna lækkandi álverðs. MÓTMÆLI Í PARÍS Meira en þúsund manns komu saman í París í gær til að mótmæla loftárásum Ísraela á Gazasvæðið, sem kostað hafa nærri 300 manns lífið um helgina. Sjá síðu 4 NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.