Fréttablaðið - 29.12.2008, Page 12
12 29. desember 2008 MÁNUDAGUR
EVRÓPUMÁL Tékkar taka um ára-
mótin við formennskunni í Evr-
ópusambandinu af Frökkum, en á
eftir Slóvenum eru Tékkar þar
með önnur fyrrverandi austan-
tjaldsþjóðin sem gegnir for-
mennskuhlutverkinu.
Þar sem tékkneski forsetinn,
Vaclav Klaus, er þekktur fyrir að
vera þjóðernissinnaður efa-
semdamaður um Evrópusamrun-
ann, og íhaldsflokkur hans og for-
sætisráðherrans Mireks
Topolanek, ODS, þykir deila þeirri
hugmyndafræði, eru margir
spenntir að sjá hvernig hinni
sundurlyndu samsteypustjórn
Topolaneks, sem ræður ekki yfir
þingmeirihluta, ferst for-
mennskuhlutverkið úr hendi.
Klaus er að vísu nýgenginn úr
ODS, flokknum sem hann stofnaði
sjálfur eftir fall kommúnismans
að fyrirmynd breska Íhalds-
flokksins. Hann yfirgaf flokkinn í
því skyni að leggja sitt af mörk-
um til að lægja innanflokksdeilur,
en óvíst er að það dugi til.
Víst er að alþjóðlega fjármála-
kreppan mun setja mjög mark
sitt á formennskumisseri Tékka.
Þá er þess líka vænst að örlög
Lissabon-sáttmálans svonefnda
skýrist á tímabilinu, en Klaus for-
seti hefur neitað að undirrita
staðfestingu sáttmálans fyrir
Tékklands hönd uns ljóst er orðið
hvað írska stjórnin ætlar að gera
eftir að írskir kjósendur höfnuðu
staðfestingu sáttmálans í þjóðar-
atkvæðagreiðslu í sumar sem
leið. Írlandsstjórn hefur boðað
nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um
málið í haust − það er í for-
mennskutíð Svía − eftir að komið
hefur verið til móts við helstu
áhyggjuefni Íra varðandi sátt-
málann, í samræmi við það sem
um samdist á leiðtogafundi ESB í
desember.
Önnur helstu áherslumál Tékka
í formennskuhlutverkinu í ESB
verða þessi: að gæta hagsmuna
smærri aðildarríkja, að ríkisaf-
skipti af efnahagsmálum skuli
vera takmörkuð, að grannríki
ESB í austri skipti máli og tengsl-
in yfir Atlantshafið skipti meira
máli en tengslin við Rússa.
Fari svo að Ísland ákveði að
leggja inn aðildarumsókn að ESB
í vor myndi það verða Karl zu
Schwarzenberg fursti, utanríkis-
ráðherra Tékklands, sem tæki við
umsókninni fyrir hönd sambands-
ins. audunn@frettabladid.is
Formennska í hend-
ur efahyggjumanns
Tékkar taka um áramót í fyrsta sinn við formennskunni í Evrópusambandinu.
Veik staða stjórnarinnar í Prag og efahyggja Vaclavs Klaus forseta um Evrópu-
samrunann valda því að náið verður fylgst með hvernig til tekst.
FORMENNSKUÁÆTLUN KYNNT Karl zu Schwarzenberg utanríkisráðherra, Mirek Topolanek forsætisráðherra og Alexandr Vondra
Evrópumálaráðherra kynna ESB-formennskuáætlun Tékka í Brussel 11. desember síðastliðinn. NORDICPHOTOS/AFP
GRINDAVÍK Bæjaryfirvöld í
Grindavík hafa ákveðið að halda
útsvarsprósentunni óbreyttri á
næsta ári í stað
þess að nýta sér
möguleika til
hækkunar eins
og mörg
sveitarfélög
hafa gert.
Bærinn lækkar
gjaldskrána ef
eitthvað er til
að mæta
þrengingum og
standa með sínu
fólki. Til að mæta þröngri stöðu
fjölskyldnanna verður niður-
greiðsla á matarkostnaði grunn-
skólabarna aukinn og fer máltíðin
úr 230 krónum niður í 180 krónur.
Þá verður tónlistarnám grunn-
skólabarna gjaldfrjálst frá og
með næsta hausti.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir
bæjarstjóri segir að bærinn sé
þokkalega settur, hafi selt í
Hitaveitu Suðurnesja og eigi sjóð.
„Við komum kannski til með að
þurfa eitthvað að nýta okkur
sjóðinn, nota ávöxtun af honum
og verðbætur fremur en að taka
lán,“ segir hún. - ghs
Grindavíkurbær:
Lækkar matar-
kostnað barna
JÓNA KRISTÍN
ÞORVALDSDÓTTIR
HEILBRIGÐISMÁL Fóstureyðingar á
Grænlandi á árinu 2006 voru 1.030
miðað við hver 1.000 lifandi fædd
börn. Þetta er langhæsta hlutfall
fóstureyðinga á Norðurlöndunum
að því er sjá má í Talnabrunni,
fréttabréfi Landlæknis.
Hlutfallslega næstflestar fóstur-
eyðingar á Norðurlöndunum voru
í Svíþjóð þar sem þær voru 340 á
hverjar eitt þúsund fæðingar sam-
kvæmt Norræna heilbrigðistöl-
fræðiráðinu. Hlutfallið á Íslandi
er 205 fóstureyðingar. Það er
fimmtungur hlutfallsins á Græn-
landi. Hér á landi fæðast um 4.300
börn á ári en fóstureyðingar eru
um 900 talsins.
Fóstureyðingar eru áberandi
fæstar í Færeyjum en mjög fáar
eru einnig í Finnlandi, eða aðeins
181 á hverja þúsund fædda.
Matthías Halldórsson, starfandi
landlæknir, segir að ekkert sé að
marka tölurnar á Grænlandi því
að svo margt sé öðruvísi í græn-
lenska samfélaginu en á hinum
Norðurlöndunum. Því þurfi að
taka Grænland út fyrir sviga og
þá séu fóstureyðingarnar flestar í
Svíþjóð.
Matthías segir að Íslendingar
standi frekar vel hvað fóstureyð-
ingar varðar, fóstureyðingar séu
ekki of margar hér og hafi heldur
farið fækkandi síðustu árin
fremur en hitt. Það sé meðal ann-
ars vegna neyðargetnaðarvarnar-
innar sem kom fyrir nokkrum
árum. „Svo hefur verið töluverð
fræðsla, læknanemar hafa til
dæmis farið í framhaldsskólana,
og þetta hefur lagst á sveif hvort
með öðru,“ segir hann. - ghs, gar
Tiltölulega lítið er um fóstureyðingar á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin:
Fæðingar á Grænlandi færri en fóstureyðingar
FÓSTUREYÐINGAR 2006
Á 1.000 lifandi fædda
Danmörk 242,1
Færeyjar 61,0
Grænland 1.029,7
Finnland 181,0
Álandseyjar 226,2
Ísland 204,8
Noregur 246,3
Svíþjóð 340,3
HEIMILD: TALNABRUNNUR
Á GRÆNLANDI Hlutfall fóstureyðinga er
langhæst á Grænlandi þegar Norður-
löndin eru borin saman.
FYRRVERANDI FORSETAHJÓN George
H.W. Bush, fyrrverandi Bandaríkja-
forseti, fór í gær ásamt Barböru eigin-
konu sinni að viðra hundinn þeirra á
flugvellinum í Waco í Texas eftir að
þau komu þangað með forsetaflugvél-
inni Air Force One. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIRKJANIR Landsvirkjun hefur
kynnt matsáætlun vegna rann-
sóknarborana í Gjástykki í
Þingeyjarsveit. Áformað er að
bora þrjár rannsóknarholur á
svæðinu í samvinnu Landsvirkj-
unar og Þeistareykja ehf.
Í áætluninni kemur fram að
Landsvirkjun fyrirhugar að bora
allt að þrjár rannsóknarholur frá
einum borteig á orkuvinnslu-
svæðinu í Gjástykki. Árið 2007
var boruð kjarnahola á sama
svæði. Boranir munu fara fram
að sumri til þegar snjóa hefur
tekið upp að mestu leyti.
Frestur til athugasemda vegna
matsáætlunarinnar er til 14.
janúar. - kóp
Umhverfismatsáætlun:
Matsáætlun
fyrir Gjástykki
VINNUMARKAÐUR Atvinnulausum
fjölgar enn og 28. desember voru
9.582 án atvinnu á landinu öllu. Af
þeim eru 6.033 karlar og 3.549
konur.
Mest er atvinnuleysið á
höfuðborgarsvæðinu þar sem
3.896 karlar eru án atvinnu og
2.097 konur; alls 5.993 eða um 63
prósent þeirra sem eru án atvinnu.
Í skýrslu Vinnumálastofnunar
kemur fram að atvinnuleysi var 75
prósentum meira í nóvember í ár,
þegar það var 3,3 prósent eða
5.445 að meðaltali, en á sama tíma
í fyrra. Þá hafði atvinnuleysi ekki
verið meira síðan í maí 2004 og nú
hefur það enn aukist. - kóp
Atvinnulausum fjölgar:
Tæp tíu þúsund
eru atvinnulaus
VERKALÝÐSDAGURINN Mikill samdráttur
hefur orðið á vinnumarkaðnum.
Ölvun í miðborginni
Talsverð ölvun var í miðborginni
aðfaranótt sunnudags. Þrátt fyrir það
komu engin alvarleg mál til kasta
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,
en þrír gistu fangageymslur.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Tveir í fangageymslum
Tveir gistu fangageymslur lögreglunn-
ar á Suðurnesjum aðfaranótt laugar-
dags. Annar þeirra fannst ofurölvi
fyrir aftan skemmtistað en hinn var
handtekinn fyrir ölvun og óspektir.
Enginn gisti fangageymslur aðfaranótt
sunnudags.