Fréttablaðið - 29.12.2008, Síða 26
22 29. desember 2008 MÁNUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Manstu eftir
hryllingsmyndinni
„Hrærð“? Þetta er
framhaldið ...
Kannski … gírkassinn?
Nei, ég hef notað hann á
hana áður. Hmm... glussi...
gaffall... Glussagaffallinn!
Það hljómar alla vega nógu
dýrt! Jájá, það er málið!
Jájájá!
Svona, þetta
var nú alls
ekki svo
slæmt?
Ég skal svara
þér þegar ég
næ andanum
aftur.
Þetta var bara flott.
Besta í dag. Þessi frammistaða á
eftir að koma í bakið
á þér seinna.
Hæ, elskan, á ég að
kippa einhverju með
mér á leiðinni heim?
Ekkert annað? Ókei, ég sé
hvort ég næ að redda því.
Hvar ertu
með frið
og ró?
Sólar-
hliðin
snýr upp
Síðustu mánuðir ársins hafa verið helgaðir matargerðarhæfileikum húsfreyjunnar sem tóku að blómstra
þegar kreppan tók öll völd og bókin Maturinn
hennar mömmu: leyndarmálin á bakvið
uppstúf, soðningu, bjúgu og búðing, kom sér
notalega fyrir uppi á eldhúsborðinuu.
Öll þessi skrif um mat og matargerð höfðu
augljóslega skilað sér til ættingja og vina
fyrir þessi jól. Þeir höfðu séð fyrir sér að allt
heimilislífið snerist um að steikja, sjóða og
baka. Klukkustundunum sem hafði
verið eytt í óþarfa afþreyingu á
borð við enska boltann hafði
verið komið fyrir upp á hillu og
allur tíminn notaður til að elda
allan liðlangan daginn, allt árið
um kring.
Þess vegna komu jólapakkarnir
ekki ýkja á óvart. Upp úr
kössunum komu hvorki tölvuleik-
ir, golfkylfur né treyja frá Liverpool heldur
hnífaparasett, sem mér skilst reyndar að sé
Ping hnífaparanna, hrærivél, tvær mat-
reiðslubækur og sósuskál.
Þakklætið fyrir gjafirnar er ótvírætt. En
mér finnst samt ekki vanþörf á að gefa út
yfirlýsingu fyrir næsta ár. Því þá verður
nefnilega ekki einu orði minnst á elda-
mennsku. Allar hugsanlegar pælingar um
matagerð verða látnar eiga sig og þess í stað
verður öllum setningum eytt í knattspyrnu-
spekúlasjónir, kenningar um rétta sveiflu
eða gagnsemi þess að stunda tölvu-
leikjadráp- eða íþróttir. Næst er
nefnilega komið að húsfreyjunni
að fá alltof stóran dræver, FIFA00
og spánnýja treyju, merkta Steven
Gerrard í XL. Ef henni finnst hún
ekki geta notað þessar glæsilegu
gjafir, skal ég glaður taka við þeim.
Yfirlýsing fyrir næstu jól
NOKKUR ORÐ
Freyr Gígja
Gunnarsson