Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 6
6 30. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR
Hefur kjararáð lækkað laun
þingmanna og ráðherra nægi-
lega mikið?
Já 28,6%
Nei 71,4%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ætlar þú að sækja áramóta-
brennu á gamlársdag?
Segðu skoðun þína á vísir.is
ÞÝSKALAND Neyða ætti auðmenn til
að kaupa ríkisskuldabréf gegn
lágmarksvöxtum til að berjast
gegn yfirvofandi samdrætti í
Þýskalandi, segir Thomas Schäfer-
Gümbel, jafnaðarmaður í Hesse í
vesturhluta landsins.
Þeir sem eigi meira en 750.000
evrur verði neyddir til að binda 2
prósent eigna sinna með þessum
hætti í allt að 15 ár. Vextir ættu að
vera 2,5 prósent. Með þessu mætti
hala inn 50 milljarða evra á
einfaldan hátt.
„Þetta væri afar sanngjarnt því
einungis hinir auðugustu yrðu
kvaddir til,“ segir Schäfer-Gümbel
í viðtali við Bild-tímaritið. Tillaga
þessa áður lítt þekkta stjórnmála-
manns hefur vakið athygli. - kóþ
Þýskur stjórnmálamaður:
Vill neyða ríka
til að fjárfesta
STJÓRNMÁL Efling samstarfs um
verndun Norður-Atlantshafsins
og málefni Norðurskautsins
verður eitt af megin stefnumiðum
Íslendinga þegar þeir taka við
formennsku í Norrænu ráðherra-
nefndinni nú um áramót. Sem
part af því starfi á að gera vákort
fyrir Norður-Atlantshafið, sem á
að vera grundvöllur fyrir
samræmdar aðgerðir komi til
umhverfisslyss. Gert er ráð fyrir
að vákortið verði tilbúið í lok árs
2010.
Þá á að stórefla samstarf um
rannsóknir og nýsköpun, meðal
annars á sviði loftslags-, orku- og
umhverfismála. - ss
Norræna ráðherranefndin:
Vákort Norður-
Atlantshafs
PAKISTAN, AP Ashfaq Parvez
Kayani, æðsti yfirmaður pakist-
anska hersins, segir nauðsynlegt
að forðast stríð við Indland.
Aðeins fáeinir dagar eru liðnir
síðan hann sendi aukinn liðsafla að
landamærum Indlands í beinu
framhaldi af aukinni spennu milli
ríkjanna vegna hryðjuverkanna í
Múmbaí. Indverjar segja Pakistan
bera að einhverju leyti ábyrgð á
þeim hryðjuverkum, og hafa ekki
útilokað að bregðast við með
hernaðaraðgerðum.
Leiðtogar Pakistans hafa sagst
ætla að svara í sömu mynt ef
Indverjar gera árás. - gb
Pakistanski herinn:
Vill ekki stríð
við Indland
Heimasíða þjóðgarðs opnuð
Búið er að opna heimasíðu Vatna-
jökulsþjóðgarðs á slóðinni www.
vatnajokulsthjodgardur.is. Á heima-
síðunni er m.a. fjallað um markverða
staði innan þjóðgarðsins, samgöngur,
gististaði og starfsemi stofnunarinnar.
UMHVERFISMÁL
SÓMALÍA, AP Aðeins fáeinum
klukkustundum eftir að Abdullahi
Yusuf sagði af sér forsetaembætt-
inu í Sómalíu skullu sprengjur á
götum skammt frá forsetahöllinni í
höfuðborginni Mogadishu.
Stjórn Yusufs hafði haft
stuðning Sameinuðu þjóðanna, en
réði í reynd litlu í landinu þar sem
pólitískt öngþveiti er nánast
algjört.
Yusuf sagðist í gær, þegar hann
sagði af sér, ekki geta sameinað
helstu valdaöfl landsins, sem væri
í reynd lamað, meðal annars vegna
íslamskra uppreisnarmanna sem
vilja komast til valda. Kosningar
verða haldnar innan mánaðar. - gb
Afsögn Sómalíuforseta:
Sprengjuregn í
höfuðborginni
ABDULLAHI YUSUF Fráfarandi forseti
boðar kosningar innan mánaðar.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Auglýsingaverð hækkar
Verðskrá auglýsinga í Fréttablaðinu
hækkar um 6 prósent þann 7. janúar.
Skýrist það fyrst og fremst af hækkun
framleiðslukostnaðar undanfarna
mánuði, samanber pappírs- og prent-
kostnað.
FRÉTTABLAÐIÐ
Ekki skipað strax í nefndina
Ekki er enn ákveðið hver verður
þriðji meðlimur rannsóknarnefndar
um bankahrunið. Þegar hafa Páll
Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson
verið skipaðir. Forsætisnefnd, sem
skipar þriðja nefndarmanninn, hefur
ekki hist síðan við þingfrestun fyrir jól.
NEFND UM BANKAHRUN
VIÐSKIPTI Engir fjármunir voru
færðir úr landi með ólögmætum
eða óeðlilegum hætti úr sjóðum
Kaupþings. Þetta fullyrða þeir Sig-
urður Einarsson, fyrrum stjórnar-
formaður Kaupþings, og Hreiðar
Már Sigurðsson, fyrrum forstjóri
bankans, í yfirlýsingu.
Tilefnið eru fréttir af því að
efnahagsbrotadeild Ríkislögreglu-
stjóra hafi kannað nafnlausa ábend-
ingu um ólögmætar millifærslur
upp á yfir 100 milljarða króna frá
Kaupþingi til viðskiptavina erlend-
is. Helgi Magnús Gunnarsson, sak-
sóknari efnahagsbrota hjá Ríkis-
lögreglustjóra, segir að óskað hafi
verið eftir því að Fjármálaeftirlitið
kanni hvort um ólögmætt athæfi
hafi verið að ræða.
Í yfirlýsingu Sigurðar og Hreið-
ars Más segir að fjármunir hafi
ekki verið færðir úr sjóðum bank-
ans með ólöglegum eða óeðlilegum
hætti, hvorki til eigenda bankans
né annarra. Enginn hagnaður hafi
orðið til vegna sérstakra samninga
við valinn hóp viðskiptavina eða
eigenda.
„Fyrrum stjórnendur eru þess
fullvissir að starfsemi bankans
hafi alla tíð verið innan þess ramma
sem lög og reglur um rekstur hans
hafa kveðið á um,“ segir í yfirlýs-
ingunni. Sigurður og Hreiðar Már
segjast þar fagna rannsókn á starf-
semi bankans. Þar muni hið sanna
koma í ljós og tilhæfulausar sögu-
sagnir afsannaðar. - bj
Ríkislögreglustjóri vill að FME kanni 100 milljarða króna millifærslur frá Kaupþingi:
Ekki lögbrot segja stjórnendur
FAGNA RANNSÓKN Þeir Hreiðar Már
Sigurðsson og Sigurður Einarsson hafna
því að um óeðlilegar eða ólöglegar
millifærslur hafi verið að ræða
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
DREKASVÆÐIÐ Íslensk stjórnvöld
hafa ákveðið að gefa kost á fimm
leyfum til leitar á Drekasvæðinu
þegar nokkurs konar útboð verð-
ur auglýst um miðjan janúar.
Hvert leyfissvæði nær yfir 800
ferkílómetra. Stjórnarfrumvarp
um skattlagningu olíufyrirtækja
var samþykkt á Alþingi rétt fyrir
jól.
Olíulögin sem taka gildi um ára-
mót gera ráð fyrir leyfisgjöldum í
upphafi og svo vinnslugjaldi sem
fer í gang um leið og búið er að
dæla upp 10 milljón tunnum eða
meira. Þegar hagnaður af olíu-
vinnslunni fer yfir 20 prósent
tekur kolvetnisgjald við. Það fer
stighækkandi og fer hæst upp í 40-
50 prósent eftir hagnaði. Með
þessu móti ætla stjórnvöld að gera
Ísland skattalega samkeppnishæft
við nágrannaríkin þannig að skatt-
ar og gjöld fæli ekki frá Dreka-
svæðinu.
Þjóðarbúið fær litlar tekjur af
olíuleitinni til að byrja með. Fyrir-
hugað er að rukka fyrirtæki um
leyfisgjald upp á 750 þúsund til
eina milljón króna fyrir leyfið og
er það hugsað til þess að standa
undir kostnaði við meðhöndlun á
umsóknunum. Fimmtán prósenta
almennur fyrirtækjaskattur verð-
ur lagður á olíufyrirtækin og til
viðbótar er svo vinnslugjaldið.
Hugsanlega verður lagt á fast
svæðisgjald með reglugerð meðan
á rannsóknum og vinnslu stendur
til að koma í veg fyrir að fyrirtæki
séu með of stórt svæði undir í
einu. Samtals getur skattlagningin
því numið allt að 60 prósentum.
Norðmenn telja að verðmætið á
Drekasvæðinu geti verið vel yfir
100 milljarða króna. Kristinn Ein-
arsson, yfirverkefnisstjóri hjá
Orkustofnun, segir að Norðmenn
séu mjög bjartsýnir á olíufund á
Drekasvæðinu en áhugi sé líka hjá
Dönum og Bretum. „Ef eitthvað
finnst þarna þá verða þetta ein-
hverjir milljarðar í tekjur,“ segir
hann.
Ögmundur Jónasson alþingis-
maður segir að frumvarpið hafi
verið talsvert rætt í efnahags- og
skattanefnd þingsins og er ekki
ósáttur við málsmeðferðina.
Pétur Blöndal alþingismaður
telur að skattlagningin sé í lagi. Ef
olía finnist á Drekasvæðinu sé um
auðlind að ræða og olíuvinnsla sé
mikið skattlögð í öllum löndum.
Aðstæður séu erfiðar, dýpi mikið
og jarðlög erfið, lánamöguleikar
slæmir og áhættan mikil og því
alveg opið hvort einhverjir bjóði
eða vilji taka þátt.
ghs@frettabladid.is
Leitargjöldin höfð lág
en vinnslugjöldin há
Alþingi samþykkti frumvarp um skattlagningu olíuvinnslu í landhelgi Íslands
rétt fyrir jól. Skatturinn getur numið allt að 60 prósentum. Stjórnvöld gefa kost
á fimm leitarleyfum í janúar. Þjóðarbúið fær litlar tekjur til að byrja með.
Drekasvæðið
GRÆNLAND
Síldar-
smugan
Jan
Mayen
ÍSLAND
FÆREYJAR
OLÍUSKATTURINN
- Leyfisgjald
- Vinnslugjald*
- Kolvetnisskattur**
- 15 prósenta fyrirtækjaskattur
* Fer í gang þegar búið er að dæla upp 10 milljón tunnum af olíu og gildir
þar til hagnaður er kominn yfir 20 prósent af tekjum.
** Stighækkandi kolvetnisskattur sem fer hæst í 40-50 prósent.
KJÖRKASSINN