Fréttablaðið - 30.12.2008, Qupperneq 46
30 30. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
ÁRIÐ SEM ER AÐ LÍÐA
LÁRÉTT
2. dyggur, 6. slá, 8. örn, 9. slöngu, 11.
í röð, 12. skrapa, 14. veira, 16. golf
áhald, 17. hylli, 18. kæla, 20. ekki
heldur, 21. klúryrði.
LÓÐRÉTT
1. smæl, 3. guð, 4. niðurstaða, 5. pili,
7. áll, 10. mánuður, 13. af, 15. baklaf
á flík, 16. tæfa, 19. í röð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. trúr, 6. rá, 8. ari, 9. orm,
11. lm, 12. skafa, 14. vírus, 16. tí, 17.
ást, 18. ísa, 20. né, 21. klám.
LÓÐRÉTT: 1. bros, 3. ra, 4. úrlausn,
5. rim, 7. árkvísl, 10. maí, 13. frá, 15.
stél, 16. tík, 19. aá.
„Það er stríð í kraftlyftingaheiminum. Allt brjálað,“
segir Ingvar „Ringó“ Jóel, gjaldkeri kraftlyftingasam-
takanna Metals.
Á heimasíðu Metals segir að hótanir og svívirðingar
hafi borist þeim stjórnarmönnum Metal sem báru
vitni fyrir héraðsdómi í máli Hjalta Úrsusar gegn
Fréttablaðinu. Að auki hafa einhverjir ónefndir menn
brotist inn á tölvupóstinn hjá Kára „ketti“ Elíssyni,
yfirtekið hann og sent í hans nafni póst frá netfangi
hans. Þetta hefur nú verið kært til lögreglu. Kári
starfar sem vaktmaður á Grund og náðist ekki í hann í
gær en Ringó segir ekkert leyndarmál að mikil átök
séu á milli Metal annars vegar og svo annarra
samtaka sem heitir Kraft. „Metal er orðið allsráðandi
á markaði, við höfum átt mikilli velgengni að fagna og
þetta hefur þeim í Krafti fallið mjög illa í geð. Og
reynt að bregða fyrir okkur fæti með ýmsum hætti,“
segir Ringó.
Nafn Hjalta Úrsusar er nefnt en hann segist ekki
hafa komið nálægt þessu umrædda máli. Menn verði
að hafa snefil af sönnunum áður en tekst að bendla
hann við málið. „Þetta er fjarstæða. Hvað ætti ég að
gera með tölvupóstinn hans Kára? Ég á nóg með minn
eigin tölvupóst hvað þá að ég sé að lesa tölvupóst hjá
öðrum. Síst hjá Kára ketti,“ segir Hjalti.
Ýfingar milli Metals og Krafts eiga sér langa sögu
sem ekki verður rakin hér. Ringó segist engar
sannanir hafa en erfitt að sjá anda köldu til Metals
annars staðar frá en frá Krafti. Þar er formaður
Jakob Baldursson sem segist ekki vita neitt um málið
nema það sem segir á vefsíðu Metals. Hann hefur ekki
verið yfirheyrður af lögreglu vegna þessa. „Þau eru
bara að gera sitt og við okkar. Það eru engin illindi af
okkar hálfu.“ - jbg
Stríð í kraftlyftingaheiminum
Stóru bankarnir þrír gáfu allir
mat í jólagjöf þetta árið. Matar-
gjöf um jólin hefur reyndar verið
hefð hjá Landsbankanum en mat-
arkarfan var minni en mörg und-
anfarin ár. Starfsmennirnir fengu
hangikjöt, rauðkál og grænar
baunir frá Ora auk kaffipoka.
Almenn ánægja var með gjöfina
meðal starfsmanna. Mestu gleðina
vakti þó sú ákvörðun að þeim
starfsmönnum sem sagt var upp
þegar bankinn var ríkisvæddur
var einnig gefin jólagjöf.
Hjá Sigrúnu Hjartardóttur á
samskiptasviði Glitnis fengust
þær upplýsingar að jólagjöfin í ár
hefði verið íslensk. Um var að
ræða gjafakörfu með ýmsu
íslensku góðgæti, svo sem lax, osti
og jólaplötu Stefáns Hilmarsson-
ar. Glitnir hefur undanfarin ár
vakið mikla athygli fyrir veglegar
jólagjafir og gaf til að mynda
öllum starfsmönnum sínum Tívólí-
útvarp í jólagjöf í fyrra. Jólagjöf
Kaupþings í fyrra þótti einnig
nokkuð vegleg en þá fengu allir
starfsmennirnir digital-myndavél.
Í ár var gjöfunum hins vegar stillt
í hóf. Benedikt Sigurðsson, upp-
lýsingafulltrúi Kaupþings, segir
að starfsmennirnir hafi fengið lít-
inn matarpakka sem innihélt
meðal annars þurrkað kjötstykki,
osta og annað góðgæti. „Og svo
fylgdi einn spilastokkur með,“
segir Benedikt.
Georg Andersen, upplýsinga-
fulltrúi Straums, upplýsti að jóla-
gjöfinni hefði einnig verið stillt í
hóf hjá þeim. „Hér fengu allir
starfsmenn matarpakka og bókina
hans Hallgríms Helgasonar, 10
góð ráð til að hætta drepa fólk …,“
segir Georg en í fyrra fengu
starfsmenn Straums litla ferða-
tösku. Kannski að það sé tímanna
tákn að ekki sé lengur gert ráð
fyrir því að fólk ferðist heldur
kjósi það frekar að sitja heim með
góða bók og smá matarbita?
CCP átti jólagjöf ársins í fyrra
að margra mati. Þá fengu starfs-
mennirnir Playstation-3 tölvu. Að
sögn Hilmars Veigars Pétursson-
ar var gjöfin í ár eilítið óáþreifan-
legri en allir starfsmennirnir
fengu fimmtíu hluti í fyrirtækinu.
„Við erum vön óáþreifanlegum
hlutum enda búum við til sýndar-
veruleika,“ segir Hilmar. Starfs-
menn Latabæjar fengu síðan
óvæntustu jólagjöf ársins. Þegar
starfsmennirnir voru búnir að rífa
pappírinn utan af gjöfinni sinni
kom í ljós snyrtivörusett frá Clar-
ins. Hlynur Sigurðsson, upplýs-
ingafulltrúi Latabæjar, sagðist
ekki hafa heyrt af neinum sem
hefði verið óánægður með gjöfina.
freyrgigja@frettabladid.is
MAGNÚS SCHEVING: STARFSMENN FENGU CLARINS-SNYRTIVÖRUR
Stóru bankarnir þrír gáfu
starfsfólki mat í jólagjöf
RINGO ÁSAMT BORGARNESBOLL-
UNNI Allt brjálað í kraftlyftingageir-
anum en stjórnarmönnum í Metal
hafa borist hótanir og svívirðingar.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VILH
ELM
MATARGJAFIR VINSÆLAR Mat
var að finna í jólagjöfum stóru
bankanna þriggja í ár. Lands-
bankinn gaf hangikjöt, Glitnir gaf
íslenska matarkörfu og Kaupþing
hamborgarhrygg frá SS.
SNYRTIVÖRUR Magnús Scheving
kom starfsmönnum sínum í Latabæ
skemmtilega á óvart um jólin en þeir
fengu snyrtivörur frá Clarins.
HILMAR VEIGAR Starfsmenn CCP fengu
Playstation-3 tölvu í fyrra en í ár fengu
þeir fimmtíu hluti í fyrirtækinu.
Hugleikur Dagsson
teiknimyndahöfund-
ur sló persónulegt
sölumet fyrir þessi
jól: „Jarðið okkur”
fór í tæpum
fjögur þúsund
eintökum. Á
Þorláksmessu gaf
hann svo út sjálfur
bók í 200 tölusettum
eintökum „Ekki okkur” og áritaði
höfundur eintökin í miðborginni og
seldi vel. En nú tekur væntanlega
við frægð og frami í gömlu Evrópu
en útgefendur í Tékklandi annars
vegar og Eistlandi hins vegar voru
að festa sér útgáfurétt á „Forðist
okkur”.
Lýður Árnason, læknir á Bolung-
arvík og fjöllistamaður,
heldur árlega jólatónleika
og smalar þá saman
ýmsum vinum sínum,
myndar hljómsveit og
semur nýja texta við
jólalög sem þá kallast
á við líðandi
stund. Þeir sem
sungu og spiluðu
jólalög með Lýði að heimili hans í
Hafnarfirði þetta árið voru meðal
annars gamla brýnið Pétur Hjalte-
sted, Grímur Atlason sveitarstjóri og
félagi hans úr Grjóthruni, Þorsteinn
Guðmundsson spaugari lék á lúður
og Idol-stjarnan spengilega, Davíð
Smári, söng.
Sett hefur verið fram sú kenning að
ævisögur séu svona eilítið eins og
rjúpnastofninn. Þær komi upp á tíu
ára fresti og nú virðast þær í sókn.
Sigmundur Ernir Rúnarsson seldi
vel bók sína Magneu en hún fór í
um sex þúsund eintökum. Reyndar
seldist Guðni Ágústsson eftir
Sigmund betur eða í um
níu þúsund eintökum en
nú voru miklu fleiri um
hituna, meðal annars;
Margrét Pála, Þráinn
Bertelsson, Ólafur
Ragnar Gríms-
son og Bryndís
Schram en þær
fóru vel í lands-
menn. - jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
Handrit að endurgerð Mýrarinnar
er tilbúið og Erlendi hefur verið
gefið amerískt nafn. Hann mun
heita Martin Ford og er yfirleitt
ávarpaður sem Ford. Eva Lind fær
hins vegar að halda fyrra nafninu
og verður bara kölluð Eva í mynd-
inni. Baltasar Kormáki leist vel á
nafngiftina í samtali við Frétta-
blaðið. „Þetta er svona stabílt
bandarískt nafn,“ segir Baltasar
en það er framleiðslufyrirtækið
Overture sem á réttinn að endur-
gerð myndarinnar.
Baltasar leist vel á handritið,
sagði það fara eftir fyrirmyndinni
og uppbyggingunni. „Já, ég er
bara nokkuð spenntur. Hún á að
gerast í Louisiana og þar er nóg af
fenjum. Mér líst líka vel á að færa
myndina úr köldu umhverfi yfir í
sjóðandi heitt,“ segir Baltasar.
Mýrin virðist hafa farið vel ofan í
enskumælandi gagnrýnendur.
Mýrin er meira að segja valin
næstbesta mynd ársins af gagn-
rýnanda á héraðsfréttablaðinu
thisisderbyshire.co.uk. Þar skýtur
hún Óskarsverðlaunamyndunum
No Country for Old Men og There
will be Blood ref fyrir rass og
gagnrýnandanum Nigel Powlson
þykir íslenska spennumyndin
betri en The Dark Knight.
Myndin var sýnd í haust í Bret-
landi og að sögn Baltasars tóku
Bretarnir henni vel. Kvikmynda-
vefurinn Rotten Tomatoes, sem
safnar saman kvikmyndagagn-
rýni, sýnir glögglega í hversu
miklum metum Mýrin er
meðal kvikmyndaáhuga-
manna því þar fær hún 94
prósent af hundrað mögu-
legum. Sem er það sama
og The Dark Knight fékk
á sínum tíma. - fgg
Erlendur mun heita Martin Ford
ERLENDUR Á ENSKU
Baltasar Kormákur
er nokkuð bjart-
sýnn á endur-
gerð Mýrarinnar
í Bandaríkjun-
um en Erlendi
Sveinssyni
hefur verið
gefið nýtt
nafn; hann
mun heita
Martin Ford.
„Það sem
stendur upp
úr á árinu
er að Daníel
Ágúst gekk
til liðs við
Ný dönsk.
Við urðum
einhvern
veginn ungir á ný og ætlum að
sigra heiminn … aftur. Búrið
sem Danirnir komu með þegar
seinni ísbjörninn gekk á land
var náttúrlega líka algjör farsi.
Þetta leit út fyrir að vera bara
einhver spýtukassi. Mér fannst
búrið sjálft eiginlega miklu
merkilegra heldur en birnirnir
tveir.“
Björn Jörundur Friðbjörnsson, Ný danskur
og dómari í Idol.
Veljum íslenskt