Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 2
■ Ellert B. Schram, ritstjóri DV. ■ Ellert B. Schram, útvarpsráðs- maður. ■ EUert B. Schram, formaður KSÍ. ■ EUert B. Schram, forráðamaður Videoson. ■ EUert B. Schram, almennur knatt- spymuáhugamaður. Skqrtar skoðanir um sýráivariMð og HM ■ Heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu er nú haldin á Spáni og hefur að vonum vakið mikla athygli um alla heimsbyggðina. Hér á íslandi hefur frammistaða sjónvarpsins vegna þessar- ar keppni verið mjög umrædd og umdeild og sýnist sitt hverjum, eins og vanalega. Þykir sumum sjónvarpið hafa staðið sig frámunalega illa, en öðrum að það hafi staðið sig alltof vel! Til þess að afgreiða nú málið i eitt skipti fyrir öll leitaði Undanrennan til fimm valinkunnra manna, sem allir hafa látið mjög í sér heyra um þetta mál. Fyrstur varð fyrir svörum. Ellert B. Schram, ritstjóri DV „Frammistaðan er i stíl við annað á þessum bæ. Nú sér fólk svart á hvítu hvað það þýðir í raun og veru að sitja uppi með einokun í fjölmiðlun, alræði nokkurra embættismanna, sem eru meira eða minna úr öllum tengslum við vilja og áhuga fólksins sjálfs. Eftir tilkomu jarðstöðvarinnar opnuðust möguleikar fyrir íslenska sjónvarpið að sýna knattspymuleikina í beinni útsend- ingu, en þess i stað ypptu hinir háu herrar öxlum, settu upp gáfumannasvip menntahrokans og drógu fæturna þang- að til allt var um seinan. Þetta er eins og misheppnuð rangstöðutaktik. Mörk- in hlaðast upp, alveg eins og á Spáni. Ég get hins vegar glatt lesendur DV með því að þrátt fyrir lítil efni hefur blaðið ákveðið að senda mig svona einu sinni til Madrid til að fylgjast með leiknum og verð ég með glóðvolgar fréttir í blaðinu á mánudaginn.“ Þá var rætt við Ellert B. Schram, útvarpsráðsmann „Jú, það er að vísu rétt að þeir jarðstöðvarmenn skrifuðu okkur i fyrra- haust og skýrðu frá því að við gætum fengið alla leikina í beinni útsendingu, en við í útvarpsráði höfum bara svo mikið að gera að við máttum ekki vera að þvi að svara fyrr en 1. mars, þegar það var vist orðið of seint, einhverra hluta vegna. í>á sömdum við hins vegar þessa prýðilegu áætlun sem við fylgdum áður en sjónvarpið fór í fri, og fyrir sérstaka harðfylgni tókst okkur að fá úrslitaleikinn í beinni útsendingu og hvorki meira né minna en i KR-litnum. Ég verð að segja það að ég skil ekki þessa gagnrýni á Rikisútvarpið og útvarpsráð. Við höfðum bara ekki hugmynd um hversu mikill áhugi yrði á keppninni! Ég get svo bætt því við að útvarpið hefur nú ákveðið að ég verði sendur til Madrid og ég mun fylgjast með leiknum þar. Ef í ljós kemur að einhver áhugi verður á þessum leik hér á íslandi má vel vera að ég segi frá honum i útvarpinu einhvern tima fyrir haustið." Næstur varð á vegi okkar Ellert B. Schram, formaður KSÍ „Ég verð að segja eins og er, og tala tæpitungulaust eins og ég er vanur, að mér þykir frammistaða sjónvarpsins til háborinnar skammar. Það hefur verið sýnt allt, alltof mikið af leikjum frá þessari ómerkilegu keppni á Spáni! Afleiðingin er sú að aðsóknin á okkar glæsilega íslandsmót hefur dottið niður úr öllu valdi. Auðvitað átti ekki að sýna einn einasta leik frá Spáni í íslenska sjónvarpinu - nú hafa hinir stórkostlegu knattspyrnumenn okkar íslendinga stundað sinar kýlingar, miðjuþóf og framhjáskot fýrir næstum tómum áhorf- endastæðum. Þetta nær ekki nokkurri átt og ég vil taka það fram að KSÍ hefur nú ákveðið að senda mig til Madrid að fylgjast með þessum úrslitaleik og mun ég þar ganga úr skugga um hvort hann verði ekki örugglega til muna lélegri en t.a.m. leikur KA og ÍBÍ.“ Þá rákumst við á Ellert B. Schram, eínn forráða- manna Vídeoson „Skandall, ekkert annað. Nú heimtar fólk uppstokkun, ný vinnubrögð, nýja menn. Það skynjar nauðsynina fyrir afnámi einkaréttar ríkisins, einokunar- innar. Ríkisútvarpið kæmist að sjálf- sögðu ekki upp með sinnuleysi af þessu tagi ef hér væru reknar fleiri stöðvar, sem kepptu um guðdómlegan markað- inn og hylli áhorfenda. Við hjá Videoson ákváðum af einskærri fórnar- lund að hlaupa undir bagga og létum taka leikina upp á spólur í Danmörku og þær voru síðan sendar hingað til íslands, merktar mér persónulega, og sýndar í kerfi Videoson. Ellert B. Schram, ritstjóri DV, var svo vinsam- legur að veita okkur ókeypis auglýsingu á forsiðu blaðs síns en þá gripu ríkiseinokunarmenn til lögbanns, eins og þeir hefðu einhvern einkarétt á heimsmeistarakeppninni. Vilji fólksins er lög landsins, og við hjá Videoson viljum fylgja vilja fólksins af góðsemi okkar. Því miður getum við ekki sýnt fleiri leiki, vegna þessa fáránlega lögbanns, en fyrirtækið ætlar aftur á möti að senda mig á úrslitaleikinn i Madrid og mun ég lýsa beint inn á spólur sem siðar verða sýndar hjá Videoson." Loks þótti tilhlýðilegt að leita álits hins almenna knattspymuáhugamanns. Fyrir valinu varð Ellert B. Schram, gamalreyndur harðjaxl úr KR „Mér finnst sjónvarpið hafa staðið sig mjög illa í þessu máli, og vil taka ákveðið undir leiðaraskrif Ellerts B. Schram, ritstjóra DV, um þetta. Ég er hissa á því að Ellert B. Schram, útvarpsráðsmaður, sem ég hélt að hefði skilning á málstað okkar knattspyrnuá- hugamanna, skuli hafa staðið sig svona illa. Að sjálfsögðu viljum við knatt- spyrnuáhugamenn fá að fylgjast með leikjunum á Spáni. Nú skilst mér að vísu að úrslitaleikurinn verði sýndur beint á sunnudaginn, en það var ákveðið of seint fyrir mig. Ég var búinn að taka allt mitt litla sparifé út úr banka og kaupa mér farmiða til Madrid, þar ætla ég að horfa á leik ítala og Þjóðverja." GRAMM AF GRASI — Þáttur um Alfreð Alfreðsson, sá næstsíðasti!! var kalt og hann hafði það á tilfinn- ingunni að eitthvað óhuggulegt væri í ■ Stóra stundm var að renna upp. Þeir sátu, félagamir, í laufskálanum og biðu næturinnar: Alfreð Alfreðsson, Napóle- on fjórði undirheimannaí Reykjavík og lagsmenn hans, bræðurnir tröllvöxnu Uxaskalli og Rammislagur, Húnbogi meistari í undirferlum, og Arfur Kelti engum líkur. í haldi hjá háaldraðri frænku Arfs var Elias Bjarkason, erkióvinur hópsins, rannsóknarlögreglu- maðurínn knái, þjóðhetjan sem rænt hafði verið af samviskulausum bófum - nefnilega flokknum í laufskálanum. Yfirmaður mótorhjólalögreglunnar sem stjómaði leitinni að Elíasi, Gummi kjút, hafði fallist á að afhenda 190 kílógrömm af kannabisefnum í skiptum fyrir Elías, því - eins og hann trúði Reyni og Jónasi fyrir: „Við þekkjum ræningjana strax úr ef þeir fara að reykja þetta, þeir verða grænir í framan maður og ógislegir - þetta er lási stöff, allgjört drasl!“ En þetta vissu Alfreð og hinir kátu kappar hans betur en aðrir þvi þeir höfðu sjálfir smyglað efninu til landsins, þó það hefði fyrir veilu í útreikningum Húnboga lent í höndum lögreglunnar. Og nú sátu þeir í laufskálanum og soguðu að sér úrvals Líbana, sérpantaðan. „Jæja, strákar, hvað ætliði að gera við peningana sem við fáum fyrir grasið?“ spurði Rammislagur með sæTu$vip. „Við?“ Alfreð Alfreðsson hnyklaði brúnir. Rammislagur var enn ekki orðinn fullgildur meðlimur hópsins og Alfreð var ákveðinn í að hann yrði ekki of fljótur til að færa sig upp á skaftið. „Jæja, þið þá,“ sagði Rammislagur kæmleysislega, ekki i skapi til að rifast. „Ég veit sko hvað ég attla að gera við peningana,“ gaspraði bróðir hans Uxa- skalli. „Ég er að hugsa um að opna sjoppu upp í Hliðum. Það er búið að loka öllum sjoppunum þar svo ma’r getur stórgrætt." „Plebbi!" tautaði Alfreð í hálfum hljóðum. „Ég ætla sko að kýla á Amsterdam," sagði Húnbogi. „Það er þar sem fjörið er.“ „Kannski maður bregði sér í hnattsigl- ingu,“ sagði Arfur. „Mig hefur lengi langað til Pólýnesíu." „Póli - hvað?“ spurði Uxaskalli undrandi, en nú varð hlé á samræðun- um. Aldinblók, snuðrarinn, kom þjót- andi inn i skálann svo varla sá honum bregða fyrir fyrr en hann nam staðar, móður og másandi, fyrir framan Alfreð. „Ég var að tékka á pleisinu, Alfreð,“ stundi hann. „Þetta er gildra! Lögg- an er búin að umkringja staðinn2 Við getum ekki hætt okkur nærri einu sinni. Gummi kjút er þarna og Reynir og Jónas og fullt af liði.“ „Iss,“ sagði Alfreð. „Það er ekki mikið próblem. Réttu mér símtól- ið, Uxi.“ „Ég heiti ekki Uxi,“ svaraði Uxaskalli þungur á brún, „og það er enginn sími hérna, þú veist það vel.“ „Æ, hvemig læt ég,“ sagði Alfreð glaðlega. „Vitiði strákar, við þyrftum að fá okkur sima. Hugsið ykkur hvað það væri þægilegt. En jæja þá, komum heim til múttu aðmeika simtal við Gumma.“ Lögreglan hafði átt að afhenda kannabisið á afviknum stað uppi í Öskjuhlíð, aðeins einn maður i bil og enginn annar nálægt. Gummi kjút hafði hins vegar lagt mjög snjalla gildru, hann hafði skipað fimm vöskum svein- um á Harley Davidson-mótorhjólum að umkringja bílinn og þykjast vera einhvers staðar annars staðar. En nú hafði Aldinblók séð í gegnum plottið. Talstöðin í bílnum gjammaði en Gummi sat sjálfur við stýrið. „Gummi? Ertu þarna?“ „Auðvitað. Og segðu kellingunni ég komi ekkert heim i bráð. Ég við skyldustörf!“ Gummi yggldi sig, minnugur orða eiginkonu sinnar þegar hún sá hann síðast - fyrir nokkrum vikum. „Það er ekki það, Gummi minn, ekki núna,“ sagði maðurinn í talstöðinni vinsamlega. „En þeir voru hringja, ræningjamir, og þeir vita að þetta er gildra.“ Gummi rak upp stór augu. „Nú? Hvernig á andskotanum vita þeir það?„ „Veit það ekki,“ sagði röddin. „En þeir skipa þér að senda öll mótorhjólin i burtu. Þeir segjast fylgjast með úr fjarlægð.“ „Nú, sáu þeir mótorhjólin,“ urraði i Gumma kjút en hann varð að gera það sem ræningjamir heimtuðu. Lögreglu- stjóri hafði sjálfur skipað svo fyrir að ekkert mætti gera til að stofna lífi Elíasar í hættu. Svo mótorhjólalög- reglumar æddu á drynjandi hjólum sinum í burtu, og Gummi kjút varð einn eftir. Klukkan var farin að ganga tvö og dauðakyrrð í bænum, nema þegar stöku öskur fýllirafta mfu þögnina. Gumma vændum. Hann teygði sig i gramm af grasi. Best að athuga hvort allt væri í lagi. Aðeins nokkur hundmð metra í burtu lágu þeir Alfreð, Arfur, Aldinblók og Húnbogi ofan í gamalli skotgröf. Aldinblók hnusaði út i loftið, skimaði i allar áttir og virðist loks ánægður. „Fritt spil,“ sagði hann. „Takið til óspilltra mál—“ „Andartak, Aldinblók,“ hvæsti Al- freð Alfreðsson, móðgaður. „Ég á að segja þetta.“ Hann þagði dálitla stund, merkilegur á svip, en sagði siðan: „Jæja, strákar, takið til óspilltra málanna!“ Húnbogi og Arfur stukku af stað í átt að bíl Gumma kjút, en Alfreð og Aldinblók urðu eftir. Aldinblók til að hafa gát á mannaferðum, Alfreð af þvi hann taldi það fyrir neðan virðingu hershöfðingja að taka þátt í sjálfri orrustunni. „Þama em þeir,“ sagði Aldinblók, og mikið rétt. Upp úr gjótu nokkmm spöl hinum megin við bíl Gumma kjút komu bræðumir Uxaskalli og Rammislagur á mikilli ferð. Þeir höfðu dregið nælonsokka yfir höfuð sér og vom óþekkjanlegir, rétt æeins og Húnbogi og Arfur sem settu á sig apagrimur á hlaupunum. Loks náðu þeir bíl Gumma. Uxaskalli og Rammislagur vom við öllu búnir, ef Gummmi veitti mótspymu, en hefðu ekki þurft að gera sér rellu. „Nei sjáiði strákar,“ hrópaði Arfur dolfallinn. „Maðurinn er alveg útúr- stónd!" Og það var rétt. Gummi kjút vissi hvorki í þennan heim né annan. frh.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.