Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 12
og verður hvor öðrum að skaða...” ■ Eina ferðina ennþá, spumingaleik- urinn okkar blessaður. í hvaða skiptí? Við höfum enga tölu lengur; rekur minni til að hann hafi byrjað síðastliðið haust. Hvort ekki fari að sjá fyrir endann á þessu? Vandi er um slíkt að spá. Spyrjið vindinn, eða véfréttina i Delfi.... Muniði ekki fyrirkomulagið? Rifjum ■ Oddur Ólafsson ritstjórnarfulltrúi vs. Jón Hnefill Aðalsteinsson, dr. phil. Þeir skiidu jafnir síðast, fengu 26 stig hvor - nú skulu knúð fram úrslit: 1. spurning - Jón Hnefill tók forystuna, fékk fimm stig en Oddur tvö. 5-2. 2. spurning - Oddur jafnaði metin að bragði, fékk þrjú stig en Jón Hnefill ekkert. 5-5. það upp fyrir siða sakir. Við erum að fiska eftir einhverju i gruggugu vatni: manni, ártali, atburði, landi, stað, biómynd, bók, sögupersónu, öllu þvi sem hrærist milli himins og jarðar og jafnvel þar fyrir ofan og neðan. En í stað þess að spyrja beint út og blátt áfram gefum við fimm visbendingar. 3. spurning - Báðir höfðu rétt svar við fyrstu visbendingu og þvi stóð enn á jöfnu. 10-10. 4. spurning - Hér tók Oddur sprett, fékk fimm stig, en Jón fékk aðeins eitt. 15-11 fyrir Oddi. 5. spurning - Ekki breytti þessi spurning stöðunni að marki, því hvorug- ur fékk stig. 15-11. Getí svarandi upp á rétta svarinu við fyrstu visbendingu fær hann fimm stig. Ef ekki kviknar á perunni fær hann næstu visbendingu og ef þá logar fær hann fjögur stig. Og svo eðlilega þrjú stigivið þriðju, tvö við fjórðu, eitt við fimmtu og siðustu, annars ekkert, rien. Og vitaskuld er forbannað að kíkja. 6. spurning - Oddur jók forskot sitt, hlaut tvö stig en Jón ekkert. 17-11, Oddi i vil. 7. spurning - Jón Hnefill rétti hlut sinn örlítið, fékk þrjú stig, en Oddur tvö. 19-14. 8. spurning - Oddur fjögur, Jón Hnefill þrjú. 23-17 fyrir Odd.. 9. spurning - Og Oddur bætti enn við Lesendum til skemmtunar og saman- burðar höfum við stundað það að fá ýmsa fróðleiksmenn og konur til að spreyta sig á þessu með okkur og fellur sá úr keppni sem biður lægri hlut. Til gamans má geta þess að stigametið hjá okkur Magnús Torfi Olafsson - 44 stig af 50 möguiegum. Gefist þó ekki upp þó ■ Oddur Ólafsson sig, fékk tvö stig en Jón ekkert. 25-17. 10. spurning - Og ljóst orðið að Oddur Ölafsson er öruggur sigurvegari. Hér fékk hann þrjú stig og lokatölurnar þvi 28-17. þið nálgist ekki þá stjarnfræðilegu tölu. Fyrír hálfum mánuði öttu þeir kappi saman Oddur Ólafsson ritstjórnarfull- trúi og Jón Hnefill Aðalsteinsson menntaskólakennarí. Þeir skildu jafnir og þvi keppa þeir nú á nýjan leik. Svör eru á bls. 25. ■ Jón Hnefill Aðalsteinsson. Við þökkum Jóni Hnefli Aðalsteins- syni þolinmæðina, Oddur Ólafsson svarar áleitnum spurningum okkar aftur eftir hálfan mánuð. spumingar: eh Fyrsta vísbending Önnur vísbending Þriðja vísbending Fjórða vísbending Fimmta vísbending 1. spurning Nafnið á þessarí borg kvað þýða brauðhúsið í Pennsylvaníufylki i. Bandaríkjunum er borg og stálverksmiðjur með sama nafni Hún er oftlega nefnd borg Daviðs Mika spámaður sagði fyrir um að þar mundi Messías fæðast Og að mati kristinna manna rættist spásögn hans 2. spurning Þetta ár náði Marconi þráð- lausu sambandi miUi Evrópu og Ameríku í fyrsta sinn Og þetta ár orti Einar Bened- iktsson: Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vUI búa,/á land sitt skal trúa.... McKinley Bandaríkjafor- setí var myrtur, arftaki hans var Teddy Roosevelt Nóbelsverðlaun vom veitt í fyrsta sinn Viktoria, drottning breska heimsvaldsins, gaf upp önd- ina 3. spurning Eftir hann var þýtt: Hér skal hjartaljúfur/heyra um Stóra-Faxa,/hestinn úti i ánni.. Og: Nótt með fjögur tungl/ og eitt tré/með einn skugga/ og einn fugl... Ennfremur: Þegar máninn Hð- ur yfir Santiago á Kúbu/ vU ég halda tíl Santiago/á hesti úr svörtu vatni.. Eftír skáld þetta hefur verið leikið á íslandi leikrítið Hús Beraödu-Alba Spænskir þjóðemissinnar myrtu hann i Granada árið 1936 4. spurning Þéttleiki reikistjörnu þessar- ar er minni en aUra hinna reikistjamanna, aðeins 0.69 af þéttleika vatns Um hana ganga mörg tungl, stærst þeirra era Tít- an og Jafet Þetta er sjötta reikistjama frá sólu og sú ysta sem stjömufræðingar þekktu áður en sjónaukinn kom tU sögunnar Merkar upplýsingar um reUcistjömuna bárust jörðinni árið 1980 frá geimflaug- inni Voyager I Helsta einkenni plánet- unnar em hríngirnir i kríng- um hana sem orðið er uppvist að séu út isilögðum berg- molum og iskrístöllum 5. spurning Frá þessum bæ var HaU- freður vandræðaskáld, eitt af öndvegisskáldum sögualdar Bærínn var um aldir kirkju- staður og prestssetur, en á siðustu öld var sóknin lögð tU Undirfells Þar bjó upp úr aldamótum Bjöm Eysteinsson sem rit- aði sjálfsævisögu sína og lýsti Áður en vegurinn yfir Holtavörðuheiði var mddur lá um heiðina ofan við bæinn og Arnarvatnsheiði fjölfarín leið suður í Þetta er stórbýli í innanverð- Vatnsdal. 6. spurning Að beiðni austurrísks pi- anóleikara sem misst hafði aðra höndina skrifaði tón- skáld þetta pianókonsert - fyrír vinstrí hönd Hann útsetti Myndir á sýningu eftir Rússann Mussorgsky fyrir hljómsveit Og fyrir annan Rússa, Sergei DiaghUev og flokk hans samdi hann ballettinn Dafnis og Klói i Þekktast verka hans er líklega Boléro, en þar og í fleiri verkum hans gera spænsk áhríf mjög vart við sig Á eftir Debussy er hann sennUega þekktastur og áhrifa- mestur franskra tónskálda á þessari öld 7. spurning í Snorra-Eddu segir að í ragnarökum eigi hann vig á móti hundinum Garmi, er bundinn sé fyrir Gnipahelli, „og verður hvor öðrum að skaða“ Á þeim sama stað segir ennfremur að hann ráði mjög sigri í orrustum og sé „ekki kaUaður sættir manna“ Hann skal kenna sem hinn „einhenda ás og úlfs fóstra, víga guð, son Óðins“ Nafn hans mun komið af sömu rót og latneska orðið „deus“, guð Sá dagur vikunnar sem i Róm var helgaður herguð- um Mars var í norðurálfu nefndur í höfuð honum 8. spurning I kvæðinu Skógarhöggsmaður- inn vakni ákaUaði skáldið Pablo Nerada þennan mann Og um hann skrifaði annað skáld, Carl Sandburg, ævi- sögu í mörgum bindum Hann fæddist í Kentucky- fýlki í Bandaríkjunum snemma á síðustu öld og braust af eigin rammleik frá fátækt tU æðstu metorða Hann féll fyrir hendi morð- ingjans John WUkes Booth Á sinum tima var hann hvort tveggja hataðasti og dáðasti forseti Bandaríkjanna 9. spurning í kvikmyndum þessa manns kemur berlega fram hvílíka andúð hann hefur á hænum Hann gerði kvikmynd sem hét Fata Morgana: Jafnvel dvergar byrja smátt Fyrir töku myndar sinnar Glerhjartað lét hann dáleiða stóran hóp leikara , MikiU undramaður hefur leik- ið sjálfan sig í tveimur mynd- um hans, sá heitir Brúnó S. í nýjustu mynd hans, Fitz- carraldo, er skip dregið yfir fjall og ópemhús reist - inni i miðjum Amazonskógi 10. spurning Stjömumerki þessu stjóma plánetumar Úranus og Satúmus Það er eitt af þremur merkjum sem em bendluð við frumefnið loft Nefnum fáeina fræga sem em fæddir undir þessu merki: Abraham Lincoln, Charles Dickens, Fríðrik mikli, Ron- ald Reagan í söngleiknum Hárinu var sungið um hina dásamlegu öld þessa stjömumerkis, öld ein- drægni, forvitni og friðar Timi stjörnumerkisins stenst nokkum veginn á við hinn islenska þorramánuð Knúð á um úrslit

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.