Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 27
SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1982.
m
- Sýknun John Hinckleys af tilræðinu
við Reagan hefur vakið mikiar
umræður um hvort „geðveikivörnin”
eigi rétt á sér
■ Hinckley: „Ég er orðinn það sem mig langaði alla tið til að vera, sálsjúkt skáld...“
„Hvað eigum við að gera í því?“ spurði
hann jafnan, en á mánudaginn var hann
sjálfur orðinn viss um að tilræðismaður-
inn væri geðveikur. „Ja, hann er dálítið
klikkaður," sagði Jackson um Hinckley.
Copelin og Brown stóðu enn á því fastar
en fótunum að hann væri sekur. Browne
þrumaði yfir félögum sínum: „Málið er
ekki hvort hann var dálítið úti á þekju
eða hvort þetta ljóð eða hitt er
óskiljanlegt. Málið er að hann skaut
þessa menn, að hann gerði það af
yfirlögðu ráði, að hann skipulagði það
vandlega. Honum á að refsa!“ Maðurinn
er að þykjast. Það er ekkert að honum!“
Undir kvöld var eini bandamaður
Brown sem eftir var, Copelin, farinn að
efast. Allir kviðdómendurnir voru
'wv' tví, ÁJLt
ol ÁÍu Ú fu**,
rXt+rwk*#* t JU ^
A /t****.^ 1JU
A^L^M*** fi. •xM.iÍMr'
A tA. t
. 4 C*3t«*** £ jW |f»v
M 6 4ou^w.
dl t+< *»*«*aÍ
-t/i. 44*r*.«s*
-i <w ^ /.X
t,j -tJ ,j tsfjfduu.
£ p\i£+.JP
iV, ' )?»/«< W
'' <£’*/> Af'é' 4
s-•vv' -rr/t.i.frhj
/?**.’% yth Uf«<? f*>!S j* st s
/? c/rrce. fítr «»« 1 *“ °fTT}
T-r rruUu st/ <f <~*«*** ,
■ Nokkrir þeirra muna sem lagðir voru fram við réttarhöldin. Efst t.v. er póstkortið til Jodie Foster sem hann setti aldrei
í póst, en þar hvatti hann hana tii að „missa ekki meydóminn“, neðst t.v. eru skilaboð hans til hennar, efst t.h. er eitt af
hinum angistarfullu Ijóðum hans, og neðst t.h. eintak hans af bókinni „Taxi Driver“ og skammbyssan sem hann notaði.
orðnir þreyttir og leiðir og Copelin sagði
um aðstöðu þeirra: „Ég var örmagna.
Það fannst engum önnur leið fær. Lögin
lokuðu okkur inni og þetta var það eina
sem við gátum ákveðið.“ Eftir að
Copelin skipti um skoðun þrjóskaðist
Rmwnp víð í tíu minútur enn en loks
gafst hún upp, fómaði höndum og
hrópaði: „Til andskotans með þetta! Ef
þið sjáið ekki hvað er að gerast hér, þá
get ég ekki hjálpað ykkur!"
„Lögin leyfðu ekki að ég
greiddi atkvæði eftir
samvisku minni“
Kviðdómendur fóru i mat áður en
gengið var frá úrskurðinum. Coffey
gleypti í sig kótiletturnar en Nathalia
Brown var svo æst að hún hafði enga
matarlyst. Evelyn Washington hafnaði
matnum og fór út i hom að lesa í
Biblíunni. Þegar þau vom um það bil að
ljúka málsverðinum kom hún aftur og
spurði hvort allir væru enn sömu
skoðunar. Svarið var alls staðar hið
sama: „Já.“
Eftir að úrskurðurinn hafði verið
lesinn upp sneru kviðdómendurnir aftur
inn í herbergi sitt í síðasta sinn. Nokkrar
kvennanna snökktu. „Samviska mín
sagði mér að greiða atkvæði með að
hann væri sekur, en lögin leyfðu það
ekki,“ sagði Copelin. Og Drake sagði:
„Ef þeir sem gagnrýna okkur hefðu
verið með okkur í þessu þá hefðu þeir
komist að sömu niðurstöðu." Coffey er
sammála þessu. „Við gerðum okkar
besta með það sem við höfðum í
höndunum," sagði hann. „Hinckley er
ruglaður. Það eina sem við getum nú
gert er að vona að hann fái rétta hjálp."
Áður hafa tveir tilræðismenn við
forseta Bandarikjanna verið sýknaðir
vegna geðveiki, þeir Richard Lawrence,
húsamálarinn sem skaut að Andrew
Jackson árið 1835, og John Schrank,
kráareigandinn sem skaut Teddy
Roosewelt, fyrrum forseta, árið 1912.
Þekktasti Bandaríkjamaðurinn sem
hefur sloppið við dóm vegna geðveiki-
vamarinnar er á hinn bóginn skáldið
Ezra Pound sem var sýknaður af
ákærum um landráð eftir síðari
heimsstyrjöld en sat i staðinn nokkur ár
á St.Elizabeths geðsjúkrahúsinu. Að
sögn sitja flestir geðsjúkir glæpamenn
þar aðeins rúm fjögur á. Á St.
Elizabeths verður heimili Hinckleys á
næstunni.
Aður fyrr skipti það i sjálfu sér litlu
máli hvort sakborningur var dæmdur
sekur eða ósakhæfur vegna geðveiki. Ef
um alvarlegan ofbeldisglæp var að ræða
var hann vistaður í öryggisgæslu á
geðsjúkrahúsi til æviloka. En á síðasta
áratug voru sett ýmis lög til að vernda
rétt geðsjúklinga og nú geta yfirvöld
ekki haldið manni á geðsjúkrahúsi gegn
vilja hans nema hann sé talinn
hættulegur sjálfum sér og/eða öðrum.
Gegn þessum ákvæðum geta geðlæknar
komist i hræðilegan vanda, enda eru
þeir fyrstir til að viðurkenna að þeir geti
ekki spáð með neinni vissu um hvort
ofbeldistilhneigingar sjúklings séu
horfnar eða ekki. Þeir verða því að giska
og í sumum tilfellum eru afleiðingarnar
hræðilegar.
Bók um mann sem þóttist
geðveikur í fórum Hinck-
leys
Nefna má Michael Hightower, 32ja
ára gamlan fyrrum hermann sem
þjónaði i Víetnam. Hann nauðgaði
tveimur konum i Idaho en var sýknaður
vegna geðveiki. Eftir tæpt ár var hann
látinn laus af sjúkrahúsi en hefur siðan
verið handtekinn á ný, ákærður um að
hafa ætlað að myrða hjúkrunarkonu
nokkra. í Idaho er nú sterk hreyfing sem
berst fyrir þvi að geðveikivömin verði
aflögð. Annað dæmi er Charles Meach,
34ja ára, sem sparkaði vangefinn
Alaskaindiána til dauða árið 1973 en
slapp vegna geðveiki. Hann var um hríð
á geðsjúkrahúsi en var látinn laus og
talinn heilbrigður. Hann situr nú í
fangelsi fyrir að hafa myrt fjóra táninga
í almenningsgarði í Anchorage. Og loks
má nefna Garrett Trapnell, 43ja ára, en
hann rændi farþegaflugvél árið 1973.
Hann hafði aðeins setið tæp tvö ár i
fangelsi vegna þess að honum tókst alltaf
að leika á kviðdóminn og þykjast vera
geðveikur. Um þetta skrifaði Eliot
nokkur Asinof bókina „The Fox Is
Crazy Too“, eða „Refurinn er líka
27
brjálaður". Sú bók fannst í fórum John
W. Hinckleys, yngra.
Allt hefur þetta orðið til þess að
geðveikivömin á nú undir högg að
sækja. „Einu gildir hversu geðsjúkur
maður er,“ segir Bemard Diamond við
sálfræðideild Berkeley háskóla í
Kaliforníu, „maður er sennilega alltaf
ábyrgur gerða sinna upp að vissu
marki.“ Geta má þess að daginn eftir
úrskurðinn í Hinckley - málinu vom sett
ný lög i ríkinu Delaware sem heimila
kviðdómi að úrskurða sakborning
„sekan, en geðveikan". Lög af þessu
tagi em þegar í gildi í Michigan,
Indiana, New Mexico, Georgíu og
Illinois, og þau þýða að sakbomingur er
fýrst vistaður á geðsjúkrahúsi en þegar
læknar þar telja hann hæfan til útskriftar
er hann fluttur í fangelsi þar sem hann
afplánar afgang refsingar sinnar.
Saksóknari Georgiurikisins segir um
þessi lög að þau séu til að sakborningur-
inn verði ekki sneyddur allri ábyrgð á
gerðum sinum.
„Gæti ekki sannað að
starfsmenn Hvíta hússins
væru heilbrigðir“
En það eru tvær hliðar á hverju máli,
og hvers vegna, spyrja ýmsir, á að neyða
mann sem hefur geðveikur framið afbrot
en siðan náð sér til að sitja inni, eftir að
hann er orðinn heilbrigður? Howard
Simon, formaður Michigan - deildar
Bandarísku mannréttindahreyfingarinn-
ar, segir að þessi nýju lög hafi í hans riki
ekki haft nein áhrif á tíðni geðveikivarn-
arinnar, en geti hins vegar haft þær
afleiðingar að geðsjúkir fangar f ái litla
meðferð það eð þeir þurfti hvort sem er
að sitja svo og svo lengi inni.
Og sem fyrr sagði eru miklar umræður
um það hvort réttlætanlegt sé að
yfirvöldin þurfi að sanna að sakborning-
ur sé andlega heilbrigður. Fáir
sálfræðingar treysta sér til að kveða upp
slíkan úrskurð um nokkurn mann en
þetta verður saksóknari að gera í
hverjum réttarhöldum. Edwin Meese,
einn nánasti ráðgjafi Reagans, sagði um
þetta atriði: „þó ég ætti að vinna mér
það til lífs þá gæti ég ekki sannað að
starfsmenn Hvita hússins væru andlega
heilbrigðir." Og þó ýmis ríki hafi nú
tekið upp þann sið að verjandinn verði
að sanna ósakhæfni skjólstæðings sins
þá eru lög um slíkt ekki alls staðar mjög
afgerandi. í Indiana þarf verjandi til
dæmis ekki að gera betur en að sýna
fram á að „líkur bendi til“ 1 að
skjólstæðingur hans sé haldinn einhverri
geðveilu.
Nokkur ríki íhuga nú að afnema
geðveikivörnina í eitt skipti fyrir öll en
nokkur velta fyrir sér að taka upp
úrskurðinn „sekur, en ábyrgðarlitill"
sem gæti þýtt að sakborningur verði
dæmdur fyrir minni sakir en hann er
ákærður fyrir. Sálfræðingurinn David
Lykken hefur stungið upp á því að
sálfræðingum verði ekki hleypt nærri
réttarhöldum fyrr en búið er að kveða
upp úrskurð um sekt eða sakleysi; þá
hafi framburður þeirra einungis áhrif á
dóminn sjálfan.
„Píslarvotturinn i mér
setti upp leiki...“
Altént er ljóst að sýknun Hinckleys
hefur orðið til þess að kveikja slikar
umræður í Bandaríkjunum að þær verða
ekki þaggaðar niður í bráð og gætu
aukinheldur haft áhrif í öðrum löndum.
Og meðan þær umræður fara fram mun
Hinckley sitja á St. Elizabeths
geðsjúkrahúsinu þar sem sálfræðingar
og geðlæknar munu ranasaka hann enn
frekar. Loks hefur ræst sýn sú sem birtist
í einu ljóða hans:
„The martyr in me played games
And I was the young alienated lover
...I have become what I wanted
To be all along, a psychopatic poet.“
(f lauslegri þýðingu: „Píslarvotturinn
í mér setti upp leiki / og ég var ungi
einangraði einfarinn / ... Ég er orðinn •
það sem mig langaði / alla tíð að vera,
sálsjúkt skáld.“)
Mál Hinckelys gæti hins vegar komið
fyrir dómstóla á nýjan leik fyrr en varir,
og þá á dálítið öfugsnúinn hátt. Það er
nefnilega mjög raunhæfur möguleiki að
lögfræðingar hans höfði mál til að fá
hann lausan af St.Elizabeths vegna þess
að hann sé algerlega heilbrigður.
Foreldrar hans hafa að visu sagt að þau
muni ekki höfða slikt mál. Ekki i bili...
- ij tók saman og
endursagði.