Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 8
8
» ♦ *" * i
SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1982.
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvœmdastjóri: Glsli Sigurósson. Auglýsingastjóri: Stelngrimur Gislason.
Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elfas Snœland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi:
Oddur V. Ólafsson. Fróttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tlmans:
lllugl Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttlr, Atll Magnússon, Bjarghildur
Stefánsdóttir, Eglll Helgason, Frlðrlk Indriðason, Helður Helgadóttir.lngólfur
Hannesson (Iþróttir), Jónas Guðmundsson, Krlstlnn Hallgrimsson, Krlstln
Leifsdóttir, Slgurjón Valdlmarsson, Skaftl Jónsson, Svala Jónsdóttlr. Útllts-
telknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guðjón
Róbert Agústsson, Elln Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarklr:
Flosl Kristjánsson, Kristln Þorbjarnardóttlr, Marla Anna Þorstelnsdóttlr.
Rltstjóm, skrlfstofur og auglýslngar: Slðumúla 15, Reykjavlk. Slmi: 86300.
Auglýsingasimi: 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86392.
Verð f lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Askrlft á mánuðl: kr. 120.00.
Setnlng: Tmknidelld Timans. Prentun: Blaöaprent hf.
Hagsmunaaðilar
leð sérþarfir
■ Oft ratast kjöftugum satt á munn er máltæki sem
sannaðist í leiðara Alþýðublaðsins s.l. fimmtudag, en
þar leggur ritstjórinn fram eftirfarandi hugmynd:
„Hvernig væri að borgarstjórn skipaði öfluga nefnd
hugsandi og hæfra manna, sem tæki að sér það verkefni
að skipuleggja nýtt líf í miðbæinn, í samræmi við
raunverulegar þarfir fólks - í staðinn fyrir sérþarfir
arkitekta og skipulagsfræðinga.“
Borgarstjóri hefur lagt fram greinargerð um
stefnubreytingu í skipulagsmálum, sem felst í því að
hætta við að byggja á Rauðavatnssvæðinu í bili en að
forgangsverkefnið verði að reisa ný hverfi norðan
Grafarvogs. Þá hefur verið ákveðið að hætta við
þéttingu byggðar vestan Elliðaáa. Þar eiga ónýtt
landsvæði, gömul port og berangur að halda áfram að
kallast græn svæði eða útivistarsvæði.
Sérþarfir arkitekta og skipulagsfræðinga eru greini-
lega að reisa sjálfum sér minnismerki með því að
skipuleggja frá grunni nýja byggð, sem fjærst öðrum
mannabústöðum og ráða og ráðskast með allt umhverfi
fólks eftir sinni sérvisku. Þeir telja kjörnum fulltrúum
trú um að þeir einir viti hvernig fólk á að búa og borgir
og bæir að þróast.
Eitt af því sem sífellt er borið á borð af þessum
mönnum er að fólk vilji endilega búa í stórum
einbýlishúsum og öðruvísi ekki. Síðan eru bornar
fram mannfjölgunaráætlanir, sem byggðar eru á
fölskum forsendum, að minnsta kosti löngu úreltum.
Mannfjölgunin er ekki og verður ekki eins mikil og
af er látið. Nýjasta íbúaspá Framkvæmdastofnunar-
innar sýnir að íbúðaþörfin á höfuðborgarsvæðinu er
þriðjungi lægri árin 1984-88 en var 1979-83.
Það er greinilegt að miklu meira hefur verið byggt
af stórum íbúðum en þörf er á en of lítið af litlum
íbúðum. Verð og eftirspurn á íbúðamarkaði sannar
þetta. 1979 voru 40 fermetrar íbúðarhúsnæðis á hvern
íbúa í Reykjavík. 1975 var samsvarandi hlutfall 24
fermetrar í Helsingfors. Þetta þykir nóg þar og eru
Finnar taldir kunna nokkuð fyrir sér í arkitektúr og
skipulagsmálum.
»in á þessari ofboðslegu íbúðarstærð er
verðbólgu þar sem vextir voru neikvæðir var
það góð fjárfesting að byggja stórt, burtséð frá hversu
hagkvæmt það var að öðru leyti. Nú er öldin önnur en
samt er verið að telja fólki trú um að það vilji helst
búa í stórum einbýlishúsum og raðhúsum og landflæmi
skipulögð með það fyrir augum með ofboðslegum
kostnaði fyrir Reykjavíkurborg.
Litlar íbúðir í aðlaðandi fjölbýlishúsum eru mjög
eftirsóttar. Það sannast best á hinni gífurlegu
eftirspurn eftir íbúðum í nýreistum húsum fyrir
aldraða. Auk þess að vera hentug eru hús þessi reist
inni í borginni. Það hefur sitt að segja. Það eru
athyglisverðar hugmyndir sem Ragnar Þórðarson
verslunarmaður hefur lagt fram um skipulag miðsvæðis
í Reykjavík. Sem sé að reisa stór fjölbýlishús
miðsvæðis í borginni þar sem allar þjónustugreinar eru
fyrir hendi og ef vel er að gáð nóg rými. Þetta er
ódýrara og hentugra heldur en heiðastefna borgaryfir-
valda sem láta hagsmunaaðila með sérþarfir segja sér
fyrir verkum.
Þeir sem vilja og hafa efni á geta búið í húsagámum
fjarri öðru mannlífi ef þeir vilja, en helst ekki á kostnað
hins almenna skattgreiðanda.
-O.Ó
skuggsjá t
Afm*lisveisU Ms. tímaritsins. F.v. Gloria Steinem,
ritstjóri Ms.,Loretta Swit, leikkona, og Patriria Carbine,
útgefandinn, við afmæiistertuna.
■ Adoif Hitler
- Haaa Uaat vfð-
tækan stuðning
kjóseada f
Þýskalandi áður
enhannvarðein-
ræðisberra.
Hveijir kusu Hitler?
Tilstand hefur verið í ameríku og víðar
UNDANFARIÐ VEGNA TÍU ÁRA AFMÆLIS WATER-
GATE-MÁLSINS. Hefur gangur þess máls af því tilefni verið
rifjaður upp og frá því skýrt, hvar höfuðpersónurnar í þeim
skollaleik séu nú niðurkomnar.
Annað tíu ára afmæli var líka haldið hátiðlegt þar vestra á
dögunum. Það var þó annars eðhs.Tíu ár voru sem sagt liðin
frá því að tímaritið Ms. sá fyrst dagsins ljós. Til útskýringar
fyrir þá, sem hafa ekki hugmynd um hvað Ms. er íyrir nokkuð,
skal það tekið fram, að hér er um að ræða tímarit, sem konur
stofnuðu til þess að koma á framfæri sjónarmiðum kvenna og
verða umræðuvettvangur um jafnréttisbaráttuna.
Mörgum þótti ólíklegt að Ms. ætti langa lífdaga í byrjun.
Fyrsta tölublaðinu var dreift með New York-tímaritinu.
Stofnendur timaritsins voru öðrum fremur tvær konur:
Patricia Carbine, sem nú er hinn eiginlegi útgefandi blaðsins,
og Gloria Steinem, ristjóri þess.
En það er ekki aðeins að Ms. hafi lifað, heldur hefur það
vaxið og dafnað með hverju árinu. Að sögn útgefandans er
upplag timaritsins nú 450 þúsund, og eru karlmenn um 30%
af lesendum þess. Útgáfan var endurskipulögð árið 1980 og
er nú í höndum sérstakrar stofnunar - „Ms. Foundation for
Education and Communication" -, sem jafnframt hefur látið
til sín taka á öðrum sviðum fjölmiðlunar, svo sem í bókaútgáfu
og við gerð sjónvarpsþátta um málefni kvenna.
Um 1200 gestir mættu í sérstakt afmælishóf, sem útgefendur
tímaritsins efndu til i New York, og þar voru aðstandendur
blaðsins að sjálfsögðu ánægðir með vöxt þess og viðgang. En
kvenréttindafólk þar vestra hefur þó litla ástæðu til að fagna
almennt séð þessa dagana, þar sem ljóst varð endanlega á
miðvikudaginn var að tilraunir til þess að fá jafnréttisákvæði
sett inn í stjórnarskrána höfðu mistekist. Ákvæði þetta varð
að engu, þar sem ekki tókst að fá nægilega mörg riki innan
Bandaríkjanna til að staðfesta það nú fyrir síðustu
mánaðamót.
„Ég er reið en ekki vondauf“, sagði Gloria Steinem í
afmælisveislunni er hún var spurð um þessa útreið
jafnréttisákvæðisins. „Við sjáum af þessari reynslu, að nú
verðum við að læra að koma okkar atkvæðum til skila til
stuðnings baráttumálum okkar án tillits til flokksklíkanna“.
Kvennaframboð kannski?
HvERJIR KUSU HITLER? Svo nefnist bók nokkur,
sem Richard F. Hamilton hefur sett saman og nýlega kom út
á vegum Princeton University Press í Bandarikjunum, en þar
reynir hann að gefa svar við þessari spumingu.
Það hefur lengi verið Þjóðverjum nokkurt skammarefni,
hversu margir kusu Hitler og nasistaflokk hans, en sá
almenni stuðningur varð öðru fremur til þess að koma honum
til valda. Hitler er einn fárra einræðisherra, sem þannig hlaut
mikinn stuðning kjósenda í almennum, frjálsum kosningum,
áður en hann komst í valdastólana og gerði kosningar að því
grinatriði, sem þær eru ávallt í einræðisríkjum.
Nasistaflokkur Hitlers náði verulegum árangri í þingkosn-
ingunum árið 1930, því þá varð flokkurinn skyndilega næst
stærsti flokkur Þýskalands. Og sigurför nasista hélt áfram i
kosningunum í júli 1932, þvi þá urðu þeir stærsti flokkur
landsins og hlutu um 37% greiddra atkvæða.
Siðar það sama ár, eða i nóvember, lækkaði hlutfall þeirra
nokkuð, eða niður i 33%, en i mars 1933 - i síðustu
kosningunum, sem voru nokkurn veginn frjálsar - hlutu
nasistar um 44% greiddra atkvæða.
Það er þvi ljóst, að þótt Hitler hafí aldrei fengið hreinan
meirihluta meðal þýsku þjóðarinnar í frjálsum kosningum, þá
fékk hann mjög verulegt fylgi.
En hverjir kusu hann? Alþýðustéttir eða auðmenn?
Miðstéttafólk? Kaþólikkar eða mótmælendur? Ungir eða
aldnir? Þessum spurningum veltir Richard Hamilton fyrir sér
mjög ítarlega i bók sinni, sem er hátt á sjöunda hundrað
blaðsíður. Þar fjallar hann m.a. um þær kenningar, sem áður
hafa verið á lofti um þetta efni, og er yfirleitt lítt sáttur við
þær. Sumir hafa haldið þvi fram, að það hafi fyrst og fremst
verið svonefndar lægri millistéttir, sem kosið hafi Hitler. Aðrir
hafa hins vegar talið, að það hafi einmitt verið hinar auðugri
stéttir landsins, sem veitt hafa nasistaflokknum brautargengi
í kosningum.
Staðreyndin er auðvitað sú, að mjög erfitt er að koma með
pottþétt svör við spurningunni, hverjir kusu Hitler.
Rannsóknir Hamiltons gefa aðeins nokkrar vísbendingar, sem
draga þarf ályktanir af með varúð. Það kemur t.d. i ljós, að
í kjördæmum, þar sem kaþólskir menn voru ríkjandi, fékk
Hitler lítið fylgi, en miklu meira í kjördæmum þar sem
mótmælendur voru í meirihluta meðal ibúanna. Þetta telur
Hamilton benda til þess, að trúarbrögð hafi skipt meira máli
en stéttaskipting. En athuganir hans benda einnig til þess, að
nasistar hafi fengið minna fylgi i þeim borgarhverfum, þar
sem verkafólk bjó fyrst og fremst en í hverfum þeirra, sem
rikari voru. Sömuleiðis náðu nasisar yfirleitt betri árangri í
smábæjunum heldur en í stórborgunum. Og í borgunum
virtist það nokkuð ríkjandi, að nasistar fengu meira fylgi i
þeim hverfum, þar sem tekjur íbúanna voru háar, en í hinum.
Allt eru þetta vísbendingar, en bent hefur verið á, að ekki
sé hægt að draga af þeim of miklar ályktanir einfaldlega vegna
þess, að þær byggi á alhæfingum sem séu ekki raunhæfar i
ýmsum tilvikum. Er þar m.a. átt við, að erfitt sé að skipta
kjördæmum niður i „rík“ kjördæmi og „fátæk“, þar sem i
þeim flestum hafi fólk á ólíkum tekjustigum búið hlið við hlið.
Mikið hefur verið deilt um það, hvort Hitler og
nasistaflokkurinn hafi fyrst og fremst fengið stuðning sinn frá
ungu fólki eða eldri kynslóðunum. Konrad Heiden, sem lifði
þessa tima og skrifaði m.a. þekktaævisögu Hitlers, hélt þvi
þannig stift fram í ritum sínum, að nasistaflokkurinn hafi fyrst
og fremst verið hreyfing ungs fólks. Hamilton er ekki sammála
þessu, og telur að Hitler hafi einnig fengið mikinn stuðning
í kosningum frá eldrafólki, einkum vel stæðu millistéttafólki.
Það sem virðist þó alveg ljóst að nasistaflokkurinn var á
þeim árum, sem hér um ræðir (1930-1933), sá flokkur sem
dró að sér óánægjufylgi eins og segull, og eini flokkurinn
sem gat á þeim tíma fengið stuðning úr öllum stéttum
þjóðfélagsins.
Kynferðisfræðsla í skólum hefur oft
VALDIÐ NOKKRUM DEILUM. Þó hefur orðið minna um
slíkan ágreining hér á landi en víða i nágrannalöndum okkar,
þar sem ýmsir telja að slik fræðsla leiði til aukinna athafna
unglinga á kynlífssviðinu. Nú hefur verið skýrt frá
niðurstöðum könnunar, sem gerð var í Bandarikjunum, sem
sögð er sýna að þessi ótti sumra foreldra sé ástæðulaus.
Könnunin var gerð á vegum Johns Hopkins University og
fjármögnuð af stofnun, sem nefnist National Institute of Child
Health and Human Development. Gerð var grein fyrir
niðurstöðunum í tímaritinu Family Planning Perspectives.
Könnun þessi var reyndar tviskipt. Annars vegar var gerð
könnun meðal kvenna á táningaaldri árið 1976, en síðan
þremur árum síðar könnun bæð'meðal pilta og stúlkna.
Meginniðurstaðan er sú, að i svörunum sé að fmna
„yfirgnæfandi stuðning við þá skoðun, að það, hvort
viðkomandi táningar hafi fengið kynferðisfræðslu í skólum
eða ekki, hafi engin áhrif á ákvarðanir táninganna um að hafa
kynmök".
Fram kom að um þrír fjórðu hlutar ógiftra kvenna á
aldrinum 15-19 ára og ókvæntra karla á aldrinum 17-21 árs
höfðu hlotið kynferðisfræðslu i skólum. Um áhrif þeirrar
fræðslu segir m.a., að reynslan sýni, að stúlkur, sem hafi hlotið
kynferðisfræðslu í skólum, séu ólíklegri til þess að verða
ófriskar en hinar, sem enga slíka fræðslu fengu.
Elías Snæland
Jónsson skrifar